Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umboðsmaður Alþingis setur út á vinnubrögð kærunefndar jafnréttismála Hluti af upp- tökum ónýttur UMBOÐSMAÐUR Alþingis setur út á þrjá þætti í málsmeðferð kæru- nefndar jafnréttismála í kærumálum Hrefnu Kristmannsdóttur verkfræð- ings sem voru til umfjöllunar nefnd: arinnar á árunum 1997 og 1998. í niðurstöðum sínum telur umboðs- maður Alþingis það m.a. aðíinnslu- vert að kærunefnd jafnréttismála hafi ákveðið að ónýta hluta af segul- bandsupptöku af viðtali nefndar- manna við Hrefnu Kristmannsdótt- ur frá 4. febrúar 1998 og segir það hafa brotið í bága við fyrirmæli 7. gr. laga nr. 66/1985. Nefndin hafi ekki aflað sér sérstakrar heimiidar frá stjómamefnd Þjóðskjalasafns ís- lands til að ónýta umrædda upptöku. í áliti sínu telur umboðsmaður Alþingis það einnig aðfinnsluvert að Hrefnu hafi ekki verið veittar ákveðnar upplýsingar um það hvers vegna einn nefndarmanna hefði vik- ið sæti í nefndinni þegar kæmmál hennar voru tekin fýrir og ennfrem- ur vekur hann athygli á mistökum sem urðu á útsendingu bréfa frá nefndinni. Annars vegar hafi Hrefnu borist í pósti óundirrituð uppköst að tveimur svarbréfum kæmnefndar jafnréttismála við er- indum hennar og hins vegar hafi vantað setningar í skriflegt álit kæranefndar sem Hrefna fékk sent. „[...] er þeim tilmælum beint til kærunefndar jafnréttismála að hún [nefndin] fylgi eftir þeim ráðstöfun- um sem af þessu tilefni var gripið tii af hennar hálfu svo dregið verði sem mest úr hættu á að slík mistök hendi á nýjan leik,“ segir í niðurstöðum álits umboðsmanns Alþingis. Tilefni þessa álits umboðsmanns Aiþingis er kvörtun Hrefnu Krist- mannsdóttur yfir málsmeðferð kæranefndar jafnréttismála og Jafnréttisráðs í tveim kæramálum hennar til nefndarinnar á fyrr- greindu tímabili. í fyrra málinu kærði Hrefna ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra orkurannsókn- arsviðs Orkustofnunar og í síðari málinu kærði hún ráðningu í stöðu orkumálastjóra á Orkustofnun. Taldi Hrefna að við ráðningamar hefðu verið brotin lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nefndin komst hins vegar að annarri niðurstöðu. Kærði Hrefna þá málsmeðferð nefndarinnar til umboðsmanns Alþingis sem komist hefur að niðurstöðu þeirri sem fyrr var greint frá. Hrefna kvartaði yfir fleiri atriðum til umboðsmanns Al- þingis svo sem hve lengi það hefði tekið kæraneíhdina að afgreiða fyrra mál hennar en að dómi um- boðsmanns Alþingis er ekki ástæða til að gagnrýna nefndina fyrir þann tíma sem það tók að afgreiða málið. Prestur Akureyrar- prestakalls Yalnefnd komst ekki að niður- stöðu VALNEFND vegna vals á presti við Akureyrarprestakall komst ekki að einróma niðurstöðu á fundi í síð- ustu viku og hefur sent málið bisk- upi íslands til ákvörðunar. Umsækjendur era Ama Ýrr Sig- urðardóttir guðfræðingur, séra Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norð- urlandi, séra Lilja Kristín Þor- steinsdóttir, sóknarprestur á Rauf- arhöfn og séra Magnús Björn Bjömsson, meðferðarfulltrúi. Stöð- unni gegndi séra Svavar A. Jóns- son, en hann var fyrir nokkra skip- aður sóknarprestur Akureyrar- prestakalls. Samkvæmt nýjum reglum um val presta ber valnefnd að kynna sér gögn um umsækjendur og halda fund þar sem val fer fram. Niður- staða hennar verður að vera ein- róma. Sú varð ekki raunin í þessu tilviki og því fær biskup málið til úr- lausnar. --------------- Norræn físki- málaráðstefna í Reykjavík TUTTUGASTA og fimmta norræna fiskimálaráðstefnan verður haldin í Reykjavík á mánudag. Viðstaddir verða sjávarútvegsráðherrar Nor- egs, Danmerkur, Færeyja, Græn- lands og Islands, auk fulltrúa sjáv- arútvegsráðherra Svíþjóðar og Finnlands. Ráðstefnan fjallar um hvernig nýta beri auðlindir hafsins. Hún fer fram í Háskólabíói. Þátttakendur eru 150 frá öllum norrænu löndun- um. Fundarstjóri er Þorsteinn Páls- son, sendiherra í London. MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Sævari Karli, „Utsala 16,- 18. ágúst“. Morgunblaðið/Arnaldur Skóflustunga að kvikmyndaveri VIGDIS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Islands, tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrsta kvikmyndaverinu sem byggt verður hér á landi, við Fossaleyni í Reykjavík. Þar verða tvö kvik- myndaver, þjónustubygging og fleira. Húsið verður byggt sem íjölnotahús og verður hægt að nota það fyrir sýningar, tónleika og fleira. Vigdís Finnbogadóttir tók fyrstu skóflustunguna og hjá henni stendur Jón Þór Hannes- son, forsvarsmaður Islenska kvikmyndaversins hf. Læknar frá SHR sinna Sauðárkróki SKURÐLÆKNAR á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fara til vinnu á Sauðár- króki 20 vikur á ári, samkvæmt samningi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heilbrigðisstofnunin gerir samskonar samning við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri um vinnu skurðlækna. Þjónustan verður veitt frá janúar til maí og september tU og með des- ember. Þeir sem taka þátt í afleys- ingunum af hálfu Sjúkrahúss Reykjavíkur eru Ólafur Ingimars- son, Hrafnkell Óskarsson og Arn- bjöm Arnbjömsson eða eftir atvik- um aðrir skurðlæknar. „Við erum með mjög góða skurð- stofu héma og öll aðstaða er fyrir hendi," segir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki. „Einnig höfum við sérhæft fagfólk á skurðstofunni sem er ein af for- sendunum fyrir samningnum. Kost- urinn er einnig sá að við getum veitt sérfræðiþjónustu á breiðari granni því þetta eru læknar úr ýmsum sér- greinum sem koma til okkar. Samn- ingurinn hefur mikla þýðingu því með þessu móti getum við veitt þjónustuna heima í héraði og þetta styrkir okkur á allan hátt.“ I samningnum felst að sjúkrahús- in greiða öll laun vegna þjónustu læknanna, sem Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki endurgreiðir síðan, að viðbættum ýmsum öðram kostn- aði vegna vistaskipta læknanna. Samkomulagið gildir frá 1. októ- ber 1999 til loka ársins 2000, en verður tekið til endurskoðunar núna í árslok, í ljósi fenginnar reynslu. Birgir segir að samningurinn sé nýtilkominn, en forsagan sé sú að skurðlæknir hafi haft fast aðsetur á Sauðárkróki en ekki hafi tekist að ráða í stöðuna. Sá möguleiki að manna stöðuna með farandlæknum eingöngu var kannaður. Samkomu- lag náðist síðan við Sjúkrahús Reykjavíkur og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri um að þessar stofnanir sæju Sauðkrækingum fyr- ir skurðlæknum í 40 vikur á ári en skurðstofunni verður lokað í 12 vik- ur á ári. Æfíng björgunarsveita á Austurlandi Fólki bjargað eftir jarðskjálfta FLESTAR björgunarsveitir á Austurlandi tóku þátt í sameigin- legri æfingu í gær í Seyðisfirði. Ut- búnar vora húsarústir sem áttu að líkjast húsum sem lent höfðu í jarð: skjálfta upp á 7 stig á Richter. I húsunum var slasað fólk sem bjarga þurfti út og um leið urðu björgunar- menn að takast á við ýmis vandamál sem fylgja slíkum aðstæðum. Æf- ingar af slíku tagi hafa ekki verið haldnar áður á Austurlandi. Æfingin skiptist í tvo hluta. Þegar farið var í fyrra húsið gáfu menn sér góðan tíma og öll mistök vora leið- rétt til þess að læra af þeim. í seinna húsinu var allt keyrt á fullri ferð með fullri spennu og ýmis önnur röskun tekin inn í spilið, s.s. ættingjar og fjölmiðlar sem vilja fá fregnir af gangi mála og fjarskiptavandamál. Veralegan undirbúning þurfti fyrir þessa æfingu. I húsunum tveimur, sem eru gömul íbúðarhús, þurfti að brjóta niður veggi og gólf með gröfu, auk þess sem bætt var við nýjum veggjum og gólfum. Unn- ið hefur verið sleitulaust síðustu tvær vikur á Seyðisfirði við undir- búning æfíngarinnar. á árbakkanum ► Sönn sportveiði er sögð að veiða lax á flugu og sleppa honum síðan og magnveiði maðkahollanna á undir högg að sækja. /10 Ég er bara ágætis kerling ►Sæunn Axelsdóttir, útgerðar- kona á Ólafsfirði, Iætur ekki segja sér íýrir verkum. /22 Ættaróðul á undanhaldi ► Unnið er að endurskoðun jarða- laga og þar með ákvæða um óðals- jarðir sem hafa þó aldrei hlotið verulega hljómgrunn hér á landi. /24 Sælkeramatur úr sjávarfangi ►Viðskiptaviðtalið er við Jón Amar Guðbrandsson og Rúnar Gíslason í Sjávarfangi sælkerans ehf. /30 ► l-20 Lucas geimgengill ► Morgublaðið ræðir við Georg Lucas, manninn á bak við Stjörnu- stríðsmyndirnaryi&2-5 Feimna stúlkan úr Vesturheimi ►Ethel Vatnsdal er 95 ára gömul Vestur-íslendingur og var hér á ferð fýrir skömmu. /6 Trjágróður setur svip á Akureyri ►Auðugastur bæja af gróðurilmi. /12 Kvótinn og kommún- isminn af sömu rót ►Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnaus- um í Meðallandi kann frá mörgu að segja. /14 ^&FERDALÖG ► l-4 Laugavegurinn ► Lautarferð á hreyfingu. /2 Ólíkur skilningur á handapati ►Gott er að kunna skil á því hvaða skilning fólk í hinum ýmsu löndum leggur í handapat. /4 D W0BILAR ► l-4 Nýr valkostur í jeppaflórunni ► Santa Fe er fyrsti jeppinn sem Hyundai hefur hannað og smíðað. /2 Reynsluakstur ►Rásfastur og mjúkur Mégane. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1—16 Um 11% fleiri ferðamenn ►Tölur liggja fyrir miðað við fyrstu sjö mánuði ársins. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2/4/8A>ak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Hugvekja 50 Skoðun 36 Fólk í fréttum 54 Minningar 38 Utv/sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Mannlífsst 17b ídag 50 Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.