Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 35 Hafsins mörgu andlit LEIKLIST Ljóðleikhds HAFIÐ Val á textum og leikstjórn: Eyðun Jo- hannessen. Leikarar: Borgar Garð- arsson, Hans Tórgarð, Rune Sandlund og Varste M. Berndtsson. Píanóleikari: Vladimir Shafranov. Ráðgjafar við val texta: Carl Johan Jensen, Hjörtur Pálsson, Katarina Gáddnás-Karlsson og Kristian Aajo Olsen. Norræna húsið 10. ágúst. ÞAÐ er alltof sjaldgjæft að leik- hús- og ljóðaunnendum gefist kost- ur á að hlýða á ljóðleikhús á borð við það sem fámennur samstarfs- hópur leikara frá hinum vest-nor- rænu eyjum, Islandi, Færeyjum og Grænlandi, auk Álandseyja, bauð upp á í Norræna húsinu síðastliðið mánudagskvöld. Slíkur lifandi flutn- ingur ljóða getur verið afar skemmtilegur og áhrifaríkur, þegar vel tekst til, og svo var um þessa sýningu. Hér er um að ræða samstarfs- verkefni Norrænu stofnananna og húsa eyjanna fjögurra, styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Hóp- urinn ferðast með sýninguna á milli landa og var frumsýningin 24. júlí síðastliðinn. Dagskráin er að mestu leyti flutt á sænsku en með græn- lensku og dönsku ívafi og krydduð með fagmannlegum píanóleik hins rússneska Vladimirs Shafranovs og heillandi látbragðsleik hinnar græn- lensku Varste M. Bemdtsson. Sýningin ber yfirskriftina „Hafið“ Lífæðar 1999 opnuð á Seyðisfírði MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Heilbrigð- isstofnun Seyðisfjarðar í dag, fimmtudag. Sýningin er opin al- menningi á opnunartíma Heilsu- gæslustöðvarinnar og einnig er hægt að skoða sýninguna í samráði við starfsfólk stofnunarinnar á öðr- um tímum. Sýningunni var hleypt af stokk- unum á Landspítalanum og kemur nú frá heilsugæslustöðinni á Vopna- firði. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Listamennimir em Bragi Ásgeirs- son, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Frið- finnsson, Hulda Hákon, Ivar Brynj- ólfsson, Kristján Davíðsson, Osk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir og Tumi Magnússon. Ljóð- skáldin em: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingi- björg Haraldsdóttir, ísak Harðar- son, Kristín Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannes- sen, Megas, Vilborg Dagbjartsdótt- ir og Þorsteinn frá Hamri. Sýningunni á Seyðisfirði lýkur 30. ágúst, en þaðan fer hún til Selfoss. Það er Islenska menningarsam- steypan art.is sem gengst fyrir sýn- ingunni í boði Glaxo Wellcome á Is- landi. ---------------- Þjóðlagatón- list í Kaffi- leikhúsinu ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Bragar- bót heldur sína þriðju tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21 og verður endur- tekin efnisskrá tveggja tónleika- kvölda sem hópurinn flutti nýlega í kaffileikhúsinu. ■Flutt verða íslensk þjóðlög í þeim búningi sem þau ímynda sér að hafi átt sér stað hjá forfeðrum okkar. Bragarbót skipa Kristín Á. Ólafs- dóttir, Ólína Þorvarðardóttir, KK (Kristján Kristjánsson) og Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðia). og vísar hún til þess að texti sýning- arinnar er saman settur úr ljóðum og stuttum brotum úr prósaverkum sem öll fjalla á einn eða annan hátt um hafið, það náttúrufyrirbæri sem hvað sterkast mótar líf eyjaskeggja hinna norrænu ey-samfélaga. Ljóð- in og textabrotin eru af ýmsu tagi og leitast er við að sýna allir hliðar hafsins, hina góðu og gjöfulu jafnt sem hina grimmu og gráðugu. Sam- hliða sýningunni hefur verið gefið út eigulegt safn ljóðanna (sem reyndar inniheldur mun fleiri ljóð en flutt voru á sýningunni í Nor- ræna húsinu) sem einnig inniheldur venjulegar leikskrárupplýsingar. Um valið á textum væri sjálfsagt hægt að deila, því af ríkulegu efni er að taka, vafalaust í bókmenntum allra eyþjóðanna. Þeir textar sem valdir voru (í samráði við bók- menntafróða menn frá öllum lönd- unum) eru flestir úr bók- menntaflóru „kanónunnar" (þ.e. þekktir og viðurkenndir af bók- menntastofnuninni) og allir hafa þeir mikið til síns ágætis. Hitt verð- ur þó einnig að viðurkennast að nokkuð hallar á yngri kynslóð skálda, svo og kvenskáldin. (Og ég stenst ekki freistinguna að benda aðstandendum sýningarinnar á ljóðabók Isaks Harðarsonar, Stokkseyri, sem er ein athyglisverð- asta ljóðabók síðustu ára þar sem hafið er í aðalhlutverki.) Fjórir leikarar, einn frá hverju landi, flytja bókmenntatextana, ým- ist í formi leiklesturs eða söngs. Látbragði er yfirleitt í hóf stillt og umgjörð sýningarinnar er einföld (ein ljósmynd af hafinu í bak- grunni). Það eru sjálfir textamir sem eru í aðalhlutverki og í flestum tilvikum njóta þeir sín afar vel í vönduðum flutningi. Leitast er við að skapa nálægð við áhorfandann, t.d. kynna leikararnir sig með per- sónulegum sögum - sem tengjast hafinu - í byrjun. Flutningurinn var undantekningarlaust góður, Borgar Garðarsson flutti m.a. texta úr Sölku Völku af væntumþykju og ljóð eftir þá Dag Sigurðarson og Stein SteinaiT af viðeigandi kímni. Flutningur hins færeyska Hans Tórgarð var opinn og lifandi, hinn álenski Rune Sandlund var hófstillt- ur en einarður í sínum lestri og hin grænlenska Varste M. Bemdtsson var einfaldlega frábær í öllu sínu framandi látbragði og söngli. í lok- in, þegar áhorfandinn heldur að allt sé búið, byrja leikararnir (undir klappinu) að fara með texta (uppá- haldstexta sína?) og fyrir undirrit- aða var það vissulega rúsínan í pylsuendanum að heyra upphaf Glataðra snillinga Heinesens og lok Heimsljóss Laxness áður en haldið var út í Vatnsmýrarkyrrðina. Soffía Auður Birgisdóttir 20-70% afsláttur RUSSELL ATHLETIC fleece-fatnaður á hálfvirði Opið í dag til kl. 22:00 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL --Skeilinni 19 - S. 568 1717- Russell Athletic bómull/fleece - Better Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótarefni o.m.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.