Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ^40 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MINNINGAR t * Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR PÉTURSSON, Geitlandi 8, lést á Landspítalanum föstudaginn 6. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélags fslands og annarra sem komu að hjúkrun hans. Pálína M. Bjarnadóttir, Páll Sölvason, Arna Guðmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, 4 íris Guðmundsdóttir, Hera Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson, Pétur Bjarni Guðmundsson, Fjóla Ólafsdóttir og böm. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis í Gnoðarvogi 26, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 12. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Friðrik Gunnarsson, Benedikta Ásgeirsdóttir, Þóra Júlía Gunnarsdóttir, Ómar Franklínsson, Karl Gunnarsson, Kristín Thoroddsen, Jóhann Hinrik Gunnarsson, Vilhjálmur Gunnarsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Jómnn A. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, JÖRUNDUR FiNNBOGI GUÐJÓNSSON frá Kjörvogi, sem lést af slysförum í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Rannúa Leonsdóttir, Guðmunda Þ. Jónsdóttir Gunnrid, Högni, Ellef, Torgunn, Leona, Niels, Ragnheiður, Bergvin, barnabörn, systkini og fjölskyldur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Birkigrund 9b, Kópavogi, andaðist að kveldi fimmtudagsins 12. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Einar E. Sæmundsen, Helga Ásgeirsdóttir, Ólafur G.E. Sæmundsen, Guðríður Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Einarsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Jónína G. Einarsdóttir, Óli K. Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU ÁGÚSTSDÓTTUR, Hrafnistu Reykjavík. Ásmundur Guðmundsson, Eyþór Guðmundsson, Þórdís Sigurðardóttir, Arinbjörn Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR ASGEIR BJÖRNSSON OG GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR + Guðmundur Ás- geir Björnsson fæddist á Efstu- Grund undir Eyja- fjöllum í Rangár- þingi 10. desember 1906. Hann lést 3. september 1976 og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. september 1976. Guðmunda Ágústs- dóttir fæddist í Kálfadal í Austur- Húnavatnssýslu 12. aprfl 1908. Hún lést 23. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 4. ágúst. Frá blautu barnsbeini var ég tíður gestur hjá föðurafa mínum og ömmu á Skúlagötu 52 í Reykja- vík. Afí minn, Guðmundur Ásgeir Björnsson, er mér því ekki síður minnisstæður en hún amma þótt hennar hafi notið mun lengur við. Þegar amma kvaddi þennan heim hinn 23. júlí síðastliðinn runnu margar hugsanir gegnum höfuð mitt. Margar þeirra voru tengdar því sem ég gerði og upplifði með afa og ömmu saman. Þau voru ófá ferðalögin og tjaldútilegurnar sem farið var í í „gamla daga“ á meðan afa naut við. Fleira rifjast upp. Ail- ar ferðirnar með afa á sunnudags- morgnum út í Örfirisey og víðar sem og margskonar erindi þar sem ég var hafður með sitjandi afturí Skódanum. Sögurnar sem amma sagði mér úr sveitinni og af álfum og tröllum eru minnisstæðar enda sagði amma listilega frá. Sjálfur var ég sæmilega liðtækur skák- maður á unglingsárum. Ég gleymi því aldrei þegar pabbi plataði mig til að tefla við ömmu. Þótti mér það nú hálfvandræðalegt að fara að „mala“ hana ömmu gömlu sem þá var að komast á sjötugsaldur- inn! Ekki varð uppákoman minna vandræðaleg þegar ég tapaði skákinni! Amma hálfvorkenndi mér en karl faðir minn hlær enn að þessu. Skákgáfa fjölskyldunnar kemur frá henni ömmu og má nefna að Arinbjörn föðurbróðir minn var einn af fremstu skák- mönnum íslands á 6. og 7. ára- tugnum. Afi og amma voru ólík. Afi lét gjarnan fá orð nægja, en þeim fylgdi áhersla. Amma hafði oft orð fyrir þeim. Afi hafði mikinn áhuga á pólitík og var eldheitur sósíalisti. Ekki voru íhaldinu nú alltaf vandaðar kveðjurnar og er mér sérstaklega minnisstætt frá árum Víetnamstríðsins að þeir kollegar Johnson og síðan Nixon Bandaríkjaforsetar áttu nú ekki upp á pallborðið hjá mínum. En þótt afi væri heitur baráttumaður á vinstri væng stjórnmála og lægi sjaldan á skoðunum sínum fann ég oft sterklega hversu trúaður hann var. Hann mátti heldur ekkert aumt vita eða sjá. Ég tel Guðmund afa minn þann góðhjartaðasta mann sem ég hef nokkru sinni kynnst. Guðmunda amma var meiri fé- lagsvera og dugnaður hennar við að fara á mannamót tel ég að hafi hjálpað henni mikið eftir að hún varð ekkja. Það var fyrst hin seinni ár þegar þrekið fór þverrandi vegna aldurs að hún einangraðist meira. Ég held að henni hafi gengið iila að sætta sig við það hlutskipti. Ógleymanleg er framganga hennar við sölu happdrættismiða í byrjun níunda áratugarins þegar mann- eskjan farin að halla í áttrætt fór um borgina þvera og endilanga í sölumennskunni og ekki stóð á að miðamir gengju út. Uppúr öllum minningum um afa og ömmu stend- ur þó öll hlýjan og umhyggjan sem ég naut af hálfu þeirra frá blautu bamsbeini. Það sem þau gáfu mér meðan þeirra naut við hefur orðið og mun verða mér veganesti í líf- inu. Með fráfalli ömmu nú sumarið 1999 kennir viss tómleika - nær- vera sem skipt hefur mig máli er ekki til staðar lengur. Þetta gildir líka um afa þótt hann hafi látist fyr- ir 23 ámm, að vissu marki lifði hann áfram fyrir mér gegnum ömmu. Nú er lokið ákveðnum kafla tilveru minnar, afi og amma á Skúlagötunni tiiheyra bæði sögunni en minning þeirra lifir og mun alltaf lifa hjá mér sem naut þess að verða þeim samferða svo lengi sem raun bar vitni. Takk fyrir allt, elsku afi og amma. Grétar. SÆMUNDUR RAGNAR ÓLAFSSON Sæmundur Ragnar Ólafs- son fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1939. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reylqa- víkur 20. júní síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Háteigskirkju 30. júní. Við áttum lampa, hansjjósvarstyrkur þávaróttinnfjarri og aldrei myrkur. Og þvi var lífið ilampansskini eins og gisting hjá góðum vini. Nú er Iampinn brotinn ogloginndáinn. Við störum orðvana út í bláinn. (Kristján frá Djúpalæk) Sæmundur Ragnar Ólafsson hefði orðið sextugur á morgun hefði hann fengið að lifa. Að kveldi dags kveiki ég á litlu kerti fyrir vin minn til að hann rati rétta leið í átt til ljóssins. Mig setur hljóða, lífið hefur ekki og mun aldrei undirbúa mann- eskjur fyrir dauðann. Öll vitum við að lífinu fylgir dauði en við vonum alltaf að slfloi megi fresta. Aldrei hefði ég trúað því að það yrði svona örðugt að verða fullorðin. Bemskan og sakleysið byrgja okkur fyrir erf- iðleikum hinna þrosk- uðu og fúllmótuðu en þegar við eldumst á ýmislegt torvelt fyrir okkur að liggja. Mann- eskjan er með stórt hjarta og ekki veitir af þegar lítill hluti þess deyr í hvert skipti sem manneskjan verður fyrir mótlæti. Kannski er ég eigingjöm þegar ég sit hér fyrir framan tölvuna og hugsa um minn missi. Sá missir er aðeins brot af sorginni sem hún elsku Magga mín á við að stríða. En ég get ekki að því gert, hér flæða tárin niður kinnar mínar og ég reyni að ímynda mér hvernig Möggu h'ður sem hefur misst það sem reynist mikilvægast í lífinu þegar á reynir. Hún hefur misst hinn helminginn sinn, makann og lífsfömnautinn. Þegar Magga og Sæmi tóku á leigu ysta hesthúsið á Gunnars- hólma hrósuðum við öll, sem þar vomm fyrir, happi yfir hvað við vor- um heppin með nábúa. Ekki aðeins að þau væm yndislegt fólk og ást- fangin upp fyrir haus, þau vora líka hafsjór af fróðleik um hin ýmsu Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. málefni. Þau gátu þulið upp ættir hrossa, gamlar sögur um skemmti- legt fólk og segja má að þau hafi haft skoðanir á næstum öllu. Einnig vom þau hrossaræktendur fram í fingurgóma og áttu marga mjög góða hesta. Nú mun Magga halda áfram að framkvæma allt það sem hún og Sæmi höfðu ákveðið saman. Lífið heldur áfram og ekki þýðir að stoppa eina stund því þá hleypur fjörið frá manni. Það var með ólíkindum hvað Magga og Sæmi féllu vel inn í þrönga hópinn okkar á Gunnars- hólma. Gott var að koma til þeirra í hlýlega kaffistofuna og alltaf var heitt á könnunni. Daginn áður en Sæmi veiktist kíkti ég yfir til þeirra í hádeginu til að spjalla, reykja nokkrar sígarettur og kíkja á hest- ana þeirra Möggu. Við stóðum öll þrjú heillengi yfir merinni hennar Möggu, Rögg, og Sæmi þuldi upp fyrir mig allar einkunnir sem merin hafði fengið í dómi þá um vorið. Það leyndi sér ekki hvað hann var stolt- ur, eins og yfir öllum hrossunum sínum. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann sýndi okkur Hnött, einn fallegasta graðhest sem ég hef séð á ævinni. Sæmi fór út hlaðið á Gunn- arshólma og kom til baka á fljúg- andi tölti með bros á vör og glæstir vom hrossið og reiðmaðurinn. Ég vildi að ég hefði verið með mynda- vél til að eiga þessar fallegu sek- úndur á filmu, en í staðinn geymi ég myndina í hjarta mér ásamt minningu um yndislegan mann. Ég veit að tíminn læknar engin sár þótt margir segi það, hann legg- ur aðeins létta þoku yfir minning- amar en samt er það alltaf jafn sárt. Elsku, besta Magga mín, ég trúi því að Sæmi hafi skilið við heiminn betri en þegar hann kom. Ég votta þér, börnum Sæma og öðmm að- standendum mínar heitustu sam- úðaróskir. Megi minning hans lifa að eilífu, ég veit að hún gerir það hjá mér. Fyrir hönd hestafólksins á Gunn- arshólma, Erla K. Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.