Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 27. JÚLÍ 1999 25 ERLENT Israelar ráðast á S-Líbanon ÍSRAELSKAR orrustuþotur gerðu í gær ítrekaðar árásir að meintar búðir skæruliða Hisz- bollah-samtakanna rétt fyrir norðan svæðið sem ísraelar hersitja í suðurhluta Líbanons, annan daginn í röð. Hizbollah, sem nýtur stuðnings írans- stjórnar, hafði lýst því yfir í Beirút, skömmu áður en Israel- ar gerðu fyrstu árásina í gær, að samtökin bæru ábyrgð á árásum sem gerðar voru á búð- ir sem mannaðar eru ísraelsk- um hermönnum og liðsmönnum suður-líbanska hersins, sem er hliðhollur Israelum. Sjö lifðu af flugslys RÚSSNESK flutningaflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak við borgina Irkútsk í Síberíu í gær, en sjö manna áhöfn vélar- innar komst af, að sögn emb- ættismanna. Vélin var af gerð- inni Iljúsín-76 og hafði komið við í Irkútsk til að taka elds- neyti á leið frá Kína til borgar- innar Perm. Neyðarástand í Súdan FRIÐARVIÐRÆÐUM í Súd- an er lokið án þess að samið væri um framlengingu vopna- hlés í landinu. Hjálparstofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur lýst miklum áhyggjum sínum vegna þessa en vonast hafði verið til að senn yrði hægt að flytja nauðsynleg hjálpar- gögn til staða þar sem nú geis- ar hungursneyð. Skæruliðar hraktir burt INDVERJAR hafa hrakið síð- ustu íslömsku skæruliðana frá yfirráðasvæði sínu í Kasmír- héraði, að því er inverski her- inn greindi frá í gær, en um helgina felldi hann 32 skæru- liða. Enn kemur til stöku skot- bardaga yfir markalínuna sem skiptir Kasmír milli Indlands og Pakistans, að sögn frétta- manna. Óttast berkla í Japan YFIRVÖLD heilbrigðismála í Japan lýstu í gær yfir neyðará- standi vegna vísbendinga um aukna hættu á berklasýkingu. Berklar eru enn útbreiddasti smitsjúkdómm-inn í Japan, og eru tilfellin þar fleiri en í flest- um öðrum iðnríkjum. Kirkjusókn lengir lífíð NY rannsókn í Bandaríkjun- um þykir sýna að það geti ekki síður lengt ævi mannanna að fara reglulega í kirkju en að hætta reykingum. Sýndi rann- sóknin að 46% minni líkur voru á því að gamalt fólk sem fór vikulega í kirkju létist á næstu sex árunum heldur en fólk sem fór sjaldnar í kirkju, eða alls ekki. Maður ákærður vegna óhugnanlegs morðs á konu í þjóðgarði í Kaliforniu Var grunaður um þrjú morð Sacramento, EJ Portal. AP. FULLTRÚI Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, staðfesti í gær að maður sem handtekinn var á laugardag fyrir morð á ungri konu í Yos- emite-þjóðgarðinum í Kaliforníu, hefði fyrr á ár- inu verið meðal grunaðra í þreföldu morðmáli en verið sleppt þar sem lögregla taldi hann sak- lausan. Telur FBI sig hins vegar nú hafa gögn í höndunum sem tengi manninn við málið. Viðgerðarmaðurinn Cary Stayner var í gær færður fyrir dómara og ákærður fyrir að hafa myrt tuttugu og sex ára gamla konu, Joie Ruth Armstrong, en lík hennar fannst í Yosemite- þjóðgarðinum á fimmtudag í síðustu viku. Hafði höfuð hennar verið skilið frá búknum. Stayner, sem er þrjátíu og sjö ára, var hand- tekinn á laugardag á nektar- nýlendu í Wilton, nærri Sacramento, eftir að maður nokkur hafði þekkt hann af myndum sem birtar höfðu verið í sjónvarpi í kjölfar þess að lík Armstrong fannst. Stayner var yfirheyrður í mars eftir að lík Carole Sund og dóttur hennar Juli, auk líks Silvinu Pelosso, vinar Sund frá Argentínu, fundust í þjóð- garðinum. FBI taldi hann þá ekki sekan um morðin en James M. Maddock, fulltrúi FBI, sagði í gær að alríkislögreglan teldi AP Cary Stayner sig nú búa yfir gögnum sem tengdu Stayner við morðin. Stayner hefur starfað sem viðgerðarmaður á gistiheimili í E1 Portal og er sagður mikill útivist- armaður. Hann er jafnframt sagður rólyndur að eðlisfari og vingjamlegur og hefur ekki fram að þessu verið talinn ofbeldishneigður. Stayner-nafnið er reyndar þegar tengt glæpa- sögu Kaliforníuríkis órjúfanlegum böndum en Steven Stayner, bróðir Carys, var rænt árið 1972 er hann var bam að aldri. Hann hitti ekki fjöl- skyldu sína á ný fyrr en sjö áram síðar, eftir að kvalarar hans höfðu kynferðislega misnotað hann um árabil. Saga hans var seinna kvikmynduð. Hann lést í bílslysi árið 1989. smpimNAR TDi EKÚFJA! 2o ára landslið kvenna í handknattleik fer á miðvikudag til Kína þar sem þær taka þátt í úrslitakeppni Heimsmeistaramóts kvenna í þessum aldursflokki. Fyrir okkur er þetta stór stund því aldrei áður hefur íslenskur kvennalandsliðshópur náð því að vinna sér sæti í úrslitum á HM. HHHii M Konur, sýnum stuðning í verki og fjölmennum með karlana okkar á fjáröflunar- og kveðjukvöld í Framheimilinu við Safamýri í Reykjavík þriðjudagskvöld 27.júlí. Dagskrá: 19:00 Húsið opnar kl. 19. SS-pylsur og Egils gos á 100 kr. 20:00 Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra flytur stutt ávarp og gefur tóninn fyrir Kínaferðina. 20:05 Stuttur konsert með Kvennakór Reykjavíkur. 20:30 Leikur: U-20 kvenna gegn Úrvalsliði kvenna. 21:00 Leikur: Lið Alþingismanna gegn fréttamönnum. 21:20 Sveinn G.Waage - örugglega ennþá fyndnasti maður Islands. 21:30 Leikur U-20 kvenna gegn Úrvalsliði kvenna (síðari hálfleikur). 22:00 Liðið kvatt Tekið er á móti frjálsum framlögum í Landsbanka íslands, á reikningi nr. 0101-26-40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.