Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 5 7 FRÉTTIR 30. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði Rússar sigurvegarar Morgunblaðið/Arnaldur BESTUM árang-ri íslensku keppendanna náðu (f.v.) Páll Melsted, Jóel Karl Friðriksson og Jens Hjörleifur Bárðarson. * Islenskur kepp- andi fékk heiðurs- viðurkenningu Morgunblaðið - Padova. KEPPNISSLIT 30. Olympíuleik- anna í eðlisfræði fóru fram í Verdióperunni í Padova á Italíu í gær við hátíðlega athöfn undir hljóðfæraleik borgarhljómsveitar Padova. Þrjátíu gullverðlaun voru veitt til keppenda frá sextán lönd- um og þar af fóru fjögur gull til Rússa og fimm til írana. 71 silfur- verðlaun voru veitt og voru efstu Norðurlandabúarnir, Finni og Svíi, meðal þeirra sem þau hlutu. 54 bronsverðlaun voi-u veitt og vai- efsti Norðmaðm-inn meðal verð- launahafa. Heiðursviðurkenningu hlutu 24 keppendur og var Jóel Karl í fjórða efsta sæti þeirra. Rússai- eru sigurvegarai- leikanna með langefsta keppandann, Kon- stantin Kravcsov, en hann náði 49,8 stigum af 50 mögulegum. I óopin- beni keppni milli liða landanna voru Rússar efstir með 46,26 stig að meðaltali, en næstir voru Iranar með 45,48 stig að meðaltali. Banda- ríkjamenn náðu sínum besta ár- angri hingað til og voru í þriðja sæti með 42,88 stig. Sigurvegarar leik- anna í fyrra, Kínverjar, lentu í fjórða sæti með 42, 82 stig. í fimmta sæti var Úkraína með 42,10 stig. Besta lausn er skilgreind sem meðaltal þriggja efstu keppenda og var hún 48,3 stig. Til að ná gullverð- launum þurftu keppendur að ná 43 stigum, en enginn Norðurlandabúi náði þeim árangri. Silfurverðlaun voru veitt þeim keppendum sem náðu 37 stigum og bronsverðlaun þeim sem náðu 31 stigi. Efsti ís- lendingurinn, Jóel Karl Friðriks- son, nemandi við MR, náði 30,4 stig- um og skorti því aðeins 0,6 stig til að koma heim með verðlaunapen- ing. Hann fékk heiðursviðurkenn- ingu fyrir að ná 24 stiga markinu. Skammt frá því voru Páll Melsted, nemandi við MR, með 23,7 stig og Jens Hjörleifur Bárðarson, nem- andi við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi, með 21,8 stig. Strangir dómarar ítölsku dómaramir gerðu sér gi-ein fyrir því að dæmin reyndust léttari en oft áður og dæmdu lausnir keppenda mjög strangt. Þannig var rangur fjöldi marktæki'a stafa í lausn metinn til helmings frádráttar og keppendur misstu öll stig í spumingu ef einn algebrustuðull í útreikningi var rangur. Leiðrétting- arvinna fararstjóranna skilaði ís- lensku keppendunum sjö stigum sem ítölsku dómararnir féllust á að þeim hefði sést yfir. „Frammistaða íslensku piltanna, með 20,36 stig að meðaltali, er á við það besta hingað til í 16 ára þátt- tökusögu okkar,“ sagði Viðar Ágústsson, fai’arstjóri liðsins. „Ovæntui’ afburðaái-angur Kon- stantins Kraxcsovs hækkaði mörk fyrir verðlaun svo að stigafjöldi Jó- els Karls nægði ekki til bronsverð- launa eins og hann hefði gert undan- farin ár. Páll Melsted og Jens Hjör- leifur vom mjög nálægt viðurkenn- ingarmörkum og hafa Islendingar ekki áður verið svo nærri því að koma heim með verðlaunaskírteini." Islensku keppendurnir halda nú til Vínar og munu þar hitta félaga sína frá Ólympíuleikunum í stærð- fræði. Von er á hópnum til Islands um næstu helgi. Leiðrétt Röng myndbirting Röng mynd birtist með frétt um hljómsveitina Funkmaster 2000 í Fólki í fréttum s.l. sunnudag. Myndin hefur áður birst á við- skiptasíðu í blaðinu 16. júlí s.l. Em viðkomandi beðnir afsökunar á þessum mistökum. Rangt farið með nafn Gunnars M. Magnús I bréfi til blaðsins, sem birtist sl. fimmtudag, var getið um bók Gunn- ars M. Magnús „Árin sem aldrei gleymast". Rangt var farið með nafn Gunnars og er beðist velvirð- ingar á því. Villandi samanburður í frétt um aukningu sektarálagn- ingar lögreglunnar, sem birtist á laugardaginn fyrir viku, var rangt farið með sektarfjárhæð ársins 1997 hjá lögreglunni á Isafirði. Hún var sögð nema 82.875 krónum, en nam í raun rúmum 4 milljónum króna. Því var ekki um það að ræða að álagning fjörutíuogfimmfaldað- ist milli ára, eins og sagði í grein- inni. Þá ber að hafa í huga að sam- anburður milli lögregluembætta var ekki með öllu raunhæfur, þar sem sektir voru færðar á mismun- andi tekjuliði eftir embættum árið 1997. Við samantekt þeirra talna sem voru birtar var miðað við lg- tekjulið, en t.a.m. á Isafirði voru sektir einnig færðar á se-tekjulið árið 1997. Einnig ber að líta til þess að síðan 1. janúar 1998 hafa sektar- boð verið kláruð í því embætti sem brotin eiga sér stað. Áður voru mál- in höfðuð í heimavarnarþingi þess brotlega. Tilgangur með því að birta tölumar var því ekki að sýna nákvæmlega breytingu sektará- lagningar í hverri sýslu fyrir sig, heldur að gefa vísbendingar um aukningu sekta milli ára. f \ Antik útsala 20-50% b afsláttur Borðstofuborð - skenkar - stólar - rúm o.fl. Anttkbúfitn V á horni Aðalstrætis ogTúngötu Ath. Tilboð gildir aðeins í dag Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 v/Gullinbrú, sími 587 5070. - Gæðanna vegna - Bjóðum Eirík A. Auðunsson matreiðslumaður velkominn til starfa. |t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.