Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGARNIR Jón Arnar Guðbrandsson og Rúnar Gislason, matreiðslumenn, sem stofnað hafa Sjávarfang sælkerans. SÆLKERAMATUR ÚR SJÁVARFANGI eftir Gunnlaug Árnason SJÁVARFANG sælkerans ehf. var stofnað 7. nóvem- ber 1998 og rekur starf- semi sína að Fiskislóð 117b. Markmið fyrirtækisins er að koma til móts við neytendur og bjóða upp á fiskrétti úr fyrsta flokks hráefni, tilbúna til mat- reiðslu. „Það var vöntun á mark- aðnum af tilbúnum fiskréttum sem neytandinn gæti sett beint í ofninn eða á grillið," segir Jón. „Það er þó nokkuð síðan kjötframleiðendur buðu upp á kryddlegið kjöt og hjálpuðu neytandanum þar með við eldamennskuna. Við sáum að þarna var tækifæri til þess að gera það sama með íslenska fískinn, sem auðvitað er fyrsta flokks hráefni, og ákváðum því að láta slag standa og hleypa af stokkunum Sjávar- fangi sælkerans ehf. Okkar mark- mið er að bjóða upp á veitingahúsa- mat, sem neytandinn getur tekið með sér heim og snætt í eldhúsinu við kertaljós, ásamt þvi að fram- leiða algenga mánudagsrétti eins og plokkfisk og ýsu með raspi. Einnig sáum við okkur leik á borði þegar sumir af stórmörkuðunum fóru að loka fiskborðum sínum til þess að geta lækkað verð til neyt- andans, þannig að einhver varð auðvitað að sjá um að pakka fersk- um fiski til þess að anna þeirri eft- irspurn," segir Jón. En hvar fengu Jón og Rúnar hugmyndina að fyr- irtækinu? „Á meðan við störfuðum erlendis tókum við eftir því að stór- markaðir voru oft ekki með fisk- borð og buðu í staðinn upp á pakk- aðan fisk, sem var tilbúinn til mat- reiðslu," segir Rúnar. „Þegar þessi þróun fór svo að gera vart við sig hérlendis, sáum við að hér var tækifæri til þess að íylla það tóm sem lokun fiskborða myndi skilja eftir sig.“ „Stofnkostnaðurinn var þyngsti bagginn að bera“ Að sögn þeirra félaga var það VIÐSKIPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI Jón Arnar Guðbrandsson og Rúnar Gíslason, matreiðslumenn, eru ungir að árum en hafa komið víða við. Jón fæddist 16. júlí 1970, á Akureyri, og lauk námi frá Hótel- og veitingaskóla ís- lands árið 1993. Hann lærði list sína á Fiðlaranum á Akureyri en hefur starfað sem yfirmatreiðslumaður á A. Hansen og að- stoðaryfirmatreiðslumaður á Grand Hótel. Því næst lá leiðin til útlanda og kokkaði Jón á fímm stjörnu skemmtiferðaskipi, sem sigldi um Miðjarðarhafið, en skipið hafði aðalskrifstofur í Bandaríkjunum. Síðar starfaði Jón á Columbia George hótel- inu í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Rúnar fæddist í Hafnar- firði 25. nóvember 1971 og kláraði skólann sama ár og Jón. Hann lærði á Holtinu og starfaði þar eftir útskrift. Seinna gerðist hann kokkur á skemmtiferðaskipi, sem sigldi til Eystrasaltslandanna og um Miðjarðarhafið, en gerðist iand- krabbi á ný og starfaði sem kokkur á Restaurant Luise í Ósló, sem er einn stærsti veitingastaður í Evrópu. Stuttu eftir að Rúnar kom heim frá Noregi tók hann við rekstri mötuneytis Stöðvar 2.1 nóvember 1998 stofnuðu þeir félagar svo fyrirtæk- ið Sjávarfang sælkerans ehf., sem sérhæfir sig í úrvalsfiskrétt- um úr fyrsta flokks hráefni. mikil vinna sem fór í að koma fyrir- tækinu úr startholunum og var stofnkostnaðurinn þyngsti bagginn að bera. „Það var einna erfiðast að fá inn fjármagn til þess að kaupa vélamar," segir Jón. „Við keyptum meira af notuðum tækjum til þess að byrja með en pökknunarvélar og vigtar keyptum við nýjar. Við erum búnir að borga niður svo til allan tækjakostnaðinn í dag með mikilli vinnu en við höfum reynt að hafa það þannig að við kaupum ekki inn ný tæki nema við eigum fyrir þeim og vinnum frekar aðeins meira í höndunum í stað þess að safna skuldum. Einnig höfum við verið heppnir með samstarfsaðila en við höfum átt góð viðskipti við íspakk ehf., Plastos miða og tæki efh. og svo hefur Fiskbúð Hafliða séð okkur fyrir hráefninu," segir Jón og bætir Rúnar því við að oft á tíðum sé erfitt að fá gott hráefni fyrir íslandsmarkað. „Það vill oft verða svo að besta hráefnið er selt út, enda mörg íslensk íyrirtæki, sem eru í útflutningi, búin að skuldbinda sig erlendis og lofa ein- hverju ákveðnu magni,“ segir hann. „Á ákveðnum tímum er sleg- ist um hvem sporð enda margir um hituna. Þegar lítið framboð er á sjávarfangi höfum við bara lagt áhersluna á lax og silung en við buðum upp á lax, fylltan með spínati og rjómaosti fyrir nokkru, tilbúinn í ofninn. Hins vegar eram við alltaf með eitthvað af sjávar- fangi en við viljum gott hráefni, sem stundum er einungis til í tak- mörkuðu magni. Við eram tilbúnir til þess að borga aðeins meira fyrir það sem skilar sér reyndar í aðeins hærra vöraverði en með þessu er- um við þó að tryggja það að neyt- andinn fái alltaf bestu vöruna." Saumaklúbbakonumar eru okkar helsti auglýsingamiðill Pakkaður fiskur og sjávarfang í kryddlegi eða með sósum er nýj- „Á meðan við störfuðum erlend is tókum við eftir því að stórmark- aðir voru oft ekki með fiskborð og buðu í staðinn upp á pakkaðan fisk, sem var til- búinn til mat- reiðslu. Þegar þessi þróun fór svo að gera vart við sig hérlendis, sáum við að hér var tækifæri til þess að fylla það tóm sem lokun fiskborða myndi skilja eftir sig.“ ung á íslandsmarkaði og þurftu þeir félagar að kynna vöra sína rækilega fyrir neytendum. „Við tókum þann pól í hæðina að það þýddi ekkert að keyra á einhverju auglýsingaprógrammi til þess að kynna vandmeðfarna matvöra eins og fisk,“ segir Jón. „Islenskir kaupendur era vanir ferskum fiski og era, að við höldum, örlítið hræddir við að kaupa pakkaðan fisk. íslendingar vilja helst velja sín eigin flök og því er eina leiðin til þess að kynna þessa vöru al- mennilega að leyfa fólki að smakka hana. Við höfum verið með fjöld- ann allan af kynningum í stór- mörkuðunum, og þar kemur kraft- ur kynninga í ljós, en þá þrefaldast salan og helst þannig í þó nokkurn tíma á eftir. Að okkar mati era munnleg meðmæli besta auglýs- ingin og með þvi að halda vöru- kynningar í stórmörkuðunum fær varan að tala sínu máli. Það er það eina sem gildir, og við höfum heyrt það útundan okkur að það sé verið að tala um fiskinn okkar í sauma- klúbbum og segja má að konurnar í saumaklúbbunum séu okkar helsti auglýsingamiðill. Hins vegar er það ljóst að við þurfum að minna á okkur og okkar vöru þegar fólk hefur prófað hana og henta þá hefðbundnar auglýsingar vel.“ En hver er helsti markhópur fyrirtækisins? „Það var alltaf ætl- unin að vera eingöngu með „gour- met“-fiskrétti, sem jöfnuðust á við fínasta mat á veitingahúsum. En við búum í litlu landi þar sem markaðurinn er smár og við sáum að það er hreinlega ekki markaður fyrir svo sérhæfða fiskvöra," segir Rúnar. „Við fórum út í að fram- leiða, í bland, svona hefðbundnari rétti, líkt og ýsu með raspi, en það hefur gengið vonum framar. Kannski er það rigningunni að þakka í sumar en þegar sól er úti minnkar fisksalan af því að það fara allir út að grilla kjöt,“ segir Rúnar brosandi. Fyrst að ná góðum tökum á innanlandsmarkaðnum Sjávarfang sælkerans ehf. er ungt fyrirtæki í stöðugum vexti og er áætluð ársvelta fyrirtækisins á næsta ári um 80 milljónir. Það stendur til að fyrirtækið fari að markaðssetja og selja vöra sína á erlendum markaði en rætt hefur verið við þá félaga í því sambandi. „Við eram að athuga útflutning til Frakklands þessa stundina," segir Rúnar, „en við gerum okkur fulla grein fyrir því að við eigum eftir að vinna mikla rannsóknarvinnu og búumst við að það taki nokkur ár að koma útflutningsbatteríi í gang. Við verðum fyrst að ná góðum tök- um á innanlandsmarkaðnum áður en við getum farið að einbeita okk- ur að útflutningi. Það verður því að bíða í bili og við verðum að gefa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.