Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 29 LISTIR Léttir og skemmti- legir sum- artónar Morgunblaðið/Árni Sæberg STRANGAR æfingar hafa staðið yfir hjá tríóinu undanfarið, en það sést hér ásamt tónskáldinu Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni. TÓNLEIKAR verða haldnir í kvöld, þriðjudagskvöld, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30. Tríóið sem tónleikana heldur er skipað þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Kristínu Mjöll Jakobs- dóttur fagottleikara og Unni Vil- helmsdóttur píanóleikara. En tón- leikarnir eru liður í för þeirra um landið þar sem þær hafa komið fram undanfarið. I ágúst halda þær síðan í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada og leika m.a. á alþjóða- ráðstefnu óbó- og fagottleikara í Madison, Wisconsin. Efnisskrá tónleikanna einkenn- ist af léttleika í anda sumarsins. En verkin eru eftir hina ensku Ma- deleine Dring og franska tónskáld- ið Jean Francaix, auk þess sem tónskáldið Hróðmar Ingi Sigur- björnsson samdi eitt verkanna sér- staklega fyrir alþjóðaráðstefnuna. Hann segir verkið frekar létt og skemmtilegt. „Þetta er í raun hálf- gerð skemmtimúsik í mínum huga,“ segir Hróðmar. En tríóið fór þess á leit við hann að hann semdi verk fyrir alþjóðaráðstefn- una, þar sem ekkert íslenskt verk hafði áður verið samið fyrir þessa hljóðfæraskipan. Miklar og strangar æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og hefur verk Hróðmars verið æft jafnóðum og lokið hefur verið við hvern hluta. Verkið hefur t.d. aldrei verið flutt í fullri lengd, en Hróðmar lauk ekki við að semja síðasta hluta þess fyrr en í síðustu viku. „Hingað til, á tónleikunum úti á landi, höf- um við bara flutt fyrstu þrjá kafl- ana,“ segir Eydís en verkið verður flutt í heild sinni á tónleikunum í Listasafninu. Mikill heiður að taka þátt í ráðstefnunni Ti-íóið er fyrsti íslenski hópurinn sem kemur fram á alþjóðaráð- stefnu óbó- og fagottleikara og seg- ir Eydís það mikinn heiður. En ráðstefnan er virt meðal óbó- og fagottleikara um heim allan og koma þar fram margir færir hljóð- færaleikarar. Má þar nefna óbó- leikarann Heinz Holliger, þekktan tónlistarmann sem sýnt hefur áður óþekktar hliðar á hljóðfærinu. Forráðamenn ráðstefnunnar hafa hins vegar ekki síður sýnt áhuga á að að bera saman hljóð- færaleik frá mismunandi löndum þar sem mikill munur getur verið á stíleinkennum. „Þannig komum við inn í þetta,“ segir Eydís. En tölu- verður mismunur er á frönskum og enskum spilastíl, svo dæmi séu tek- in. „Þess vegna finnst þeim líka spennandi að heyra hvernig við spilum hérna á íslandi.“ A ferð sinni um Bandaríkin og Kanda heldur tríóið tónleika á fleiri stöðum. Leikið verður í Was- hington, Winnipeg, Islendinga- byggðinni Arborg, auk óformlegra tónleika í elliheimilinu að Gimli, en heimilið hefur að sögn Unnar verið starfrækt frá upphafi Islendinga- byggðar. Tónleikaförinni lýkur í Toronto og helst tónleikaskráin að mestu óbreytt frá tónleikunum hér heima, utan þess að íslenskum sönglögum er bætt við efnisskrána. „Þetta er orðið mjög spennandi núna, þegar allar línur eru orðnar skýrar og maður er farinn að hlakka til,“ segir Eydís. Tónleikum tríósins hér heima hefur verið vel tekið og verk Hróðmars vakið al- menna ánægju. Tríóið leikur í Ar- nesi um verslunarmannahelgina Jóel Pálsson gerir samning við Naxos JÓEL Pálsson saxó- fónleikari gerði ný- lega samning við hina heimsþekktu hljómplötuútgáfu Naxos og verður geisladiskur hans, Prím, sem kom út hér á landi á siðasta ári, gefinn út hjá fyr- irtækinu í október nk. og dreift í 40 löndum. Jóel segir ennfremur stefnt að því að hann taki upp efni á annan disk hjá Naxos í kringum næstu áramót. „Þetta er tiltölu- lega nýtilkomið," seg- ir Jóel, sem fékk nýlega tölvu- póst frá tónlistargagnrýnanda á bandarísku tímariti, sem hafði upp á sitt einsdæmi sent Prím- diskinn til Naxosútgáfúnnar. „Hann var svo yfir sig lukkuleg- ur með diskinn að hann gekk bara í málið sjálfur," segir Jóel. „Þetta er gífurlega stórt fyrir- tæki og platan ferðaðist á milli skrifstofa þess heimsálfanna á milli þangað til hún kom inn á borð hjá tónlistarstjóranum. Hann hafði svo samband við mig og vildi gera nýja plötu. Þeir átt- uðu sig ekkert á því að þessi plata hefði bara komið út í litlu upplagi hér heima, þannig að ég spurði hvort þeir vildu ekki fá hana fyrst. Það endaði með því að þeir ákváðu að byrja á að gefa hana út, gera þetta í réttri röð,“ heldur hann áfram. Prím kemur út í október og verð- ur dreift í 40 löndum um allan heim og þegar líður að ára- mótum hefjast upp- tökur á nýju plöt- unni, sem Jóel segir verða nokkuð frá- brugðna hinni fyrri og öllu rafmagnaðri. A Prím er öll tón- listin eftir Jóel sjálf- an utan eitt þjóðlag, Það mælti mín móð- ir. Flytjendur eru, auk Jóels, Eyþór Gunnarsson, Hilmar Jensson, Gunnlaugur Guðmundsson, Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason og Matthias MD Hemstock. „Það er mjög gaman að hafa alla þessa fslensku gaura með og allt frum- samið nema þetta eina þjóðlag sem slæðist með. Þeim hjá Naxos fínnst þetta allt svo exótískt,“ segir hann. Naxosútgáfan hefur fram að þessu fyrst og fremst sinnt út- gáfu á klassískri tónlist en er að sögn Jóels í seinni tíð einnig far- in að byggja upp mjög metnað- arfulla djassútgáfú. Aðspurður um hvaða þýðingu þessi samn- ingur hafi fyrir hann segist Jóel varla átta sig á því ennþá en vissulega hljóti hann að vera ágætis stökkbretti. „Þessi gífur- lega dreifing ætti að auðvelda framhaldið." JÓEL Pálsson og saxófónninn. Nissan Terrano II Diesel Turbo, 98,5g., 31 * dekk, ðlfelgur, dráttarkr., loppl. o.tl., ek. 75 þús. km, giænn. Verö 2.390 þús., áhv. lán 1.100 þús. Toyota Corolla XU SS 95,5g„ álfelgur, geislasp., o.lL, fallegur þlll, ek. 76 þús. km. VW Golf GL 1.4,97,5g„ d-blár, ek. 45 þús. km. Verð 1.100 þús. Opel Astra 1.4 STW, 95, ssk„ d-blár, ek. 35 þús. km. Verð 950 þús. VW Golf 1.6 Joker, 98, 5g„ þús. km. Verð 1.1 Toyota Avensls 1.6 Liftback Sol, 98, 5g. ABS, geislasp, o.ll„ rauður, ek. 24 þús. km. Verð 1.610 þús. MMC L-200 4x4,91,5g. km, hvltur. plaslhús, ek. 109 þús. áí/ciáct/arv mm Funahöfða 1 - Fax 587 3433 ufufu/ litla íq 567 2277 dm&'úmiussew Funahöfða t - Fax 567 3938 XÝTT I SIJMAR •_ « /\ * OA Toyota Touring XLi 1.8, 96, 5g„ grænn, ek. 66 þús. km. Verð 1.190 þús., áhv. bflalán 490 þús. Honda Civic 1.4 Si, 97,5g„ geislasp., toppl., álfelgur, vlnrauður, ek. 38 þús. km. Verð 1.250 þús., áhv. lán 500 þús. Toyota Corolla G6, 98, ek. 17 þ. km, d-blár, álfelgur, saml. Verð 1.350 þús. Áhv. 100% lán. grænn, ek. 31 BMW 316i, 89, sjálfsk., álfelgur, spoilerkitt o.fl., gullfallegur bfll, svartur, ek. 152 þús. km. Verð 520 þús. Toyota Corolla Luna l/b, 98, ek. 34 þús. km, fjólublár, ssk„ ABS, r/r, saml., loftp. o.ll. Verð 1.370 þús. Áhv. lán. VW Vento GL, 93, 5g„ hvftur, ek. 105 þús. km. Verð 820 þús. Einnig árg. 97, ssk„ ek. 30 þ. km. Verð 1.290 þús. Grand Cherokee LTD 4.0,95, ssk„ leðurákl., toppl., dráttarkr., geislasp. o.fl., ek. 64 þús. km, svartur. Verð 2.890 þús. Tilboðsverð 2.490 þús. stgr. Subaru Legacy STW, 97, ek. 35 þ. km, grár, 5g„ sarnl., r/r. Verð 1.650 þús. Ath. skipti. Alfa Romeo 145 T-Spark 1600,99, 5g„ áltelgur, toppl. o.fl., rauður, ek. 16 þús. km. Verð 1.590 þús., áhv. lán 1.100 þús. Nissan Almera 1.4 LX, 98, 5g„ blár, ek. 12 ' þús. km.Verð 1.150 þús. MMC Paiero 2-8 Dlesel Turbo' æ' 59-. álfelgur, dráttarkr., geislasp., ek. 82 þ. km, 1«"^ blár. Verð 2.450 þús., áhv. lán 1.100 þús. VW Golf GL, 98, ek. 15 þús. km, 5g. appelslnugulur, 5d. Verð 1.350 þús. Áhv. lán, beln sala. Renault 19 RT, 93, ssk„ álfelgur, allt rafdr., Toyota Corolla XLi 1.6,97,5g„ blár, ek. aöeins 19 ek. 105 þús. km, blár. Verð 790 þús. þús. km, Verð 1.210 þús. Tilbðsverð 595 þús. stgr., visa raðgr. Subaru Legacy 2.0, 96, 5g„ álfelgur, upph., geislasp., dráltarkr., hvltur, ek. 62 þ. km. Verð 1.690 þús. Dodge Caravan 2.4, 97, ek. 51 þús. km, 7 manna, d-grænn, ssk„ loftp., dráltarkr. Verð 1.990 þús. Áhv. lán. Toyota Land Cruiser VX, 94, ek. 160 þ. km, Ford Escort STW, 96, ek. 55 þús. km, v- v-rauður, ssk„ 35' álfelgur, toppl., r/ö o.ll. rauður. 5g. Verð 850 þús. Ath. skipti. Verð 3.690 þús., áhv. lán. Ath. skipti. Honda Prelude EXI, 94, ek. 75 þ. km, silfurl., 5g„ állelgur, toppl., vindsk., ABS o.fl. Verð 1.890 þús. Ath. skipti. Grand Cherokee Orvis, 96, ek. 38 þ. km, d- grænn, m/ö, toppl., off road. Verð 3.800 þús. Ath. sklpti. Innfluttur nýr. Renault Twingo, 98, ek. 17 þ. km„ rauður, 5g„ 3d. Verð 850 þús., áhv. lán. Ath. skipti. MMC L300 dísel, 96, ek. 44 þ. km, grænn, ■' '■ --------^ 5g„ 7 manna. Verö 1.760 þús. Ath sklpti. Audi A4, 96, ek. 65 þús. km, silfurl., ssk„ r/ö, vindsk., ABS, loftp., viðarinnrétt. Verð 1.850 þús., áhv. lán. Ath. skipti. Hyundai Elantra STW, 97, ek. 33 þ. km, silfurl., ssk. Verð 1.290 þús., áhv. lán. Ath. skiptl. Renault Megané RT, 97, ek. 32 þ. km, grænn, 5g Verð 1.190 þús. Ath. skipti. I- Nissan Patrol SLX, 95, ek. 75 þ. km, d- grænn, 33' dekk, átfelgur, millikælir og m.tl. Verð 2.650 þús.Ath. skipti. Toyota Corolla Touring 4WD, 98, ek. 50 þ. km, rauður, 5g„ ABS, lottp. Verð 1.550 þús. Ath. skipti. Nissan Terrano SE dfsel, 97, ek. 45 þ. km, grænn, álfelgur, saml., sóll., dráttarkr. Verð 2.290 þús. Ath. skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.