Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 47

Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Utflöggun íslenskra fiskiskipa í NOKKUR ár höfum við í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur varað við hættunni á að íslenskum físki- skipum yrði flaggað út. Avallt hef- ur verið brosað að þessum viðvör- unum okkar, ekki talið sennilegt að svona gæti farið. Rökin? Jú, það er bannað að veiða undir erlendum fánum innan fiskveiðilögsögunnar, segja menn. Nú hafa tveir arki- tektar útflöggunaraðferða, Jón Atli Kristjánsson og Jóhann Ant- Birgir H. Björgvinsson onsson, legið yfir aðferðafræðinni um nokkurra mánaða skeið og teikningin liggur nú á borðum Útgerð Við hjá Sjómannafélaffl Reykjavíkur teljum, segir Birgir H. Björg- vinsson, að kominn sé tími til að heildarsam- tök íslenskra sjómanna fari að rumska. ráðuneytanna. Verkið er að sjálf- sögðu unnið á vegum „alvöru" út- gerðarmanna, sem aldrei dytti í hug að ná sér í ódýrt vinnuafl, hvað þá græða pening eftir vafasömum leiðum. Þetta eru út- gerðarmenn sem ekkert vantar annað en geislabauginn. En það var nú útúrdúr. Til þess að ná í þetta kvótalítil- ræði sem Rússum, Lettum og öðr- um þjóðum fyrrverandi Sovétríkja hefur verið úthlutað, þarf að tví- skrá íslensk fiskiskip, svo að þau geti annan daginn veitt undir ís- lenskum fána og rússneskum fána hinn daginn (eða lettnesk- um = Odincova í Reykjavíkur- höfn). Það á náttúrulega ekkert að henda íslenskum sjómönnum í land, sei sei nei. En svona rétt til að geta fært þessa fána til, fram og aftur, þá virðist samt þurfa að breyta Lögum um lögskráningu sjómanna nr. 43/1987, Siglingalög- um nr. 34/1985, Lögum um eftirlit með skipum nr. 35/1993, Sjó- mannalögum nr. 35/1985, Lögum um hvíldartíma á botnvörpuskip- um nr. 53/1921, sem gilda um há- seta á íslenskum skipum og Lög- um um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna nr. 112/1984. Það verður eitthvað að gera á Alþingi á næst- unni. En þar sem hér eru alvöru menn á ferð, sem hafa stundað hugsjóna- starfsemi árum saman, þá á ekki að vera nein hætta á ferðum. En hvað um alla hina skussana, sem hafa verið að gera út undir erlend- um sjóræningjaflöggum, þegar þeir fá svona lagasetningu uppí hendurnar? Er betra að fylla ís- lenskar hafnir með þessum rúss- nesku ryðkláfum í framtíðinni þeg- ar búið er að gera mönnum kleift að setja þá undir íslenskan fána? Og er það núna stefna stjórnvalda - þegar búið er að afhenda útgerð- armönnum kvótann og fiskimiðin fyrir ekkert - að bjóða þeim líka upp á áhafnir fyrir lítið sem ekk- ert? Nú teljum við hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur að kominn sé tími á það að heildarsamtök íslenskra sjómanna fari að rumska. Hér þurfa brú, vél og dekk að leggjast á eina ár og forða íslenskri sjó- mannastétt frá örlögum annarra í þessum efnum. Við þurfum ekki aíifv þefa uppi vafasama „ráðgjafa" héðan og þaðan til að finna bar- áttuaðferðirnar. Verkin verða að tala. Við í Sjómannafélagi Reykja- víkur munum ekki sitja með hend- ur i skauti þegar siðlaus atvinnu- rekstur verður gerður löglegur með svona lagabreytingum. Það er harður vetur framundan. Höfundur er gjuldkeri Sjómanna- félags Reykjavikur. f1þaB ^íBosta seto vifc oefóvm áb bteyta inniha|cjinvw. KREMKEXIÐ HEFUR FENGIÐ NÝJAR UMBÚÐIR Góða og sígilda kremkexið frá okkur er nú komið í nýjar umbúðir og er nú pakkað f sérstökum bakka, svo aó það megi fara enn betur um það á leiðinni til þfn. Því við viljum að það líti eins vel út og þaó bragðast. Innihaldinu dettur okkur hinsvegar ekki í hug að breyta. TÓi kesdtS ^etn kemu IIHiílHIS®

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.