Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ og það varst einmitt þú sem fékkst möndluna þá. Ég man líka hvað það var erfitt að fá þig út úr eldhúsinu, þú varst alltaf að og stöðugt að veita. Þegar þú svo settist niður voru prjónarnir komnir á loft, þér féll ekki verk úr hendi. Þær eru svo margar minningarn- ar sem við eigum um þig að orð á blaði verða harla fátækleg gagnvart þeim. Við erum þakklát fyrir allt það sem líf þitt hefur gefið okkur, við er- um ríkari á eftir. Minningarnar um þig veita okkui- huggun og eru dýr- mæt eign. Ég mun af stolti flytja þær börnum mínum og barnaböm- um. Elsku afi og Svenni, guð gefi ykk- ur styrk og huggun, og megi hans blessun hvfla yfir ykkur. Stefán Órn Stefánsson. Elsku amma mín. Það er frekar óþægileg tilfinning sem hríslaðist um mig, þegar pabbi hringdi í mig um miðja nótt, og tilkynnti mér að þú værir dáin. Auðvitað er þetta eitthvað sem ég vissi að myndi koma að fyrr eða síðar en ég hélt að það yrði frekar síðar, þú varst alltaf svo hress og frísk. Ég man alltaf þegar ég var yngri og þurfti að koma margar ferðir suður í tannréttingar, og fékk að búa hjá ykkur afa. Alltaf tókst þú á móti mér með uppáhalds matinn minn á borðum. Eftir að ég fluttist til Noregs með Jónasi, var það ávallt okkar fyrsta hugsun að heimsækja ykkur afa, þegar að við komum heim um jólin, og alltaf hlökkuðum við jafn mikið til að sjá ykkur. Sú ánægjulega mynd situr ofarlega í huga mínum, þegar þú stóðst brosandi í dyragættinni, þegar við komum út úr lyftunni með allan farangurinn: „Hvað, eruð þið að flytja heim?“ sagðir þú. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér. Og hvað hefur ekki beðið okkar í hvert skipti sem við komum? Jú, kjöt í karríi, uppáhalds maturinn minn. Eftir öll þessi ár mundir þú þetta alltaf. Og á meðan við borðuðum matinn fengum við helstu fréttir af fjölskyldunni. Elsku amma mín, þú tókst alltaf svo vel á móti öllum og vildir alltaf allt fyrir alla gera, eins og Jónas segir: „Mér finnst eins og ég hafi þekkt hana ömmu þína alla mína ævi.“ Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég veit að þér líður vel þar sem að þú ert núna og það huggar mig. Standið ekki við gröf mína og fellið tár; ég er ekki þar. Ég sef ekki. Eg er vindurinn sem blæs. Eg er demanturinn sem glitrar á fdnn. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrigning. Pegar þú vaknar í morgunkyrrð , er ég vængjaþytur fuglanna. Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu. Standið ekki við gröf mína og fellið tár; égerekkiþar. Ég lifi. (Höf.ók.) Elsku afi minn og Svenni. Guð veri með ykkur. Þórdís Birna. Ástkær fyrrverandi tengdamóðir uiín er látin. Það kom sem reiðar- slag þrátt fyrir hennar háa aldur. Mér auðnaðist sú gæfa að verða tengdadóttir hennar fyrir u.þ.b. fjörutíu árum. Hún var sú kona sem stóð mér næst fyrir utan móður æína. Ég var sautján ára gömul þegar ég tengdist fjölskyldu hennai-, og mun ég ætíð varðveita minning- una um þá hlýju sem ég varð þar að- njótandi. Ein fyrsta minning mín er sú, hversu vel hún tók á móti mér „krakkakjána" sem var að byrja lífið. Rétt áður en ég eignaðist fyrsta barnið, útbjó hún bleiur, rúmfot og fleira fyrir barnið og saumaði síðan meira eða minna á litlu stúlkuna. Seinni börnin voru svo sannarlega ekki afskipt. Síðar í lífinu þegar ég eignaðist son í seinna hjónabandi var hún sú fyrsta til að heimsækja mig á spítal- ann þegar barnið fæddist. Það var snjóaveturinn 1982 og algjör ófærð á öllum götum borgarinnar. Þar var henni rétt lýst. Sýndi hún syni mín- um ávallt hlýju og góðvild sem væri hann hennar barnabarn. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa í hvívetna. Ég bjó í sama húsi og hún í fjögur til fimm ár. Okkur kom alltaf vel sam- an. Þótt ung væri virti ég skoðanir þessarar mætu konu mikils. Þórunn var heimskona, einstak- lega fróð um menn og málefni. Ég undraðist hversu minni hennar var gott og hve vel hún fylgdist með öllu, jafnvel þegar aldurinn færðist yfir. Hún var með afbrigðum gest- risin og góðhjörtuð. Heimili hennar bar húsmóðurinni gott vitni. Áhugi hennar á blómum var einstakur og áttum við þar sameiginlegt áhuga- mál. Ætíð var hún tilbúin að hjálpa öðrum og sinna þeim sem aldnir voru og áttu erfitt. Gilti einu hvort um ættingja eða aðra var að ræða. Þótt vera mín í fjölskyldunni yrði ekki lengri en raun bar vitni, hélst vinátta okkar óbreytt og er ég inni- lega þakklát fyrir það. Þórunn er mér í minningunni fyrirmynd góðr- ar konu og móður, sem ávallt gaf meira en hún þáði. Ég þakka þér hjartanlega fyrir allt sem þú varst mér. Ég votta ætt- ingjum, vinum og einkum öldruðum eiginmanni hennar, Birni Stefáns- syni og Sveini syni þeirra, mína dýpstu samúð. Guð geymi þig. Hrafnhildur. „Nú stend ég ein á ströndinni,“ sagði Þórunn, frænka min, þegar Heiða, systir hennar, dó um miðjan maí. Það sem hún meinti var að nú væri hún ein eftir af systrunum fjór- um frá Heiði. En hún stóð ekki lengi ein á ströndinni, hún Þónmn, því að hún lést aðeins tveimur og hálfum mánuði á eftir Heiðu, systur sinni. Þessar fjórar systur voru fæddar á þremur árum og voru afar samrýnd- ar. Þær fóru í öfugri aldursröð, fyrst tvíburarnir, Sveina og Jóna, árið 1987, mamma í maí í vor - og nú Þórunn. Ég held að flestum hafi brugðið, hún Þórunn var svo eld- hress og fyldist með öllu og aldrei kvartaði hún. Hún var ótrúleg, hún Þórunn frænka, og ótrúlegt hve miklu hún afkastaði. Þegar Heiða, dóttir okkar Tryggva, eignaðist Sölva litla vorum við í Edinborg og Heiða amma orðin blind og komst ekkert. Þá dreif Þór- unn frænka sig upp á fæðingardeild í stað systur sinnar og ekki tómhent, heldur með handprjónuð teppi handa báðum börnum Heiðu. Svona var Þórunn. Þegar ég þakkaði henni fyrir þetta seinna sagðist hún hafa gert þetta fyrir Heiðu systur sína. Við Þórunn áttum saman yndis- legar stundir á hjúkrunarheimilinu Eir síðustu daga mömmu. Björn kom alltaf með hana. Svo fór hann út að ganga og kom svo öðru hvoru inn, honum lá ekkert á. Við ræddum um gamla daga og hún sagði mér firá ýmsu, allt frá því þær systur voru litlar. Ég var alltaf vön að hringja í mömmu um leið og ég kom inn úr dyrunum heima hjá mér úr ferða- lögum og þegar við Tryggvi komum heim úr fyrstu ferðinni til Reykja- víkur eftir að mamma dó fann ég eitthvert tóm innra með mér og hringdi þá í Þórunni frænku. Síðan töluðum við oft saman í síma og á vissan hátt kom hún þannig í stað mömmu. Elsku Björn, Svenni minn og systkinin öll. Við Tryggvi sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og minnumst með hlýju Þórunnar frænku. Gréta frænka. Látin er sómakonan Þórunn Sveinsdóttir. Mér er ljúft að minn- ast hennar, því að hún reyndist for- eldrum mínum einstaklega vel, en þau bjuggu í mörg ár í skjóli þeirra hjóna, Þórunnar og Björns, þegar hann var kaupfélagsstjóri á Fá- skrúðsfirði. Þórunn var fædd í Reykjavík árið 1913 og ólst upp á Laugarnesinu hjá foreldrum sínum og stórum systk- inahópi. Bæði hún og systur hennar voru miklar íþróttakonur og í MINNINGAR fremstu röð íslenskra sundkvenna um og upp úr 1930. Vegna afreka sinna bar Þórunn titilinn sund- drottning Islands og vakti sérstaka athygli á Alþingishátíðinni árið 1930. Þórunn og Björn opinberuðu trú- lofun sína 17. júní 1933, og giftust 12. maí 1934. Það ár settust þau að á Fáskrúðsfirði. Skömmu eftir að Þór- unn fluttist til Austfjarða með manni sínum tók hún að sér að kenna börnum og unglingum sund á Fáskrúðsfirði. Vegna áhuga þeirra hjóna og fyrir tilstuðlan ungmenna- félagsins og kaupfélagsins var síðar reist sundlaug við skólahúsið á Búð- um í Fáskrúðsfirði. Fáskrúðsfirð- ingar urðu þannig meðal hinna fyrstu sem komu upp sérstakri að- stöðu fyrir sundkennslu. En Þórunn var sannarlega í farar- broddi á fleiri sviðum. Því var það svo, að þeir sem minna máttu sín áttu öruggt skjól hjá henni. Á þeim tíma fannst þó mörgum slík um- hyggjusemi óviðeigandi og lögðu henni það jafnvel til lasts. I þessu efni sem mörgu öðru var heiðurs- konan Þórunn á undan sinni samtíð. Og hún var ávallt tryggur vinur vina sinna. Þórunn var falleg kona og sópaði að henni. Eiginmanni sínum var hún holl og trygg. Hún var einstaklega umhyggjusöm og góð móðir barna sinna og ekki síst þeim syni hennar sem fæddist vanheill. Það barn elskaði Þórunn heitt og án skilyrða. Hennar verður ávallt minnst með söknuði og virðingu. Margrét Stefánsdóttir. í dag kveðjum við Þórunni Sveinsdóttur, kvenskörung með stórt og gott hjarta. Hún var sannur vinur allra sem áttu bágt. Við vorum svo heppin að eignast næsta sumar- bústað við Þórunni og Björn. í 25 ár vorum við saman flestar helgar yfir sumarið og langt fram á haust. Hvorki höfðum við rafmagn né vatn þessi ár, en það kom ekki að sök. Við spiluðum öll kvöld við kertaljós og olíulampa og mikið voru þetta yndis- legar stundir. Þórann sagði venju- lega, „hvað eruð þið með á grillið", svo var slegið í púkk og grillað sam- an, oftast hjá Þórunni og Birni. Ef að rigndi hengdi Björn upp segl yfir grillið svo var kveikt upp í útiarni, borðað úti og setið fram eftir kvöldi. Það var ógleymanlegt að fá að njóta þessara samverustunda með þeim hjónum. Margt var spjallað og flest öll vandamál þjóðarinnar voru leyst. Eitt sinn héldum við hjónin upp á stórafmæli í okkar bústað, þá buðu Þórunn og Björn mörgum af okkar gestum gistingu og næsta morgun þegai- gestirnir komu yfir til okkar hafði Þórunn gefið fólkinu morgun- mat. Svona var Þórunn, alltaf veit- andi og gefandi af sínum alkunna myndarskap og hlýju. Alltaf var allt heimabakað og frábærlega gott. Það var mjög gestkvæmt hjá þeim í bú- staðnum. Þau buðu oft með sér fólki sem var einmana eða átti fáa að, svo komu hópar fólks í kaffi, sem var í sunnudagsbíltúr, og enginn fór án þess að þiggja veitingar. Það var alltaf stórhátíð 13. ágúst, en þá á Svenni sonur þeirra afmæli. Var þá boðið stórum hóp frá Kópavogshæli, flest af þessu fólki hefur efalaust hlakkað til allt árið, svo mikið var fyrir það gert. Sú ást og umhyggja sem hún sýndi Svenna var sérstök, enda ber hann þess merki, alltaf er hann svo blíður og góður við alla. Mun hann nú eiga um sárt að binda og hans söknður verða mikill, en hann á mörg systkini sem munu hjálpa honum í sorg hans. Þórunn og Bjöm kenndu okkur að skilja og umgangast vangefið fólk. Komu þau stundum með hópa til okk- ar á vinnustað og fannst okkur það mjög gefandi og þroskandi um leið. Við kveðjum Þórunni með klökk- um huga en þakklátum. Hún fékk að kveðja þennan heim eins og hún sjálf hefði viljað, en hún hné niður þegar hún var að leggja kapal og Björn og Svenni hennar voru hjá henni. Elsku vinur Björn, við sam- hryggjumst þér og öllum þínum stóra hóp innilega. Minningin lifir. Ágústa og Sigurður. FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 55 ^ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐNI V. BJÖRNSSON vörubifreiðastjóri, Heiðvangi 12, Hafnarfirði, andaðist á Landakotsspítala að kvöldi þriðjudagsins 10. ágúst. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Björn Guðnason, Steinunn Ólafsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðrún Tryggvadóttir, Guðjón Guðnason, Hafdís Ólafsdóttir, Grétar Guðnason, Edda Arinbjarnardóttir, Guðni Guðnason, Jenný Guðmundsdóttir, María Jóna Guðnadóttir, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. 4, f + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA LÁRUSDÓTTIR, Egilsbraut 23, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju á morgun, föstudaginn 13. ágúst, kl. 14.00. Lárus Sæmundsson, Grétar Sæmundsson, Brynjar Sæmundsson, Hulda B. Magnúsdóttir, Hildur Sæmundsdóttir, Þórður G. Sigurvinsson, Ómar Sæmundsson, Erling Sæmundsson, Anna Fía Ólafsdóttir, Ellen Jónasdóttir, Ragnar Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra LÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR, Gullengi 3, lést sunnudaginn 8. ágúst á Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Jón S. Pálsson, Guðný Björk Atladóttir, Björgvin Atlason, Páll Arnar Jónsson, Áslaug Birna Einarsdóttir, Björgvin Magnússon, Björn Magnús Björgvinsson, S. Fanney Úlfljótsdóttir, Áslaug Björgvinsdóttir, Hafdís Björgvinsdóttir, Sigurður Reynaldsson, systkinabörn og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KRISTJÁN GÍSLASON, Lambastekk 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 13. ágúst kl. 10.30. Gylfi Kristjánsson, Birna Blöndal, Gerður Jóna Kristjánsdóttir, Jens Magnússon, Stefán Kristjánsson, Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Þórey Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, Daðastöðum, Reykjadal, verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju laugar- daginn 14. ágúst kl. 14.00. Svanhildur Þorgilsdóttir, Jón F. Sigurðsson, Hallgrímur Þorgilsson, Jóna I. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.