Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Galant 2000, árgerð 1997. 4 dyra, sjálfskiptur, ekinn 27.000 km. Nánari uppl. hjá Bílaþ. Heklu, í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞINGJEKLU NúiYicr cíH~ f notv?vM bíhfft! Laugavegi I74,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathiny.iy • vvww.hiUtfhijhj.te ’ www.bikUhiwj.te.. Sumarslátrun hafín hjá SS á Selfossi Kjöt af nýslátruðu með flugi til Danmerkur Steinþór Skúlason, forstjóri SS, reiknar með að fram til jóla fari 5-6 þúsund skrokkar á danska markaðinn. Sláturfélagið hefur komið sér upp dreifmgarkerfí í Danmörku og selur til 80-100 stór- markaðsverslana í Kaupmanna- höfn og nágrenni. Steinþór segir að útflutningur á fersku kjöti í sláturtíðinni sé mikil- vægur fyrir SS. Pama komist fyr- irtækið inn á markað sem gefí betra verð fyrir ferskt kjöt en fros- ið. Það fari jafnóðum og geymslu- kostnaður sparist, auk þess sem varan fáist fyrr greidd. Þá leggur hann áherslu á að SS sé þarna að koma á framfæri hágæðavöru und- ir eigin vöramerki og byggi þannig upp vitund neytenda fyrir vöranni. Þá sé mikilvægt fyrir sauðfjár- ræktina í landinu að fínna markaði sem greiði verð sem staðið geti undir viðbótarframleiðslu. Sláturfélagið selur kjötið á 36 krónur danskar til verslana í Dan- mörku og miðað við gengi dönsku krónunnar um þessar mundir er það heldur lægra verð en fæst fyrir kjötið við sölu til verslana á íslandi. Mun meiri kostnaður er við útflutn- inginn en sölu á innlendum mark- aði, en Steinþór segir að skilaverðið sé með því allra besta sem þekkist við útflutning á dilkakjöti. SUMARSLÁTRUN hófst í gær í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Liðlega 300 fjár var slátrað fyrsta daginn en slátrað verður einn dag í viku og þar af fara 184 skrokkar ferskir í loft- skiptum umbúðum í verslanir IRMA í Kaupmannahöfn. Fram til jóla fara 5-6 þúsund skrokkar af nýslátruðu til Danmerkur og er kjötið selt þar undir merki SS. Fyrsta sláturdaginn kom féð frá Borgarfirði, úr Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Hermann Arna- son, stöðvarstjóri SS á Selfossi, segir ráð gert fyrir að slátrunin aukist þegar kemur fram í miðjan ágúst og hún nái síðan hámarki í september. Hann segir unnið að því að lengja sláturtímann og það sé meðal annars gert með því að yfirborga og staðgreiða kjötið í sumarslátruninni og með því séu bændur hvattir til að koma snemma með lömb til slátrunar og haga eldi þeirra eftir því. Selt undir merki SS Þetta er þriðja árið sem Slátur- félagið flytur út ferskt dilkakjöt með flugi til Danmerkur. Á síðasta ári fóru um 3000 skrokkar og Forsætisráðherra segir vísbendingar um að verðbólgan fari minnkandi Morgunblaðið/Sig. Jóns. TEKIÐ til hendinni í sumarslátrun í sláturhúsi SS á Selfossi. Caroline Croft forstöðumaður hjá Árþúsundanefnd Hvíta hussins Dregið verður úr framkvæmd- um ríkisins s Þáttur Islands í hátíðar- höldunum er mikilvægur CAROLINE Croft, forstöðumaður al- þjóðasviðs Árþús- undanefndar Hvíta hússins, er stödd hér á landi við und- irbúning hátíðar- halda tengdra ís- landi á næsta ári. Hún er formaður vinnuhóps sem kenndur er við Leif Eiríksson og árþús- undamót, ásamt Einari Benedikts- syni, fyrrverandi sendiherra í Was- hington. Að sögn Caroline er hlut- verk Islands í Árþúsundaverk- efni Hvíta hússins mikilvægt af ýmsum sökum. „Án íslenskra bókmennta væri saga Norður- landanna ekki jafn þekkt og raun ber vitni. íslendingar gegndu lykilhlutverki í að varðveita norræna menningu og sögu,“ segir hún. Unnið í samvinnu við Islendinga Caroline segir að verkefni nefndarinnar sé samvinnu- verkefni íslands og Bandaríkj- anna. „Önnur verkefni Árþús- undanefndarinnar eru ekki unnin í samvinnu við aðrar þjóðir og þar njóta Islendingar mikillar sérstöðu, sem aðrar þjóðir öfunda þá af,“ segir hún. „Við höfum haft mjög gaman af að vinna með Islend- ingum og hlökkum til að hrinda verkefnunum í fram- kvæmd á næsta ári.“ Stærsta verkefni vinnuhóps- ins verður víkingasýning í Smithsonian-safninu í Was- hington, sem hefst 29. apríl á Caroline Croft næsta ári. Sem kunnugt er verður haldið upp á 1.000 ára afmæli Amer- íkufundar Leifs Ei- ríkssonar árið 2000. Þá verður haldið málþingið „Islend- ingasögurnar og mótun íslenskrar menningar“ í bóka- safni Bandaríkja- þings 24.-26. maí. Margt fleira stend- ur til, m.a. sýningin „Islendingasögurn- ar lifðar og endur- lifðar: íslenskt líf og þjóðsaga", sem haldin verður í Þjóðarbókhlöðunni á sama tíma og málþingið ytra. Sýn- ingin verður síðan flutt til há- skólans í Cornell seinni liluta ágústmánaðar, og til Winnipeg í október. Vann fyrir Albright Caroline Croft er sem fyrr segir forstöðumaður alþjóða- sviðs Árþúsundanefndar Hvíta hússins. Áður var hún for- stöðumaður Iistaverkefnis Bandarísku upplýsingastofn- unarinnar (USIA). Þá hefur hún gegnt ýmsum stöðum í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, m.a. var hún starfsmanna- stjóri hjá Madeleine Albright, núverandi utanríkisráðherra, þegar sú síðarnefnda var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Andlát OLAF OLSEN OLAF Olsen, fyrrver- andi flugstjóri, varð bráðkvaddur sunnu- daginn 25. júlí síðast- liðinn. Hann var 75 ára að aldri. Olaf Olsen fæddist í Reykjavík 27. júní 1924. Hann lauk at- vinnuflugprófi frá flugskóla í Sout- hampton í Englandi árið 1947 og fékk flug- stjóraréttindi í Banda- ríkjunum árið 1953. Hann var meðal frum- kvöðlanna hjá Loft- leiðum og flaug þar í áratugi og síðar hjá Flugleiðum. Fyrstu árin flaug Olaf vélum af gerðunum Stin- son, Grumman, Katal- íu og fl., síðar DC-3, DC-4 og DC-6 og Canadair CL 44-vélun- um. Síðustu ár sín sem ílugstjóri flaug hann DC-8 þotum og DC-10 þotunni sem Flugleiðir starfræktu um tíma. Eftir að hann lét af störfum sem flugstjóri starfaði hann áfram fyrir Flugleiðir þar til hann náði 67 ára aldri. Starfaði Olaf alls í 44 ár hjá Loftleiðum og Flugleiðum. Eftirlifandi eiginkona Olafs er Lilja Enoksdóttir. Uppkomin börn Olafs eru flmm. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir flest benda til þess að verðbólgan fari aftur minnkandi, þegar hann er inntur álits á nýrri verðbólguspá Seðlabanka Islands, sem kynnt var í fjölmiðlum fyrir helgi. Spáir Seðlabankinn nú 3% verðbólgu milli ársmeðaltala þessa og síðasta árs og 4% hækk- un frá ársbyrjun til ársloka. Forsætisráðherra bendir þó á að enn sé töluverð þensla í þjóðfé- laginu og segir að fjárlagatillögur fyrir næsta ár byggi m.a. á því að dregið verði úr framkvæmdum á vegum ríkisins og að ríkissjóður verði rekinn með töluverðum af- gangi. Hann telur á hinn bóginn ekki ástæðu til þess að Seðla- bankinn hækki vexti að nýju. „[Verðbólguspá Seðlabanka Is- lands] er nánast algjörlega hin sama og spá Þjóðhagsstofnunar sem gerð var fyrir mánuði. Eg sé engan sérstakan mun á þessum tveimur spám,“ segir forsætisráð- herra m.a. en í verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar frá í lok júní sl. er m.a. gert ráð fyrir þriggja prósenta verðbreytingu milli ár- anna 1998 og 1999. „Ef menn skoða þróun fyrri parts ársins þá er innbyggt í þessa spá [Seðlabanka íslands] að úr verðbólgu dragi á seinni parti árs- ins, þ.e. hún er hærri á fyrri partin- um en lægri á seinni partinum. Þess vegna bendir flest til þess að við séum að komast svona fyrir vind og að þessi verðbólgubóla, sem við getum kallað svo, sé geng- in yfir og verðbólgan fari aftur lækkandi." Sveitarfélög dragi einnig úr framkvæmdum Forsætisráðheira bendir þó á að áfram sé töluverð þensla í þjóðfé- laginu og að „menn hafi vakandi auga með því. Við byggjum okkar fjárlagatillögur [fyrir fjárlög næsta árs] á því að það dragi úr fram- kvæmdum af ríkisins hálfu og það er náttúrulega mikilvægt að sveit- arfélögin taki einnig þátt í því, ella dregur ekki úr spennunni," segir ráðherra og bendir sömuleiðis á að stefnt sé að því að ríkissjóður verði rekinn með töluverðum afgangi á næsta ári. „Það er okkar viðleitni í þá átt að draga úr þessari spennu," segir hann, „auk þess sem Seðla- bankinn hefur í nokkur skipti með vitund ríkisstjórnarinnar hækkað vexti. Ég tel ekki að það sé ástæða til að hækka þá meira.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.