Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fastanefnd framkvæmdasljórnar Evrópusambandsins Akvörðun um leyfilegt díoxínmagn í dýrafóðri frestað fram í september AP MOHAMMED (t.h.), nýr konungur Marokkó, einn líkmanna, vinstra megin er Moulay Rachid, bróðir Mohammeds. Utför Hassans, konungs Marokkó, fór fram í viðurvist fjölda tiginna gesta „Hann var eins og fað- ir okkar“ Rabat. Reuters, The Daily Telegraph. Á FUNDI fastanefndar fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um dýrafóður í gær var ákveðið að fresta ákvörðun um hver leyfíleg mörk díoxíns í dýrafóðri mega vera. Fyrirliggjandi tillaga var um 2.000 píkógrömm í hverju kílói, en svo lág mörk þýða að bannaður verður allur innflutningur á mjöli og lýsi úr fiski til notkunar í dýrafóður til Evrópu- sambandsins. Verðmæti útflutnings á þessum afurðum frá Islandi nam á síðasta ári um 16 milljörðum króna. Svo lág mörk á magni díoxíns myndu hafa sömu áhrif á fiskimjöls- iðnað Evrópusambandsins og hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir lax- eldi innan þess. I kjölfar díoxínmengunar í dýra- fóðri í Belgíu hefur gripið um sig mikil díoxínhræðsla á meginland- inu. Evrópusambandið hefur haft til skoðunar með hvaða hætti megi verja neytendur fyrir þessu efni. Framkvæmdastjórn sambandsins fól landbúnaðarnefnd ESB að fjalla um málið. I nefndinni eiga sæti vís- indamenn og fulltrúar aðildarríkja sambandsins. Á fundi í síðustu viku stóð til að leggja fram tillögu vísindamann- anna um að 10.000 píkógramma há- mark af díóxíni mætti vera í hverju kflói af dýrafóðri, sem er að sögn kunnugra raunhæft hámark, en öll- um að óvörum breyttu þeir tillög- unni rétt fyrir fundinn og hámarkið fyrir fiskiafurðir var lækkað niður í 2.000 píkógrömm. Þessi skyndilega breyting á til- lögunum mætti mikilli andstöðu hjá ríkjum bæði innan og utan sam- bandsins. Islendingar og Norðmenn hafa haft miklar áhyggjur af því að tillagan nái fram að ganga og ríki innan sambandsins, eins og Bret- land og Danmörk, hafa haft miklar efasemdir um hversu raunhæft þetta díoxínhámark sé. Niðurstaða fundarins í síðustu viku var sú að greiða skyldi atkvæði um tillöguna um 2.000 píkógrömm á fundi sem haldinn var í gær. Vís- indamennimir hafa ekki atkvæðis- rétt í nefndinni, aðeins fulltrúar að- ildarríkjanna. Á fundinum lagði full- trúi Danmerkur til að ákvörðun um málið skyldi frestað fram í septem- ber og var það samþykkt með mikl- um meirihluta, enda mætti tillagan mikilli andstöðu fulltrúa aðildarríkj- anna. Hvorki hættulegt mönnum né dýrum Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, sagði að nú yrði allt kapp lagt á að sannfæra þá aðila sem koma að málinu um að þau gildi sem mælast í íslenskum mjöl- og lýsisaf- urðum séu náttúruleg og hvorki hættuleg dýrum né mönnum. „Þessi tillaga um 10.000 píkógrömm er mun raunhæfari en sú sem vísinda- mennirnir lögðu fyrir nefndina." Árni segir að íslensk stjómvöld hafí átt í samstarfi við þær þjóðir sem óttast mest að tillagan nái fram að ganga, Noreg, Danmörku, Bret- land og Skotland. „Mér vitanlega berst engin þjóð innan Evrópusam- bandsins fyrir þessum 2.000-mörk- um. Þetta er tillaga framkvæmda- stjómarinnar en fulltrúar ríkjanna virðast álíta að ekki séu nægjanleg rök fyrir að samþykkja tillöguna eða þá að þeir telja hana vera of lága.“ Gæti þýtt hrun loðnu- og sfldveiða Tillaga sérfræðinefndarinnar var að ekki mættu finnast meira en 2.000 píkógrömm í hverju kflói af Núverandi tillaga gæti þýtt hrun fískimjöls- og lýs- isframleiðslu hér fitu í dýrafóðri en ef hún væri sam- þykkt myndi það þýða hrun loðnu- og síldveiða í Norðurhöfum, þar sem mjöl og lýsi gæti að öllum lík- indum ekki staðist þessar kröfur. Því er um mikla hagsmuni fyrir ís- lendinga að ræða þar sem heildar- útflutningsverðmæti þessara af- urða nemur um 16 milljörðum á ári hverju og fer stærstur hluti fram- leiðslunnar á Evrópumarkað. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls, segir að ef þetta verði samþykkt muni það þýða að ekki verði hægt að flytja mjöl og lýsi til landa Evrópusambandsins. „Við mættum ekki einu sinni nota þess- ar afurðir hér heima. Hrun mjöl- framleiðslu úr fiski myndi einnig hafa mikil áhrif á löndin í kringum Rannsóknaskipið Ami Friðriksson hefur að undanförnu verið við rann- sóknir á kolmunna. Hann var stadd- ur í kantinum á Breiðamerkurdýpi, þegar Morgunblaðið náði sambandi við Svein Sveinbjömsson, leiðang- ursstjóra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að töluvert af kolmunna væri að sjá á þessum slóðum. „Það er mikið af kolmunna á íslenska hafsvæðinu við Suðaust- uriandið, meðfram kantinum. Hann er á stóra svæði og er dreifður og þess vegna hafa veiðar gengið treg- lega undanfarið." Sjö skip era nú á kolmunnaveiðum og hefur aflinn verið tregur upp á síðkastið þrátt fyrir góð skot inn á milli. Sveinn er bjartsýnn á að okkur. Fiskeldisiðnaðurinn í Nor- egi, Skotlandi og á írlandi er al- gjörlega háður fiskimjöli, þannig að það er mikið í húfi og ekki bara fyrir okkur Islendinga." Skammgóður vermir Jón Reynir Magnússon er ánægður með fréttirnar en slær samt varnagla. „Það er ágætt að heyra að þeir hafi frestað því að taka ákvörðun um þessa tillögu, en þetta er skammgóður vermir og ekki enn ljóst hvort þeir sam- þykkja þetta hámark. En hins veg- ar gefur þetta okkur tíma til að kynna okkar mál og það getur skipt sköpurn." Jón bætir því einnig við að ef þetta lágmark verði samþykkt fyr- ir dýrafóður geti ekki verið langt í að sömu viðmið verði á afurðum til manneldis. „Þeir hljóta að vera með svipuð viðmið fyrir dýr og menn. Þannig að við gætum lent í þeirri aðstöðu að fiskurinn okkar verði ekki gjaldgengur á Evrópu- markaði.“ kolmunninn þétti sig „Það era blettir hérna frá Berafjarðarál vest- ur undir Breiðamerkurdýpi sem skarta ágætlega þéttum lóðningum. Skipin hafa ekki ennþá komið á þessi svæði - en þau hljóta að kíkja á þetta.“ Sveinn segir að kolmunnaklakið í vor hafi að öllum líkindum heppnast vel. „Það er mikið af ungum fiski á suðurhluta svæðisins og það er greinilega sterkur árgangur að koma inn. Ekki er annað að sjá en að það sé bjart yfir þessum veiði- skap.“ Hægt er að veiða kolmunn- ann á Islandsmiðum fram á haust en þá fara eldri árgangarnir á hrygningarstöðvar sínar vestur af Bretlandseyjum. ÞJOÐHOFÐINGJAR fjórtán landa og hundruð þúsunda Marokkó- manna voru við útför Hassans Marokkókonungs í Rabat á sunnu- dag en Hassan, sem var sjötugur, lést á föstudag. Svo mikil var mann- þröngin að meira en fimmtán hund- rað manns þurftu á læknishjálp að halda, en afar heitt var í veðri þegar útförin fór fram. Hassan hafði verið konungur Marokkó í þrjátíu og átta ár og þyk- ir hafa komið ýmsu tfl Ieiðar á valdatíma sínum. Minnast menn hans ekki síst fyrir þann þátt sem hann átti í gerð friðarsamkomulags Israelsmanna og Palestínuaraba ár- ið 1993. Sonur hans, Sidi Mo- hammed, hefur þegar verið svarinn í embætti og tók hann sér titilinn Mohammed sjötti. Meðal gesta við útför Hassans vora Bill Clinton Bandaríkjaforseti og kona hans Hillary, Jacques Chirac, forseti Frakklands, Karl Bretaprins, Ehud Barak, forsætis- ráðherra Israels, Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, Juan Car- los Spánarkonungur, Albert, kon- ungur Belgíu, og Thabo Mbeki, for- seti Suður-Afríku. Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, var ekki við útför- ina heldur sendi fulltrúa sinn, en vonast hafði verið til að Clinton gæti átt fund við Assad um friðar- umleitanir í Mið-Austurlöndum. Gengið tæplega fimm kflómetra með líkið Gengið var með lík Hassans næst- um fimm kflómetra frá konungshöll- inni til útfararstaðarins en fremst fór vagn hins nýja konungs, Mo- hammeds. Þeir Clinton og Chirac fóra síðan fyrir hinum tignu gestum á eftir líkvagni Hassans á meðan mikill fjöldi Marokkóbúa fylgdist með og syrgði látinn konung sinn. Fólkið hrópaði nafn Hassans og Allahs í sífellu. Sumir höfðu komið alla leið frá Casablanca til að minn- ast Hassans, en borgin er tæplega hundrað kílómetra suður af Rabat. „Hann var eins og faðir okkar,“ sagði Youssef Mohammed, 25 ára gamall Marokkóbúi. Sagðist hann hafa verið tilbúinn að ganga alla leið frá Casablanca til Rabat ef það reyndist nauðsynlegt til að kveðja hinn látna konung. Erlendir þjóðarleiðtogar minnt- ust Hassans hlýlega og sagði Clint- on konunginn hafa verið „þrautseig- an“ mann sem lifað hefði alla and- stæðinga sína. Hassan hefði hins vegar einnig tekist að bæta hag íbúa Marokkó og stuðlað að bættum samskiptum við aðrar arabaþjóðir, sem og við íbúa Israels. „Hann lét aldrei hugfallast þrátt fyrir þær hættur sem í veginum vora og með tið og tíma jókst orðstír hans og viska og um leið orðstír Marokkó," sagði Clinton. Erfítt að feta í fótspor Hassans Hassan þótti farsæll stjórnandi en lítið er vitað um son hans, sem nú er orðinn Mohammed konungur. Mohammed er þrjátíu og fimm ára gamall og ógiftur en hefð ku fyrir því í Marokkó að krónprins sé ógift- ur á meðan faðir hans er enn á lífi. Fregnir bárast í gær um að Mo- hammed hefði gengið í hjónaband strax í kjölfar andláts Hassans á föstudag, líkt og Hassan gerði er faðir hans lést árið 1961, en þær fregnir vora hins vegar bornar til baka síðar um daginn. Mohammed hefur verið hrósað fyrir hvernig honum tókst upp er hann kom fram í sjónvarpi á föstu- dag og tilkynnti þjóð sinni að Hass- an væri látinn. Lýsti hann því þar yfir að sál fóður síns væri „farin til Paradísar" og bað fólk um að sýna þolinmæði og halda ró sinni. Fréttaskýrendur segja að Hass- an hafi undirbúið son sinn lengi fyr- ir að feta í fótspor sín en hafi engu að síður verið tregur til að veita honum hlutdeild í stjórn landsins. Mohammed sagður vel menntaður og framsýnn Mohammed er sagður vel mennt- aður og framsýnn, bókhneigður nokkuð og fróður um hina margum- töluðu upplýsingahraðbraut. Hann nam lögfræði í Frakklandi og sér- hæfði sig þar í tengslum Evrópu- sambandsins og arabaheimsins og vann um tíma á vegum Evrópuráðs- ins. Aðdáendur hans hrósa honum jafnframt fyrir hversu mjög honum er umhugað um að bæta hag þeirra sem minnst mega sín, en vestrænir diplómatar segja þó að hann verði einungis dæmdur af verkum sínum; spennandi verði t.d. að sjá hvort hann beitir sér fyrir lýðræðisþróun í Marokkó. Auk arabísku talar Mohammed frönsku, ensku og spænsku og er nefndur í sömu andrá og Abdullah, nýr konungur Jórdaníu, þegar rætt um þá leiðtoga arabaríkjanna sem era vel að sér um tölvur og alheims- væðinguna, hafa stundað nám á Vesturlöndum og vilja eiga góð samskipti við umheiminn. Morgunblaðið/Ármann Agnarsson BEITIR NK er eitt þeirra skipa, sem nú eru á kolmunnaveiðum. Frem- ur tregt hefur verið, 100 til 200 tonn á sólarhring. Skipin voru áður úti í Rósagarði, en eru nú að færa sig upp í kantana. Hér eru skip verjar á Beiti að taka trollið, en kolmunninn er veiddur í flottroll. Góðar horfur eru með kolmunnann Sjö íslensk skip á veiðum við landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.