Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Harður árekstur
á einbreiðri
brú í Vatnsdal
JEPPABIFREIÐ og fólksbifreið
rákust harkalega saman á nyrðri
enda einbreiðrar brúar yfir
Hnausakvísl á þjóðvegi 1 í Vatnsdal
í Austur-Húnavatnssýslu á sunnu-
dagskvöldið. Alls voru átta manns í
bifreiðunum og var ökumaður fólks-
bifreiðarinnar fluttur á sjúkrahús á
Blönduósi en var ekki alvarlega
slasaður. Kalla þurfti til tækjabif-
reið til að ná honum út úr bflflakinu
og lokaðist umferð um veginn í á
aðra klukkustund meðan lögregla
og sjúkralið athöfnuðu sig á vett-
vangi. Vegagerðin er að gera til-
raunir með uppsetningu aðvörunar-
ljósa við þröngar brýr.
Farþegar og ökumenn beggja bif-
reiða voru allir í bflbeltum og sagði
lögreglan á Blönduósi að beltin
hefðu komið í veg fyrir mikil meiðsl
í árekstrinum. Fólksbifreiðin er
ónýt eftir áreksturinn og jeppinn
mikið skemmdur. Báðar bifreiðam-
ar drógu tjaldvagna og er annar
þeirra mikið skemmdur. Lögreglan
vfldi koma þakklæti sínu til vegfar-
enda fyrir þolinmæði vegna umferð-
artafanna sem urðu vegna aðgerða
á slysstað. Tóku sumir vegfarendur
á sig krók um Vatnsdalinn til að
komast leiðar sinnar, bæði norður
og suður fyrir.
Aðvörunarljós við brýr
Vegna margra alvarlegra um-
ferðarslysa við einbreiðar brýr á
vegakerfinu er stöðugt leitað leiða
til að draga úr slysahættu við slíkar
aðstæður, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.
Vegagerðin hefur sett upp í til-
raunaskyni aðvörunarljós við ein-
breiða brú yfir Þverá, austan við
Hvolsvöll í Rangárþingi. Skynjarar
nema bfla sem nálgast brúna í
u.þ.b. 500 m fjarlægð og setja af
stað blikkandi gul aðvörunarljós við
báða brúarenda. Þau lýsa þar til
bifreiðin hefur farið yfir brúna.
Ljósin eru eingöngu ætluð til að
vara ökumenn við þrengingu á veg-
inum, en ekki að stjórna umferð yf-
ir brúna.
Ef tilraunin tekst vel er reiknað
með að samskonar búnaður verði
settur upp við fleiri hættulegar
brýr þegar á næsta ári.
Morgunblaðið/Guðmundur Gunnarsson
FRÁ slysstað á brúnni yfir Vatnsdalsá. Fólksbifreiðin er ónýt eftir áreksturinn og jeppinn mikið skemmdur
Jarðskjálftahrina í Þórisiökli og við Kleifarvatn um helgina
Trúlega tvær
ótengdar hrinur
JARÐSKJÁLFTAHRINUR voru í
Þórisjökli og við Kleifarvatn um
helgina og fram á gærdaginn. Or-
sakir jarðskjálftanna liggja ekki
fyrir, en bæði svæðin liggja á plötu-
skilum og telja vísindamenn því lík-
legast að hér hafi verið um landrek
að ræða og að ekki hafi verið sam-
hengi milli hrinanna.
Að sögn Sigurðar Rögnvaldsson-
ar, jarðskjálftafræðings hjá Veður-
stofu íslands, hófst skjálftahrinan í
Þórisjökli með allsnörpum skjálfta
kl. 3.43 aðfaranótt laugardags.
Mældist skjálftinn 4 á Richters-
kvarða og var hann sá öflugasti sem
mældist í hrinunni, sem nú virðist
lokið. Hætt var að vakta Þórisjökul
og Kleifarvatn undir kvöld í gær, en
þá höfðu alls mælst í Þórisjökli 15
skjálftar á bilinu 2,5-3,3 á Richter.
Komu skjálftamir, sem eiga upptök
sín í jöklinum vestanverðum, flestir
á laugardag og sunnudag, en 2
mældust í gær. Einnig varð vart
fjölda smærri skjálfta.
Allnokkur virkni mun hafa verið
við Kleifarvatn undanfamar vikur,
en nýafstaðin hrina hófst með
skjálfta upp á 2,5 á Richter kl. 0.27
aðfaranótt laugardags. Heldur virð-
ist skjálftavirknin hafa verið minni
við Kleifai-vatn en í Þórisjökli því í
gær höfðu alls mælst þar 4 skjálftar
sem voru öflugri en 2,5. Komu 3
skjálftanna á sunnudag, en 1 í gær
og var sá öflugasti þeirra 2,7 á Richt-
er. Eins og í Þórisjökli varð þó fjöldi
smáskjálfta við Kleifarvatn og sagði
Sigurður að síðustu daga hefðu sam-
anlagt mælst 300-400 slíkir skjálftar
á dag á svæðunum tveimur.
Landrek lfklegasta skýringin
Sigurður segir erfitt að segja til
um hugsanlegar ástæður skjálft-
anna, en telur einna líklegast að
landrek liggi að baki þeim. Bæði
svæðin munu liggja á plötuskilum
og hefur smáskjálftavirkni löngum
verið mikil við Kleifarvatn. Virkni af
því tagi hefur þó síður orðið vart í
Kenýa
Ævintýri í Afríku
Viö eigum ennþá laus sæti
í stórkostlega ævintýraferð
til Kenýa 5. -12. nóvember.
♦ta w*
Samvinnuferðir
Landsýn
Á verði fyrir þigi
Þórisjökli og segir Sigurður hrin-
una nú vera þá fyrstu sem þama
mælist síðan mælingakerfi það sem
notast er við var tekið í notkun árið
1991. Nokkuð hefur hins vegar ver-
ið um staka skjálfta í Þórisjökli á
undafomum ámm.
Að mati Sigurðar er ekki trúlegt
að samhengi hafi verið milli hrin-
anna í Þórisjökli og við Kleifarvatn.
„Það getur auðvitað vel verið að fyr-
ir þessu sé einhver sameiginleg
ástæða, en allar vangaveltur í þá
vem em óljósar. Við höfum alla
vega engin gögn sem segja annað
en að þetta sé venjulegt landrek og
að það vilji bara þannig til að það
gerist á tveimur stöðum í einu.“
Sigurður telur ekki líklegt að nú-
verandi hrina sé fyrirboði frekari
skjálfta. „Ef þetta er landrek deyr
þessi virkni bara út á næstu dögum.
Það ætti að minnsta kosti að gerast
í Þórisjökli. Reykjanesið er almennt
virkara og á þessum slóðum hefur
verið virkni í nokkrar vikur þannig
að kannski verður einhver hreyfing
þar áfram. Það er þó ekkert í núver-
andi hrinu sem gefur ástæðu tfl að
ætla að þar verði stærri skjálftar að
þessu sinni, þótt þeir geti náttúm-
lega alltaf orðið.“
Telur að
beltin hafa
bjargað
manns-
lífum
LÖGREGLAN á Blönduósi
telur að bflbeltanotkun hafi
bjargað mannslífum þegar
fólksbifreið fór útaf veginum
við Móberg í Langadal um
klukkan 19 á laugardags-
kvöldið.
Talið er að ökumaður bif-
reiðarinnar hafi misst stjórn á
henni með þeim afleiðingum
að hún fór nokkrar veltur út af
veginum og er gjörónýt eftir
útafaksturinn. Farþegi í bif-
reiðinni var fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
eftir bílveltuna en að loknum
rannsóknum kom í ljós að
meiðslin reyndust ekki vera
alvarleg.
Að sögn lögreglunnar á
Blönduósi var mikil umferð
um helgina á vegum í umdæmi
lögreglunnar og var ökuhrað-
inn skikkanlegur að hennar
sögn.
Lækkun hámarkshraða á þjóðvegum
Ekki uppi áform um að
fara að dæmi Norðmanna
EKKI eru uppi áform um að
lækka hámarkshraða á íslenskum
þjóðvegum, eins og til stendur að
gera í Noregi í kjölfar tilraunar
með hraðalækkun á E-18 veginum
í Vestfold-sýslu, sem greint var frá
nýlega. Áfram verður hinsvegar
unnið að lækkun hraða í 30 km á
klukkustund í þéttbýli eins og gert
hefur verið til þessa.
Tilraunin með lækkun hámarks-
hraða á E-18 veginum í Vestfold-
sýslu hefur gefist það vel að
norska vegamálastofnunin fyrir-
hugar nú að leggja formlega til í
haust að hámarkshraðinn verði
lækkaður alls staðar í Noregi úr 80
km í 70 km á klukkustund.
Slysatíðni eykst með auknum
ökuhraða
Samkvæmt upplýsingum Um-
ferðarráðs hefur sáralítið verið tal-
að um að lækka hámarkshraða á
íslenskum þjóðvegum en hámarks-
hraðinn var hækkaður úr 80 km í
90 km á klukkustund árið 1987.
Engar formlegar kannanir hafa
verið gerðar á þvi hvaða áhrif
hraðahækkunin hefur haft á slysa-
tíðni en að sögn Sigurðar Helga
sonar upplýsingafulltrúa Umferð
arráðs liggur hins vegar ljóst fyrii
að slysatíðni eykst með auknun
ökuhraða ef marka má rannsókni:
erlendis.
„Ökuhraðinn hefur því áhrif i
slysatíðni og á íslandi er leyfðui
hærri hámarkshraði miðað við að
stæður en annars staðar í Evrópu
í Þýskalandi t.d., þar sem ein ak
grein er í hvora átt, er yfirleit
ekki leyfður nema 70-80 km há
markshraði, þannig að við skerun
okkur úr að þessu leyti.“