Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 29 EG VEIT ekki hvað ég gerði ef ég hefði ekki Álfaland," segir Guðbjörg Magnúsdóttir, móð- ir Magnúsar Óla Jóhannssonar, sem er þriggja ára og fjölfatlaður frá fæðingu. Hann þarf stöðuga umönnun, getur ekki tjáð sig og hefur ekki stjórn á hreyfingum sínum. Magnús hefur átt við mikil veikindi að stríða frá upphafi. Hann er flogaveikur en er á lyfj- um sem halda sjúkdómnum niðri að mestu. Nú er svo komið að hann nærist eingöngu í gegn um slöngu á maganum. Þegar Magnús fæddist bjó Guðbjörg í Þýskalandi. Hún kom heim til Islands til þess að eign- ast hann og fór aftur út nokkru síðar. Ekki vöknuðu neinar grunsemdir um að ekki væri allt með felldu hjá Magnúsi fyrr en hann fékk fyrsta flogakastið viku- gamall. „Upp frá því kom smátt og smátt í ljós hvað hann er mikið fatlaður. Við bjuggum í Þýskalandi fyrstu tvö árin hans og vorum meirihluta þess tíma inni á sjúkrahúsum," segir Guðbjörg. „Það er ekki hægt að skilgreina fötlun hans nákvæmlega og ástæðan fyrir henni er ekki kunn. Veikindin sem hann hefur átt í stafa að hluta til af fötluninni, til dæmis fær hann mjög oft lungnabólgu sem þarf að leita lækninga við, en lungnabólgan kemur meðal ann- ars vegna þess að hann liggur svo mikið og andar grunnt. Annars er hann búinn að vera mjög hraust- ur undanfarið. Hefur ekki þurft að leggjast inn á spítala síðan í apríl.“ Guðbjörg er söngkona og getur hagað vinnu sinni þannig að hún er heima á daginn. Magnús er sex stundir á dag í leikskólanum Lyngási, sem er eingöngu ætlaður fötluðum börnum. „Það er yndis- legt fyrir okkur bæði,“ segir hún. „Hann er sóttur í rútu á morgn- ana og keyrður heim. Þar fer hann í sund og sjúkraþjálfun og hittir önnur börn.“ Hún segist afar ánægð með starfsemina í Álfalandi. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að geta látið hann frá mér þangað sem ég veit að annast er fullkomlega um hann. Ég verð að fá tækifæri til að eiga mitt eigið líf líka og geta gert hluti sem ég get ekki þegar ég er með hann.“ Magnús dvelur oftast eina helgi og þrjá virka daga í mánuði í Alfalandi. Guðbjörg segist þó kjósa að hann gæti dvalið þar lengur því með tímanum verður erfiðara og erfiðara og annast hann. „Hann er orðinn svo stór og þungur að það er orðið mjög erfitt HREFNA Egilsdóttir segir að Álfaland sé orðið eins og annað heim- ili írisar dóttur sinnar og eðlilegur hluti af lífi fjölskyldunnar. Foreldrar ánœgðir með Alfaland ÓLAFUR Snævar Aðalsteinsson tók Iagið í tómstundaherberginu þar sem hægt er að sinna ýmsum listgreinum. Með lionum eru móðir hans, Hrönn Kristjánsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. GUÐBJÖRG Magnúsdóttir með son sinn, Magnús Óla Jóhannsson. „Ég veit ekki hvað ég gerði ef ég hefði ekki Álfaland," segir hún. að lyfta honum. Ég get ekki séð hvernig ég get annast hann í framtíðinni, það verður meira en eins manns vinna." Hún tók ný- lega þá ákvörðun að sækja um fyrir hann á vistheimili fyrir börn. „Það var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun, en ég verð líka að hugsa um heilsu mína og framtíð. Honum líður mjög vel hér í Álfalandi og vist hans hér hefur hjálpað mér við að sætta mig við þá hugmynd að ef til vill komi ég ekki til með að geta annast hann alla tíð. Ég er þó alls ekki að fara að senda hann á vistheimili alveg á næstunni, það getur tekið allt að því tíu ár að fá pláss, því heimilin eru svo fá.“ Líka góður fé- lagsskapur fyrir krakkana „Óli er alltaf hæstánægður með að fá að koma hingað," segir Hrönn Kristjánsdóttir um son sinn, Ólaf Snævar Aðalsteins- son, sjö ára. Hann fæddist með Mohr-heilkenni sem er erfðagalli sem lýsir sér meðal annars í al- mennum vöðvaslappleika, skarð í vör og holum gómi og veldur því að hann er mjög seinn til andlega sem líkamlega. „Hann fór mjög seint að ganga og líklegt þótti að hann myndi ekki tala. Það hafa þó orðið ótrúlegar framfarir á hon- um, og mun meiri en við þorðum nokkurn tímann að vona,“ segir Hrönn. „Hann er orðinn vel talandi þótt stundum sé erfitt að skilja hann, en hann bara gefst ekki upp fyrr en hann hefur kom- ið fólki í skilning um það sem hann meinar. Hreyfiþroskinn hef- ur aukist mikið og hann hleypur núorðið um allt.“ Óli hóf að venja komur sínar í Álfaland áður en hann náði tveggja ára aldri. „Mér fannst þetta mjög erfitt til að byrja með,“ segir Hrönn. „I fyrstu beið ég bara heima eftir því að geta sótt hann og gat alls ekki notið þess að vera án hans. Það er líka erfitt að brjóta odd af oflæti sínu og viður- kenna að maður þurfi aðstoð. Hann er afskaplega krefjandi og maður lítur ekki af honum eitt ein- asta augnablik og því er nauðsyn- legt fyrir alla fjölskylduna að fá stundum frí til að gera aðra hluti en við gerum með hann. Hann á tvö eldri systkini sem voru tólf og fimmtán ára þegar hann fæddist og voru afskaplega dugleg með hann og eru enn. Þau þurftu samt sitt, enda nýttum við tímann með þeim þegar Óli var í burtu.“ Hún segir að félagsskapurinn í Álfalandi sé einnig mjög mikil- vægur fyrir Óla. „Hann er í Öskjuhlíðarskóla sem er ekki í hverfinu hans og því þekkir hann lítið af krökkum í nágrenninu. Það er nú bara þannig að krakkar koma ekki og spyrja eftir honum og því hittir hann fáa utan skól- ans. Honum finnst því afskaplega gaman að hitta krakkana í Álfalandi þegar hann kemur hing- að.“ Hluti af lífi fjölskyldunnar „ÁJfaland er orðið hennar annað heimili og eðlilegur hluti af lífi fjölskyldunnar," segir Hrefna Égilsdóttir um dóttur sína, Irisi Ósk Sigurðardóttur, 11 ára. Hún er fjölfötluð, með litningagalla sem nefnist Angelman-heilkenni. íris talar ekki, en getur tjáð sig ei- • lítið með hljóðum. Hún er hreyfi- hömluð, getur setið sjálf en er að mestu hætt að mjaka sér um eins qg hún gerði þegar hún var yngri. Iris gerir mikinn mannamun og lætur óspart í ljós ef hún er ekki ánægð. Hrefna segir því mikið ör- yggi að sama starfsfólkið hafi starfað svo lengi í Álfalandi sem raun ber vitni. Fötlun írisar var ekki greinileg við fæðingu. Þegar hún var þriggja mánaða vaknaði grunur um að eitthvað væri að, þegar hún var sex mánaða var ljóst að hún væri mikið fötluð og smám saman kom það betur og betur í ljós. Iris er jafnframt flogaveik og tekur inn lyf til að halda því niðri. „Hún þarf hjálp við alla umönn- un,“ segir Hrefna, „og því er það algjörlega nauðsynlegt að geta komið henni í vistun öðru hverju. Ég vildi sjá fleiri svona heimili því ég veit hvað þau eru mikil hjálp.“ Hún segir að á meðan íris dveljist í Álfalandi noti fjölskyldan tæki- færið og geri ýmislegt saman sem ekki er hægt að gera þegar Iris er heima. „Það væri erfitt að hafa hana heima ef maður gæti ekki hvílt sig öðru hvoru og hlaðið batt- eríin,“ segir hún jafnframt. íris á þrjú systkini, sex ára og fjórtán ára systur og tuttugu og eins árs bróður sem er fluttur að heiman. Að sögn Hrefnu er yngri systirin mjög tengd henni og bíð- ur jafnvel eftir því að íris komi heim úr Álfalandi meðan hún dvelst þar. „Hún fer ekki lengur í pössun til ættingja,“ heldur Hrefna áfram. „Það er erfiðara að annast hana eftir því sem hún eldist því hún er orðin svo stór og þung. Maður þyrfti því helst að fá lengri vistun fyrir þau eftir því sem þau eldast." Iris á einungis rúmt ár eftir í Álfalandi og móðir hennar segir ekki fullvíst hvað taki þá við. BIRTA Óskarsdóttir naut góðviðrisins og spókaði sig á baðfötum. Með henni á myndinni er Þóra Óskarsdóttir starfsmaður í Álfalandi. ÍRIS Ósk Sigurðardóttir fór ekki varhluta af veðurblfðunni þar sem hún sat og fylgdist með félögum sínum að leik í garðinum. sér að voða, lent fyrir bíl, villst og svo framvegis, en hið sama getur komið fyrir ófötluðu börnin.“ Heimilislegt og notalegt húsnæði Húsnæði Álfalands er endarað- hús á einni hæð sem byggt var fyrir fatlaðan einstakling og því fremur rúmgott. Því var breytt áður en starfsemin hófst til þess að falla sem best að þörfum barna og starfsfólks. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og sofa oftast tvö og tvö börn saman í herbergi, ýmist í sér- smíðuðum rimlarúmum eða venju- legum rúmum. Tvö baðherbergi eru sérútbúin, annað með baðlyftu sem auðveldar allar tilfæringar. Stofan er stór og rúm og þar hafast börn og starfs- fólk töluvert við. Lítið föndur- og tónlistarherbergi er inn af þvotta- herberginu þar sem er mikið leikið. Inn af því er skrifstofa forstöðu- manns. Að sögn Margrétar Lísu er hús- næðið nokkuð hentugt. Það er heimilislegt og notalegt en helsti gallinn er að eitt svefnherbergi mætti vera í viðbót því sum böm verða að sofa ein í herbergi vegna þess hve óróleg þau eru og halda því oft vöku fyrir þeim sem þau deila herbergi með. Komið hefur verið upp ágætri aðstöðu í garðin- um með vinsælum leiktækjum. Ennfremur leggur hún mikla áherslu á hve heppin þau hafi verið með nágranna sem hafi ætíð sýnt mikið umburðarlyndi í garð Álfalands. Dagurinn í Álfalandi hefst á því að börnin borða morgunmat í eld- húsinu. Að honum loknum taka sér- úrræði barnanna við, sum fara í leikskóla en önnur í skóla. í sumar eru skólabörnin þó í fríi og nokkur þeirra eru þess í stað á leikjanám- skeiði á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. „Önnur eru hér í Álfalandi og reynum við þá að gera daginn sem skemmtileg- astan með því að fara til dæmis í sund eða í húsdýragarðinn." Börnin halda áfram sínum dag- legu venjum þótt þau dveljist á Álfalandi og eru sótt þangað og keyrð aftur að loknum hefbundum degi í leikskóla, skóla eða öðru. Þegai- heim í Álfaland er komið er haft ofan af fyrir þeim með ýmsum hætti fram að kvöldverði sem allir snæða saman í borðstofunni. Oftast er reynt að fara í göngutúr eða út í garð að leika. Ef veður er gott er stundum grillað en að sögn Margrétar er talsvert um að spilað sé af fingrum fram. „Það er langt því frá að kerfið hér í Álfalandi sé niðurnjörvað," segir hún. „Við borðum ekki endi- lega alltaf á nákvæmlega sama tíma, enda langar okkur stundum að vera lengur úti og þá er bara beðið með matinn. Svo erum við stundum orðin svöng fyrr og þá eldum við í einum grænum. I góðu veðri langar okkur kannski bara í ávexti og mjólkurhristing í hádeg- inu en ekki kjöt og kjötsúpu, og þá breytum við því bara. Við borðum að sjálfsögðu alltaf hollan og góðan mat, mikið af ávöxtum og græn- meti, en reynum að matreiða hann á sem fjölbreyttastan máta svo öll- um líki. Ég er sjálf dauðleið á stofn- anamat og því eldum við sjálf hér í Álfalandi. Éyrst og fremst reynum við að láta okkur líða vel og hafa þetta sem líkast því sem gerist á venjulegum heimilum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.