Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Opið kl. 10-19 alla daga Natthagi Garðplöntustöð Ölfusi, sími 483 4840. Nýjar tegundir og sjaldgæfar t.d. væturifs, stjörnutoppur, möndluvíðir, göngustafur fjandans, kóreuklukkurunni, gullklukkurunni, arnarkvistill, linditré, stafafura (ný kvæmi frá ströndum Kyrrahafsins) og íslenskt ræktaður hlynur, almur, eik, beykl og margar flelri tegundir. Sjón er dögu ríkari! Starfsnám fyrir leiðsögumenn ferðafólks Almennt leiðsögunám. Nemendur eru búnir undir að leiðsegja ferðafólki um allt land. Lágmarksaldur er 21 ár. Gönguleiðsaga. Nemendur eru búnir undir að stjórna gönguferðum um láglendi og lægri fjöll. Umsækjendur þurfa að kunna á áttavita og vera vanir lengri gönguferðum þar sem gengið er með vistir á bakinu. Leggja skal fram reynslulista með umsókn. Lágmarksaldur er 22 ár. * Umsækjendur skulu hafa stúdentspróf eða sam- bærilega menntun. * Umsækjendur skulu auk íslensku hafa gott vald á a.m.k. einu erlendu tungumáli. * Umsækjendur skrái sig í viðtal og inntökupróf eigi síðar en 10. ágúst. Inntökupróf fara fram á því er- lenda tungumáli sem umsækjandi velur. * Heimilt er að takmarka fjölda nemenda ef umsóknir verða fleiri en skólinn annar. * Kennsla fer fram tvö kvöld í viku og flesta laugar- daga frá september 1999 til maíloka 2000. Kennslan er bæði bókleg og verkleg. Endurmenntun fyrir leiðsögumenn sem þegar hafa lokið almennu leiðsöguprófi frá Leiðsöguskóla íslands. Námskeiðið felst í upprifjun og kynningu á nýjum upp- lýsingum. Kennsla ferfram á haustönn 1999. Innritun fer fram 4.-13. ágúst nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans, Digranesvegi 51, Kópavogi (inngangur er frá Hávegi). Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður ísíma 544 5520 frá tí. 10.00-12.00. LeiðsögusKóli íslands MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI Digranesvegi 51, Kópavogi. sími 544 5520. íþróttir á Netinu <g)mbUs ÚR VERINU Samþykkt um skipan stjórnar Skagstrendings hf. endurskoðuð Stenst ekki reglur um skráningu verðbréfa ÁKVÆÐI samþykkta Skagstrend- ings hf. á Skagaströnd þess efnis að Höfðahreppur skuli eiga tvo menn í stjóm félagsins stenst ekki reglur um skráningu verðbréfa á Verð- bréfaþingi Islands hf. Málið verður tekið fyrir á stjómarfundi þingsins í dag, en hluthafafundi Skagstrend- ings, sem vera átti á morgun, var frestað í gær. I reglum um skráningu verðbréfa á Verðbréfaþingi íslands, sem tóku gildi 1. júlí sl., er m.a. gerð grein fyrir skilyrðum fyrir skráningu hlutabréfa. í 6. grein segir m.a.: „í flokki hlutabréfa skulu allir hluthaf- ar njóta sömu réttinda. Með flokki hlutabréfa er átt við einsleit hluta- bréf þar sem réttindi eigenda og skilmálar hlutabréfa og samþykkta em að öllu leyti hin sömu.“ Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, seg- ir að fyrmefnt ákvæði samþykkta hafi samrýmst reglum þegar bréfin vom skráð 1992 en geri það ekki lengur því reglunum um skráningu hefur verið breytt. „Bréf með þess- ari tilhögun fengjust ekki skráð nú,“ segir hann. Að sögn Stefáns var ákveðið að taka á málinu eftir að það varð að ásteytingarsteini meðal stærstu hluthafa fyrirtækisins og á fundi sínum í dag fjallar stjóm Verð- bréfaþings um hvemig taka skal á máliriu. „Við emm þeirrar skoðunar að það þurfi að taka á þessu til að félagið uppfylli núgildandi skrán- ingarkröfur, en stjómin fjallar um með hvaða hætti það verður gert.“ Samherji óskaði eftir frestun Eins og greint hefur verið frá keypti Samherji hf. á Akureyri um 40% hlut í Skagstrendingi fyrir skömmu. Höfðahreppur á um 21% og Burðarás um 17%. Stjórn skipa fimm manns og mið- að við fyrmefnd ákvæði og eignar- aðild liggur fyrir að Höfðahreppur verður með tvo menn í stjóm, Sam- herji tvo og Burðarás einn mann. I liðinni viku var haft eftir Friðriki Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Burðaráss, í Morgunblaðinu að fyr- irtækið hefði aukið hlut sinn í Skag- strendingi til að tryggja að það ætti áfram stjómarmann. Auk þess væri vilji fyrir því að Höfðahreppur ætti ávallt tvo menn í stjóm. „Þegar við keyptum hlut í Skagstrendingi fyrst, var okkur fyllilega ljóst það ákvæði í samþykktum félagsins að Höfðahreppur skyldi hafa tvo full- trúa í stjóm án tillits til eignarhluta. Við virðum þessa afstöðu heima- manna og viljum ekki standa að því að breyta þessari samþykkt í and- stöðu við þá.“ I gær óskaði Samherji eftir frest- un á fyrmefndum hluthafafundi. „Ég óskaði eftir frestun á þessum hluthafafundi þar sem komið hefur í Ijós að samþykktir Skagstrendings standast ekki reglur Verðbréfa- þings íslands," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, við Morgunblaðið. „Þrátt fyrir orð framkvæmdastjóra Burðaráss í Morgunblaðinu um daginn gef ég mér það að hluthafar í Skagstrendingi sameinist um að breyta samþykktum félagsins þannig að þær uppfylli reglur Verð- bréfaþings íslands." Sameining ekki á dagskrá Þegar Samherji keypti umrædd- an hlut sagði Þorsteinn Már við Morgunblaðið að sameining Skag- strendings og Samherja væri ekki fyrirhuguð og hann áréttaði það í gær. „Það hefur komið skýrt fram hjá Samherja og kom skýrt fram á fundi Samherja með sveitarstjóm- armönnum á Skagaströnd að Sam- herji óskar ekki eftir því að fyrir- tækin verði sameinuð í framtíðinni. Engin slík áform eru uppi og engin beiðni um það kemur frá Sam- herja." Óvissa um málefni skipverja Erlu og Odinicova Kröfur frá Isfangi setja strik í reikninginn MIKIL óvissa ríkir um málefni skipverja Erlu og Odinicova eftir að kröfur frá ísfangi hf. á ísafirði bárust í afla Erlu í vikunni. Genn- edy Karmanov, skipstjóri á Odin- icova, sendi framkvæmdastjóra ís- fangs bréf í gær þar sem hann óskaði eftir að fallið yrði frá kröfun- um svo skipverjar gætu fengið laun sín og farið heim. Óskað var eftir svari samdægurs en framkvæmda- stjóri Isfangs vildi ekki tjá sig um viðbrögð fýrirtækisins. Fyrr í vikunni var útlit fyrir að áhafnir skipanna, sem Sæmundur Árelíusson gerir út, gætu haldið heim á leið eftir að Erla var kyrr- sett í Kanada vegna óska þriggja kröfuaðila. Til stóð að aflinn yrði boðinn upp og hefði verðmætið dugað fyrir launakröfum skipverja skipanna og fargjaldi þeirra heim. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins seldi Sæmundur óveiddan afla Erlu fyrir síðustu veiðiferð tO ísfangs og er krafa fyrirtækisins byggð á þeirri sölu. Afli Erlu úr síð- asta túr í flæmska hattinum var 130 tonn af rækju. Að sögn Borgþórs Kjærnested, fulltrúa Alþjóða flutningsverka- mannasambandsins hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur, myndi væntan- legt verðmæti af uppboði aflans duga til að greiða launakröfur áhafna skipanna og fargjald heim á leið. Borgþór segir að samkvæmt kanadískum lögum hafi launakröf- ur skipverja forgang fram yfir aðr- ar kröfur sem berast í aflann og bætir við að krafa ísfangs muni koma til með að seinka því að sjó- mennirnir komist heim. „Tíminn er naumur fyrir skipverja Erlu. Þeir hafa rafmagn og olíu á skipinu þessa vikuna en inngrip ísfangs kemur til með að seinka lendingu í málinu um einhvern tíma. Skipverj- ar á bátunum tveimur þurfa að sætta sig við það hlutskipti að vera strandaglópar á framandi stöðum áfram. Það skiptir einnig máli að skipið verður olíulaust á næstu dög- um og missir aðgang að rafmagni vegna þessarar tafar. Það þýðir að aflinn mun liggja undir skemmdum í lest skipsins og þá fær enginn eitt né neitt greitt." Borgþór segir enn- fremur að þótt aflinn yrði boðinn upp myndi enginn bjóða í hann vegna ótta við að fá kröfu frá ís- fangi í bakið. Skipstjórinn þrýstir á ísfang Gennedy Karmanov, skipstjóri á Odinicova, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með kröfu ís- fangs og taldi að hún þýddi að enn meiri töf yrði á því að mál hans og skipshafnarinnar væru til lykta leidd. Odinicova hefur legið í höfn síðan í febrúar og hafa skipverjar ekki fengið greidd laun í sex mán- uði. Gennedy sendi bréf til Ólafs Halldórssonar, framkvæmdastjóra ísfangs, fyrir hönd áhafnar sinnar í gær þar sem hann bað fyrirtækið að falla frá kröfu í afla Erlu svo að skipverjar gætu loksins fengið greitt og farið heim. Skipstjórinn krafðist þess að fá svar frá fyrir- tækinu samdægurs. Ólafur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri ís- fangs, vildi ekki tala við fjölmiðla um málið og gaf ekkert upp um hvort fyrirtækið léti af kröfum sfn- um eða ekki. Gennedy sagðist ekki vera von- góður um að ísfang félli frá kröfum í aflann og sagðist ekki skilja af hverju fyrirtækið gerði ekki kröfu í skipið í staðinn. í bréfinu sem Gennedy skrifaði til ísfangs kemm- fram að ef fyrirtækið fellur ekki frá kröfunni þá munu skipverjar þrýsta á að Erla missi skipaskrán- ingu í Lettlandi, en skipið siglir undir þarlendum hentifána, og að skipverjar muni sjá til þess að afli skipsins muni liggja undir skemmdum. Skiptar skoðanir um réttmæti aðgerða Ekki voru allir viðmælendur Morg- unblaðsins á þeirri skoðun að bón skipverja Odinicova á hendur ís- fangi væri réttmæt. Töldu sumir að ekki væri víst að lagalegar forsend- ur væru fyrir þvi að skipverjar Od- inicova gætu tengt baráttu sína við mál skipverja Erlu. En Borgþór Kjærnested segir að það sé fylli- lega löglegt vegna þess að sama út- gerð rekur bæði skipin. Sumir viðmælendur bentu á að þrátt fyrir ólán skipverja væri krafa ísfangs réttmæt og ekki væri hægt að draga þá ályktun að fyrir- tækið væri með viljandi hætti að reyna að koma í veg fyrir að skip- verjar kæmust heim. Börkur NK enn ytra BÖRKUR NK fór í vélaskipti til Bretlands í mars og átti framkvæmdum að vera lokið í júní. Þær hafa dregist og er nú miðað við 19. ágúst. í Austurlimdi um liðna helgi er haft eftir Freysteini Bjarnasyni útgerðarstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað að tafirnar séu óeðlileg- ar og verið sé að íhuga mál- sókn. Karl Jóhann Birgisson sagði við Morgunblaðið að verkið hefði tafist og því væri þessi seinkun en mótmælti því að sérstakar aðgerðir vegna málsins væru fyrirhug- aðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.