Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ __________________ERLENT Lúsin að drepa villta laxinn í V-Noregi LAXALÚSIN er á góðri leið með að drepa allan villtan lax í Vestur- Noregi. Er ástandið miklu verra en vísindamenn óraði fyrir og sem dæmi má nefna, að lúsin drepur um 90% allra seiða, sem ganga til sjávar í Sognsæ. Er lúsafaraldur- inn verstur þar sem laxeldið er mest. Að sögn Gísla Jónssonar físksjúkdómafræðings hefur laxa- lús ekki verið vandamál hér á landi. í nýrri skýrslu frá Hafrann- sókna- og Dýrafræðistofnuninni í Björgvin segir, að svo mikið sé af lús í sjónun við vesturströndina, að hún ætti að geta drepið næstum öll seiði allt frá Rogalandi til Þrænda- laga. Kemur þetta fram í Aften- posten en rannsóknimar voru stundaðar nú í vor. Vísindamennirnir veiddu 600 lif- andi en lúsug seiði, sem sett voru í kör þar sem fylgst var með hvernig þeim reiddi af. Á seiðum, sem tekin voru í Norðfírði, voru 40-50 lýs á hverju og voru 74% þeirra dauð * Astandið verst þar sem mest er um laxeldið eftir rúmar tvær vikur. Á seiðun- um úr Sognsæ voru lýsnar yfir 100 á hverju og þar var dánartíðnin 90%. Mikið af lúsalirfum við kvíamar Mikið laxeldi, meira en 100 millj- ónir fiska, er við vesturströnd Nor- egs. Segja talsmenn eldisstöðv- anna, að lúsaplágan í eldisfiskinum sé nú minni en áður en samt finnst óhemjumikið af lúsalirfum i ná- grenni eldisstöðvanna. Kynþroska lýs geta þær af sér í maí og júní eða á sama tíma og laxa- og sil- ungsseiði ganga til sjávar. Vísindamenn hafa ekki fullnað- arsönnun íyrir því, að lúsafaraldur- inn megi rekja til eldisstöðvanna en hins vegar fer það saman, að plágan er mest þar sem eldið er mest. Fyrir utan Hörðaland er mikið af lús en fyrir Rogalandi hef- ur ástandið aftur á móti batnað nokkuð. Svo vill til, að þar gerðu eldismenn sérstakt átak í að aflúsa laxinn í vetur og vor. Rauðu ljósin blikka við 10 Gísli Jónsson fisksjúkdómafræð- ingur sagði í samtali við Morgun- blaðið, að laxalúsin hefði aldrei ver- ið vandamál hér á landi, jafnvel ekki þegar nokkuð var um kvíaeldi í sjó. Nú væri aðeins um að ræða sjókvíaeldi á einum stað, inni í lóni í Kelduhverfi. Að öðru leyti væri laxeldið allt í kerum uppi á landi og þar væri engin lús. Að sögn Gísla er nýgenginn lax í íslenskum ám oft lúsugur en lítið þó og ekkert í líkingu við það, sem nú finnst í Noregi. Venjan væri sú, að rauðu ljósin færu að blikka, væru lýsnar fleiri en 10 á fiski, hvað þá yfir 100, sem væri alveg ótrúlegt. Minningar Eichmanns gerðar opinberar Jerúsalem. AI*. ÍSRAELSKA dómsmálaráðuneyt- ið greindi frá því í gær að endur- minningar, sem Adolf Eichmann, stríðsglæpamaður nazista, skrif- aði á meðan hann dvaldi í fang- elsi, verði gerðar opinberar. Endurminningarnar eru um 1.300 blaðsíður og hafa verið vandlega geymdar í ísraelska þjóðskjalasafninu síðan Eich- mann var tekinn af lífi 1962. í endurminningunum reyndi Eichmann að útskýra að hann hefði verið embættismaður sem einungis fylgdi skipunum Adolfs Hitlers. Sagði dómsmálaráðu- neytið ísraelska að minninga- bækurnar yrðu opinberaðar „við fyrsta tækifæri". Fjölskylda Eichmanns myndi á endanum fá skjölin til varðveislu. Minningarnar eru handskrifaðar með gotnesku letri. Ákvörðunin um birtinguna var tekin í kjölfar þess, að einn sona Eichmanns fór þess á leit, að fá skjölin afhent, að því er fram kom í yfirlýsingu frá ísraelska dómsmálaráðuneytinu. Adolf Eichmann, sem var eins og Hitler Austurríkismaður að uppruna, hafði yfirumsjón með skipulagningu brottflutnings og morða á milljónum gyðinga í síð- ari heimsstyrjöld. Hann hvatti til þess að gasklefar væru notað- ir í útrýmingabúðum Nasista. Þegar stríðinu lauk flúði hann til Suður-Ameríku, en ísraelskir leyniþjónustumenn náðu honum í Buenos Aires í Argentínu 1961 og fluttu hann til ísraels. Þar var hann dreginn fyrir dóm- stóla, fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu, og hlaut dauðadóm. Einn fárra sagnfræðinga sem hafa lesið endurminningarnar, Israelsmaðurinn Evyatar Friesel, segir, að í þeim haldi Eichmann áfram þeirri vörn, sem hann not- aði við réttarhöldin. Hann iðrað- ist aldrei, og reyndi að standa við þá afstöðu sína að hann hafi ein- ungis verið óbreyttur embættis- maður. Vitnaði hann í skjöl frá stríðstímunum og gaf nákvæmar upplýsingar um stefnu nasista- stjórnarinnar í Þýskalandi gagn- vart evrópskum gyðingmn, að sögn Friesels. Ætla að beita „hæfílegu“ hervaldi HongJKong, Peking. Reuters. ÓHÁÐ dagblað í Hong Kong sagði í gær að leiðtogar Kína hefðu ákveðið að beita Taívana „hæfilegu valdi“, hugsanlega með því að hertaka af- skekkta eyju sem tilheyrir Taívan. Dagblaðið South China Moming Post sagði að háttsettir embættis- menn, meðal annars fulltrúar herráðs kínverska kommúnistaflokksins, hefðu ákveðið á fundi sem lýkur síðar í vikunni að veita Taívönum ráðningu ef þeir neituðu að falla frá þeirri af- stöðu Lees Teng-huis, forseta síns, að Kína og Taívan væru tvö ríki. Kín- verjar segja að með þessari afstöðu séu Taívanar að búa sig undir að lýsa yfir fullu sjálfstæði og hafa hótað að grípa til hernaðaraðgerða til að koma í veg fyrir formlegan aðskilnað. Blaðið hafði eftir heimildarmanni í Peking að leiðtogar Kína væru að ræða ýmsa hernaðarlega kosti, m.a. tímabundið hernám afskekktrar eyju sem er á valdi Taívana. Harðlínu- menn á fundinum hefðu hvatt til þess að gripið yrði til aðgerðanna skömmu eftir 1. október, þjóðhátíð- ardag Kína. Kínverska blaðið China Business Times News Weekly sagði í gær að ef stríð blossaði upp vegna deilunnar myndi kínverski herinn knýja Taí- vana til uppgjafar innan fimm daga. -------------- Heimsmet á línuskautum ÞEIR héldu fast hver í annan, línuskautakapparnir sem settu nýtt met fyrir framan forsetabú- staðinn í Taípei, höfuðborg Taí- vans, á fyrir skömmu. 1.999 manns renndu sér á línuskautum í sjö mínútur og 38 sekúndur án þess að missa takið hver á öðr- um. Fulltrúar Heimsmetabókar Guinness voru viðstaddir en fyrra metið var ein mínúta. Reuters Major ræðir feril sinn í hreinskilnislegumum sjónvarpsviðtölum Segir hegðun Thatcher hafa verið „óþolandi“ London. The Daily Telegraph. JOHN Major, fyrrverandi forsæt- isráðherra Bretlands, gagnrýnir Margaret Thatcher, fyrirrennara sinn í embættinu, í sjónvarpsþátt- um sem BBC hyggst sýna í haust. Hann lætur m.a. þau orð falla að hegðun Thatcher hafi verið „óþol- andi“ og lýsir forsætisráðherraferli sínum sem „grískum harmleik". Major lýsir því í hreinskilnis- legumum viðtölum, sem verða sýnd í þáttunum, hvernig hann hafi reynt að losna úr skugga Thatcher og kveðst hafa fengið sig fullsaddan á afskiptum hennar eftir að hún lýsti því yfir að hún væri „mjög góður baksætisöku- maður“ eftir að hann varð forsæt- isráðherra. Major sakar einnig Thatcher um að hafa síðar magnað deilurn- ar innan íhaldsflokksins um Evr- ópumálin með linnulausu ráða- bruggi sínu, sem hann segir hafa gert honum nánast ókleift að veita flokknum forystu. Viðtölin sýnd á versta tíma fyrir íhaldsmenn Hreinskilni Majors má ef til vill rekja til þess að þættirnir verða sýndir í október þegar endur- minningar hans verða gefnar út. Þættirnir verða sýndir á versta tíma fyrir forystumenn Ihalds- flokksins þar sem flokksþing íhaldsmanna verður haldið í Blackpool í október og þættimir gætu skyggt á fyrirhugaða stefnu- ræðu Williams Hagues, leiðtoga flokksins. Major lýsir pólitísku falli Thatcher sem upphafi að „grísk- um harmleik“ þar sem atburðirnir hafi undið upp á sig og sér hafi reynst æ erfiðara að ráða eigin ör- lögum. „Eftir á að hyggja tel ég að hegðun hennar hafi verið óþol- andi og ég vona að enginn eftir- manna minna fái sömu meðferð,“ segir Major. Framleiðendur þáttanna leggja áherslu á að Major skírskoti hér ekki aðeins til baráttunnar um leiðtogastöðuna í íhaldsflokknum árið 1995, þegar Thatcher studdi John Redwood, heldur til stjórn- málaferils síns almennt. Major rifjar einnig upp erfið- leika sína og skapraun vegna inn- byrðis deilna íhaldsmanna, sem urðu til þess að nánir samstarfs- menn hans sýndu honum oft óhullustu, og fréttalekar úr stjórninni „gerðu hann næstum brjálaðan", eins og framleiðendur þáttanna orða það. Sjónvarpsþættirnir eru þriggja klukkustunda langir og verða sýndir í þremur hlutum. Þeir byggjast einkum á 30 klukku- stunda viðtölum við Major um stjórnmálaferil hans á árunum 1990-97, m.a. um gengiskrepp- una árið 1992, þegar Bretar urðu að draga sig út úr Gengissam- starfi Evrópu (ERM), og harðar deilur íhaldsmanna um Ma- astricht-sáttmálann, auk leið- togakjörsins 1995. Ennfremur er rætt við fyrrver- andi samstarfsmenn Majors, svo sem Norman Lamont, Chris Patt- en, Michael Portillo og John Red- wood. Thatcher var beðin um við- tal en hún neitaði. Fjallað var um ummæli Majors á forsíðum nokkurra breskra dag- blaða í gær og fréttaskýrendur þeirra sögðu þau geta valdið frek- ari sundurþykkju í íhaldsflokkn- um. Francis Maude, talsmaður flokksins í fjármálum, reyndi þó að gera lítið úr málinu, sagði það heyra sögunni til og neitaði því að ummælin myndu valda flokknum miklum skaða. „Þetta er bagalegt, en svona hefur þetta verið með einum eða öðrum hætti síðustu 30 ár, Ted Heath gerði það sama við Margaret Thatcher og núna öfugt. Þetta fólk er allt saman leiðtogar fortíðarinnar." „Rak fleyg á milli okkar“ Talið var að Major nyti stuðn- ings Thatcher í fyrstu eftir að hann varð forsætisráðherra þótt hún hefði neitað að styðja hann í leiðtogakjörinu. Samband þeirra versnaði hins vegar þegar hann tók ákvarðinir, sem Thatcher virt- ist mislíka. „Hún rak fleyg á milli okkar,“ segir Major um ummæli hennar á þessum tíma. Bruce Anderson, blaðamaður tímaritsins Spectator, sem skrif- aði ævisögu Majors, tekur enn dýpra í árinni. „Þegar hún hætti sem forsætisráðherra varð hún næstum að leiðtoga stjórnarand- stöðunnar," sagði hann. „John Major var óumdeildur arftaki Margaret Thatcher. Hún kom honum á framfæri, studdi hann og tók síðan að grafa undan hon- um.“ „Hún gat ekki sætt sig við þá staðreynd að hún var ekki lengur forsætisráðherra," bætti Ander- son við. „Hún gat ekki tekist á við eigin arfleifð. John Major erfði eftir hana næstum 11% verðbólgu. Ef Thatcher var tákn um eitthvað var það barátta gegn verðbólgu en samt beið hún að lokum skip- brot. Hann varð að hreinsa til eft- ir þetta klúður og það var ekki mögulegt án samdráttar." Bernard Ingham, blaðafulltrúi Thatcher á valdatíma hennar, sagði hins vegar að hún hefði sýnt „undraverða og stórkostlega still- ingu“ eftir að hún var neydd til að láta af embætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.