Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 43*
1
I
'É
MENNINGARNÓTT
í miðborg Reykjavíkur,
sem nú verður haldin í
fjórða sinn, hefur í
huga margra tryggt
sér sess sem ein af
helstu hátíðum sum-
arsins. Það er líkt og
borgin breyti um svip í
rökkri þessarar nætur,
hún tekur á sig mynd
stórborgar með iðandi
mannlífi og nánast á
hverju götuhorni er
eitthvað um að vera.
Sumir hafa líkt and-
rúmsloftinu við kjöt-
kveðjuhátíðir í Suður-
Ameríku eða listahátíðir í Suður-
Evrópu, og hvort sem veðrið leikur
við okkur eða ekki, er ekki laust við
að andrúmsloftið sé suðrænt.
Hvarvetna um miðbæinn eru dyr
opnaðar upp á gátt og boðið er upp
á eitthvað til skemmtunar. Fjöldi
fólks kemur saman til að njóta list-
ar, veitinga eða bara samvista, í
stuttu máli sagt, til að njóta lífsins.
Gildi Menningamætur er ótvírætt,
vakin er athygli á því blómlega
menningarlífi sem í borginni dafn-
ar og hve samtvinnun menningar
og atvinnulífs getur verið gjöful.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir alla fjölskylduna.
Menningamótt 1998
Síðasta Menningarnótt var hald-
in í blíðskapai'veðri. Nálega 30 þús-
und manns lögðu leið sína í mið-
borgina. Sjá mátti alla
aldurshópa á göngu
um bæinn komna til
að njóta þess sem í
boði var. Margir buðu
fram krafta sína og
meðal fjölsóttustu við-
burðanna má nefna
Nótt hinna löngu ljóða
í Iðnó, sýningu á verk-
um Dieters Roths í
Ráðhúsinu og fjöl-
breytta dagskrá í
Hallgrímskirkju allt
frá setningu Menning-
arnætur fram til mið-
nættis. Hjálparsveit
skáta lauk foiTnlegri
dagskrá með tilkomumikilli flug-
eldasýningu við Tjörnina meðan
blásaraflokkurinn Serpent flutti
„Flugeldasvítuna" eftir Hándel.
Álls áttu um 100 aðilar þátt í að
móta þá dagskrá sem í boði var og
voru Seyðfirðingar sérstakir gestir
borgarinnar.
Menningamótt 1999
Menningarnótt er haldin að
frumkvæði Reykjavíkurborgar og
ávallt sem næst afmæli höfuðstað-
arins 18. ágúst. í ár hefur henni
verið valinn laugardagurinn 21.
ágúst. Verkefnisstjóm hefur fengið
fjölda aðila til liðs við sig til að gera
þessa hátíð eftirminnilega, jafnt
menningarstofnanir sem fyrirtæki,
verslanir, gallerí, listamenn, veit-
ingastaði, félagasamtök, kirkjur,
banka, sagnaþuli, tískusýningar-
Menningarnótt
í sumarlok minnir hún
okkur á alla þá fjöl-
breytilegu flóru menn-
ingar og lista, segir
Signý Pálsdóttir, sem
tekur að blómstra þeg-
ar annar gróður fölnar.
fólk og slökkviliðið, svo eitthvað sé
nefnt. Isfirðingar verða sérstakir
gestir borgarinnar að þessu sinni
og standa fyrir menningardagskrá
í Ráðhúsinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri setur hátíðina í Lýð-
veldisgarðinum við Hverfisgötu
klukkan fjögur síðdegis. Við það
tækifæri mun Hallgrímur Helga-
son rithöfundur flytja ávarp og
hópur ungmenna frá Marokkó,
Túnis, Finnlandi og íslandi dansa,
syngja og leika tónlist. Þá tekur við
fjölbreytt dagskrá vítt og breitt um
miðborgina fram yfir miðnætti.
Flugeldasýningin mikla hefur verið
flutt frá Tjöminni að Reykjavíkur-
höfn og hefst hún um hálfellefu
þegar rökkvað er orðið. Á hafnar-
bakkanum verður þá einnig fram-
flutt tónverk fyrir átta trommur
eftir Gunnlaug Briem. Nánari til-
högun dagskrárinnar verður kynnt
á næstunni í fjölmiðlum og dreifi-
ritum sem hægt verður að nálgast
hjá þátttakendum í miðborginni.
ítarlegar upplýsingar verða á
heimasíðunni www.reykja-
vik.is/menningamott. Þar má fylgj-
ast með dagskránni þróast, því sí-
fellt bætast fleiri atriði við. Dag-
skrá Menningamætur er öllum op-
in og er enginn aðgangseyrir.
Menningamætur erlendis
Menningamótt í miðborginni á
sér margar erlendar fyrirmyndir.
Nefna má Kulturnatten í Kaup-
mannahöfn, sem haldin verður í
sjöunda sinn 15. október nk. Talið
er að á síðasta ári hafi 70 þúsund
manns sótt þá menningarviðburði
sem í boði vora á menningamótt
Kaupmannahafnar. Sú hátíð er
haldin í tengslum við haustfrí skól-
anna. Markmið borgaryfírvalda í
Kaupmannahöfn með menning-
amóttinni er tvíþætt: annars vegar
er almenningi gefið tækifæri til að
njóta menningarviðburða og hins
vegar er ætlunin að glæða almenn-
an áhuga á menningu svo fólk leiti
hennar í auknum mæli sjálft síðar.
Síðasta haust var undirrituð við-
stödd Uitmarkt, menningarhátíð-
ina í Amsterdam sem stendur yfir
síðustu helgina í ágúst og verður í
ár haldin í 22. sinn. Hún er fyrir-
myndin að þeim menningamóttum
sem auðgað hafa mannlíf borga
víða um Evrópu. Fyrir utan ótal atr
riði innanhúss og utan var upplýs-
ingamarkaður á götunum. Þar
kynntu 250 menningarstofnanir
starfsemi sína á komandi vetri. Að
auki lagði bókamarkaður Amster-
dam undir sig heila götu þar sem
um hundrað útgefendur kynntu
nýjustu bækurnar.
Á Uitmarkt era sýnishorn af því
sem í boði verður um veturinn í öll-
um listgreinum og Hollendingar
_________________UMRÆÐAN
Menningarnótt í
miðborginni 21. ágúst
Signý Pálsdóttir
líta á Uitmarkt sem upphafið á
menningarlífi vetrarins. Kannanir
sýna að 20% þeirra sem sækja við-
burði Uitmarkt hafa aldrei sótt
listviðburð áður. Uitmarkt evf.
stærsti menningarviðburður
Hollands og er sóttur af um hálfri
milljón gesta auk þess sem sjón-
varpað og útvarpað er beint frá at-
riðunum.
Menningarhátíð með
þjóðhátíðarbrag
Menningamótt í Reykjavík er
enn ný af nálinni og á vafalítið eftir
að þróast og breytast á komandi
áram. Eins og fyrirkomulag henn-
ar er nú má segja að hún sé blanda
alþýðumenningar og hámenningar,
eins konar óformleg menningarhá-
tíð með þjóðhátíðarbrag. Menning-
arnótt gefur íslenskum listamönn-
um tækifæri til að kynna list sína
og borgarbúum og gestum þeirra
færi á að njóta hennar. Hún er há-
tíð okkar allra og gefur okkur kost
á að uppgötva eitthvað nýtt á að-
gengilegan og skemmtilegan hátt.
I lok sumarsins minnir hún okkur
á alla þá fjölbreytilegu flóra menn-
ingar og lista sem tekur að
blómstra í Reykjavík þegar annar
gróður fölnar og komið er haust-
hljóð í vindinn.
Höfundur er menningarmálastjóri
Reykjavíkurborgar.
ERTU
FITUB0LLA?
Viltu snúa við blaðinu?
Hjálp fæst!
S. 426 7426 f. hádegi. Díana.