Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 13 FRÉTTIR Eignarhaldsfélagið Orca S.A. ekki enn skráð í Lúxemborg Þagnarskylda og nafnleynd Tilgangur með stofnun félags í Lúxemborg á veg- * um Islendinga virðist sá að öðlast þá nafnleynd sem þar ríkir. Annar tilgangur væri skattalegt hagræði en tvísköttunarsamningur ríkjanna hef- ur ekki tekið gildi. Steingerður Ólafsdóttir var í Lúxemborg á dögunum en viðmælendur vildu samkvæmt hefðinni ekki láta nafns síns getið. í LÚXEMBORG stendur skamm- stöfunin S.A. fyrir „Société Anonyme" sem útleggst á íslensku „nafnlaust félag“. Þessi skammstöf- un er lýsandi fyrir þá leynd sem ríkir í Lúxemborg og viðmælendur blaða- manns staðfestu. Enginn vildi láta hafa eftir sér ummæli um fjárfest- ingu á borð við þegar eignarhaldsfé- lagið Orca S.A., skráð í Lúxemborg en í eigu Islendinga, fjárfesti í rúm- um fjórðungshlut í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins á Islandi. Nafn þess sem stofnar fyrirtæki í Lúxem- borg þarf hvergi að koma fram nema hjá Bankaeftirliti í Lúxemborg sem hefur þagnarskyldu. Viðmælendur voru sammála um að ekki væri nokkur leið, nema fyrir tilviljun eða einskæra heppni, að nálgast upplýsingar um raunveru- lega aðstandendur fyrirtækisins í Lúxemborg. Tilgangur með skrán- ingu félaga í Lúxemborg væri m.a. að fela slíkar upplýsingar. Að end- ingu kom í ljós að Orca S.A. er enn ekki skráð í Lúxemborg og því ómögulegt að segja til um hvaða upplýsingar skráningarskjöl um fyr- irtækið munu hafa að geyma. Skattalegt hagræði kemur ís- lendingum ekki til góða Annar tilgangur með skráningu félags í Lúxemborg virðist vera það skattalega hagræði sem þar ríkir. Eftir því sem blaðamaður komst næst, er það svo að ef eignarhlutur aðila í félagi fer yfir 25%, er sölu- hagnaður af viðkomandi hlutabréf- um skattfrjáls í Lúxemborg. Búið er að draga upp tvísköttunar- samning á milli Islands og Lúxem- borgar en hann hefur ekki verið und- irritaður. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður það í september. Þegar leitað var upplýs- inga um þær skattareglur sem gilda hér á landi, varð Símon Á. Gunnars- son, varaformaður félags löggiltra endurskoðenda, fyrir svörum. Hann var spurður hvar Orca S.A. myndi borga skatt ef eignarhlutur þess í FBA yrði seldur. „Eins og staðan er í dag er félag í Lúxemborg sem seldi hlutabréf í íslensku hlutafélagi skatt- skylt vegna hagnaðar hér á landi og ætti að borga 20% tekjuskatt. Það er hins vegar væntanlegt að tvísköttun- arsamningur ríkjanna myndi breyta þeirri stöðu og hin eiginlega skatt- lagning þá fara fram í Lúxemborg," segir Símon. Ef tvísköttunarsamningur á milli Islands og Lúxemborgar tekur gildi áður en Orca S.A. hugsanlega selur hlutabréf sín í FBA, má gera ráð fyr- ir að félagið greiði engan skatt af þeim söluhagnaði sem skapast. Meirihluti allra skuldabréfa sem skráð eru í Evrópu er skráður í Lúx- emborg og verðbréfamarkaður í landinu gengur að mestu út á skulda- bréf. Aðhald bankaeftirlits í Lúxem- borg virðist vera mikið og þagmælsk- an eftir því. Bankar í Lúxemborg þurfa að skila skýrslu um starfsemi sína til bankaeftirlits daglega. Stofn- un fjárfestingarbanka og fjármála- fyrirtækja krefst rannsóknar og eft- irlits áður en leyfi fást og nefna má að aðdragandinn að stofnun dóttur- fyrirtækis Kaupþings, Kaupthing Luxembourg, var hátt í ár. Hver sem er á að geta stofnað hlutafélag í Lúxemborg og er hluta- félagagerðin S.A. algengust og sam- bærileg við hf. hér á landi. Svo lengi sem stofnandi félags hefur peninga á milli handanna, á hann hægt um vik að stofna félag í Lúxemborg. Islendingar í Lúxemborg eru á fímmta hundrað, margir hverjir fyrrum starfsmenn Cargolux. Marg- ir starfa enn við flug eða flugtengdan rekstur. I fjármálageiranum í Lúx- emborg starfa yfir tíu Islendingar, þar af fimm hjá Kaupthing Luxem- bourg. Það var að heyra á þeim ís- lendingum sem rætt var við að sam- band þjóðanna væri gott og von um að það yxi og dafnaði enn frekar væri til staðar. tiinn árlegi stóraansleÍKur MILLJÓhAMÆRIMGAMNA ásamt E>jarna Arasyni, Páli (Dstari, Paqnari Ejarnasqni, asami ujarna nrasqm Stefáni tiiln marssqm oq uoqomi 14. áqúst á Hótel íslandi I Font c y ' „ .1 iK| I | i Sérstakur gestur Helena lEyjólfsdóttir í tilefni dagsins verður splunkunýr safndiskur Milljónamæringanna á kynningarverði kr. 1.300. Ath.: Eingöngu á Broadway. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA fimmtudag og föstudag í Hljóðfæraverslun- inni Samspili, Laugavegi 168, sími 562 2710 Laugardag frá kl. 13.00 í Broadway, sími 533-1100 SPARIKLÆÐNAÐUR MIÐAVERÐ KR. 1.500 HÚSIÐ OPNAÐ KL. 22.00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.