Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 25

Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 27. JÚLÍ 1999 25 ERLENT Israelar ráðast á S-Líbanon ÍSRAELSKAR orrustuþotur gerðu í gær ítrekaðar árásir að meintar búðir skæruliða Hisz- bollah-samtakanna rétt fyrir norðan svæðið sem ísraelar hersitja í suðurhluta Líbanons, annan daginn í röð. Hizbollah, sem nýtur stuðnings írans- stjórnar, hafði lýst því yfir í Beirút, skömmu áður en Israel- ar gerðu fyrstu árásina í gær, að samtökin bæru ábyrgð á árásum sem gerðar voru á búð- ir sem mannaðar eru ísraelsk- um hermönnum og liðsmönnum suður-líbanska hersins, sem er hliðhollur Israelum. Sjö lifðu af flugslys RÚSSNESK flutningaflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak við borgina Irkútsk í Síberíu í gær, en sjö manna áhöfn vélar- innar komst af, að sögn emb- ættismanna. Vélin var af gerð- inni Iljúsín-76 og hafði komið við í Irkútsk til að taka elds- neyti á leið frá Kína til borgar- innar Perm. Neyðarástand í Súdan FRIÐARVIÐRÆÐUM í Súd- an er lokið án þess að samið væri um framlengingu vopna- hlés í landinu. Hjálparstofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur lýst miklum áhyggjum sínum vegna þessa en vonast hafði verið til að senn yrði hægt að flytja nauðsynleg hjálpar- gögn til staða þar sem nú geis- ar hungursneyð. Skæruliðar hraktir burt INDVERJAR hafa hrakið síð- ustu íslömsku skæruliðana frá yfirráðasvæði sínu í Kasmír- héraði, að því er inverski her- inn greindi frá í gær, en um helgina felldi hann 32 skæru- liða. Enn kemur til stöku skot- bardaga yfir markalínuna sem skiptir Kasmír milli Indlands og Pakistans, að sögn frétta- manna. Óttast berkla í Japan YFIRVÖLD heilbrigðismála í Japan lýstu í gær yfir neyðará- standi vegna vísbendinga um aukna hættu á berklasýkingu. Berklar eru enn útbreiddasti smitsjúkdómm-inn í Japan, og eru tilfellin þar fleiri en í flest- um öðrum iðnríkjum. Kirkjusókn lengir lífíð NY rannsókn í Bandaríkjun- um þykir sýna að það geti ekki síður lengt ævi mannanna að fara reglulega í kirkju en að hætta reykingum. Sýndi rann- sóknin að 46% minni líkur voru á því að gamalt fólk sem fór vikulega í kirkju létist á næstu sex árunum heldur en fólk sem fór sjaldnar í kirkju, eða alls ekki. Maður ákærður vegna óhugnanlegs morðs á konu í þjóðgarði í Kaliforniu Var grunaður um þrjú morð Sacramento, EJ Portal. AP. FULLTRÚI Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, staðfesti í gær að maður sem handtekinn var á laugardag fyrir morð á ungri konu í Yos- emite-þjóðgarðinum í Kaliforníu, hefði fyrr á ár- inu verið meðal grunaðra í þreföldu morðmáli en verið sleppt þar sem lögregla taldi hann sak- lausan. Telur FBI sig hins vegar nú hafa gögn í höndunum sem tengi manninn við málið. Viðgerðarmaðurinn Cary Stayner var í gær færður fyrir dómara og ákærður fyrir að hafa myrt tuttugu og sex ára gamla konu, Joie Ruth Armstrong, en lík hennar fannst í Yosemite- þjóðgarðinum á fimmtudag í síðustu viku. Hafði höfuð hennar verið skilið frá búknum. Stayner, sem er þrjátíu og sjö ára, var hand- tekinn á laugardag á nektar- nýlendu í Wilton, nærri Sacramento, eftir að maður nokkur hafði þekkt hann af myndum sem birtar höfðu verið í sjónvarpi í kjölfar þess að lík Armstrong fannst. Stayner var yfirheyrður í mars eftir að lík Carole Sund og dóttur hennar Juli, auk líks Silvinu Pelosso, vinar Sund frá Argentínu, fundust í þjóð- garðinum. FBI taldi hann þá ekki sekan um morðin en James M. Maddock, fulltrúi FBI, sagði í gær að alríkislögreglan teldi AP Cary Stayner sig nú búa yfir gögnum sem tengdu Stayner við morðin. Stayner hefur starfað sem viðgerðarmaður á gistiheimili í E1 Portal og er sagður mikill útivist- armaður. Hann er jafnframt sagður rólyndur að eðlisfari og vingjamlegur og hefur ekki fram að þessu verið talinn ofbeldishneigður. Stayner-nafnið er reyndar þegar tengt glæpa- sögu Kaliforníuríkis órjúfanlegum böndum en Steven Stayner, bróðir Carys, var rænt árið 1972 er hann var bam að aldri. Hann hitti ekki fjöl- skyldu sína á ný fyrr en sjö áram síðar, eftir að kvalarar hans höfðu kynferðislega misnotað hann um árabil. Saga hans var seinna kvikmynduð. Hann lést í bílslysi árið 1989. smpimNAR TDi EKÚFJA! 2o ára landslið kvenna í handknattleik fer á miðvikudag til Kína þar sem þær taka þátt í úrslitakeppni Heimsmeistaramóts kvenna í þessum aldursflokki. Fyrir okkur er þetta stór stund því aldrei áður hefur íslenskur kvennalandsliðshópur náð því að vinna sér sæti í úrslitum á HM. HHHii M Konur, sýnum stuðning í verki og fjölmennum með karlana okkar á fjáröflunar- og kveðjukvöld í Framheimilinu við Safamýri í Reykjavík þriðjudagskvöld 27.júlí. Dagskrá: 19:00 Húsið opnar kl. 19. SS-pylsur og Egils gos á 100 kr. 20:00 Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra flytur stutt ávarp og gefur tóninn fyrir Kínaferðina. 20:05 Stuttur konsert með Kvennakór Reykjavíkur. 20:30 Leikur: U-20 kvenna gegn Úrvalsliði kvenna. 21:00 Leikur: Lið Alþingismanna gegn fréttamönnum. 21:20 Sveinn G.Waage - örugglega ennþá fyndnasti maður Islands. 21:30 Leikur U-20 kvenna gegn Úrvalsliði kvenna (síðari hálfleikur). 22:00 Liðið kvatt Tekið er á móti frjálsum framlögum í Landsbanka íslands, á reikningi nr. 0101-26-40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.