Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLADIÐ VIKAN 8/8 -14/8 ►ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi leyfi borg- aryfirvalda til byggingar verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúss við Laugaveg 53b. Úrskurðurinn byggist á því að nýtingarhlutfall lóðar- innar sé of hátt miðað við að- alskipulag og að hin fyrir- hugaða bygging sé staðsett of nærri aðliggjandi húsum. ►ARNARVARP gekk vel í sumar, annað árið í röð. Alls komu 19 amarpör 26 ungum á legg. 34 pör urpu svo vitað sé, en varpið misfórst hjá 15 pömm, auk þess sem ekki er vitað hvort sjö önnur pör urpu eða ekki, aðeins að þau komu ekki ungum upp. Mbl/Krist!n Ágústsdóttir ►MARGIR fylgdust með deildarmyrkva á sólu á mið- vikudag. Víða mátti sjá fólk rýna upp í himinhvolfin með dökka filmubúta fyrir aug- um. Á Austurlandi var hins vegar þoka niður í miðjar hlíðar, eins og sjá má á myndinni, og ekkert varð úr fyrirhugaðri sendingu á Net- inu til annarra landa. Eignarhaldsfélagið Orca SA FUNDUR stjórnar Scandinavian Hold- ing, félags í eigu sparisjóðanna, Kaup- þings og Sparisjóðabankans, samþykkti á fimmtudag sölu á 22,5% hlut þess í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til eignarhaldsfélagsins Orca SA í Lúxem- borg. Fjórir einstaklingar veita forystu fjórum hópum fjárfesta sem mynda eignarhaldsfélagið Orca SA þeir Jón Ólafsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Eyjólfur Sveinsson. Félagið á nú 28% hlut í FBA sem skiptist jafnt milli hópanna fjögurra. Sökk við bryggju AÐEINS efsti hluti fyrstitogarans Ým- is HF-343 stóð upp úr eftir að skipið lagðist á hliðina og sökk að mestu við Suðurbakkann í Hafnarfjarðarhöfn á þriðjudagsmorgun. Á miðvikudag tókst að létta skipið og lyfta því þannig að það komst á flot. Tjónið er talið geta numið um eða yfir eitt hundrað milljón- um króna. Nýtt fyrirtæki á Þingeyri NÝTT fiskvinnslufyrirtæki sem stofnað var á Þingeyri í gær ætlar að fjárfesta fyrir hálfan milljarð í kvóta. Eignar- haldsfélagið Burðarós er meðal stærstu eigenda og aðrir stórir eigendur verða útgerðarfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík, Tryggingamiðstöðin og Byggðastofnun. Stofnhlutafé verður um 400 milljónir og kvótinn um 2.000 þorskígildistonn. Sprungur við Kötlu SPRUNGUR hafa myndast í Mýr- dalsjökli við Kötlu og ganga þær þvert á hringlaga sprungur við sigkatlana sem þar eru. Ástæðuna fyrir því að þessar nýju sprungur hafa opnast má að öllum líkindum rekja til jarðhita. Jeltsín rekur ríkis- stjórn Stepashíns BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak ríkisstjórn Sergejs Stepashíns á mánu- dag, tilnefndi Vladímír Pútín, yfirmann rússnesku öryggis- lögreglunnar, forsæt- isráðherra og kvaðst ætla að styðja hann í forsetakosningunum á næsta ári. Stepas- hín er fjórði forsætis- ráðherrann sem Jeltsín hefur rekið á einu og hálfu ári. Líklegt er að til- nefningin verði sam- þykkt í dúmunni, neðri deild þingsins, og fyrsta atkvæða- greiðslan um hana verður á morgun, mánudag. Hafni dúman tilnefningunni þrisvar sinnum hefur forsetinn rétt til að leysa hana upp. Stjómmálaskýrendur töldu hins veg- ar ólíklegt að Pútín yrði kjörinn næsti forseti Rússlands. Ákvörðun Jeltsíns var sögð bera keim af örvæntingu og nokkur rússnesk dagblöð sögðu að meginmarkmið forsetans væri að vemda hagsmuni sína og nánustu ráð- gjafa sinna. Hann er sagður vilja tryggja að næsti forseti veiti þeim frið- helgi frá ákæru. Ottast nýtt kosninga- bandalag Taiið er að Jeltsín hafi ákveðið stjórnarskiptin vegna óánægju með að Sergej Stepashín skyldi ekki hafa tekist að koma í veg fyrir kosningabandalag Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, og hreyfingar helstu héraðsleiðtoga landsins. Sjö miðflokkar gengu í banda- lagið á fimmtudag og annar formanna þess tilkynnti að Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði þegar fallist á að veita því forystu í þingkosningunum 19. desember. Príma- kov nýtur nú meira trausts en nokkur annar stjórnmálamaður Rússlands og talið er að verði hann leiðtogi banda- lagsins aukist sigurlíkur þess í kosning- unum vemlega. Bandalagið stefnir að því að ná meirihluta í dúmunni. ►SKÆRULIÐAHREYFING múslíma í Dagestan lýsti yfir sjálfstæði héraðsins á þriðju- dag eftir að hafa náð nokkmm þorpum á sitt vald um síðustu helgi. Shamil Ba- sajev, einn af helstu skæm- liðaleiðtogum Tsjetsjníu, stjórnar uppreisninni og kveðst stefna að því að hrekja alla rússneska her- menn frá Norður-Kákasus- héruðunum. Stjómin í Moskvu sagði á föstudag að herinn hefði hafið „stór- sókn“ til að fiæma uppreisn- armennina frá héraðinu. Hún vonast til þess að hægt verði að kveða uppreisnina niður innan hálfs mánaðar. ► STJÓRNVÖLD í Pakistan sökuðu Indverja á þriðjudag um fyrirvaralausa árás á landið og áskildu sér rétt til „viðeigandi ráðstafana" eftir að indverskar herþotur höfðu skotið niður pakist- anska eftirlitsflugvél. At- burðurinn magnaði á ný spennuna milli landanna en minnstu munaði að stríð blossaði upp fyrr / sumar. ►MILUONIR manna fylgd- ust með síðasta sólmyrkva 20. aldarinnar víðsvegar um heim á miðvikudag. Sói- myrkvi varð á svæði, sem byggt er tveimur milljörðum manna, og aldrei í sögunni hafa jafnmargir haft tæki- færi til að fylgjast með slík- um atburði. Skýjað var þó á mörgum stöðum, þannig að ijölmargir misstu af myrkv- anum. ► MOMIR Bulatovic, forsæt- isráðherra Júgóslavíu, stokkaði upp f stjórn sam- bandsríkisins á fimmtudag, rak sjö ráðherra og skipaði tólf nýja úr röðum harðlínu- manna og róttækra þjóðern- issinna. Talið er að með upp- stokkuninni vilji Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti treysta sig í sessi. Borís Jeltsin Heilbrigðisráðherra um einkareknar stofur heimilislækna Olíkum rekstri sé stjórn- að af heilsugæslunni INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, segir að það sé stefna ráðuneytisins að rekstrarform hjá heilsugæslulækn- um geti verið sem allra fjölbreyttast, en aðalatriðið sé að þjóna hagsmun- um sjúklinga. Þess vegna þurfi mis- munandi rekstrarform að vera undir stjórn heilsugæslunnar, þannig að þar sé fyrir hendi yfirsýn yfir þá þjónustu sem veitt sé og hægt sé að bera hana saman við það sem gert sé annars staðar. I grein í Morgunblaðinu á sunnu- daginn var, þar sem fjallað er um heilbrigðiskerfið, kemur meðal ann- ars fram að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki heimilað heimilislæknum að opna einkareknar stofur. Ingibjörg sagði aðspurð um þetta að rekstrar- formið sem slíkt væri ekkert aðalat- riði heldur sú þjónusta sem veitt væri þegar um heimilislækningar væri að ræða. Það væri eðlilegt að mismunandi rekstrarform, til dæmis hér í Reykjavík, væru undir stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík, en yfir henni væri ein stjóm. Húsnæðismál heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæð- inu hefðu verið á eftir í samanburði við landsbyggðina, en á rúmu ári hefði verið opnað nýtt húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar í Garðabæ, Mos- fellsbæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Verið væri að opna nýtt húsnæði fyr- ir heilsugæslustöðina í Fossvogi og í undirbúningi væri uppbygging nýs húsnæðis í Grafarvogi. Þá væri einnig ný heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi í undirbúningi. Erfítt að komast til sérfræðinga Hún sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að bjóða út þjónustuna í Voga- og Heimahverfi, þannig að hún yrði einkarekin, en lykilatriði í þeim efnum væri að boðið væri upp á sambærilega þjónustu. Talið væri eðlilegt að hjá hverjum og einum lækni væra um það bil fimmtán hundruð sjúklingar, en grundvallar- atriði væri að tryggja að hver og einn fengi grunnþjónustu. Ingibjörg benti á að rætt væri um að erfitt væri að komast til sérfræð- inga og það væri alveg rétt. Sér- fræðingar væru hins vegar með einkareknar stofur. Þeir héldu því fram að það rekstrarform væri skil- virkt og árangursríkt, en samt væri langur biðtími eftir viðtölum hjá þeim. Ef biðtíminn hefði lengst þyrfti að skoða hvað ylli því. Sama gilti um biðtíma hjá heilsugæslu- læknum. Ráðuneytið væri að láta skoða hvort biðtími hefði lengst hjá þeim og hvort úrskurður kjara- nefndar hefði haft eitthvað að segja í því sambandi. Varðandi umkvartanir fólks þess efnis að erfitt væri að ná símasam- bandi við lækna sagði Ingibjörg að það væri alveg rétt að fólk þyi'fti að bíða lengi í símatímum. Það hentaði fólki oft betur að fá erindi sín af- greidd í gegnum síma hvað varðaði minniháttar mál og það lægi beinast við að athuga hvort stjórn heilsu- gæslunnar gæti lengt símatíma lækna. Morgunblaðið/Jim Smart FÉLÖGUM í Viðeyingafélaginu var boðið á uppsetninguna og hér virða þeir fyrir sér skilti með mynd af þorpinu. Fræðsluskilti í Viðey FJÖGUR fræðsluskilti voru sett upp í Viðey í síðustu viku. Að sögn Þóris Stephensen staðar- haldara eru þau hugsuð ferða- löngum til fróðleiks, en um 22.000 ferðamenn heimsóttu Við- ey í fyrra og stefnir í að tala ferðamanna fari einnig yfír 20.000 íár. Fyrsta skiltið er við bryggju- endann, yfírlitsskilti um eyjuna. Að baki Viðeyjarstofu eru tvö skilti, annað sýnir hugmynd að klaustrinu, mynd sem byggist að hluta á uppgreftrinum sem hefur farið fram. Hitt sýnir Viðeyjar- stað um aldamótin 1800. Fjórða skiltið er hjá Viðeyjarskóla og er þar yfírlitsmynd af þorpinu, sem þar var á árunum 1907-1943. Engin slík mynd hefiir verið til, en með hjálp mynda, sem flestar eru úr safni Örlygs Hálfdánar- sonar og tilsagnar hans tókst að búa til myndina. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur, ávarpaði gesti sem voru viðstaddir uppsetninguna. Þau Margrét Hallgrímsdóttir borg- arminjavörður, Þorsteinn Gunn- arsson arkitekt og Þórir Steph- ensen sögðu frá skiltum um klaustrið og Viðeyjarstofu en Ör- lygur Hálfdánarson frá skiltinu um þorpið. Rukkaður firam sinnura fyrir síratal Bilun milli Frakklands og Lands- símans TALIÐ er að bilun í tengingum milii Landssímans og samstarfs- fyrirtækis hans í Frakklandi hafi valdið því að Landssíminn sendi Lars H. Andersen sím- reikning þar sem rukkað var fyrir fimm samtöl, sem skráð voru samtímis. Annar íslenskur notandi, sem einnig notaði GSM-síma í Frakklandi, fékk hliðstæðar villur á sinn reikning. Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssím- anum, segir að það sé deginum ljósara að einhver villa hafi komið fram við reikningsgerð- ina. „Við höfum kannað málið og það fannst annar notandi, sem líka var staddur í Frakk- landi og þar höfðu svipaðar vill- ur komið fram. Við erum núna með tæknimönnum frá franska símafyrirtækinu að setja upp sams konar aðstæður; hringja í síma með íslensku korti í Frakklandi og fá fram sams konar símtöl og skoða hvað fór úrskeiðis; hvort það var okkar megin eða þeirra. Þetta voru ekki venjuleg símtöl heldur sím- töl úr talhólfum eða faxhólfum, sem var beint í GSM-símann og sum þeirra skráð á sömu sek- úndunni vegna þess að línan er upptekin í einhvern tíma.“ Nýr búnaður varar við háum reikningum Ólafur sagði að svo stöddu ekki hægt að staðhæfa hve há fjárhæð það var sem ofkrafið vai' um. Hann sagði að Lands- síminn væri innan skamms að taka í notkun nýjan búnað í reikningsgerðarkerfi sitt sem við útgáfu reiknings gerir sam- anburð á notkun á ákveðnu símanúmeri mánuðina á undan. „Hann á að gera kleift að sjá ef notkunin er óeðlilega mikil og þá er hægt að kanna hvert mál fyrir sig og leiðrétta villur eða benda notandanum á að kostn- aður hans sé að fara úr böndun- um,“ sagði Ólafur. Hann sagði að búnaðurinn hefði verið próf- aður og vonandi væri ekki langt í að hann komist í gagnið. BESTA BÓKIN um getnað, meðgöngu og fæðingu A£) ElGN^ { BAB* Of *2&? • Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið JÝ bæði frá sjónarhóli móður og ||j barns. * LjóOTyndír, teikníngsf, || ömsjármyndíf og lífiuríl —- samtaís yfír SÖÖI ítmyndfr, m • 350 bls. í stóru broti. FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Slmi 515 2500 • Slðumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.