Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 63
1
ROYAL COI’I NHAOl.N
GFORG )FNSt-N
Sorgleg sýn í Langadal
Frá Örnu Hansen:
EINS OG undanfarin sumur lagði
ég leið mína inn í Þórsmörk með
fjölskylduna. Ég hef haft það fyrir
reglu að fara að minnsta kosti einu
sinni yfir sumarið og alltaf hafa
Básar orðið fyrir valinu. Svæðið í
Básum hefur verið skemmtilega
skipulagt af ferðafélaginu Útivist,
göngustígar upp um allar hæðir og
yndislegt að njóta stórbrotinnar
náttúrunnar þar. Ég ákvað að hafa
ferðina lengri þetta sumarið en
venjulega og dvaldi í tæpa viku og
kom mér vel fyrir á unaðsreiti inn-
arlega í Básaskarðinu þar sem ég
sofnaði við lækjarnið og fuglasöng.
Þegar vel var liðið á vikuna ákváð-
um við hjónin ásamt samferðar-
fólki okkar að leggja leið okkar yf-
ir í Langadal og jafnvel enn lengi-a
eða yfir í Húsadal en það átti að
ráðast af gönguþoli barnanna.
Lagt var í’ann upp úr hádegi og
gangan byrjaði vel. Það var hins
vegar ófögur sýn sem birtist okkur
fljótlega eftir að hafa farið yfír
göngubrúna yfir Krossá á leiðinni í
Langadal. Sérútbúnir jeppar voru
á víð og dreif í ánni og engu líkara
en mennirnir héldu að þeir væru
að keyra Reykjanesbrautina. Áin
hafði vaxið mjög, eftir góðviðri síð-
ustu tvo daga enda munaði ákaf-
lega litlu að við hefðum orðið vitni
að veltu í ánni. Þegar sá bíll hins
vegar var kominn á þurrt koma
ungir menn út úr honum og a.m.k.
var farþeginn drukkinn og bíl-
stjórinn leit ekki út fyrir að vera
alveg edrú. Jepparnir voru þarna í
löngum röðum á bílastæðinu og
hávaðinn úr þeim þvílíkur, þ.e.a.s.
tónlistin, að ekki var hægt að tala
saman. Þegar okkur varð litið á
tjaldsvæðið lágu þar ungmenni um
allar brekkur ýmist alklædd eða á
nærfötunum einum fata. Klósett-
pappír, bjórdósir, tómar og fullar
vínflöskur voru út um allt. Hérna
ætluðum við ekki að stoppa, en ég
neyddist þó til að fara með dóttur
mína á salernið. Þar var vægast
sagt ógeðslegt um að litast og kóf-
drukknar unglingsstúlkur að mála
sig á milli þess sem þær fengu sér
sopa af bjórnum. Ég valdi það að
láta dóttur mína pissa úti enda
ekki mönnum bjóðandi subbuskap-
urinn á salerninu. Annað sem við
höfðum ætlað okkur að gera í
Langadal var að komast í sjopp-
una enda búið að lofa börnunum
einhverju að drekka. Hún var hins
vegar lokuð en á miða sem hékk á
nálægu upplýsingaspjaldi stóð að
sjálfsagt væri að leita til skála-
varða ef komast þyrfti í sjoppuna
utan opnunartíma. Ég ákvað að
notfæra mér þessa þjónustu og
lagði af stað í skálann. Skíthrædd
olnbogaði ég mig í gegnum skar-
ann og að skálanum. Þar fann ég
„skálaverðina“. Þama sátu 5-6
stelpur og voru að næra sig, með-
alaldur þeirra hefur ekki verið
hærri en 18 ár. Ég spurði vinsam-
lega hvort möguleiki væri á að fá
að kaupa gos í sjoppunni og sagði
þeim frá loforðum okkar gagnvart
börnunum. Ein þeirra lét sig hafa
það að líta upp úr samlokunni sinni
og svaraði því til að sjoppan opnaði
ekki fyrr en klukkan þrjú eða eftir
40 mínútur. Það var þá ekkert
annað að gera en að bíða. Þessi
stúlka varð þó svo vingjarnleg að
koma eftir korter og opna sjopp-
una fyrir okkur.
Þessi leiðinlega lífsreynsla mín
úr Langadal í Þórsmörk varð enn
sorglegri þegar ég sá stóran hóp
útlendinga með bakpoka,
göngustafí og allt tilheyrandi. Ég
skammaðist mín svo fyrir landann
að ég lagði af stað til baka yfir í
Bása. Aumingja útlendingarnir
stóðu stjarfir og horfðu á það sem
fyrir augu bar. Fararstjórinn hins
vegar brosti vandræðalega. Ég ef-
ast ekki um að hann velur sér aðra
gönguleið með næsta hóp sem
hann tekur á móti.
Þær spurningar sem brenna á
vörum mér eru þessar: Hvar voru
þessir 10 lögreglumenn sem áttu
að vera inni í Þórsmörk þessa
helgi 2.-4. júlí? Ekki hefði verið
vanþörf á löggæslu við ána. Hvar
er metnaður Ferðafélags Islands,
þess rótgróna og virta félags? Er
þetta virkilega það sem þeir setja
á oddinn, unglinga í drykkjumara-
þoni? eða eins og viðtalið við ung-
an mann sem var að koma úr Þórs-
mörk þessa helgi sýnir: „Nú auð-
vitað var ég á fylleríi, til hvers
heldurðu að maður fari í Þórs-
mörk?“
ARNA HANSEN,
hjúkrunarfræðingur, Reykjavík.
EÐALVARA
TIL
GJAFA
KUNIGUND
SKOl.AVðRÐUSIÍG 8 S 551 3469
Brandtex fatnaður
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á
hálendið eða upp í Breiðholt er Honda CR- V rétti ferðafélaginn.
Honda CR-V ar vel búinn og sprækur sportjeppi é mjög
hagstæðu verði og sameinar bestu kostijeppa og borgarbíls.
- betri bill
VatnagðrDum 24 ■ Slmi 5201100 ■ www.honda.is
i
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Akranos: Bífvar sL slmí 431 1985. Akunyrír Höldur hf., slmi 4613000. Egitsstaðk: B9a- og búvólasslan hf., aimt 471 2011. Kmftavik; Bitasaian Bílavík simi 421 7800. Voatmannaayjar: BílaverkstæÖið Biagginn, a(mi 481 1S3B.