Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Að séðum
sólmyrkva
Er það þess virði að keyra þúsund
kílómetra dagleið til að sjá sólmyrkva?
Sigrún Davíðsdóttir og samferðamenn
hennar eru ekki í vafa um svarið.
Reuters
ÞESSI sólmyrkvaáhugamaður í Belgíu hafði notað klósettsetu, sérútbúna með sólarsfu, til að horfa á
myrkvann í Torgny, í suðurhluta landsins, þar sem um eitt hundrað þúsund manns sáu myrkvann.
SÚ RAUÐHÆRÐA hafði komið
seint en við höfðum náð stóratburð-
inum: Algjörum sólmyrkva. Nú var
að birta aftur og við að jafna okkur
eftir það sem borið hafði fyrir augu
á maísakri fyrir norðan Strassborg.
Þeyst suður Þýskaland
Ferðin hófst klukkan 7 á þriðju-
dagsmorgni í Kaupmannahöfn eftir
hraðbrautartafir og nauðsynlega
áningu á bensínstöðvum með reglu-
legu millibili. Til Strassborgar
komum við um klukkan 23.30, fjórir
táningar og ég. Það hafði gengið á
með skúrum á leiðinni en við höfð-
um bægt frá okkur tilhugsuninni
um veðrið og næturhiminninn yfir
Strassborg var heiður og stjömu-
bjartur. Af einskærri heppni
römbuðum við á brugghús sem
seldi eigin bjór og sérrétt héraðs-
ins, eldkökur, sem er flatbrauð með
lauk og fleski. Þreytan hvarf sem
dögg fyrir sólu en þegar það rann
upp fyrir okkur um klukkan eitt, að
öll hótel væru yfirfull, var stefnan
tekin með hálfum huga á tjaldstæði
utan borgarinnar. Þá var farið að
hellii’igna og er við spurðum til veg-
ar á hóteli nokkru sá fólkið aumur á
okkur og bauð okkur fundarher-
bergið til að sofa í.
í eltingarleik
við sólina
Klukkan átta var hópurinn kom-
inn í bílinn og eftir heimsókn í
ávaxtabúð og bakarí var stefnan
tekin á sveitina norðan Strassborg-
ar því öll vorum við sammála um að
sveitin væri rétta umhverfið fyrir
komandi undur og stórmerki. Þeg-
ar við keyrðum, horfðum við í þög-
ulli örvæntingu á svartskýjaðan
himininn. Að hugsa sér að hafa
keyrt rúmlega þúsund kílómetra til
sjá aðeins þennan þungbúna himin.
Állir nema bílstjórinn sukku niður í
sætin og fólu sig svefninum á vald á
ný meðan bílstjórinn hringsólaði
um stefnulaust. Sólmyrkvinn átti að
hefjast upp úr klukkan ellefu. Und-
h- klukkan tíu fór allt í einu að grilla
í eitthvað blátt í grámanum, skær-
bláan himininn. Það fór eftirvænt-
ingakliður um bílinn. Það skyldi þó
ekki vera? Jú, sólin birtist í þykkn-
inu. Nú hófst æðisgenginn eltinga-
leikur við sólina sem ýmist kom
fram eða hvarf bak við skýin. Ákaft
var leitað eftir sólarblettum og
sama gerðu nokkuð hundruð bílar
sem keyrðu þama um fullir af
skimandi fólki er veifaði pappagler-
augum í geimstöðvarstíl. Klukkan
var að verða ellefu, nú hlaut eitt-
hvað að fai-a að gerast.
Sýnd veiði en ekki gefin
Meðfram sveitaveginum stóðu
bílar hér og þar. Það var engin um-
ferðarteppa þarna, allt með kyrrum
kjörum. Við renndum út í vegar-
kantinn, staðurinn var fullkominn,
sólin skein en alveg jafn heil og
alltaf undir hádegi. Varla höfðum
við náð að koma okkur fyrir þegar
grár skýjabakki renndi sér fyrir
sólina enn á ný. Við svipuðumst um,
sólin skein nú ekki á okkur, heldur
hinum megin í sveitinni. 011 sem
einn stungum við okkur inn í bílinn
og renndum áleiðis á sólarblettinn.
Eftir að hafa villst inn á hraðbraut
um stund náðum við aftur sveita-
veginum og sólinni með öndina í
hálsinum. Sjáið, stoppum, kölluðu
samferðamenn mínir og viti menn:
í sólmyrkvagleraugunum mátti
glöggt sjá að nú vantaði svarta
sneið á sólina svo sólin var eins og
minnkandi tungl. Enn komu skýin,
enn var haldið af stað í eltingaleik
við sólina. Eftir um 45 mínútur
komum við á maísakur en framund-
an var himinbláminn í skýjasveig
og sólin í honum miðjum. Við geng-
um inn á akurinn en sáum að bíl-
arnir stoppuðu við veginn einn á
eftir öðrum. Það var orðið svalt,
áberandi svalt, sólin eins og mjó
sigð í ljósmyrkvagleraugunum sem
við brugðum á loft í gríð og erg
minnug ákafra viðvarana vina,
vandamanna og fjölmiðla.
Sól tér sortna
Framundan var fölnandi sólin, að
baki svartur skýjabakki sem hótaði
rigningu. U.þ.b. klukkustund eftir
að fyrst mátti greina tunglið fyrir
sólinni hafði það rennt sér fyrir
hana. I kringum hana var ljós
baugur. Úti við sjóndeildarhring-
inn, að baki beinvöxnum sýprus-
trjánum, var dauf birta eins og í
Ijósaskiptunum. Stöku stjarna kom
fram í skýjaglufunni. Allt var
dauðahljótt. I um tvær mínútur
ríkti myrkur um miðjan dag, myrk-
ur og þó ekki myrkur, birta og þó
ekki birta. Sýn, þrungin sársauka-
fullri sælu yfir tilhugsuninni um að
hún myndi aldrei birtast manni aft-
ur. Tíminn sem ekki leið og leið þó
alltof fljótt. Svartur skýjabakkinn
tók að hreyta rigningardropum yfir
okkur, skýjaslæða sveipaði sólina
og í gegnum slæðuna glitti í birtu-
sigð sem um leið batt enda á
myrkvunina. Við gripum andann á
lofti bæði yfir birtunni sem færðist
aftur yfir og skýjunum sem smátt
og smátt birgðu okkur sólarsigðina.
Svartur rigningarbakkinn hafði
leyst upp á nokkrum mínútum, sól-
arbirtan sótti hratt á og þá kom
rauðhærða konan sem ekkert hafði
séð og spurði brostinni röddu um
sólmyrkvann en hún hafði alltént
varla keyrt þúsund kílómetra. Það
sem eftir var dagsins sáum við ekki
til sólar.
„Sáuð þið eitthvað?"
Á leiðinni inn í smábæinn Hagu-
enau keyrðum við framhjá stórri
veggauglýsingu með aðvörunum um
að gæta augnanna við sólmyrkvann.
I öllum bílum mátti sjá fólk með sól-
myrkvagleraugun á lofti að fylgjast
með hinni vaxandi sól. í unglinga-
búð í Haguenau eru til bolir með
myndum af sólmyrkva. Þessi pistill
var skrifaður síðdegis í gær á dóm-
kirkjutröppunum á Haguenau í
skjóli fyrir hlýrri rigningunni. I
bakaríinu hafði afgreiðslustúlkan
spurt hvort við hefðum komið vegna
sólmyrkvans. Þegar við kváðum svo
vera spurði hún hvort við hefðum
séð eitthvað. Já, já, var svarið með
bros á vör. Við höfðum séð það sem
ekki gleymist, já, ofurdagleið í bíl
var þess virði. Ævintýrið varð enn
meira er leið á daginn af tilhugsun-
inni um að við höfðum rambað á
næstum eina staðinn í öllu Alsace
og þó víða væri leitað þar sem sást
til hinnar sortnandi sólar.
Talið er að um tveir milljarðar manna hafí fylgst með er almyrkvi varð á sólu í gær
Land’s End, Lundúnir, Alsír. AP, Reuters.
Drúídar döns-
uðu sóldans
JÓHANNES Páll páfi fylgdist með sólmyrkvanum í Róm.
ALDREI fyrr hafa eins margir
fengið tækifæri til að berja sól-
myrkva augum og í gær, en talið er
að um tveir milljarðar manna hafi
fylgst með honum. Fjölmargir vís-
indamenn sem og almenningur
lögðu leið sína til staða þar sem
myrkvinn sást sem best og kenndi
víða ýmissa grasa.
Nær alger sólmyrkvi varð í Lund;
únum í fyrsta skipti í sjö áratugi. I
stað þess að fylgjast með nýjustu
tölum verðbréfasölu góndu fjár-
málaspekingar verðbréfahallanna
upp í himininn. En aðgerðaleysið er
af hlaust olli því að viðskipti minnk-
uðu um stundarsakir um allt að
helming. Verðbólguskýrsla breska
seðlabankans þurfti að keppa við
sólmyrkvann um athygli markaðar-
ins en útgáfu hennar var flýtt um
einn dag til að forðast árekstur við
sólmyrkvann þar sem búist var við
að bæði hefðu töluverð áhrif á gengi
verðbréfa. „Við þurfum aðeins að
bíða í þrjá mánuði eftir næstu verð-
bólguskýrslu, en biðin í næsta sól-
myrkva spannar átta áratugi," var
haft eftir starfsmanni.
Yfírnáttúrleg orka
Tveggja tíma sleitulaus sólardans
drúídans Ed Prynn og nokkur vel
valin orð hans við hið sögufræga
eikartré Boris í suðurhluta Eng-
lands endurvöktu anda töframanns-
ins Merlins sem að sögn Prynn blés
skýjum frá sólu aðeins örfáum and-
artökum fyrir sólmyrkvann. Þjóð-
sagan segir að Artúr Englandskon-
ungur hafi komist til valda fyrir til-
stilli anda Merlins og stendur eikar-
tréð er leiddi krafta hans úr læðingi
skammt frá Tintagel, fæðingarstað
Artúrs. „Eg hef aldrei á ævinni ver-
ið eins hamingjusamur," sagði Ed
Prynn blaðamanni óstyrkri röddu.
„Undir það síðasta var ég orðinn
mjög örvæntingarfullur en einmitt
þá svaraði Merlin kalli mínu. Mér
leið eins og ég væri á dánarbeði,
rétt eins og sólin.“ Þótti honum það
allógnvekjandi þegar tunglið
myrkvaði sólu.
Tvö hundruð manns
leigðu þotu
Um tvö hundruð manns fóru um
borð í þotu á Heathrow sem þau
leigðu gagngert til að fylgjast með
sólmyrkvanum skýjum ofar í 55.000
feta hæð. „Mig hefur dreymt um
þetta augnablik í meira en ár,“
sagði einn farþeganna sem keypti
tvo miða í brúðkaupsgjöf handa eig-
inkonu sinni.
Skuggi tunglsins féll á jörðina yf-
ir Mið-Evrópu um hádegisbil í gær.
Hann færði sig yfir Miðausturlönd
og tók enda yfir Bengalflóa á Ind-
landi. Prestar í indverskum þorpum
ráðgerðu að hringja bjöllum og
skiptast á um að berja stálplötur í
þeim tilgangi að verjast hinu illa.
Þeir biðja fyrir lausn sólarguðsins
úr klóm Rahus, sem er dreki ills
myrkrahöfðingj a.
I Alsír höfðu allmargir íbúar uppi
gamla siði tengda sólmyrkva. Líkt
og á Indlandi var víða barið á stál-
skildi eða plötur og íbúar fjallahér-
aða öskruðu í átt að sólu. Múslímar
streymdu hvarvetna í moskur til
bænastunda. Yfirvöld í Alsír,
Jórdaníu og á Sýrlandi lýstu daginn
frídag og skipuðu konum að vera
heimavið að líta eftir ungviðinu.
Klifraði upp í háspennumastur
Tuttugu og fjögurra ára gamall
námsmaður klifraði upp í há-
spennumastur í bænum Landau i
Suður-Þýskalandi með það fyrir
augum að nálgast sólu. Olli atvikið
stórslysi, en maðurinn var fluttur á
gjörgæsludeild eftir að hafa hlotið
tuttugu þúsund volta rafstraum.
í stórborgum Mið-Evrópu lögðu
margir leið sína upp í turna og há-
hýsi til að fylgjast með sólmyrkvan-
um. Gestir Eiffelturnsins skiptu
mörgum þúsundum og kveikt var á
Ijósum hans þegar myrkrið færðist
yfir borgina, sem olli hátíðar-
stemmningu. Við frægar verslunar-
götur miðborgarinnar sat fólk á
veitingahúsum prýtt gleraugum
frægra hönnuða.