Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðskipti með hlutabréf í Skagstrendingi hf. fyrir rúmar 823 milljónir króna Samherji kaupir 37% í Skagstrendingi SAMHERJI hf. á Akureyri hefur keypt 37% hlut í útgerðarfélaginu Skagstrendingi hf. á Skagaströnd. Stærstur hluti bréfanna var keyptur af Kaupþingi. í samtali við Morgun- blaðið sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf., að Kaupþing Norðurlands hefði einnig komið að viðskiptunum. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur selt Kaupþingi 25,6% hlut sinn í Skagstrendingi hf. að nafnvirði 80.373.000 krónur og á nú engin hlutabréf í félaginu. Að sögn Þorsteins Más og Sigurðar Einars- sonar, forstjóra Kaupþings, er kaupverð hlutar- ins ekki gefíð upp en samkvæmt tilkynningu um skráð utanþingsviðskipti fóru fram viðskipti með 80.373.000 krónur á genginu 8 eða fyrir tæpar 643 milljónir hinn 23. júlí í Skagstrend- ingi. Alls voru tilkynnt utanþingsviðskipti með bréf í Skagstrendingi hf. fyrir kr. 103.662.008 að nafnvirði, á meðalgenginu 7,95 sem samsvar- ar að markaðsvirði 823.375.833 krónum, sam- kvæmt hálffimm fréttum Búnaðarbanka Is- lands í gær. Sameining ekki fyrirhuguð Þorsteinn Már segir viðskiptin ekki hafa átt sér langan aðdraganda, en gengið var frá kaup- unum í gær. Þorsteinn Már segir næsta mál á dagskrá að hitta aðra hluthafa, þ.e. forsvars- menn Höfðahrepps sem er næststærsti hluthaf- inn í Skagstrendingi hf. Þorsteinn Már segir sameiningu Skagstrend- ings og Samherja ekki fyrirhugaða. „En það verður að koma í ljós hvort um samvinnu verð- ur að ræða, sem ég tel vel koma til greina. Við þekkjum þetta fyrirtæki þokkalega vel og það eru engar sérstakar breytingar sem við ætlum að beita okkur fyrir. Við teljum þetta ágætlega rekið fyrirtæki og Samherji og Skagstrending- ur ættu að geta unnið saman á einhverjum svið- um. Til dæmis eru bæði fyrirtækin umsvifamik- il í rækjuvinnslu og við gætum miðlað hráefni á milli okkar,“ segir Þorsteinn Már. Aðspurður um breytingar á stjóm fyrirtæk- isins segir Þorsteinn ekkert farið að huga að því. „Að sjálfsögðu reiknum við með að hafa einhver áhrif í stjórn. Við þekkjum ekki innviði fyrirtækisins en það er mál sem skoðað verður í framhaldi af þessu. Við munum ekki reyna að hafa áhrif á hvort sami framkvæmdastjóri sitji áfram,“ segir Þorsteinn Már. Mikil viðskipti með hlutabréf í Samherja í gær Viðskipti með hlutabréf í Samherja hf. í gær námu alls 107 milljónum króna í 46 viðskiptum á Verðbréfaþingi íslands. í lok dagsins voru hlutabréf í fyrirtækinu skráð á genginu 10,57 og er það 1,8% hækkun frá síðasta viðskipta- degi. Þorsteinn Már telur að kaup fyrirtækisins á hlutabréfum í Skagstrendingi styrki Samherja hf. „Þetta ætti að gera hlutabréf í Samherja hf. að áhugaverðari fjárfestingarkosti en hvort gengið komi til með að hækka áfram skal ég ekki segja. Ég vona að það geti ríkt ákveðin ró í kringum þetta mál,“ segir Þorsteinn Már. Síldarvinnslan gat ekki hafnað tilboði Kaupþings hf. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað, segir aðalástæðu þess að Síldarvinnslan hf. selur hlutabréf sín í Skag- strendingi nú, að tilboði Kaupþings hafi ekki verið hægt að hafna. Ekkert varð af samstarfi Sfldarvinnslunnar og Skagstrendings „Onnur ástæða fyrir því að við seljum hluta- bréf okkar í Skagstrendingi er sú að markmið Síldarvinnslunnar með kaupum á hlutabréfum í Skagstrendingi fyrir rúmu ári, var að freista þess að ná samvinnu eða sameiningu við Skag- strending. Veruleg vinna hefur farið fram í því sambandi og sú niðurstaða fékkst í upphafi síð- ustu viku að af sameiningu yrði ekki af hálfu Skagstrendings og við vildum standa við gefin loforð um það að ekki yrði þrýst á sameingu frá okkar hendi,“ segir Björgólfur. „Ég tel að sala okkar á bréfunum hafi verið hið besta mál fyrir hluthafa í Síldarvinnslunni. Þetta þýðir það að við eigum peninga í stað hlutabréfa og getum eflt félagið. Hvort það verður með fjárfestingum eða með því að lækka skuldir höfum við ekki ákveðið," segir Björgólf- ur. Skagstrendingar ánægðir með eignaraðild Samheija Jóel Kristjánsson, framkvæmdastjóri Skag- strendings hf., segir kaup Samherja á 37% hlut í fyrirtækinu hafa mikla þýðingu. „Við sjáum ýmsa samstarfsmöguleika við Samherja þar sem fyrirtækin eru í svipuðum rekstri," segir Jóel. „Tíminn verður að leiða það í ljós hvort um miklar breytingar verður að ræða. Ég býð nýja hluthafa velkomna og kvíði ekki breyting- um.“ Versn- andi af- koma hjá Ericsson HAGNAÐUR sænska fjar- skiptarisans Ericsson minnk- aði um næstum helming á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma- bili í fyrra, að því er fram kem- ur á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Industri. í milliupp- gjöri kemur fram að hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins nam 4,26 milljörðum sænskra króna, sem samsvarar um 37,5 milljörðun íslenskra króna. Munurinn milli ára er 44%. Astæður fyrir lakari rekstr- arniðurstöðu á þessu ári en því síðasta eru einkum vandamál er snúa að farsímum fyrirtæk- isins. Bæði hafa komið upp tæknileg vandamál í sambandi við nýjar gerðir farsíma og einnig vandamál við fram- leiðslu þeirra. Afleiðingin hefur orðið sú að Ericsson hefur orð- ið undir í samkeppni við höfuð- keppinaut sinn, Nokia, á mark- aði fyrir farsíma í Kína sem er einn mikilvægasti markaður fyrir farsíma í heiminum. Hins vegar jókst velta fyrir- tækisins um 12% á fyrri helm- ingi ársins frá í fyrra og veldur því aukin sala á ýmsum fjar- skiptabúnaði tengdum farsím- um. Velta Ericsson á fyrri hluta þessa árs var 92,4 millj- arðar sænskra króna. Þrátt fyrir minnkandi hagn- að hækkuðu hlutabréf í Erics- son í verði um tæplega 9% á föstudag og aftur um meira en 4% í gær. Hagnaður Guðmundar Runólfssonar nam 103,4 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins 38,7 milljóna hagnaður af reglulegri starfsemi Guðmundur Runólfsson hf. Árshlutareikningur 1. jan.-30. júní 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 I Rekstrartekjur Milljónir króna 332,1 257,3 I Rekstrargjöld 256,7 213,5 Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir 75,4 43,8 Afskriftir 26,9 27,0 Rekstrarhagnaður 48,5 16,8 Fjármagnsliðir (9,8) (5,1) Tekiu- oq eiqnaskattur 0.4 0.4 Hagnaður af reglulegri starfsemi 38,3 12,1 Aðrar tekjur og gjöld 65,1 0,0 Hagnaður tímabilsins 103,4 12,1 Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Lffgfyyj Fastafjármunir Milljónir króna 819,1 712,2 Veltufjármunir 227,8 246,5 Eignir samtals 1.046,8 958,7 | Skuldlr og eigið té: | Langtímaskuldir 571,5 595,4 Skammtímaskuldir 96,7 88,3 Skuldir alls 668,1 683,7 Eigið fé 378.7 275.1 Skuldir og eigið fé samtals 1.046,8 958,7 Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 60,1 17,8 Veltufjárhlutfall 2,36 2,79 Eiginfjárhlutfall 36,18% 28,69% Arðsemi eigin fjár 4,30 3,12 Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður aðildar- og skráningarsviðs VPÍ Hátt hlutfall ut- anþingsviðskipta áhyggjuefni SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði skilaði 103,4 mOljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuð- um þessa árs. Til samanburðar var 12 milljóna króna hagnaður á sama tímabili í fyrra og hagnaður alls síð- asta árs var um 40 milljónir króna. Stór hluti hagnaðarins nú fellur undir óreglulega liði, sem námu 65,2 milljónum króna. Þar er um að ræða niðurstöðu úr kaupum og sölu varanlegra aflaheimilda á tímabil- inu. Hagnaður af reglulegri starf- semi fyrirtækisins fyrir skatta var 38,7 milljónir króna miðað við 11,6 milljónir í fyrra. Að sögn Guðmundar Smára Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Guðmundar Runólfssonar hf., sýnir uppgjörið að reksturinn sé almennt betri en reiknað hafði verið með. „Veiðar og vinnsla ganga mjög vel og allir þættir eru í góðu lagi hjá okkur. Við erum mjög ánægðir með fyrri hluta ársins og höfum þar af leiðandi væntingar um að síðari hluti ársins verði sambærilegur. Ef við náum því erum við í mjög góð- um rekstri", segir Guðmundur. Ekkert sem kemur á óvart Ragnar Gunnarsson, verðbréfa- miðlari hjá Bumham International, segir að fljótt á litið komi ekkert í uppgjörinu sérlega á óvart. Það sýni að fyrirtækinu sé vel stjórnað og hann telur að vænta megi jafn- vel enn betri afkomu á seinni hluta ársins. „Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu reksturinn hafa gengið vel. Það er með sjávarútvegsfyrirtæki eins og hverja aðra verksmiðju. Því meira sem fæst inn, því meira fæst upp í fasta kostnaðinn. Það verður meiri framlegð, sem eykur hag hluthafa," segir Ragnar. í UMFJÖLLUN um ársfjórðungs- skýrslu Landsbankans í Morgun- blaðinu á laugardag kom fram að Landsbankinn teldi það áhyggju- efni hversu stór hluti, eða um 74%, viðskipta með fyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands, færi fram utan þingsins. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings íslands, segist geta tekið undir þetta með Lands- bankanum. „Þetta er áhyggjuefni því að þessi viðskipti eru ekki grundvöll- ur verðmyndunar á sama hátt og viðskipti á þinginu. Þegar viðskipti eiga sér stað á þinginu setja menn fram sölutilboð og kauptilboð. Þeir skiptast á skoðunum í gegnum þingið. Þegar viðskipti eiga sér hins vegar stað utan þings semja menn um gengi sín á milli. Enginn sér það raunverulega gerast, ekki á samningsstiginu. Síðan eru við- skiptin reyndar tilkynnt inn og skráð sem utanþingsviðskipti. Þannig fær markaðurinn upplýs- ingar um viðskiptin og verðið," segir Helena. Gerist oft í kjölfar útboða „Utanþingsviðskipti á síðasta ársfjórðungi geta að sumu leyti skýrst af því að margir mjög litlir eignarhlutar skipti um hendur, til dæmis í kjölfar útboða. Þau við- skipti fara nær undantekningar- laust fram utan þings vegna þess að lágmarksviðskipti á þinginu eru með 130.000 krónur á markaðs- verði. Allt sem er undir því taka verðbréfafyrirtækin inn til sín og það eru þá utanþingsviðskipti. Eðli málsins samkvæmt þurfa allar svona litlar tölur að vera í utan- þingsviðskiptum. Þannig að við sjá- um þetta oft gerast þegar eru stór útboð, eins og hjá bönkunum og Baugi. Stórum viðskiptum oft haldið utan við viðskipti á þinginu Helena segir að önnur af helstu ástæðum þess að utanþingsvið- skipti eru stunduð í svo miklum mæli sé að mjög stórum viðskipt- um sé oft haldið utan við viðskiptin á þinginu. „Ef einhver setur fram á þinginu mjög stórt kauptilboð í einhver ákveðin bréf þá nær hann ekki að kaupa þau bréf nema að fikra sig áfram eftir hækkandi sölutilboðum á móti. Utan þings semja menn um gengið beint, hvort sem þeir miða við verðið á þinginu eða hvað. Þá valda þessi miklu viðskipti sem þeir hyggjast eiga, ekki neinum verð- breytingum á þinginu. Færu þeir inn með stórt tilboð væru þeh' kannski að hækka verðið eða lækka það meira heldur en þeir kæra sig um,“ segir Helena að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.