Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 38

Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 39 . STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavlk. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GENF ARS AMNIN G- URINN 50 ÁRA SVISSNESKUR kaupsýslumaður, Henri Dunant, varð vitni að afleiðingum stríðs árið 1859, er hann gekk fram á vígvöll við ítalska þorpið Solferino rétt suð- ur af Gardavatni, en þar hafði herjum Frakka, Austur- ríkismanna og Itala lostið saman. Viðbrögð Svisslend; ingsins voru að safna liði og koma særðum til hjálpar. í kjölfarið fylgdi stofnun Alþjóða Rauða krossins, fimm árum eftir orrustuna í Solferino, er 16 ríki undirrituðu fyrsta Genfarsamninginn. Eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar síðari voru gerðar verulegar breytingar á gamla Genfarsamningn- um og hann lagfærður og loks undirritaður fyrir réttum 50 árum. Þar með komst sú mynd á Genfarsamninginn, sem við þekkjum og nú eru landsfélög Rauða krossins alls 175 að tölu um víða veröld og njóta særðir og sjúkir hermenn verndar hans, stríðsfangar og almennir borg- arar. En þótt Henri Dunant hafi kannski í upphafi borið þá von í brjósti, að leiða mætti þjóðir heims til betri vegar og koma í veg fyrir hörmungar styrjalda, hefur mann- skepnan lítið sem ekkert breytzt og enn er þörf á starf- semi Rauða krossins um víða veröld og barátta hans gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er, er enn í fullu gildi. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið í dag og ræðir þar um virðingu fyrir Genfarsamningnum, sem hann telur ekki nógu mikla meðal þjóða. Hann segir m.a.: „Áherzla hins alþjóðlega samfélags hlýtur að beinast að því að auka virðingu fyr- ir reglunum. Það er ekki auðvelt verk en í þessu skyni er mikilvægt að mannúðarlög séu kynnt öllum, sem koma að átökum. Ljóst þarf að vera að ríki og/eða aðrir aðilar sem gera sig seka um brot á mannúðarlögum séu fordæmd/ir og jafnframt að alþjóðlega réttarkerfið sé styrkt til að auka virkni reglnanna. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt í seinni tíð með stofnun sérdómstól- anna vegna stríðsglæpa í Rúanda og fyrrverandi Júgó- slavíu.“ NÝIR FJÖLMIÐLAR ENN HAFA velt fyrir sér eðli fjölmiðla allt frá því að þeir komu til sögunnar. Umræðan á síðustu árum hefur beinst mjög að alþjóðlegum fréttaflutningi og hvernig hann leiðir eða afvegaleiðir, velur og hafnar. Sú umræða hangir svo saman við þá þróun sem orðið hefur á tækni sem snertir fjölmiðlun og ekki síst margmiðlun en ekki er ólíklegt að hún eigi eftir að hafa veruleg áhrif á hina hefðbundnu fjölmiðla, svo sem prentmiðla, útvarp og sjónvarp. Erfitt er að sjá fyrir þær breytingar sem eiga eftir að verða, en ljóst má vera að möguleikar Netsins, marg- miðlunarinnar og gagnvirkninnar eiga eftir að hafa mik- il áhrif á störf fjölmiðla. Netið er öflugur upplýsinga- miðill þar sem bæði er hægt að nálgast efni í gegnum ýmiss konar milliliði og með milliliðalausum samskipt- um við aðra notendur. Ekki er ólíklegt að upplýsingaöfl- un einstaklinga eigi eftir að fara í auknum mæli fram í gegnum þennan miðil, ekki síst þegar hann verður orð- inn aðgengilegri en nú, til dæmis í gegnum sjónvarps- tæki heimilanna. Þetta þýðir ekki að hinir hefðbundnu miðlar muni leggjast af. Reynslan sýnir, að nýir miðlar bætast við þá sem fyrir eru en koma ekki í stað þeirra. Ljóst má vera að möguleikinn á gagnvirkni á einnig eftir að hafa áhrif. Fyrsta kynslóð gagnvirkninnar er að vaxa úr grasi, kynslóð sem er vön því að vera virkur þátttakandi þegar hún notar tölvur til leikja eða netvöfrunar. Mögulega mun þessi kynslóð hafa annað viðhorf til milliliða á borð við fréttastofur, sjónvarps- og blaðamenn; ef til vill mun hún hafa minni áhuga og minna traust á þeim og kjósa frekar að leita sér upplýs- inga og frétta án þeirra hjálpar, að velja sjálf og hafna. Hvað sem verður þá er augljóst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar geta nýtt nýja tækni til þess að efla starfsemi sína á margvíslegan hátt. Genfarsáttmálarnir fimmtíu ára „Jafnvel stríð hafa takmörk“ Hálf öld er liðin í dag frá samþykkt endurskoðaðra Genfarsáttmál- anna, sem samdir voru í því skyni að draga úr skelfingum styrjalda með því að setja almennar leikreglur um „mannúðlegan“ hernað. Auðunn Arnórsson rifjar hér upp innihald þessara samninga, sem ----------r . ..... ■ ■■ --■■■■... —.. hinir herlausu Islendingar hafa haft minni þörf fyrir að kynna sér náið en flestar hinar aðildarþjóðirnar 188. UNGIR vígamenn munda vopnin, hér í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone. Eitt mikilvægra verkefna Alþjóðaráðs Rauða krossins er að fræða her- menn úti um allan heim um inntak Genfarsáttmálanna. fram af öllu siðuðu fólki. Hörmungar stríðsins voru ólýsanlegar. Eftir að þessu æði lauk árið 1945 varð ljóst að koma yrði á samstarfi á alþjóðavett- vangi sem gerði stjórnar- herrum ríkja erfiðara fyr- ir að brjóta mannréttindi og fótum troða lýðrétt- indi. Sameinuðu þjóðimar voru stofnaðar árið sem stríðinu lauk. Árið 1948 var Mannréttindayfirlýs- ing Samejnuðu þjóðanna samþykkt. Önnur áhrif seinni heimsstyrjaldar- innar voru, að töluverð breyting varð á starfi Rauða krossins. í stríðinu var það tak- markað hvað Rauði krossinn gat að- hafzt til að vemda almenna borgara vegna þess að engar reglur voru um það í Genfarsamningunum. Mikið mannfall og hræðilegt hlutskipti óbreyttra borgara staðfestu nauðsyn nýs alþjóðasáttmála um vernd þeirra á stríðstímum. í ljósi þessa hittust fulltrúar ríkis- stjórna aðildarlanda Rauða krossins á ráðstefnu árið 1949 og samþykktu texta að samningi um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum sem Alþjóða- ráðið hafði lagt drög að. Texti fyrri samninga var endurskoðaður og ákvæði þeirra samræmd. Árangur þessa starfs var Genfarsáttmálarnir, sem dagsettir eru 12. ágúst 1949. Þeir eru í 429 greinum og hafa að markmiði að draga úr þjáningum vegna vopna- viðskipta, hvort sem menn eru teknir til fanga, veikjast eða særast í bardög- um. Þetta á jafnt við um hermenn, stríðsfanga og óbreytta borgara. Að síðari tíma viðbótum meðtöldum eru greinar sáttmálanna orðnar alls 632. Enda þótt Genfarsátt- málarnir fjórir hafi átt sinn þátt í að bjarga ótal mannslífum hafa þeir ekki veitt fómarlömbum úr hópi óbreyttra borg- ara nægiiega vemd í þeim átökum sem bloss- að hafa upp á síðustu ár- um. Eftir seinni heims- styrjöldina reyndu margar nýlenduþjóðir í Afríku og Asíu að losna undan valdi nýlendu; herra sinna og öðlast sjálfstæði. I mörgum þessara landa brauzt út inn- anlandsófriður sem sýndi að nauðsyn- legt var að sáttmálamir næðu líka til innanlandsátaka. Árið 1977 vom því gerðar viðbótai’bókanir sem gilda einkum um borgarastyrjaldir og inn- anlandsófrið. „Síðasta vörn mannsins“ Það er staðreynd að fáfræði veldur miklu um styrjaldii’ og ógnir þeirra. Genfarsáttmálunum og öðram alþjóða mannúðarlögum er ætlað að vera þær „leikreglur" sem gilda í stríði. Genfar- sáttmálarnir eru „síðasta vörn mannsins,“ eins og Ágúst Þór Árna- son kemst að orði í bók sinni, Mann- réttindi. Þeir eiga að vernda mann- réttindi við aðstæður sem era ómann- úðlegar í sjálfu sér. Ákvæði eru þó dauður bókstafur ef fólk þekkir þau ekki eða þeim er ekki framfylgt. Eng- in alþjóðleg lögregla eða dómstóll hef- Helga Þórólfsdóttir UNDIR kjörorðinu „Jafnvel stríð hafa takmörk" hleypti Alþjóðaráð Rauða krossins í haust sem leið af stað verkefninu „Fólk um stríð“ („People on War“), í tilefni af því að í dag, 12 ágúst, er rétt hálf öld liðin frá sam- þykkt endurskoðaðra Genfarsáttmál- anna, einnar helztu stoðar alþjóðlegr- ar mannúðar- og mannréttindalög- gjafar nútímans. Frá örófi alda hafa verið til ein- hverjai’ reglur um stríð eins og önnur mannleg samskipti, eins og Ágúst Þór Árnason bendir á í bók sinni, Mann- réttindi, og gefin var út á vegum Rauða kross Islands árið 1994. Fram á síðari hluta nítjándu aldar var þó aðeins um óskráðar reglur að ræða sem byggðust á samkomulagi stríð- andi fylkinga. Upphaf alþjóðalaga um mannúð og mannréttindi, eins og við þekkjum þau í dag, má rekja til stofn- unar Rauða krossins árið 1863. Hvat- inn að stofnun samtakanna var lýsing Svisslendingsins Henris Dunants á orrustunni við Solferino á N-Italíu, þar sem herii- Frakka og Austurríkis- manna bárast á banaspjót árið 1859. Árið 1864 höfðu samtökin frumkvæði að fyrstu ráðstefnunni um mannúðar- lög og undirritun fyrsta Genfarsátt- málans. Genfarsáttmálanum frá 1864 var ælað að bæta kjör særðra og sjúkra í herþjónustu á styrjaldartímum. Hann var endurskoðaður 1907 og aftur 1949 en síðan þá era sáttmálamir fjórir. Með nýrri samningagerð árið 1977 vora reglumar látnar ná til fleiri sviða. Markmiðið með gerð Genfarsátt- málanna var fyrst og fremst að varð- veita frið og draga úr skelfingum styrjalda. Alþjóðaráð Rauða krossins hefur séð til þess að reglurnar séu endurskoðaðar reglulega með tilliti til breytinga á stríðsátökum. Fyrsti sáttmálinn var samþykktur af 12 ríkj- um í Evrópu og var markmið hans að veita særðum á vígvelli vemd. Regl- urnar vora smám saman gerðar víð- tækari svo þær næðu til annarra fórnarlamba vopnaðra átaka og jafn- framt til þeirra sem sinntu særðum og sjúkum. Frá upphafi hafa öll þau ríki sem undirritað hafa Genfarsáttmálana skuldbundið sig til að hlíta fyrirmæl- um þeirra og framfylgja þeim í eigin löndum. Nú era 188 ríki heims aðilar að sáttmálunum. Þau hafa skuldbund- ið sig til að: ► annast alla særða með sama hætti, jafnt samherja sem óvini ► vernda líkamlega og andlega vel- ferð fólks, heiður þess og reisn, rétt fjölskyldunnar og trúarlega og sið- ferðilega sannfæringu ► banna pyntingar og illa meðferð á fólki, fyrirvaralausar aftökur og fjöldamorð, brottvísun úr landi, gísla- töku, rán og eyðileggingu á eignum óbreyttra borgara ► leyfa fulltrúum Alþjóðaráðs Rauða krossins að heimsækja stríðsfanga, óbreytta borgara í fangabúðum og að tala við fanga í einrúmi. Áhrif síðari heimsstyrjaldar Hafi mönnum blöskrað framferði mannskepnunnar í heimsstyrjöldinni fyrri, þá gekk grimmdaræði heims- styrjaldarinnar síðari gjörsamlega Reuters ÓBREYTTIR borgarar verða verst fyrir barðinu á flestum stríðsátökum nútímans. Alþjóðleg mannúðar- löggjöf í sögulegu Ijósi Alþjóðlegar mannúðarreglur nútímans hafa þróazt í áföngum, í flestum tilvíkum i kjölfar mikilla harmleikja, í því skyni að mæta sívaxandi þörf á mannúðaraðstoð vegna þróunar vopnabúnaðar og breytinga á stríðsrekstri. Hér fer á eftir yfirlit yfir nelztu alþjoðasamningana á þessu sviði, í tímaröð: 1864 Genfarsáttmálinn um úrbætur á aðstæðum særðra hermanna á vígvöllum 1868 Pétursborgar-yfirlýsingin (sem bannaði notkun vissra gerða fallbyssuskota) 1899 Haag-sáttmálarnir um virðingu fyrir lögum og hefðum um stríðsrekstur á landi og um að ákvæði fyrsta Genfarsáttmáíans nái líka til sjóhernaðar 1906 Genfarsáttmálinn frá 1864 endurbættur og aukinn 1907 Haag-sáttmálarnir frá 1899 endurskoðaðir og bætt við nýjum samningsviðaukum 1925 Genfar-bókunin um bann við notkun köfnunar- eða eiturgass og sýkla í hernaði 1929 Tveir Genfarsáttmálar: - Endurbætur gerðar á Genfarsáttmálunum frá 1906 - Genfarsáttmali um meðferð stríðsfanga (nýtt) 1949 Fjórir Genfarsáttmálar: I Til verndar særðum og sjúkum hermönnum á vígvöllum II Til verndar særðum, sjúkum og skipreika hermönnum á hafi úti III Til verndar stríðsföngum IV Til verndar óbreyttum borgurum á stríðstímum (nýtt) 1954 Haag-sáttmálinn um verndun menningarverðmæta á stríðstímum 1972 Sáttmáli um bann við þróun, framleiðslu og geymslu líf- og eiturefnavopna og um eyðingu þeirra 1977 Tveir viðaukar samþykktir við Genfarsáttmálana fjóra frá 1949, sem bæta eiga vernd óbreyttra borgara sem verða fyrir barðinu á vopnuðum átökum milli ríkja (Bókun 1) og innanríkisátökum (Bókun 2) 1980 Sáttmáli um takmörkun eða bann við notkun vissra hefðbundinna vopna, þar á meðal um jarðsprengjur, sprengigildrur og íkveikjuvopn 1993 Sáttmáli um bann við þróun, framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra 1995 Bókun um blindandi geislavopn (viðauki við sáttmálann frá 1980) 1996 Endurskoðuð bókun sáttmálans frá 1980 um bann við eða takmörkun á notkun jarðsprengna, sprengigildra eða skyldum tólum 1997 Sáttmáli um bann við notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi jarðsprengna sem beint er gegn fólki, og um eyðingu slíkra vopna Heimild: ICRC ur verið til sem framfylgir mannúðar- lögum eða dæmir fyrir brot á þeim, en dómstóllinn, sem stofnaður var fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna til að rétta yfir mönnum ákærðum um stríðsglæpi í þeim stríðum sem háð hafa verið á síðustu áram í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu, er vísir að slíkum alþjóðadómstól sem dregur þá menn til ábyrgðar sem brjóta al- þjóðalög um mannúð og mannrétt- indi. Ein leið til að þrýsta á um að al- þjóðalögum um mannúð og mannrétt- indi sé framfylgt er annars sú, að virkja almenningsálitið. Verkefnið „Fólk um stríð“ er liður í þessu. Hræðilegt hlutskipti óbreyttra borgara „Það er sorgleg staðreynd að níutíu af hundraði þeirra sem láta lífið í nú- tímahernaði eru óbreyttir borgarar - fólk sem aldrei hefur klæðzt einkenn- isbúningi eða borið vopn, oft börn, konur og gamalmenni," segir í bók- inni Mannréttindi. Þegar Rauði kross- inn var stofnaður, fyi’ir 136 áram, vora það fyrst og fremst hermenn sem lágu í valnum eftii’ bardaga sín í milli en ekki óbreyttir borgarar. Af þeim sem létu lífið í fyirí heimsstyrj- öldinni voru fimm af hundraði óbreyttir borgarar. I seinni heims- styrjöldinni voru þeir meh’a en helm- ingur allra sem létust og í Víetnam- stríðinu var þetta hlutfall á að gizka 70%. Talið er að í stríðsátökum síðast- liðinna ára sé það um 90 af hundraði. Flest ríki jarðar eiga nú aðild að Genfarsáttmálunum og með undiiTÍt- un sinni skuldbinda þau sig til að framfylgja ákvæðum þein-a um leið og átök brjótast út. Þau heita því að annast vini sem óvini, virða hvem ein- stakling og leyfa fulltrúum frá Al- þjóðaráði Rauða krossins eða frá hlut- lausum verndaraðila að heimsækja stríðsfanga. Þeim ber að banna pynt- ingar, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga, nauðungarflutninga og gi’ip- deildir, og sjá um að hemaðaryfirvöld ræki skyldur sínar við óbreytta borg- ara. Að útbreiða vitneskju um þetta í öllum aðildarríkjum samninganna, ekki sízt þar sem ófriðlegt hefur verið eða hætta er á átökum, er eitt af helztu hlutverkum Alþjóðaráðs Rauða krossins. Þátttaka íslendinga Nokkrir íslendingar hafa lagt virk- an hönd á plóg til að reyna að fram- fylgja ákvæðum Genfarsáttmálanna á átakasvæðum heimsins. Að sögn Sig- ríðar Guðmundsdóttur, sem stýrir al- þjóðaskrifstofu Rauða kross Islands, gerðist það árið 1945 að fyrsti íslend- ingurinn fór í leiðangur á vegum Rauða krossins til hjálparstarfa í stríðshrjáðri Evrópu. Slíkir leiðangi’- ar Islendinga vora reyndar ekki mikið fleiri þar til árið 1979, en síðan þá hafa 192 ferðir verið farnar héðan í nafni Rauða krossins á átakasvæði víða um heim, sem yfir 100 einstak- lingar hafa farið. Helga Þórólfsdóttir er einn þeirra. Hún er nýkomin heim eftir rúmlega ársdvöl í Úganda, en hún fór fyrst á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins til Sómalíu árið 1993. Þá var hún í Líber- íu í nokkra mánuði árið 1994, en einmitt meðan á dvöl hennar þar stóð brutust út átök sem meðal annars ollu því að starfsfólk Rauða krossins lok; aðist inni í landinu vikum saman. í fyrrverandi Sovétlýðveldinu Georgíu stundaði hún 1995-1996 m.a. fanga- heimsóknir á vegum Alþjóðaráðsins, en vai’ síðan á vegum Álþjóðasam- bands Rauða kross félaganna í Bosn- íu, eftir að stríðinu þar var lokið og unnið var að uppbyggingu sjálfstæðra landsfélaga, sem nú bera hitann og þungann af mannúðaraðstoð þar í landi, þar sem grimmilegt borgara- stríðið skildi eftir djúp sár. Því næst fór Helga á vegum Al- þjóðaráðsins til Tadsjíkistans, en bæði þar og í Úganda vann hún aðal- lega að því að aðstoða landsfélög Rauða krossins við að útbreiða fræðslu um innihald sáttmálanna. Helga var spurð hvort reynslan sýndi að Genfarsáttmálarnir hefðu í rauninni eitthvað að segja, þegar ódæðisverk eru framin í stríði. „Já, sem betur fer hefur það áhrif, að stjórnvöld 188 ríkja hafa undirrit- að samningana og þar með skuld- bundið sig til að framfylgja ákvæðum þeirra. Hafa ber í huga að það vekur ekki athygli í fjölmiðlum ef farið er eftir samningunum; ódæðin, samn- ingsbrotin, fá mestu umfjöllunina.“ Helga segist geta vottað um það, að starfsmenn Rauða krossins á átaka- svæðum geta til dæmis beitt Genfar- sáttmálunum til að nálgast fórnar- lömb stríðsátaka, svo sem stríðsfanga og pólitíska fanga. MikDl munur sé þó á aðstæðum, þar sem þeir sem bera vopn í átökum era í skipulögðum rík- isherjum - „menntaðir hermenn" - eða era lítt eða ekki skipulagðh’ víga- flokkar, skæraliðar. Hermenn stjórn- arherja vita í flestum tilvikum um til- vist sáttmálanna og í grófum dráttum út á hvað þeir ganga. En eins og hemaður er rekinn víða nú til dags, til dæmis í Afríku, era þeir sem bera vopnin oftar en ekki ólæsir unglingar, sem margir hverjir era sjálfir fórnar- lömb átakanna. „I Líberíu lentum við oft í því að vera stöðvuð við vegartálma af vopn- uðum unglingum. Algengt er að börn og unglingar, sem vígaflokkar [í borg- arastríði eins og geisaði í Líberíu] þyrma þegar þeir drepa annars alla íbúa einhvers þorps, era tekin her- fangi - drengir notaðir sem „burðar- dýr“ fyrir býti og stúlkum nauðgað. Síðan alast þessi þöm upp í hópi víga- mannanna, og unglingsdrengir sem áður voru teknir herfangi era svo sjálfir orðnir vígamenn í næstu árás, jafnvel á sömu þorpin og þeir komu frá,“ segir Helga. „I Líberíu var á vegum Rauða krossins unnið með ýmsum aðferðum að því að vekja athygli bæði slíkra vígamanna, almennra hermanna og almennings á því hvað mannúðarregl- ur Genfarsáttmálanna ganga út á. Til dæmis eitt sinn þegar við voram stöðvuð við vegartálma var í för með okkur innfæddur maður, sem kunni lagið á því að útskýra fyrir vopnuðu unglingunum hvaða vit væri í þessum mannúðarreglum, hvaða hlutverki við gegndum og hvers vegna þeir ættu að hleypa okkur í gegn og aðstoða okkur frekar en hindra. Þetta hafði heilmik- ið að segja.“ Fræðslustarfíð mikilvægt Á vegum Alþjóðaráðs Rauða kross- ins eru daglega þúsundir manna á ferðinni víðs vegar um heim og reyna sitt bezta til að útbreiða þekkingu á alþjóðlegum mannúðarreglum og framfylgja þeim, m.a. með fanga- heimsóknum og öðra eftirliti, sem veitir stjómvöldum aðhald og minnir stjórnarherrana á þær skuldbinding- ar sem þeir haf39a undirgengizt með aðildinni að Genfarsáttmálunum. „Fræðslustarfið er gífurlega mikil- vægt,“ segir Helga. „Að þekking á til- vist og innihaldi samninganna sé sem útbreiddust er algjör forsenda þess að við [sem störfum að því að fram- fylgja þessum alþjóðlegu mannúðar- reglum] getum starfað." Segja má að hin herlausa íslenzka þjóð hafi haft minni ástæðu til að kynna sér efni Genfarsáttmálanna eins vel og margar aðrar þjóðir, þar sem Island hefur verið blessunarlega laust við þá reynslu af stríðsrekstri sem alltof margar þjóðir aðrar hafa þurft að ganga í gegn um. En þeir ijölmörgu íslendingar, sem tekið hafa þátt í starfi Rauða krossins og ann- arra mannúðarsamtaka, hafa með því hjálpað til við að auka brautargengi þess mannúðarboðskapar sem í sátt- málunum felst. Rauði kross Islands hefur nú síðustu árin stutt íslenzka háskólanema í lögfræði og stjóm- málafræði til að sækja hálfs mánaðar námskeið í alþjóðamannúðarrétti, sem Alþjóðaráð Rauða krossins hefur staðið fyrir í Póllandi. Loks má nefna, að texti sáttmálanna sjálfra hefur nú verið þýddur á íslenzku og kemur út síðar á árinu. Heimurinn jafn ófriðvænlegur á þröskuldi nýrrar aldar „Á þröskuldi nýrrar aldar og fáein- um árum eftir lok kalda stríðsins, er útlit fyrir að heimurinn sé langt frá því að vera eins friðsamlegur og ör- uggur og við kunnum að hafa gert okkur vonir um,“ segir Cornelio Sommaruga, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, í yfirlýsingu sem vitnað er til í kynningarefni samtak- anna um verkefnið „Fólk um stríð“. „Milljónir fórnarlamba átaka eiga enn kröfu á að við sýnum þeim sam- v úð, veitum þeim vernd og aðstoð, svo lengi sem heimurinn reynist enn sundurslitinn af bræðravígum og vandamálum sem rekja má til félags- legs misréttis, ótta við ókunnuga, kynþáttamisréttis og fátæktar í heil- um heimshlutum." Á liðnum áram hefur alþjóðahreyf- ing Rauða krossins og Rauða hálf- mánans (systurfélög Rauða krossins í múslimalöndum starfa undir merki hálfmánans) lagt sig fram um að kynna örlög fómarlamba styrjalda. Verkefnið „Fólk um stríð“ er stórátak í þessa vera, en á bak við það stendur Alþjóðaráðið, ekki heimssamband Rauða kross félaganna. Það skiptist í þrjá áfanga. Fyrst er safnað saman, framupplýsingum - fyrst og fremst með viðtölum við þátttakendur í stríðsátökum og fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á þeim - þá er unnið úr þessum viðtölum, þau flokkuð og það sem kemur fram í þeim sett í sam- hengi, og loks er það von Alþjóða- ráðsins að með kynningu á niðurstöð- unum verði hægt að vekja almenning víða um heim til umhugsunar um af- leiðingar stríðsátaka og ýta af stað virkri umræðu um hvað hægt sé að gera til að takmarka frekar hörmung- ar af völdum hernaðar og draga úr þjáningum fórnarlamba átaka í fram- tíðiiini. Aðferðafræðin sem beitt hefur ver- ið í verkefninu felur meðal annars í sér, að tekin voru viðtöl við nokkur þúsund manns, bæði í stríðshrjáðum löndum sem löndum þar sem lengi hefur ríkt friður. Staðlaðar spurning- ar um mannúðar- og mannréttinda- vandamál vora lagðar fyrir hvern ein- stakling og svör þeirra og viðbrögð skráð. Er þess vænzt að upplýsing- amar sem út úr þessu koma geri mönnum kleift að öðlast nýja innsýn í hegðun fólks er það lendir í aðstæð- um sem skapast þegar vopnin tala. Aðstandendur verkefnisins benda á, að það skeri sig úr öðrum verkefn-' um þar sem reynt hefur verið að safna upplýsingum um persónlega reynslu fólks á átakasvæðum. Það sem geri „Fólk um stríð“ sérstakt sé einkum það, að á bak við það standi Alþjóðaráð Rauða krossins, sem sé stofnun sem í krafti þess að hún starfar á grandvelli hlutleysis sé fær um að fá fleiri aðila sem að stríðsá- tökum koma til að tjá sig en nokkur önnur stofnun væri fær um að gera. Þetta valdi því að tekizt hafi að safna dæmum um skoðanir mjög ólíkra hópa og einstaklinga. Það sem geri verkefnið ennfremur sérstakt sé að við vinnslu þess hafi aðferðafræði nú- tíma skoðanakannana verið fylgt af kostgæfni, enda hafi umsjón spum- ingalistanna, vals á viðmælendum og viðtölin sjálf legið í höndum viður- kennds fagfólks í vinnslu skoðana- kannana. Á 27. Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem haldin verður í Genf í nóvember næstkomandi, verða niðurstöðumar kynntar í fyrsta sinn, eins og unnið hefur verið úr þeim. Þessar niður- stöður munu „bjóða upp á fyrstu djúpu innsýnina í þau vandamál sem varða alþjóðlegar mannúðar- og mannréttindareglur í heimi samtím->~ ans,“ eins og segir í kynningartexta aðstandenda verkefnisins. Með þessu vonast Alþjóðaráð Rauða krossins til að leggja sitt af mörkum til að móta áherzlur mannúðarmála á 21. öldinni. Helztu heimildir: Ágúst Þór Ámason: Mann- réttindi (1994). Fræðslurit Rauða kross fs- lands, „Mannréttindi í stríði" (1999). Kynning- ar- og fræðsluefni frá Aiþjóðaráði Rauðal krossins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.