Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SÖNGKONAN BRITNEY SPEARS ER VENJULEG UNGLINGSSTÚLKA Frægðin spennandi og skelfíleg í senn sinn er Larry Rudolph, sem er lögfræðingur í skemmtanabransanum, gerðist framkvæmdasljóri hennar og kom henni á samning við Jive-útgáfufyr- irtækið árið 1997. Á þessu ári hefur frægðarljómi hennar þó skinið skærast og er hún eini nýlið- inn í tónlistinni sem hefur komið bæði smá- skífu og breiðskífu með sama nafni í fyrsta sæti á bandarískum vinsældalistum samtímis. Tónlist Spears er í anda R&B og sumir vilja meina að innra með henni leynist mikil soul-söngkona. „Ég er ekki svo viss um það,“ segir hún hlæjandi. „Ég ólst upp við ýmsar tegundir tónlistar. Foreldrar mín- ir hlustuðu t.d. mikið á blústónlist. Lengi vel gerði ég mér enga grein fyrir því hvers konar tónlist þetta væri. En svo var ég eitt sinn stödd á veitingastað í New Orleans og heyrði Otis Redding-lagið „I’ve Been Lov- ing You Too Long“ og heillað- \ ist gjörsamlega. Næsta dag keypti pabbi safndisk með Ot- is Redding handa mér og ég hef dáð og dýrkað stíl hans og tónlist síðan þá.“ Auk Reddings hefur Spears gam- an af Arethu Franklin, Lauryn Hill, Mariuh Carey og Brandy. En skemmtileg- ast þætti henni að koma fram með Madonnu eða Prince einhvern tímann. Þangað til það gerist ætl- ar Spears að vera á tón- leikaferðalagi og njóta lífsins. „Það er svo margt sem hefúr gerst á stuttum tíma hjá mér,“ segir hún. „Ég var vön að syngja í verslana- miðstöðvum um landið þar sem allir sem leið áttu um gátu hlust- að. Svo að tónleikaferðalög eru mjög stórt stökk fyrir mijg. Þau gera mig taugaóstyrka. I raun er það bæði spennandi og skelfilegt í senn.“ En að heiman er Spears óumdeilanleg unglingadrott- ing poppsins. Hún hóf feril BRITNEY Spears er aðeins saulján ára og ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í dag. Poppdrottningin SÖNGKONAN unga, Britney Spears, hefúr selt yfir fimm milljónir eintaka af fyrstu plötu sinni „ ... Ba- by One More Time“. Hún er þekkt um allan hcim en samt líta íbúarnir 2.500 í heimabæ hennar, Kentwood, ekki á hana sem stórsljörnu. Þess í stað segja þeir hana sveitastúlku sem hafi náð góðum árangri. „Ég fæ enga sérþjónustu heima," segir Spe- ars. „Það er einmitt það sem er skemmtilegast við að koma heim. Það er ekki farið í neinar skrúð- göngur eða neitt í þá veruna. Ég hef gott af því, það heldur mér niðri á jörðinni." Spears er aðeins sautján ára en ólíkt mörgum unglinga- stjörnum og jafnvel þeim eldri lætur hún frægðina ekki hafa of mikil áhrif á sig. Andlit hennar hefur birst framan á flestum tímaritum í Bandaríkjun- um og hún hefur komið fram í Ijölmörgum spjall- þáttum en engu að síður virðist hún vera venjuleg- ur táningur. Fyrr á þessu ári lét hún það eftir sér að kaupa draumabílinn: hvítan Mercedes Bens með blæju. „Ég hef gam- an af því að versla og borða alls konar skyndi- bitamat, leika við hund- inn minn og gera margra aðra skemmtilega hluti. Þegar ég kem heim er mamma vön að elda uppá- haldsmatinn minn svo að húsið angar af dýrindis matarlykt. Bestar þykja mér ristaðar ostasamlokur og kjúklingur. Það er eins og ég hafí aldrei farið að heiman, ég er bara gamla góða Britney heima hjá mömmu.“ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 55A 'tephan Rosendhal, förðunarmeistari og Helga Sigurbjörnsdóttir kynna haust- og vetrarlitina 2000 Món. 16.8. Oculus, Austurstræti. Þri. 17.8. Andorra, Hafnarfirði. Mið. 18.8. Snyrtistofan Guerlain, Óðinstorgi. Fim. 19.8. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. Fös. og lau. 20. og 21.8. Clara, Kringlunni. Aðrir útsölustaðir: Sandra, Smáratorgi, Stella, Bankastræti, Amaro, Akureyri og Keflavíkurapótek. HAUST- OG VETRARLITIR INN í NÝJA ÖLD * T 1 NO NAME COSMETICS Kennarar NO NAME förðunarskólans eru allir með áralanga reynslu af kennslu og störfum á sínu sviði og hafa margir fyrrum nemenda skólans unnið til eftirsóttra verðlauna og viðurkenninga. ^ Tísku- og Ijósmyndaförðun, þrfr mánuðir • Kennsla hefst 6. september á morgun- og kvöldnámskeið. Nemendur útskrifast sem förðunarfraeðingar. NO NAME Förðunarskóli | með sérstöðu! Skólinn gefur nemendum kost á að velja úr fjölbreyttu úrvali merkja til að vinna með en þeir geta einnig komið með sínar eigin vörur. Á þennan hátt öðlast þeir dýrmæta reynslu og þekkingu á ýmsum vöru- merkjum og eykur það atvinnutækifærin til muna að námi loknu. Leikhús- og kvikmyndaförðun, þrír mánuðir • Kennsla hefst 6. september og er námskeiðið fyrir þá sem lokið hafa þriggja mánaða námi í tísku- og Ijósmyndaförðun. Kennari er Birta Björnsdóttir förðunarfræðingur. • Unnt er að taka bæði námskeiðin saman og er námstíminn þá sex mánuðir. NO NAME förðunarskólinn Hafðu samband og fáðu sendan kynningarbækling. Bókun og nánari upplýsingar í síma 561 6525 noname@islandia.is • www.noname.is Skráning er hafin á námskeið í janúar 2000. Förðun: Svala Björg Reynisdóttir nemandi á sumamámskeiði 1999 Ljósmyndun: Atli Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem sótt hafa um inngöngu á haustnámskeið NO NAME förðunarskólans. Þar sem biðlisti er kominn á morgun- og kvöld- námskeið skólans höfum við ákveðið að bæta við öðru morgunnámskeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.