Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skýrsla bresku stjórnarinnar um eigin árangur Leitarvél ferst í Kólumbíu Bogotá. AFP. SVEITIR manna leituðu í gær að braki könnunarflugvélar banda- ríska hersins í frumskógum Suður- Kólumbíu á svæði þar sem skæru- liðasveitir Vopnaða kólumbíska byltingarhersins (FARC) ráða ríkj- um. Vélin var í eftirlitsflugi yfir ólöglegum kókaplantekrum sem eru taldar vera í eigu skæruliða. Töldu leitarmenn sig hafa fundið brak ílugvélarinnar djúpt í skóg- lendinu en ekki var talið öruggt að senda björgunarleiðangur á staðinn vegna veðurs. Bandarísk hermála- og löggæslu- yfirvöld hafa undanfarin ár aðstoð- að ríkisstjórn Kólumbíu við að spoma við eiturlyfjasmygli. Níutíu loforð efnd Taívan og Spratly-eyjar efst á baugi á fundi Suðaustur-Asfuríkja í Singapore Lappað upp á samskipti Kína og Bandaríkjanna Singapore. Reuters, AFP. DEILUR vegna Taívans, yfirráða yfir Spratly-eyjum og flugskeyta- eign Norður-Kóreumanna settu svip sinn á fund Suðaustur-Asíu- ríkjanna og helstu stórvelda heims í Singapore í gær. Á hliðarfundi reyndi Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, að lappa upp á samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna sem hafa verið heldur erfið eftir að hersveitir Atl- antshafsbandalagsins (NATO) lögðu kínverska sendiráðið í Belgrad í rúst íyrir mistök í Jú- góslavíustríðinu. Auk Suðaustur-Asíuþjóðanna sóttu Bandaríkjamenn, Japanar, Rússar og Evrópusambandið fund- inn í Singapore og hafði Tang Ji- axuan, utanríkisráðherra Kína, fyr- iríram ráðið fundarmönnum frá því að skipta sér af því hvemig KJn- verjar beittu sér í deilu sinni við Taívana, sem blossaði upp fyrir nokkm er Lee Teng-hui, forseti Taívans, sagði Taívana vilja haga samskiptum sínum við Kína eins og um milliríkjasamskipti væri að ræða. Fundarmenn í Singapore hlýddu tilmælum Jiaxuans og bryddaði enginn upp á málinu í gær. Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafði hins vegar sett ofan í við forseta Taívans á sunnudag. Sagði hún þá að Lee, sem dró nokkuð í land fyrir helgi, hefði ekki gert nægilega skýra grein fyrir ummælum sínum. Bandaríkjamenn höfðu í síðustu viku fullvissað Kín- verja um að þeir styddu stefnu þeirra um „eitt Kina“. Sex ríki gera tilkall til Spratly-eyja Á fundinum í Singapore var rætt nokkuð um Spratly-eyjar en sex Asíuríki gera tilkall til eyjanna, sem em í Suður-Kínahafi og taldar em ríkar að náttúmauðlindum. Sagði S. Jayakumar, utanríkisráð- herra Singapore, að fundarmenn hefðu áhyggjur vegna þess að deil- ur um yfirráð Spratly-eyja gætu hugsanlega skapað óstöðugleika í álfunni. Urðu menn sammála um að fyrir hendi þyrftu að vera leið- beiningar um hvemig taka eigi á þeim vandamálum sem fylgdu því að fleiri en ein þjóð gerðu tilkall til eyjanna. Filippseyjar, Kína, Brunei, Taív- an, Malasía og Víetnam, gera kröfu til Spratly-eyja. Nokkur spenna hefur magnast undanfarnar vikur vegna þess að fimm af þjóðunum sex, sem gera tilkall til Spratly- eyja, hafa aukið herlið sitt í ná- grenni þeirra. Loks lýstu Japanir áhyggjum sínum vegna flugskeytaframleiðslu Norður-Kóreumanna en þeir telja stöðugleika ógnað í Asíu haldi Norður-Kóreumenn áfram að koma sér upp meðaldrægum flug- skeytum. Clinton hittir Zemin í september Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hitti kín- verska utanríkisráðherrann Jiaxu- an yfir málsverði á sunnudag en þetta er fyrsti fundur svo hátt- settra fulltrúa Kína og Bandaríkj- anna frá því að flugskeyti Atlants- hafsbandalagsins (NATO) lenti á kínverska sendiráðinu í Belgrad í vor þegar Júgóslavíustríðið stóð sem hæst. Albright sagði við fréttamenn að fundinum loknum að hún hefði átt vinsamlegar viðræður við Jiaxuan og að þeim hefði tekist að draga mjög úr spennu í samskiptum ríkj- anna tveggja. Jiaxuan greindi fyrir sitt leyti frá því að Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Jiang Zemin, forseti Kína, myndu eiga fund saman á Nýja Sjálandi í septem- ber. Reuters TVEIR óeinkennisklæddir lögreglumenn, annar með talstöð og hinn með stráhatt, leiða meinta meðlimi Palun Gong á brott frá Torgi hins himneska friðar. Herferð kínverskra yfirvalda gegn Falun Gong 1.200 embættismönn- um haldið í einangrun Lundúnum. AFP. BRESKA ríkisstjómin birti í gær árlega skýrslu sína um árangur af starfi stjómarinnar þar sem fram kom að árangur í heÚbrigðismálum hefur verið lakari en vonast hafði verið til. Fyrir mistök birtist skýrsl- an í gær en fyrirhugað var að hún yrði kynnt í dag. Breska verslunar- keðjan Tesco hafði samið um sölu skýrslunnar og átti að selja hana al- menningi eftir að Tony Blair for- sætisráðherra hefði kynnt hana op- inberlega. I skýrslu ríkisstjómarinnar kom fram að hún hefði nú efnt 90 af þeim 177 kosningaloforðum sem hún gaf í upphafi kosningabaráttunnar fyrir tveimur ámm. Ennfremur sagði að unnið væri nú að því að efna áttatíu þeirra loforða er gefin hefðu verið. Blair viðurkenndi í gær á frétta- mannafundi sem efnt var til vegna birtingar skýrslunnar að stjóminni hefði mistekist að bæta heilbrigðis- kerfið sem átt hefur í miklum fjár- hagserfiðleikum undanfarin miss- eri. Þá sagði hann að hvað mennta- mál varðaði þyrfti enn að leita leiða til að bæta þjónustu við almenning. Taldi hann þó að þjónusta á vegum hins opinbera væri í stöðugri fram- för og að almenningur byggi við meira öryggi en áður. Ihaldsmenn sögðu í gær að Blair hefði ekki efnt meginloforð kosn- ingabaráttu sinnar um framfarir í mennta-, heilbrigðis- og atvinnumál- um. Talsmenn Ihaldsflokksins sögðu að biðlistar heiibrigðiskerfisins væru óðum að lengjast og að Verka- mannaflokkurinn hefði ekki efnt lof- orð sitt um að skapa störf handa þeim 250.000 ungmennum sem hafa verið atvinnulaus í lengri tíma. Peking. AP, Reuters, The Daily Telegraph. MANNRETTINDAHREYFING í Hong Kong skýrði frá því í gær 1.200 opinberum embættismönn- um væri haldið í skólum í kín- versku borginni Shijiazhuang vegna gruns um að þeir hefðu tek- ið þátt í starfsemi samtakanna Fa- lun Gong, sem voru bönnuð í vik- unni sem leið. Dagblað alþýðunn- ar, málgagn miðstjórnar kommún- istaflokksins, sagði flokkinn í mikl- um vanda þar sem nokkrir af fé- lögum hans væru á meðal leiðtoga Falun Gong. Upplýsingamiðstöð fyrir mann- réttindi og lýðræðishreyfingu í Kína sagði að embættismennimir hefðu verið neyddir tii að lesa kenningar kommúnistaflokksins og lofa því skriflega að segja skilið við Falun Gong. Embættismönnunum væri haldið í einangrun og ekki leyft að tala í síma. Kínverska lögreglan hefur enn- fremur ráðist inn í hús fylgismanna samtakanna og lagt hald á bækur, myndbönd og veggspjöld um Falun Gong, að því er fram kemur á vef- síðum samtakanna í Bandaríkjun- um. Nokkrir þeirra hafi einnig verið neyddir til greiða háar sektir. Dagblað alþýðunnar sagði að fá- mennur hópur félaga í kommúnista- flokknum væri á meðal leiðtoga Fa- lun Gong og taldi það til marks um agaleysi innan flokksins. Blaðið hafði eftir embættismönnum að samtökin hefðu jafnvel aflað sér stuðningsmanna í hernum og mikil- vægum ráðuneytum. Herferð kínverskra yfirvalda gegn Falun Gong hefur einnig beinst að Kínveijum sem búa er- lendis. Utanríkisráðuneytið hvatti til þess að gerðar yrðu ráðstafanir tii að telja kínverska námsmenn er- lendis af því að styðja samtökin. Leiðtoginn varar við blóðsúthellingum Li Hongzhi, leiðtogi Falun Gong, sem býr í New York, varaði við því að herferð kínverskra yfirvalda gegn samtökunum gæti leitt til blóðsúthellinga líkt og á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Li hefur haldið því fram að hann sé „æðri vera“ sem hafi verið send til jarðar til að hjálpa fylgismönnum sínum að öðlast yfimáttúrulegan mátt áður en vísindin útrými mann- kyninu. Hann stofnaði Falun Gong árið 1992 og heimspeki hans byggist á blöndu af búddatrú, taóisma, kin- verskri dulspeki og dómsdagsspá- dómum. Li heldur því fram að sjúk- dómar komi frá hinu illa og fylgis- menn hans iðka ýmsar andlegar æf- ingar og foma bardagalist með það að markmiði að öðlast yfimáttúra- legan mátt, sem á að gera þá ónæma fyrir sjúkdómum mann- kynsins. Kínverskir embættismenn segja að nokkrir fylgismanna Falun Gong hafi dáið eftir að hafa veikst og neit- að að leita til lækna. Aðrir hafi bijálast eða myrt skyldmenni sín. ESB-ríki deili sendiráðum Berlín. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) ætti að spara fjárútgjöld með því að deila sameiginlegum „ESB-sendi- ráðum" erlendis, sagði ráðgjafi Ger- hards Schröders, kanslara Þýska- lands, í gær. Michael Steiner, utanríkismála- ráðgjafi kanslarans, sagði í viðtali við útvarpsstöðina Radio Berlin að í hugmyndinni myndu felast ýmis vandkvæði fyrir sum ESB-ríki en sagðist hins vegar telja nauðsýn á því að hrinda henni í framkvæmd. Samstarf meðal sendiráða ESB- ríkja er algengt og nær það oft yfir marga málaflokka, einkum í ríkj- um þriðja heimsins þar sem sendi- ráð eru oft af skornum skammti. Hins vegar er talið víst að mikil tregða myndi ríkja um að skipa sameiginlegan sendiherra ESB- ríkjanna. Utanríkisráðuneyti Þýskalands tilkynnti í liðinni viku að þýska ríkið myndi loka tuttugu sendiráðum í því augnamiði að draga ríkisútgjöld saman um 270 milljónir þýskra marka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.