Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Utflöggun íslenskra fiskiskipa í NOKKUR ár höfum við í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur varað við hættunni á að íslenskum físki- skipum yrði flaggað út. Avallt hef- ur verið brosað að þessum viðvör- unum okkar, ekki talið sennilegt að svona gæti farið. Rökin? Jú, það er bannað að veiða undir erlendum fánum innan fiskveiðilögsögunnar, segja menn. Nú hafa tveir arki- tektar útflöggunaraðferða, Jón Atli Kristjánsson og Jóhann Ant- Birgir H. Björgvinsson onsson, legið yfir aðferðafræðinni um nokkurra mánaða skeið og teikningin liggur nú á borðum Útgerð Við hjá Sjómannafélaffl Reykjavíkur teljum, segir Birgir H. Björg- vinsson, að kominn sé tími til að heildarsam- tök íslenskra sjómanna fari að rumska. ráðuneytanna. Verkið er að sjálf- sögðu unnið á vegum „alvöru" út- gerðarmanna, sem aldrei dytti í hug að ná sér í ódýrt vinnuafl, hvað þá græða pening eftir vafasömum leiðum. Þetta eru út- gerðarmenn sem ekkert vantar annað en geislabauginn. En það var nú útúrdúr. Til þess að ná í þetta kvótalítil- ræði sem Rússum, Lettum og öðr- um þjóðum fyrrverandi Sovétríkja hefur verið úthlutað, þarf að tví- skrá íslensk fiskiskip, svo að þau geti annan daginn veitt undir ís- lenskum fána og rússneskum fána hinn daginn (eða lettnesk- um = Odincova í Reykjavíkur- höfn). Það á náttúrulega ekkert að henda íslenskum sjómönnum í land, sei sei nei. En svona rétt til að geta fært þessa fána til, fram og aftur, þá virðist samt þurfa að breyta Lögum um lögskráningu sjómanna nr. 43/1987, Siglingalög- um nr. 34/1985, Lögum um eftirlit með skipum nr. 35/1993, Sjó- mannalögum nr. 35/1985, Lögum um hvíldartíma á botnvörpuskip- um nr. 53/1921, sem gilda um há- seta á íslenskum skipum og Lög- um um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna nr. 112/1984. Það verður eitthvað að gera á Alþingi á næst- unni. En þar sem hér eru alvöru menn á ferð, sem hafa stundað hugsjóna- starfsemi árum saman, þá á ekki að vera nein hætta á ferðum. En hvað um alla hina skussana, sem hafa verið að gera út undir erlend- um sjóræningjaflöggum, þegar þeir fá svona lagasetningu uppí hendurnar? Er betra að fylla ís- lenskar hafnir með þessum rúss- nesku ryðkláfum í framtíðinni þeg- ar búið er að gera mönnum kleift að setja þá undir íslenskan fána? Og er það núna stefna stjórnvalda - þegar búið er að afhenda útgerð- armönnum kvótann og fiskimiðin fyrir ekkert - að bjóða þeim líka upp á áhafnir fyrir lítið sem ekk- ert? Nú teljum við hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur að kominn sé tími á það að heildarsamtök íslenskra sjómanna fari að rumska. Hér þurfa brú, vél og dekk að leggjast á eina ár og forða íslenskri sjó- mannastétt frá örlögum annarra í þessum efnum. Við þurfum ekki aíifv þefa uppi vafasama „ráðgjafa" héðan og þaðan til að finna bar- áttuaðferðirnar. Verkin verða að tala. Við í Sjómannafélagi Reykja- víkur munum ekki sitja með hend- ur i skauti þegar siðlaus atvinnu- rekstur verður gerður löglegur með svona lagabreytingum. Það er harður vetur framundan. Höfundur er gjuldkeri Sjómanna- félags Reykjavikur. f1þaB ^íBosta seto vifc oefóvm áb bteyta inniha|cjinvw. KREMKEXIÐ HEFUR FENGIÐ NÝJAR UMBÚÐIR Góða og sígilda kremkexið frá okkur er nú komið í nýjar umbúðir og er nú pakkað f sérstökum bakka, svo aó það megi fara enn betur um það á leiðinni til þfn. Því við viljum að það líti eins vel út og þaó bragðast. Innihaldinu dettur okkur hinsvegar ekki í hug að breyta. TÓi kesdtS ^etn kemu IIHiílHIS®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.