Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 33 JfofSmiHfiMfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SIV Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra, var fyrir nokkrum dögum á ferð um fyrirhuguð virkjanasvæði á hálendinu og ber að meta það að ráðherrann kynni sér milliliðalaust aðstæður á þessum umdeildu svæðum. I samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, sem var í för með ráðherranum, sagði Siv Frið- leifsdóttir, að hún væri ekki bergnumin yfír Eyjabökkum. Hún sagði jafnframt, að fyrir- hugaðar framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun myndu leiða til þess að ákveðnar fórnir yrðu færðar. Alþingi væri hins vegar þegar búið að ákveða að þau tækifæri, sem sköpuðust við að færa þær fórnir, vegi þyngra og hún styddi þá ákvörðun Alþingis. Er málið svona einfalt fyrir þann, sem situr í stól umhverfis- ráðherra? Varla. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, hvort Siv Friðleifs- dóttir hrífst yfír Eyjabökkum eða ekki. Hins vegar ber hún, vegna þess sérstaka embættis, sem hún gegnir í ríkisstjórn Is- lands, ákveðnar skyldur í um- hverfísmálum. Alþingi hefur sett lög, sem kveða á um ákveðið ferli, sem fylgja verður við mat á umhverfisáhrifum virkjana. Þess lög endurspegla nútíma viðhorf í þessum efnum. Virkjanaleyfí vegna Fljótsdalsvirkjunar var veitt áður en þessi lög voru sett. í umræðum um þessi mál hef- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ur ítrekað verið vakin athygli á því, að þótt virkjanaleyfi vegna Fljótsdalsvirkjunar hafí verið veitt fyrir löngu við allt aðrar aðstæður en nú ríkja, væri eðli- legt að þessi virkjun eins og aðr- ar virkjanir, sem kunna að verða byggðar í framtíðinni, færi í þetta umhverfismat. Því var hafnað af einstökum ráðherrum á þeirri forsendu, að slík ákvörðun jafngilti að virkjunin yrði ekki byggð, þar sem samn- ingar myndu þá ekki nást um ál- ver á Austurlandi. Samkvæmt upplýsingum, sem Ólafur Örn Haraldsson, flokks- bróðir umhverfísráðherra og for- maður umnhverfisnefndar Al- þingis, kom fram með í fjölmiðl- um fyrir nokkrum vikum og hafði beint frá ráðuneyti um- hverfísráðherrans og Morgun- blaðið fékk síðar staðfestar í því sama ráðuneyti, var ljóst, að þessar staðhæfingar voru rang- ar. Hefði ákvörðun um lögform- legt umhverfismat verið tekin á síðasta ári, þegar þessar umræð- ur hófust, yrði því lokið snemma á næsta ári. Jafnvel þótt sú ákvörðun væri ekki tekin fyrr en nú á þessu sumri er allt sem bendir til þess, að það myndi ekki hamla ákvörðunum um byggingu álvers á Austurlandi. Samkvæmt yfirlýsingum, sem gefnar voru í sumar, verður það ekki fyrr en á miðju næsta ári, sem niðurstaða fæst í viðræðum íslenzkra stjórnvalda og Norsk Hydro. Þær umræður eru sér- stakar að því leyti til að Norsk Hydro ætlar alls ekki að byggja þetta álver. Fyrirtækið ætlast til þess, að íslenzkir aðilar byggi það að mestu leyti. Islenzkum fjármálafyrirtækjum hefur verið falið að kanna möguleika á því. Það liggur ekkert fyrir um, hvort þeir eru fyrir hendi. Hins vegar vill svo til, að ann- ar aðili hefur lýst áhuga á að byggja álver á Áusturlandi, sem er Columbia Ventures, sem byggði álverið á Grundartanga. Það er því ljóst, að því fer fjarri að við Islendingar séum háðir niðurstöðum í viðræðum við Norsk Hydro. Þvert á móti eig- um við fleiri kosta völ. Viðræður við Columbia Ventures eru tæp- ast hafnar og eðlilegt að stjórn- völd gefí sér tíma í þær til þess að kanna, hvort samningar við það fyrirtæki séu hugsanlega mun betri kostur en samningar við Norsk Hydro. Þegar á þetta er litið er ljóst, að allar efnisleg- ar forsendur eru brostnar fyrir því, að ekki verði farið í lögform- legt umhverfismat vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Enginn gerir þær kröfur til Si- vjar Friðleifsdóttur, að henni þyki einstakir staðir á hálendinu svo fallegir að þá beri að vernda af þeim sökum og öfugt. Hins vegar hlýtur að vera sanngjarnt og eðlilegt að gera þá kröfu til þess einstaklings, sem gegnir embætti umhverfísráðherra um þessar mundir, að sá hinn sami gæti þess, að lög um umhverfis- mál verði í heiðri höfð og að ekki séu notaðar gamlar og úreltar röksemdir fyrir því, að gera þar undantekningar á. í ákvörðun um lögformlegt umhverfísmat vegna Fljótsdals- virkjunar felst alls ekki að sú virkjun verði ekki reist. Enginn veit á þessari stundu, hver niður- staða slíks mats yrði. Það getur allt eins orðið á þann veg, að það sé í lagi að byggja virkjunina. Og þá yrðu andstæðingar virkjana á þessu svæði að sætta sig við það. En það er afar óhyggilegt af sjálfum umhverfisráðherra að taka þátt í þeim leik að skjóta einni virkjun undan áhrifum nýrra laga einungis vegna þess að til staðar er eldgamalt virkj- analeyfí, sem veitt var við allt aðrar aðstæður þegar allt önnur viðhorf ríktu í umhverfismálum en nú. UMHVERFIS- RÁÐHERRA OG FLJÓTSDALS- VIRKJUN Gunnlaugur Scheving vissi, að sumir íslenzk- ir myndlistarmenn höfðu heillazt af tass- ismanum og þess vegna vildi hann helzt ekki gagnrýna hann, hélt það yrði einungis til þess að hann yrði misskilinn. Hann taldi litla von til þess að listamenn yrðu frjálsir, hví þeir frekar en annað fólk? Yfír þá væri stanzlaust dembt uppskriftum og leiðbeiningum um, hvemig mönnum beri að hugsa og vinna í listinni, ekki síður en stjóm- málum. Og þeir, sem taka ekki við uppskriftinni, „hrökkva út af færi- bandi tíðarandans og geta vel dagað uppi eins og hver annar úreltur nat- úralisti eða hermikráka.“ Honum fannst sumt í tassismanum frískt og skemmtilegt í litum, en þótti á hinn bóginn þessi stefna ósköp lin, mikill innblástur, en oft lítið meira. Slík afstaða var sízt af öllu gagnrýni á starfsbræður hans, heldur sprottin af leit hans sjálfs og þeim ströngu kröfum, sem hann gerði til listar- innar, sprottin úr þeirri gleði, sem hann ætlaðist til að hún veitti. Hann vissi betur en aðrir, að Is- lendingar höfðu dregizt aftur úr í myndlist og fræið yrði ekki að full- vöxnu tré á stuttum tíma. Gömul ís- lenzk myndlistarslitur breyttu þar engu um. Sjálfur var hann alinn upp í þjóðfélagi fólks, sem var svo blá- snautt, að það átti sama og ekkert af HELGI spjall viði, lítið af þræði eða litum til að mála úr, engan hör, lítið jám. „Við höfðum varla eftú á að kaupa pappírsörk til að skrifa sendibréf. Við áttum ekkert nema fátæktina, sem var okkar höf- uðstóll og renta. Það var ódýrara að yrkja kvæði, sjá sýnir, setja saman sögur eða láta sig dreyma, heldur en að mála, vefa, skera út eða byggja hús - það er þetta, sem gerir gæfumuninn, þegar talað er um orðsins list og verklega menningu, handbragð eða myndlist á Islandi." Fulltrúar ung-renissansins eins og Giotto og síðar Piero della Franeesca minntu Gunnlaug Schev- ing á vorið; þessa fölu liti vorsins, þegar gróðurinn gægist upp úr jörðinni, mjór og íínlegur vísir, sem kemur hæversklega úr moldinni, birta; en svo kemur sumarið með há-renissansinum Michelangelo, Titian og Raph ael eins og ávöxt- ur, fullur af safa; og loks haustið með Tin- torr- etto. í staðinn fyrir föla og bjarta liti vorsins koma dökkbrúnir litir haustsins í mynd- um Tintorrettos. Og það er eins og þessir litir undirstriki að þetta tímabil sé að fella laufið. Eftir það má tala um úrkynjun í ítalskri list og renissansinn leysist upp. Eitt- hvað svipað fannst Gunnlaugi vera að gerast í málaralist vorra daga, en sá væri þó munurinn, að fyrr á tím- um væri mælt í öldum, nú í árum og áratugum. Hann vissi ekki, hvað koma mundi, en hafði þó nokkrar áhyggjur af því, hvemig listin hefði verið dauðhreinsuð og öllu raunsæi úthýst úr myndinni. Og nú krefðust tassistamir þess, að ekkert væri eftir nema liturinn. Honum fannst þeir hafa gengið of langt. Ekki var örgrannt um, að honum fyndist tassist- amir minna sig á menn í sjávarháska, sem hefðu kastað öllu fyrir borð, en létu ekki þar við sitja, heldur hefðu þeir einnig tekið negluna úr bátnum. Myndir tassistanna fannst honum oft minna á verk Kjarvals, en sambandið við náttúruna hóf þau langt yfir tassis- mann, að dómi Gunnlaugs. M. Gunnlaugur Scheving/Vor úr vetri 1963 FTRLÝSING SÆNSKU málnefndarinnar um að lögfesta beri stöðu sænskunnar vakti at; hygli hér á landi. í grein sem fyrrverandi formaður nefndarinn- ar og skrifstofustjóri hennar skrifuðu og var birt hér í Morgun- blaðinu voru raktar ástæður þess að nefnd- in taldi rétt að grípa til svo afgerandi ráðstafana. Meginástæðan er sú að styrk sænskunnar og gagnsæi sé ógnað af breyttum aðstæðum. I greininni segir: „Við búum við nýjar aðstæður sökum vaxandi Evrópu- og hnattvæðingar, jafnt í efna- hags- og stjórnmálum, og ekki síst vegna upplýsingabyltingarinnar." I greininni eru talin upp ýmis svið þjóðlífsins þar sem sænskan er að hörfa smátt og smátt. Á menntaskólastigi er enska notuð í æ ríkara mæli, en á efri skólastigum og við rannsóknir er ensk tunga nánast að verða ríkjandi. „Þegar í grunnnámi eru kennslubækur á ensku í mörgum deildum," segir í greininni, „og í rannsóknarnámi er bæði rætt og ritað á ensku um sérgreinar. Þetta er vísast gott en ekki vandkvæðalaust. Óskum við þess, að þeir sem koma til með að stunda náttúruvísindi í framtíðinni verði til dæmis útilokaðir frá að ræða umhverfis- og heil- brigðismál eingöngu sökum þess að þeir geta ekki miðlað þekkingu sinni á sænsku? Eiga hugvísindamenn, stjómmálamenn og blaðamenn að sitja einir að umræðunni?“ Höfundar greinarinnar rekja fleiri dæmi um það hvernig áhrif enskunnar verða sí- fellt meiri á kostnað þjóðtungunnar. í alþjóðavæddu atvinnulífinu gegnir enskan æ meira hlutverki. Pólitísk umræða fer í auknum mæli fram innan alþjóðlegra stofnana. Þar er enskan helsta samskipta- málið. Auk þess verða viðfangsefni sænskra stjórnmála minni og um leið minnkar hlutverk sænskunnar. Engilsax- nesk áhrif flæða yfir á popprásum útvarps og sjónvarps, segja greinarhöfundar, og enskan er jafnvel farin að setja mark sitt á sænskt menningarlíf. Hættuna, sem sænsku málnefndarmenn- imir sjá í þessari þróun, segja þeir felast í því að þegar hætt er að nota tungumál á einhverju sviði falla mörg orð í gleymsku og nauðsynlegur orðaforði þróast ekki í takt við þróun samfélagsins og vísindanna. Ályktun þeirra er því sú að rétt sé að slá því föstu að sænskan eigi að ráða ríkjum í Svíþjóð og hana skuli rækta sem tungu er dugi á öllum sviðum. „Á sænsku á að vera hægt að tala um allt frá vísindum til hag- fræði, menningar og stjórnmála, án þess að inntakið rými eða verði léttvægt. Auk þess leggur nefndin til að ákvarðanir, sem tekn- ar eru á opinberum vettvangi, verði metn- ar út frá áhrifum á tungumálið, líkt og mat er lagt á umhverfis- og jafnréttisáhrif.“ ÞESSAR TELLÖGUR sænsku málnefndar- mannanna eru at- hyglisverðar og vekja íslendinga til umhugsunar um lagalega stöðu tungu sinnar. Áhugaverðara er þó að skoða orsökina fyrir þessum róttæku viðbrögðum Svíanna en þeir hafa, eins og fram kemur í greininni, hingað til ekki haft miklar áhyggjur af stöðu tungu sinnar, að minnsta kosti ekki í samanburði við okkur íslend- inga. Ástæðan fyrir áhyggjum Svíanna em þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa á umhverfi þeirra og aðstæðum, breytingar sem rekja má til hnattvæðingarinnar og eiga auðvitað við alls staðar. Málnefndar- mennirnir ræða mest síaukna útbreiðslu enskunnar sem stafar einkum af því að fjölþjóðlegt samstarf á sviði viðskipta, stjórnmála og menningar er sífellt að aukast. Heimurinn skreppur saman með hverjum deginum sem líður og verður fyrir vikið stöðugt einlitari. I augum sumra er hnattvæðing raunar fyrst og fremst alþjóðavæðing bandarískra Hnattvæðing - einkenni, afleiðingar og viðbrögð REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. ágúst Morgunblaðið/Amaldur UNGA kynslóðin hefur sjaldan slegið hendinni á móti rjómaís í brauðformi. ~ 1 •r '• £§j| í '-HÓ y ■ | L _ pfg! I- ■ r— ÍfÍF- ■ fci M Lrfshil v. k 'jT -- .-'+7: gilda og menningar. Flestir vilja leggja víð- ari skilning í fyrirbærið. Megineinkennið er sú augljósa þróun að landfræðilegar fjar- lægðir skipta minna og minna máli í alþjóð- legum viðskipta-, stjómmála- og menning- arsamskiptum. Ný tækni hefur komið til sögunnar, viðhorf og vinnubrögð á alþjóð- legum fjármálamörkuðum hafa breyst og hin ýmsu ríkjasambönd hafa verið stofnuð; allt hefur þetta orðið til þess að má burt landamæri sem einkenndu heiminn fyrir fáeinum árum. Litið hefur verið á hnatt- væðinguna sem sigur markaðshyggjunnar, hugsjóna hinna fijálsu markaðsviðskipta. Þetta stendur heima því að samhliða lýðræðisþróuninni í heiminum - og að hluta til vegna hennar - hefur vægi heims- markaðarins aukist í efnahagslegum og póhtískum skilningi. í hnattvæðingunni felst að allir þessir kraftar vinna í eina átt ólíkt því sem gerðist á tíma kalda stríðsins þegar tveir ólíkir kraftar toguðust á. Afleiðingin hefur verið sú að hugmyndafræðilegar andstæður hafa máðst burt að miklu leyti. Sumir vilja ganga svo langt að segja að komist hafi á eins konar einræði, hugmyndafræðileg einsleitni sem kenna megi við frjálslyndi - allt eigi að vera opið og frjálst. Sú túlkun er öfgakennd en vekur samt hugrenninga- tengsl við ýmislegt sem er að gerast í við- skiptalífi, stjórnmála- og menningarlífi, bæði hérlendis og erlendis. Önnur hlið á hnattvæðingunni er viðbrögðin við henni sem hafa einkénnst af ótta, andstöðu og ýmsum aðgerðum til þess að sporna við þessari hröðu þróun. Þessi síðasti áratugur aldarinnar hefur því, þrátt fyrir þróunina í átt til aukinnar einsleitni, einkennst af miklum átökum. Við sjáum óttan og andstöðuna við hnattvæðinguna meðal annars birtast í umræðum um hvort ná þurfi einhverri stjóm á frjálsu flæði fjármagns. Hringamyndun og samþjöppun valds eru vandamál sem snúa ekki aðeins að einstökum ríkjum, heldur hnettinum í heild sinni. Áhyggjur manna vegna þessa endur- speglast með skýrum hætti í fjölmiðlaheim- inum og menningariðnaðinum. Þar hefur sameining fyrirtækja orðið mjög mikil og hröð á undanfömum ámm. Til hafa orðið nokkrir alþjóðlegir fjölmiðla- eða öllu held- ur margmiðlunarrisar sem hafa yfir að ráða þéttu neti miðla af öllu tagi, dagblöð- um, útvarps- og sjónvarpsstöðvum, kvik- myndaverum, auk þess að vera með öfluga starfsemi á Netinu. Með tilliti til áhrifa- máttar þessara miðla hafa víðast hvar í Evrópu og í Bandaríkjunum verið settar strangar reglur um eignarhald á þeim. Með því er reynt að tryggja að óeðlilega mikil völd safnist ekki á hendur fárra einstak- linga. Það hefur hins vegar reynst erfiðara að hamla gegn gríðarlegri útbreiðslu á amerískri fjöldamenningu. Hin miklu áhrif bandarísks menningariðnaðar eiga sér djúpar rætur í Hollywoodhefðinni. Með til- komu sjónvarpsins og gervihnattatækni hefur dreifing þessa efnis orðið sífellt auðveldari og markaðurinn virðist aldrei fá nóg. Eru tillögur sænsku málnefndarinnar aðeins eitt dæmi um viðbrögðin við þessum afleiðingum hnattvæðingarinnar, en óttinn við menningarlega og hugmyndafræðilega einsleitni virðist álíká útbreiddur og efnið sem veldur honum. Tunga og menning í nýju samhengi ÓLÍKT SVÍUM höfum við Islend- ingar lengi unnið að verndun tungu okkar, enda hef- ur hún sérstaka stöðu í þjóðarvitundinni. Hér hefur til dæmis lengi verið unnið gríðarlega öflugt starf í nýyrðasmíð með það að markmiði að takmarka eins og kostur er notkun er- lendra orða á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs- ins. Hljóta þýðingar á nokkrum mest not- uðu stýrikerfum tölva, þar á meðal Windows sem hefur um 80% markaðshlut- deild, að teljast einstakar hjá svo fámennri þjóð. Eigi að síður má ljóst vera að það verður æ erfiðara að halda úti slíkri vernd- arstefnu. Hnattvæðingin setur þjóðtung- una og þjóðmenninguna í nýtt samhengi sem verður að taka tillit til. Þetta þýðir ekki að slá beri af kröfunum sem hingað til hafa verið gerðar til landsmanna um beit- ingu íslenskrar tungu. Þetta þýðir heldur ekki að hverfa eigi frá þeirri stefnu að vernda og viðhalda tungunni. Þetta þýðir einungis að það verði að skoða málið út frá þeim aðstæðum sem upp eru komnar. Það er til að mynda augljóst að flæði er- lends sjónvarpsefnis inn í landið í gegnum gervihnattasjónvarp verður ekki stöðvað. Eins og á gervihnattastöðvunum er mest af efninu sem finna má á Netinu á ensku. Langstærstur hluti tölvuleikja á markaðn- um eru sömuleiðis á ensku. Allt er þetta efni sem höfðar mjög til barna og unghnga. Nefna mætti fleiri dæmi en margt af því sem fram kemur í grein sænsku málnefnd- armannanna á einnig við hér á landi. Öllum er Ijóst að hér duga ekki sértækar aðgerðir á borð við boð og bönn. Sænska málnefndin leggur til að þjóðtungan verði fest í sessi með lögum. Miðað við þá stöðu sem íslensk tunga hefur í þjóðarvitundinni virðist slík aðgerð þjóna litlum tilgangi hér á landi. Nær virðist að grípa til almennra aðgerða sem miða að því að styrkja tung- una í sessi í þessu nýja umhverfi. Það þyrfti með öðrum orðum að hefja sókn, svo sem með því að efla íslenskukennslu í grunn- skólum og framhaldsskólum og styrkja gerð íslensks sjónvarps-, Net- og tölvuefn- is, einkum þess sem höfðar til barna og unglinga. Á fæstum þessara sviða er nóg að gert og á sumum þeirra virðist þróunin ekki vera í samræmi við þann veruleika sem hér hefur verið lýst. Samkvæmt nýrri aðalnámskrá, sem tók gildi 1. júní síðastliðinn og verður farið að starfa eftir skólaárið 2000-2001, á þannig að fjölga kennslustundum í grunn- skóla í heildina tekið, en stundafjöldi í ís- lenskukennslu stendur í stað. Til að bæta gráu ofan á svart eykst stundafjöldi hvað mest í ensku. Rökin á bak við aukna ensku- kennslu eru að undirbúa nemendur betur undir þátttöku í alþjóðlegum samskiptum. Það eru vissulega góð rök. Hins vegar er spurning hvort ekki hefði þurft að viðhalda því hlutfalli sem var á milli íslensku og enskukennslu í grunnskólum og jafnvel auka hlut íslenskunnar. Með almennum aðgerðum er einnig átt við að unnið verði að eflingu íslenskrar menningar yfirleitt. Sumir efast ef til vill um tilgang þess að viðhalda sérkennum ís- lenskrar menningar. En sömu rök liggja á bak við mikilvægi þess og verndun tung- unnar. íslensk tunga og menning geymir einstakt sjónarhorn á heiminn, líkt og öll önnur tungumál og menningarsamfélög gera. Á bak við þetta sjónarhom er þekk- ing og reynsla margra alda sem væri víta- vert að kasta á glæ. Ein af meginástæðun- um fyrir því að menn vilja forðast menning- arlega einsleitni er einmitt sú að hún myndi fækka sjónarhornunum sem maðurinn hef- ur á heiminn, gera manninn einfaldari, hugsun hans fátækari. Menntun, Netvæðing, sam- keppnishæfni EN HNATT- væðingin snert- ir okkur á mun víðtækari hátt. Það sem þjóðir heims óttast kannski einna mest við þessa þróun er að þær séu ekki nægilega vel í stakk búnar til þess að takast á við síaukna samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. I nýrri og athyglisverðri bók sinni, The Lexus and the Olive Tree. Understanding Globalization, segir Thomas L. Friedman, dálkahöfundur við The New York Times, að menntun og Netvæðing séu nú réttustu mælikvarðarnir á samkeppnishæfni þjóða. Hnattvæðingin krefst þess að þjóðir auki þekkingu sína hraðar en nokkru sinni og nýti sér hana á réttan hátt. Auk þess krefst hún þess að þjóðir séu vel tengdar við heiminn, að þær hafi yfir að ráða réttu tækninni og kunni að færa sér hana í nyt. Til þess að kanna samkeppnishæfni þjóðar segist Friedman því annars vegar skoða lista Hewlett-Packard um það hvaða þjóðir heims eru netvæddastar. Og hins vegar rýnir hann í lista OECD um hvaða þjóðir heims hafa hæst hlutfall útskrifaðra stúdenta í árgangi og hverjar þeirra verja stærstum hluta af þjóðartekjum í laun kennara. Segir hann að það komi ekki á óvart að Finnar, sem nú eru sú þjóð sem nýtur hvað mestra lífsgæða, sitji í ein- hverjum af efstu sætum beggja þessara lista. Sé staða Islendinga á þessum listum skoðuð kemur í Ijós að við erum á meðal netvæddustu þjóða heims. Hvað laun kennara varðar erum við aftur á móti tals- vert neðar á lista. Það þyrfti með öðrum orðum að heQa sókn, svo sem með því að efla íslensku- kennslu í grunn- skólum og fram- haldsskólum og styrkja gerð ís- lensks sjónvarps-, Net- og tölvuefnis, einkum þess sem höfðar til barna og unglinga. Á fæstum þessara sviða er nóg að gert og á sumum þeirra virðist þróunin ekki vera í samræmi við þann veruleika sem hér hefur verið lýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.