Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 27
ERLENT
Bandaríkin buðu
lið til A-Tímor
Canberra. Reuters.
EMBÆTTISMENN í bandaríska
hernum tjáðu áströlskum vamar-
málasérfræðingum í júní sl. að
Bandaríkjastjóm teldi koma til
greina að senda fimmtán þúsund
manna herlið til Austur-Tímor er
blóðug átök breiddust þar út.
Ástralska dagblaðið The Melbourne
Age greindi frá þessu á mánudag.
Hafði blaðið eftir háttsettum
stjórnarerindrekum að bandarísku
embættismennimir hefðu lagt
áherslu á að þessi möguleiki kæmi
einungis til greina í ýtrastu neyð, ef
stöðva þyrfti án tafar umfangsmikl-
ar ofbeldisaðgerðir hermanna er
njóta stuðnings indónesískra stjórn-
valda.
Austur-Tímor, fyrrverandi portú-
gölsk nýlenda í indónesíska eyjakla-
sanum, var hertekin af Indónesum
1975 og hefur heyrt undir Indónesíu
síðan. Þar hefur geisað blóðug
borgarastyijöld. I lok mánaðarins
mun fara fram atkvæðagreiðsla
meðal íbúanna um hvort héraðið
lýsi yfir sjálfstæði eða verði full-
valda sem hluti af Indónesíu.
Utanríkisráðherra Ástralíu, Alex-
ander Downer, sagði á mánudag að
bandarískir embættismenn hefðu
nefnt óformlega möguleika á friðar-
gæsluliði í A-Tímor og spurt hvort
Astralar vildu taka þátt í slíkri
gæslu. Hefði ástralski herinn engu
lofað um það. „Þetta var hvorki
formleg beiðni frá Bandaríkjastjóm
né til marks um stefnu Bandaríkja-
stjórnar," sagði Downer á ástralska
þinginu á mánudag. Hann sagði að
sér hefði verið tjáð að málið hefði
ekki verið nefnt við áströlsk stjórn-
völd og heldur ekki við bandarísk
stjórnvöld.
Lögleiðing líkn-
ardrápa á döf-
inni í Hollandi
Amstcrdam. Reuters.
HOLLENSKA stjómin lagði á
mánudag fyrir þing landsins
sögulegt stjómarframvarp, sem
kveður á um lögleiðingu líknar-
drápa. Þykja allar líkur á að
framvarpið hljóti samþykki, en
fari svo verður heimilt að lina
þjáningar barna allt niður í tólf
ára aldur.
I framvarpinu er þeim lækn-
um, sem fylgja nákvæmum regl-
um um framkvæmd líknardráps,
heitið lagalegri friðhelgi. Jafn-
framt verður gefin heimild fyrir
því að lina þjáningar ungra
barna, sem þjást af ólæknandi
sjúkdómum, en einungis ef for-
eldrar bamanna veita vilyrði
sitt. Við tilteknar aðstæður gæti
læknir þó orðið við óskum bams
um að lina þjáningar þess án
samþykkis foreldranna.
Hollenska læknafélagið hefur
fagnað frumvarpi stjórnvalda en
það þykir veita frjálslyndum
reglum um líknardráp í Hollandi
þá lagalegu stoð, sem vantað
hefur. Á hinn bóginn er talið víst
að Kristilegi demókrataflokkur-
inn og nokkrir minni flokkar
kalvínista muni beita sér hart
gegn samþykkt framvarpsins.
Sameini stjórnarflokkamir þrír
krafta sína ætti hins vegar ekki
að verða erfiðleikum bundið að
fá frumvarpið samþykkt á þingi.
Einungis einu sinni áður hefur
verið reynt að lögleiða líknar-
dráp í heiminum en það var í
september 1996 þegar slíkt laga-
framvarp var samþykkt á Norð-
ursvæði Ástralíu. Lögin vora
hins vegar numin úr gildi í mars
árið eftir.
kynning verður
föstudaginn
13. ágúst frá ki.
13-18 í
Kaupfeiagi
lúnvetninga,
Hvammstanga.
15%
afsláttur
Ný 120 síÖna handbók um vörur og þjónustu BM*Vallá
— iL
Rómarslofa S
' i «1 Hí 1>1
ii áá'ji'J m
& t
X-
%
HUSOG
GAP.ÐUR
Fegraðu
hús og garð
BMA/allá cmðveldar þér verhið!
Komdu í heimsókn og fáðu ókeypis eintak af handbókinni „HÚS OG
GARÐUR“ í söludeild okkar í Fornalundi. í handbókinni finnur þú
meðal annars upplýsingar um steinsteypu, þakskífur, milliveggja-
einingar og loftaplötur. Ef þú ert að byggja eða breyta tryggir bygginga-
ráðgjöf BM*ValIá þér bestu lausnirnar.
Borgarskífa
Steinklædning Sérþjónusta
© BM-VAIIÁ
Söludeild t Fornalundi
Breiðhöfða 3
Sími 585 5050 Fax 585 5051
handbolc@bmvalla.is
AJ.LAN
SOLAR-
HRINGINN
S
800
5050
www.bmvalla.is
Opnunartímar: Virka daga kl. 9:00-18:00. Opið á laugardögum kl. 10:00-14:00.
ÍD6A grofíik hönnun