Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Heillaðir af landi og þj óð Bandaríski kvikmyndaleikarinn og leik- stjórinn Kevin Costner og leikstjórinn Jim Wilson dvöldu á Islandi í síðustu viku við leik og störf og hrifust þeir mjög af landi og þjóð. Birna Anna Björnsdóttir hitti þá Costner og Wilson og spjallaði við -----------------------------7----------- þá um fyrstu kynni þeirra af Islandi sem voru víst einkar ánægjuleg og verða ör- ugglega ekki þau síðustu. ÞEIR ERU ánægðir á svip, mennirnir tveir sem koma og setjast hjá blaðamanni til að spjalla um fyrstu kynni sín af íslandi, enda búnir að eiga hér mjög ánægjulegar stundir. Þeir Kevin Costner og Jim Wilson hafa nýlokið við að snæða kvöldverð og nýtur blaðamaður góðs af því að Costner hefur ekki smekk fyrir skyri því um leið og hann sest segir hann „má ekki bjóða þér eftirrétt- ^.inn minn?“ Þegar blaðamaður reyn- ir að svara eins kurteislega og hægt er með því að segja ,ja, ertu viss um að þú viljir hann ekki?“ eða „kærar þakkir, mikið ertu indæll,“ þá grípur Wilson fram í hlæjandi og segir ,já, þú heldur það“. „Víst er ég indæll!“ mótmælir Costner þá og Wilson maldar í móinn og segir , jú, jú, vissulega er hann indæll, en hann er samt ekki bara að vera in- dæll,“ og þeir hlæja svo og útskýra málið og segir Costner að hann vilji frekar súkkulaði eftir matinn en -'Wþetta skrýtna skyr. Sérstakt landslag og alveg sér- staklega vingjarnlegt fólk Costner og Wilson hafa verið nánir samstarfsmenn og vinir í fjöldamörg ár. Wilson var meðal annars aðstoðarleikstjóri kvik- myndarinnar Dansar við úlfa og þykir mjög fær á sínu sviði. Þeir komu hingað til lands til að vinna við tvo heimildarþætti sem banda- ríska sjónvarpsstöðin ESPN er að gera um stangveiði á íslandi. Leik- stjóri þáttanna er John Barett, en fyrirtæki hans, Barett Productions, framleiðir vinsæla og margverð- launaða sjónvarpsþætti um nátt- ■*úrulíf og útivist og fær hann gjam- an fræga leikara til liðs við sig sem koma fram í þáttunum. I þáttunum tveimur um stangveiði á Islandi kemur Costner fram sem kynnir í öðrum og Wilson í hinum. Vissuð þið mikið um Islund áður en þið komuð hingað? „Já, við höfðum heyrt ýmislegt um land og þjóð og okkur hafði lengi langað til að heimsækja landið,“ segir Costner Hvemig kemur það ykkur svo fyrir sjónir? „Þegar flogið er yfir landið tekur maður strax eftir því hversu sér- stakt landslagið er,“ segir Wilson. „Það held ég að hljóti að hafa áhrif ”á allt lífið í landinu, því landið er auðvitað sá efniviður sem Guð gef- ur fólkinu til að vinna með.“ „Það fyrsta sem mig langar tO að segja um ísland er að mér finnst fólkið héma alveg einstaklega vin- gjamlegt," segir Costner og Wilson tekur undir það. „Já, alveg tví- mælalaust, þú hlýtur nú að vita hvað þið emð öll vingjarnleg,“ segir Wöson og hlær við. „Það er búið að fara afskaplega vel um okkur héma,“ segir Costner. „Allur að- búnaður hefur verið til fyrirmyndar Júg við fengum alveg afbragðs leið- sögn um ámar þar sem við vomm að veiða.“ Þeir segja að leiðsögu- mennirnir hafi sýnt þeim bestu staðina í ánum og farið með þá í hyli þar sem þeir fengu mikið af fiski og veiðimennskan og þátta- ) gerðin hafi þar af leiðandi gengið 5 ^eins og í sögu. | ™ Þeir gerðu líka margt fleira en að veiða meðan á dvölinni stóð og em ánægðir með hversu mikið þeir náðu að skoða sig um og leggja áherslu á hversu ánægðir þeir voru með þá leiðsögn sem þeir fengu á ferðum sínum. Meðal þess sem þeir gerðu var að spOa golf, fara í Bláa lónið, heim- sækja bandarísku hermennina á Kefla- víkurflugvelli og einnig fengu þeir að kynnast næturlífi Reykjavíkur sem féll alveg svakalega vel í kramið hjá þeim. fsland er til fyrirmyndar Er eitthvað sérstakt í fari Islendinga sem ykkur þykir eftirtektarvert? „Já, ég dáist að því hvað Is- lendingar virðast vinna hörðum höndum að því að hafa stjórn á eigin örlögum," segir Costner. „Það er eins og þeir átti sig svo vel á því að það sé fullkomlega í þeirra eigin valdi að hlutirnir gangi vel héma. Mér finnst landið vera tO fyrirmyndar að þessu leyti og eigið þið mikla aðdáun skOið. Við sjáum að hér í miðbænum tO dæmis er greinOega verið að vinna að því að gera allt ennþá fínna og betra og ber það vott um metnaðarfulla þjóð sem vOl geta verið stolt af sjálfri sér. Mér finnst líka eins og einstak- lingarnir hér séu sér mjög meðvit- andi um að hlutur þeirra skipti máli, að fólk finni að framlag hvers og eins sé nauðsynlegt, og það gerir alla að virkum þátttakendum í sam- félaginu. Fólk héma virðist ekki gera ráð fyrir því að aðrir hugsi fyrir þá eða geri allt fyrir þá og þegar hver og einn einstaklingur finnur svona tO sín verður heOdin miklu kraftmeiri og meira skap- andi. Þið hafið líka eitt sem okkur skortir í Bandaríkjunum sem er það að hér er til staðar samfélag og fólk finnur fyrir því að það er hluti af þessu samfélagi. Þetta held ég að sé virkOega mikilvægur þáttur í því að vel gangi og að þjóðir séu ham- ingjusamar," segir Costner. WOson tekur undir með honum. „Samfélagið héma virðist mjög vel heppnað, það er aðdáunarvert hvemig Islendingar hafa kosið að haga málum og ég held að það hafi ekki eingöngu tekist vel tO vegna þess að þið eruð svona fá, þó að það geri hlutina vissulega viðráðanlegri en í Bandaríkjunum tO dæmis. Það sem skiptir máli er að þið hafið metnað og eruð stolt af landinu ykkar og viljið leggja ykkar af mörkum til að hér búi hamingjusöm þjóð. Þið hefðuð allt eins getað tek- ið hinn pólinn í hæðina, verið sinnu- laus og ekki nennt að takast á við nein vandamál og hugsað síðan; Æi, öll þessi vandamál, það er náttúr- lega bara af því við erum svo fá og höfum ekki bolmagn tO að taka á þeim.“ „Mér finnst fólkið héma, bæði karl- ar og konur, ljóma af öryggi og sjálfstrausti," segir Costner. „Mað- ur finnur að fólk er vel menntað og þið hafið skapað ykkur samfélag sem gengur upp. Þið emð með rík- Morgunblaðið/Jim Smart KEVIN Costner átti einkar ánægjuleg fyrstu kyiuii af Islandi og finnst honum landið vera til fyrirmyndar. CostneV eU\alíy ir go\íKíUtt- 'rgzrfirdi. COSTNER í Bláa lóninu ásamt Baldvini Jónssyni sem var leiðsögu- maður þeirra hér á landi. isrekið heilbrigðis- og skólakerfi en í Bandaríkjunum er frekar mælt gegn slíku því það er ekki talið ganga upp og í rauninni er kerfið okkar í mikOli kreppu núna. En héma sjáum við kerfi sem virðist ganga vel og er raunverulegt dæmi um að svona fyrirkomulag geti gengið og það mjög farsællega. Þó að við Bandaríkjamenn séum miklu stærri þjóð þá er það engin afsökun fyrir því að leggja ekki metnað sinn í að skapa gott samfélag." íslenskir karlar og konur Ætlið þið að fara að venja komur ykkar hingað til Islands? „Já mig langar það,“ segir Costner. „Ég þarf oft að fara tO Evrópu til að kynna kvikmyndimar mínar og það væri gaman að nota tækifærið og koma hingað í leiðinni og slappa af í tvo þrjá daga og hafa það skemmtOegt. Vel á minnst, þið Islendingar kunnið svo sannarlega að skemmta ykkur og það kann ég mjög vel að meta!“ Nú vflcur Costner talinu að ís- lenskum körlum og konum. „Ég kann alveg einstaklega vel við það fólk sem við höfum hitt héma. Karl- amir eru virkOega viðkunnanlegir og skemmtOegir og íslenskar kon- ur, vá, þær era í einu orði sagt stór- kostlegar! Þær era svo ótrúlega sjálfsöruggar." Meira en aðrar konur? „Já, það finnst mér alveg tvímælalaust, þær era miklu öraggari með sig en bandarískar konur.“ Þegar WOson er spurður að því hvort hann hafi sama álit á íslensku kvenþjóðinni og Costner segist hann hafa verið of upptekinn við laxveiðamar til að hafa getað pælt nógu mikið í því. Kvikmynd á fslandi? Gætuð þið hugsað ykkur að gera kvikmynd héma á Islandi? „Það gæti alveg komið tO greina," segir WOson. „Landslagið er nátt- úrlega stórkostlegt en landið er af- skekkt og því þyrfti að færa mjög góð rök fyrir því að myndin þurfi nauðsynlega að vera tekin upp hér og hvergi annars staðar til þess að þeir sem myndu fjárfesta í mynd- inni yrðu tObúnir tO að leggja út í þann kostnað sem fylgir því að flytja hingað allan þann tælqabún- að og mannskap sem tO þarf.“ „Það er samt engin spuming um það að fólkið sem kæmi hingað myndi hafa það gott og skemmta sér vel. I rauninni gæti það sennilega hvergi skemmt sér betur,“ segir Costner og brosir breitt. ,J\nnar kostur er að ljósið héma er mjög sérstakt," segir WOson. „Þegar maður er leikstjóri þarf að huga að útliti myndarinnar og þar kemur ljósið mjög sterklega við sögu. Við tölum um töfrastund þeg- ar ljósið verður sem fallegast rétt áður en sólin sest. A vissum tíma árs héma getur þessi töfrastund varað í jafnvel fjóra eða fimm klukkutíma. Heima hjá okkur þá sest sólin svo hratt að þessi tími er miklu, miklu styttri." „Vandamálið hér er þó það,“ segir Costner, „að það er ekki nógu mikið sólskin og eins er veðrið mjög óút- reiknanlegt. Það er mjög slæmt þegar verið er að vinna stór og löng atriði sem tekur kannski nokkra daga að taka upp. Þá þarf að vera sama birta og sama veður allan tímann og mér skOst að það sé varla hægt að reikna með því hér. Við hefðum til dæmis # ekki getað tekið * Dansar við úlfa upp héma og ekki heldur Póstmanninn." „Já, það þyrfti að vera sérstök mynd sem við tækjum upp héma, en það yrði mjög gaman ef við gætum gert það,“ segir Wilson og bætir hlæjandi við: „Við gæt- um líka komið héma um há- vetur og gert mynd sem gerist bara í myrkri." Vinir íslands Costner segir að honum ftnnist þægOegt að geta gengið hér um götumar óáreittur. Vissulega hafi hann fengið nokkra athygli og hann var eitthvað eltur um á ferðum sín- um um Reykjavík og nágrenni. Yfirleitt finnist honum fólk hér þó mjög kurteist og koma eðlOega fram við hann. „Ég hef það á tO- finningunni að þetta sé land sem við getum komið til, slappað af og verið við sjálfir og verið látnir í friði.“ Wilson tekur undir og segir að þeir hafi einmitt verið að tala um að þá langaði tO að verða „vinir íslands". „Það er gaman að koma á nýja staði sem manni líkar vel við, kynnast góðu fólki, koma svo aftur og verða svo nokkurs konar „vinur“ lands- ins.“ Costner talar um að það hafi samt aðeins komið honum á óvart hversu mikið honum hafi þó verið fylgt eftir á ferðum sínum. Blaða- maður segir honum þá að hann geti huggað sig við það að Islendingar séu mjög nýjungagjarnir og sam- hliða því finnist þeim nýjabramið oft fljótt að fara af hlutunum. Þannig að þó að hann hafi kannski eitthvað verið eltur og angraður í þessari fyrstu heimsókn sinni þá verði það sennilega ekki þannig næst þegar hann kemur og ennþá minna þar næst. Eftir nokkrar heimsóknir verði svo allir hvort sem er búnir að sjá hann því við sé- um svo fá og þá geti honum virki- lega farið að líða eins og heima- manni. „Já, ég myndi vOja það,“ segir Costner, „að geta komið hingað og verið eins og heimamaður." Var eitthvað sérstakt sem kom ykk- ur á óvart hérna? „Já, mér finnst æðislegt hvað mið- bærinn hérna er skemmtilegur og sniðugur. Mér finnst ótrúlega gam- an að labba um hérna í Reykjavík og finnst bara frábært yfir höfuð að geta notið þess að ganga um götur. I Los Angeles er ekki mikið hægt að ganga um göturnar þar er yfir- leitt bara keyrt,“ segir Costner að lokum og ítreka þeir félagamir enn og aftur hversu ánægðir þeir era með heimsóknina hingað. Þeir séu staðráðnir í því að koma hingað aft- ur og vonast svo sannarlega tO að geta orðið vinir Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.