Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Um fjöl- miðlarisa „Athygli vekur að þrjár afþeim fimm fjöl- miðlasamsteypum sem hafa mesta veltu eru handarískar. Einnig vekur athygli að í skýrslunni segir að á milli þessara jjöl- miðlarisa sé víðtækt samstarf, bœði um framleiðslu efnis og dreifingu. “ Hvers konar fjöl- miðlun er orðin svo stór þáttur í lífi einstaklingsins að það er eðlilegt að menn hugsi um áhrif hennar. Fjölmiðlun er valdatæki sem getur haft veruleg áhrif á skoð- anir, atferli og veruleikaskynjun almennings. I ljósi þessa eru það því einkum þrjár spumingar sem brenna á vörum manna þeg- ar rætt er um nútímafjölmiðlun: Veruleika hvers eru fjölmiðlar heimsins að miðla, hver á þessa miðla og í þágu VIÐHORF hverra starfa þeir? I skýrslu um áhrif hnatt- væðingar á Eftir Þröst Helgason evrópska menningu sem kynnt var við Evrópuháskólann í Bar- selónu á síðasta ári koma fram ýmsar hnýsilegar upplýsingar sem varpa ljósi á fjölmiðlalands- lag heimsins í aldarlok (sjá www.stephweb.com/capstone). A níunda áratugnum varð gríðarleg breyting á eignarhaldi fjölmiðla í Evrópu. Starfsemi ríkisrekinna sjónvarpsstöðva dróst saman en einkareknar stöðvar sem gengu fyrir auglýs- ingatekjum spruttu upp eins og gorkúlur. Af hagkvæmnisástæð- um hefur svo á undanfömum ár- um orðið mikill samruni á meðal fjölmiðlaíyrirtækja. Til hafa orð- ið örfáir risar sem eru markaðs- ráðandi í Evrópu (og víðar). I skýrslunni eru nefnd nokkur fyrirtæki sem starfa á alþjóðleg- um markaði: News Corporation, Time-Wamer (sem hefur mestu veltuna af öllum fjölmiðlasam- steypum heims), Disney (sem hefur næstmestu veltuna), Vi- acom (sem kemur þar á eftir í veltu), TCI og Bertelsmann. Athygli vekur að þrjár af þeim fímm fjölmiðlasamsteypum sem hafa mesta veltu eru bandarísk- ar. Einnig vekur athygli að í skýrslunni segir að á milli þess- ara fjölmiðlarisa sé víðtækt sam- starf, bæði um framleiðslu efnis og dreifingu. Þannig hefur Disn- ey til dæmis haft samstarfs- samninga við Bertelsmann og TCI. Einnig er tekið fram í skýrslunni að þrír stærstu fjöl- miðlamógúlar Evrópu, þeir Berlusconi, Kirch og Murdoch, hafi átt viðamikið samstarf um framleiðslu og dreifingu efnis. Sömuleiðis eru dæmi þess að fyrirtækin reki sjónvarpsstöð saman; þannig standa bæði Time-Wamer og Viacom að Comedy Channel. Þessi fyrirtæki hafa sum hver einnig verið að auka fjölbreytn- ina í starfsemi sinni, til dæmis með því að fara meira út í marg- miðlun og ýmiss konar fjar- skipti, almenna upplýsingaþjón- ustu, til dæmis á Netinu. Enn- fremur hafa þessi fyrirtæki lagt undir sig stærstan hluta banda- ríska kvikmyndaiðnaðarins. Þar sem bandarískar kvikmyndir eru orðnar yfirgnæfandi hluti þess efnis sem sýnt er í kvikmynda- húsum Evrópu (og víðar) kjósa sumir frekar að tala um amerikaniseringu en hnattvæð- ingu. í skýrslunni segir að árið 1985 hafi bandarískar kvik- myndir verið 56% þess efnis sem sýnt var í evrópskum kvik- myndahúsum en tíu árum síðar hafí sú tala verið komin upp í 76%. Hér á landi mun hlutfallið vera um 90%. Sé athyglinni beint að spurn- ingunum þremur sem bornar voru fram í upphafi greinar í ljósi þessara upplýsinga er kannski ekki óeðlilegt að sumir óttist um afdrif evrópskrar menningar. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að neytendur fjölmiðla og kvikmynda taki ekki við þessu efni á óvirkan og gagn- rýnislausan hátt þá telja menn það óumflýjanlegt að áhrifín séu mikil. Menn óttast um þjóðar- og menningarvitund Evrópubúa og telja að sjálfsmynd þeirra muni leysast upp í allsherjar (eins- leita) lágkúru. Þessir sömu menn svara spumingunum þremur á þann hátt að fjölmiðl- amir endurspegli vemleika eig- enda sinna og það geri þeir í eig- in þágu. Neytandinn sé aðeins viðfang þeirra markaðslögmála sem fjölmiðlamir og eigendur þeirra em drifnir áfram af. Efni fjölmiðlanna miði með öðram orðum að því að innprenta þeim hugsunarhátt neysluhyggjunnar; Tom Cruise, Pamela Anderson, Brad Pitt og fleiri em fyrir- myndir milljóna manna, eins og segir í ályktun skýrslunnar, fólk apar eftir hegðun þeirra, tiieink- ar sér hugsun þeirra, gildi og siðgæði. Menningariðnaðurinn verður að normi. Aðrir era ekki jafnáhyggju- fullir og telja að hinn almenni fjölmiðlaneytandi sé fær um að lesa í áróðurinn, sjá í gegnum hann. Ennfremur bendir allt tii þess að evrópskir fjölmiðlamenn séu þegar famir að bregðast við einsleitninni sem hinir hnatt- væddu fjölmiðlasamsteypur hafa boðið upp á. Fjölmargar einka- reknar svæðisbundnar sjón- varpsstöðvar (sumar reyndar reknar af samsteypunum) hafa þannig litið dagsins ljós í Evr- ópu síðastliðin ár. í Bretlandi hefur BSkyB (sem rekin er af News Corporation) til að mynda opnað stöð sem nefnist Sky Scottish sem hefur á dagskrá fréttir og annað efni tengt Skotlandi. Slíkar stöðvar er einnig að finna víða í Þýska- landi, Belgíu og Hollandi, svo dæmi séu nefnd. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á svæðisbundið efni bjóða allar þessar stöðvar einnig upp á fjöldaframleitt efni, svo sem kvikmyndir og þátt- araðir. Að vísu hafa sumir bent á að lítinn mun sé hægt að sjá á hinni „innlendu" dagskrárgerð þessara stöðva og amerísku fjöldaframleiðslunni, það væri í raun aðeins verið að framleiða amerískt inntak á „innlendum“ forsendum. Hér á landi myndi Stöð 2 vera dæmi um svæðisbundna sjón- varpsstöð af þessu tagi en inn- lend dagskrárgerð hennar gæti sennilega þjónað sem rök í gagn- rýni þeirra sem sjá lítinn mun á heimatilbúna efninu og því am- eríska. MINNINGAR BR YNJULFUR GUNNAR THORARENSEN Brynjúlfur Gunnar Thor- arensen fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1951. Hann lést hinn 17. júlí síð- astliðinn. Gunnar ólst upp í Vest- mannaeyjum til 15 ára aldurs, hann fluttist með móður sinni til Reykjavíkur 1966. Foreldrar hans eru Ólafur Thorarensen tann- læknir, f. 31. ágúst 1908 í Reykjavík, d. 27. janúar 1969 og Ingibjörg Guðlaugsdóttir, f. 14. mars 1925 í Vestmannaejjum. Systir hans var Elín Thorarensen hár- greiðsludama, f. 30. júní 1948 í Reykjavík, d. 6. apríl 1982. Hálf- bræður; Eiríkur Rafn Thoraren- sen loftskeytamaður, f. 24. nóv- ember 1929 og Lárus Thoraren- sen flugvélafræðingur, f. 7. júní 1934 d. 1. desember 1978. Eiginkona Brynj- úlfs er Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir bankastarfsmaður, f. 31. desember 1952 í Reykjavík. Synir Brynjúlfs ein Olafur Thoraren- sen, f. 3. mars 1976 í Reykjavík, unnusta hans er Þórunn Helga Kri- stjándóttir, förðun- arfræðingur, f. 17. febrúar 1977 í Reykjavík, Ingi Þór Thorarensen, 'mat- reiðslunemi, f. 28. ágúst 1978 í Reykjavík, unnusta hans er Birna Gísladóttir, nemi, f. 17. mars 1980. Brynjúlfur var lærður bif- vélavirki en vann við verslunar- störf allt til ársins 1991 er hann hóf sjáifstæðan atvinnurekstur. Útför Brynjúlfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku hjartans Binni minn, það er ekki auðvelt að skrifa í nokkram fátæklegum orðum minningarorð um eiginmann sinn, sem var ekki bara eiginmaður, heldur elskhugi, eiginmaður, faðir drengjanna okkar og allra allra besti vinur minn. Við voram svo ung þegar við kynnt- umst, ég 16 ára og þú 18. Við hefð- um átt 30 ára samveraafmæli um næstu verslunarmannahelgi og silf- urbrúðkaup á aldamótaárinu 2000. Þessi tími okkar saman var mjög stuttur því árin líða svo hratt. Við höfum farið í gegnum súrt og sætt saman og alltaf staðið upprétt og samband okkar virtist eflast við hverja þraut. Það verður ekki auð- velt fyrir mig og strákana að sætta okkur við að hafa þig ekki lengur hjá okkur, og öllu því óréttlæti sem því fylgir að hrifsa þig svona ungan og skyndilega. Það er okkar eina huggun að þegar fram líða stundir eigum við þúsundir af yndislegum minningum um þig. T.d. öll ferða- lögin okkar sumar eftir sumar með strákana litla í tjaldi um allt land, ótal ferðir á uppáhaldsstaðinn þinn í sumarbústaðinn, öll ferðalögin okk- ar til útlanda og síðasta ferðin okk- ar til Barcelona fyrr í sumar. Við voram að upplifa það að strákamir era að stíga sín fyrstu spor frá okk- ur, Ingi og Bima nýbyrjuð að búa og Óli og Þórann að bíða eftir sinni íbúð. Það var þér mikið kappsmál að taka þátt í þessu með þeim og ætlaðir þú svo sannarlega að gera allt sem í þínu valdi stóð til að gera þessi fyrstu skref þeirra frá okkur léttari. Eins og alltaf hjá þér var ekkert nógu gott fyrir litlu fjöl- skylduna þína. Æðsti draumur þinn var að eignast bamabörn, þú varst svo mikill bamakarl, þau vora ótal mörg börnin sem hændust að þér, þú varst eins og segull á þau og það era nú margir litlir vinir sem eiga um sárt að binda. Hinn draumurinn var að sjá verksmiðjuna þína líta dagsins Ijós. Þú vannst með ótrú- legri elju og þrautseigju að því að koma henni á laggimar, það þurfti sterkan persónuleika að taka á öllu sem á móti blés, en aldrei gafst þú upp. Þú mátt vita það að ég og strákamir ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur og kiára að gera draum þinn að veraleika. Við gerðum oft grín að því ef verksmiðj- an yrði staðsett úti á landi, þá myndir þú búa þar en ég í Reykja- vík og hittast síðan á öðram hvoram staðnum um helgar. En þar sem þú varst sá ólatasti maður sem ég hef kynnst við að keyra, þá munaði þig ekkert um að skreppa t.d norður og aftur í bæinn sama dag S svo við gætum hist. Við voram á leiðinni í sumarfrí og ætluðum til Vest- mannaeyja og í sumarbústaðinn, spila golf bæði þar og á Korpúlfs- stöðum, en ekkert verður úr því nú, kannski seinna, þegar við hittumst hinum megin. Þú mátt vita það að í kring um okkur er alveg einstakt og yndislegt fólk, fjölskyldur okkar, vinir, kunningjar og vinnufélagar okkar beggja. Þú hefur laðað að þér ótrúlega gott fólk, enda mikill húmoristi, fyndinn og skemmtileg- ur, alltaf tilbúinn að hjálpa og að- stoða. Elsku hjartans ástin mín, mikið mun ég sakna þín. Þú mátt vita að öll Ijóðin sem þú ortir til mín munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Vemdi þig englar, eiskan mín þá augun fógru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á vængjum hvítum um miðja nótt (Steingrímur Thorsteinsson.) Hvíl í friði, ástin mín. Þín að eilífu, Inga. Elsku Binni minn. Manstu í byrjun árs 1996 þegar ég hringdi heim til ykkar Ingu í Logafoldina í fyrsta skipti? Þú svaraðir í símann og ég spurði eftir Óla en hann var ekki heima svo að símtalið snérist upp í það að við vor- um að fíflast hvort við annað þó svo að við hefðum aldrei sést. Svona gekk þetta nokkram sinnum og alitaf svaraðir þú þegar ég hringdi og þar með upphófst vinátta sem aldrei bar skugga á. Alltaf þegar ég kom heim til ykkar vilduð þið alltaf allt fyrir mig gera og alltaf hef ég fundið að ég væri velkomin. Þegar ég hugsa til baka era minningamar ofsalega margar. Manstu eitt gamlárskvöldið þegar ég kenndi þér nokkur spor í dansi, þú varst af- bragðsgóður dansari og við dönsuð- um á ganginum þar sem parketið er? Það sem við hlógum þetta kvöld, það var yndislegt. Og manstu þegar Óli og ég buðum þér og Ingu í mat- arboð til okkar upp í sumarbústað foreldra minna laugardaginn 10. júlí? Ég er svo glöð að við gátum boðið ykkur saman einu sinni í mat, því að þú varst alltaf svo spenntur yfir því hvemig við myndum bjarga okkur í eldamennskunni þegar við færam að búa saman. Niðurstaðan var sú að ef við myndum alltaf grilla myndi þetta nú allt bjargast. Þetta var notalegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma. En svo viku seinna kom sú harmfregn að þú værir dá- inn. Ég trúði ekki mínum eigin eyr- um og get ekki enn skilið það að þú sért tekinn frá okkur öllum svona snögglega. Við áttum öll eftir að gera svo margt saman. Mér fannst mjög erfitt að útskýra fyrir Krist- jáni Hermanni, fímm ára frænda mínum, að þú værir dáinn, þið vor- uð svo góðir vinir. Hann talaði alltaf um brandarann sem þú sagðir við hann. Hann sagði við mig: „Þórunn, Binni sagði: Ert þú Kristján Her- mann sem ber mann þegar þú sérð mann?“ Þetta fannst litla frænda al- veg ofboðslega fyndið. Honum fannst þú svo fyndinn. Kristján Hermann sagði við mig „Þórann, nú er sálin hans Binna hjá Guði“. Elsku Binni minn, ég gæti haldið endalaust áfram því að minningarn- ar er óteljandi margar og enginn getur tekið þær frá okkur, þær eiga góðan stað í hjarta okkar allra. Elsku hjartans Óli minn, Inga, Ingi Þór, Bima, amma Gögg, Ingi- björg, Óli og aðrir aðstandendur. Eg bið Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Elsku Binni minn. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð geymi þig og minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Þín Þórunn Helga. Það var á fallegu sumarkvöldi fyrir 13 árum að við keyrðum aust- ur í Úthlíð í Biskupstungum til að athuga með sumarbústað sem þar var jafnvel til sölu. Þennan bústað áttu Inga og Binni, sem betur fer seldu þau ekki en okkur leist svo vel á staðinn að við byggðum okkur sumarbústað skammt frá þeim. Þama kynntumst við þessum góðu hjónum og hefur sá kunningsskapur leitt af sér margar góðar stundir. Ekki síst nú seinni árin eftir að við öll voram farin að spila golf saman af miklum áhuga en með mismun- andi árangri. Það er svo á björtum og fallegum degi á golfvellinum sem Binni veikist alvariega, og þrátt fyr- ir mikla baráttu góðra manna í kringum okkur var ekki við neitt ráðið. Binni er allur og ekkert er eins og áður. Með söknuði kveðjum við þennar ijúfa dreng sem við þekktum einungis af góðu. I dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa fríð, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn ræni þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið Barætíðsvipafþér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Elsku Inga og fjölskylda, megi Guð og allar góðar vættir vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Innilegar samúðarkveðjur. Fjölskyldurnar í Glaumbæ. Elsku Binni, það er erfitt að velja hin hinstu orð. Þið Inga tókuð okk- ur ætíð opnum örmum þegar við komum í heimsókn til Óla. Alltaf komst þú til dyranna eins og þú varst klæddur, sem gerði það kleift að andrúmsloftið varð þægilegt, maður gat verið maður sjálfur. Þú varst alltaf svo kátur og tilbúinn að gefa þig á tal við okkur. Aldrei var langt í grínið þegar þú varst nálægt og mátum við það mikils. Það er sárt til þess að hugsa að stundir okkar saman era liðnar. Minningarnar verða þó ávallt til staðar, minningar um mann sem var alltaf tilbúinn að gefa eitthvað af sjálfum sér svo öðram liði vel. Elsku Inga, Óli, Ingi Þór, Þórunn og Birna, hjörtu okkar eru hjá ykk- ur á þessum raunatímum. Ykkar missir er mikill en minningin um góðan eiginmann, föður og tengda- fóður lifir. Trúarinnar traust og styrkur, tendrar von í döpru þjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Magnús, Arngrímur og Harpa. Það var á öskudegi í mars árið 1976 sem tveir litlir snáðar litu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.