Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ins og getu þess til að takast á við framtíðarvár. Sendiherrann taldi að skipan Ja- viers Solanas í stöðu æðsta tals- manns utanríkis- og varnarmála ESB yrði afar farsæl fyrir tengsl Evrópu og Bandaríkjanna á varnar- málasviðinu. Hans stefnumið þjóni hagsmunum Bandaríkjanna sem líti svo á að Atlantshafsstrengurinn sé öðrum mikilvægari svo unnt verði að verjast hættum framtíðarinnar. „Ógnum 21. aldarinnar verður ein- ungis mætt með stefnu er eining ríkir um.“ Eldar slökktir á jaðri álfunnar Aðspurður taldi Vershbow að átökin í Kosovo hefðu ekki sýnt fram á umbyltingu í stefnumiðum NATO en vildi fremur líkja því við afleiðingar hugarfarsbreytinga und- anfarinna tíu ára. Á tímabilinu hafí hlutverk NATO verið endurskfl- greint. „Þar sem áður var lokað og skýrt skilgreint varnarbandalag höf- um við nú opnað dyr okkar fyrir samstarfi og notað mátt okkar til að stuðla að stöðugleika í stað þess eins að verjast utanaðkomandi ógnum. I Bosníu sáum við t.d. getu okkar til hernaðaríhlutunar og friðargæslu og slökktum þar með elda á jaðri Evr- ópu. Á þennan hátt er Kosovo ítrek- un fyrri stefnu," sagði Vershbow. Dr. Ian Manners, sérfræðingur í öryggismálum Evrópu og kennari við University of Kent at Canter- bury, var í viðtali við biaðamann Morgunblaðsins, spurður um tengsl Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna innan NATO og á hvem hátt átökin á Balkanskaga myndu birtast í sam- skiptum Atlantshafssamfélagsins í náinni framtíð. Manners var sama sinnis og aðrir viðmælendur og taldi að Was- hington-fundurinn og þær ákvarðan- ir sem þar voru teknar af aðildar- ríkjum bandalagsins væru viss vísir þess sem koma skyldi hvað sam- skipti NATO-ríkja varðaði. Þróunin myndi fela í sér áherslu á sérkenni Evrópu. En það eitt væri hins vegar ekki nægilegt, hin erfíða spuming sem bandalagið stæði frammi fyrir væri: „Em hermálayfírvöld Evrópu- ríkjanna reiðubúin að breyta áhersl- um sínum í þá vem að gera heri sína að atvinnuherjum og undirbúa að- gerðir er krefjast atvinnumennsku og sérfræðiþekkingar. Þetta mun fyrst og fremst fela í sér að varpa hefðbundinni stefnu um herskyldu fyrir róða líkt og Bretar hafa gert.“ Manners taldi ekki líklegt að slíkt myndi falla í góðan jarðveg meðal Evrópuríkjanna. Sum ríki líkt og Spánn hafi færst í þessa átt en þar ættu menn enn afar langt í land með að ná fram þeim hernaðarlegu for- sendum er þyrfti svo takast mætti á við þær hættur og ógnir er lok kalda stríðsins hefðu leitt í ljós. Bretar hefðu hins vegar neyðst til að færa heri sína til atvinnumennsku vegna t.a.m. ástandsins á Norður-írlandi. Stjórnmálamenn myndu því þurfa að huga að innanríkisstjórnmálum og almenningsáliti og kvaðst Mann- ers vera fullur efa um að ríkisstjórn- ir Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, og Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, væm viljugar til að ráðast á þau hefðbundnu gildi er birtust í her- skyldu. „Menn telja að breytingar kosti einfaldlega of mikið“ Manners taldi að öll umræða um aukna hemaðargetu Evrópuríkj- anna væri óhjákvæmilega nátengd umræðunni um aukin áhrif ESB á utanríkis- og varnarmálasviðinu. Enn væri þróunin þó hæg og víða liggi tregða meðal aðildarríkja ESB. Þeir fundir sem fram hafi farið, t.a.m. meðal varnarmálaráðherra aðildarríkjanna, hafi fremur verið táknrænir en að þar hafi málin verið rædd alvarlega. Menn treysti enn á styrk Banda- ríkjanna og teldu sem vonlegt væri, að breytingar kostuðu einfaldlega of mikið. Enn bendi ekkert til þess hvaða þjóð gæti tekið við því for- ystuhlutverki innan álfunnar sem til þyrfti svo af styrkri Evrópustoð NATO mætti verða, þótt breska rík- isstjórnin virtist viljug til verksins. Bretar hefðu ekki - né nokkur önnur Evrópuþjóð - hemaðargetu í líkingu við þá bandarísku, hvorki með tilliti til mannafla né vopna. Ástandið væri í raun svo alvarlegt hvern hátt Evrópa færði sig undan öryggishlíf þeirri er Bandaríkja- menn héldu yfir álfunni. Oryggismál í álfunni einnig háð afstöðu Rússa Samstarf Evrópu og Bandaríkj- anna í öryggis- og varnarmálum til framtíðar er einnig háð því hver þróunin verður utan skilgreinds at- hafnasvæðis bandalagsins og hafa menn nú í kjölfar átakanna á Balkanskaga beint sjónum sínum að Rússlandi. George Robertson sagði fyrir skömmu, á blaðamannafundi í tilefni af skipan hans í stöðu fram- kvæmdastjóra NATO, að bandalagið yrði nú að einbeita sér að því að bæta samskiptin við Rússland. En Rússar voru afar mótfallnir aðgerð- um bandalagsins í Júgóslavíu og slitu m.a. samstarfi sínu við NATO tímabundið eftir að loftárásir hófust. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við skipan Robertsons í stöðu fram- kvæmdastjóra bandalagsins ein- kenndust af varúð og þau kváðust vona að Robertson mundi mælast til þess að NATO léti af hernaðarað- gerðum til að leysa úr deilumálum. Það er mál sérfræðinga, sem Morgunblaðið hefur rætt við, að unnt hefði verið að fást mun betur við málefni NATO; stækkun banda- lagsins, breytt hlutverk þess og and- stöðu Rússa, ef ekki hefði komið til herfararinnar í Júgóslavíu. Rússar litu nú svo á að NATO hefði þanið sig í austurátt og vildi færa sig lengra. Þvínæst hefði bandalagið hafið stríð í suðausturhluta álfunnar og niðurstaðan væri því að það væri að auka áhrifasvæði sitt á kostnað Rússa. Þá óttist Rússar og líti á það sem raunhæfa ógn, að NATO myndi grípa til hernaðaraðgerða innan þein-a áhrifasvæðis vegna þess hve veikir þeir væru fyrir. Þetta gæti skapað aukna hættu. í ljósi þess hve grátt efnahagur landsins og ótryggt stjórnmálaástand hefði leikið rúss- neska herinn, myndu Rússar, í auknum mæli, efla trú sína á kjarna- vopnin. Taldi einn viðmælenda Morgunblaðsins að sér kæmi alls ekki á óvart ef Rússar myndu leitast við að afla fjármuna til þess eins að efla slíkt vopnabúr. Afstaða þeirra væri einfaldlega sú að það væri eini möguleikinn til að auka mátt sinn og metorð á alþjóðavettvangi. Þá er ennfremur ljóst að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur verið, óháð undangengnum atburð- um, afar hlynntur Vest- urlöndum jafnvel þótt sterk öfl í rússneskum stjórnmálum líti öfugt á málið. En átökin á Balkanskaga mættu ekki aðeins mikilli andstöðu inn- an rússneska stjórnkerfis- ins heldur einnig meðal rússnesks almennings. Næstu valdhafar í Kreml eru því ekki líklegir til þess að eiga eins góð samskipti við Vesturlönd og núverandi stjórnvöld. Alexander R. Vershbow var spurður um samskiptin við Rússa og hvort og hve lengi þau muni líða fyrir hernaðaraðgerð- ir NATO á Balkanskaga. Sagði hann að NATO hefði orðið að grípa til einhliða aðgerða vegna þess að afstaða Rússa, og að hluta til Kínverja, hefði fyrir- munað að gripið væri til aðgerða með umboði Sameinuðu þjóðanna. Þar hefðu e.t.v. þröngir þjóðar- hagsmunir ráðið málum í stað al- þjóðlegs vilja um stöðugleika. Rússar hefðu t.a.m. litið mjög reiðilega á frumkvæðið er NATO sýndi og viljað koma í veg fyrir at- hafnafrelsi NATO. Sú forsenda hefði því á sínum tíma ráðið meiru en að koma á friði á Balkanskaga og ná fram sanngjörnum lyktum í Kosovo. Sagðist Vershbow halda að það myndi taka nokkurn tíma að bæta úr þeim skaða er orðið hefði á samskiptum NATO og Rússlands vegna átakanna á Balkanskaga. Hins vegar væri ljóst að Rússar myndu átta sig á að þeir ættu hags- muna að gæta með samvinnu við NATO þar eð bandalagið væri enn hornsteinn öryggis og stöðugleika í Evrópu - hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. „Ég vona að á næstu misserum geti hafist tímabil „per- estroíku" í samskiptum NATO og Rússlands." UNGIR Kosovo-AIbanar halda á skilti með áletrun um að bandarísk- um friðargæsluliðum sé tekið fagnandi en rússneskum ekki. að ef upp kæmu stórfelld átök þyrftu Bretar t.d. að draga stórlega úr herstyrk sínum á N-írlandi, í Bosníu eða Kosovo. Þá væri raunin einnig sú að Bretar ættu í miklum erfiðleikum með að ráða til sín fólk til að gegna hermennsku og sama myndi gegna um önnur Evrópuríki ef ákvörðun yrði tekin um að leggja af herskyldu. Um þessar mundir væru Bretar, Þjóðverjar, Frakkar og Italir þeir einu sem gætu látið að sér kveða ef hættuástand brytist út. Samanlögð hernaðargeta þessara þjóða væri hins vegar hvergi nærri getu Banda- ríkjanna eins og átökin á Balkanskaga hefðu glögglega leitt í ljós. Evrópuríki bandalagsins hefðu t.a.m. treyst algerlega á upplýsingar um hemaðarleg skotmörk er Banda- ríkjamenn létu NATO í té. í átökum framtíðarinnar myndi ætíð verða nauðsyn á slíkum upplýsingum, er Bandaríkjamenn sætu nú um stund- ir einir að. Afstaða Frakka kann að ráða úrslitum Manners var ennfremur spurður um hið nýja herfræðihugtak NATO og aukið hlutverk Evrópuríkja bandalagsins í ljósi áherslu og stefnu Bandaríkjamanna eftir kalda stríðið. „Það sem ræður úrslitum um það hvernig hernaðargeta Evrópuríkja NATO þróast og hver stefnumið í umræðu um sameiginlega getu verða, er ekki afstaða Breta, þótt ýmislegt gæti bent til þess, heldur afstaða Frakka," sagði Manners og vísaði til hefðbundinnar tregðu Frakka til að láta Bandaríkjunum í té of mikið frumkvæði í málefnum Evrópu. Um miðjan áratuginn hefði mönnum virst sem Frakkar hefðu nálgast mjög stefnumið Bandaríkj- anna og umræða hefði hafist um að Frakkar skipuðu sér á ný í sameig- inlega herstjórn NATO. Niðurstað- an hefði e.t.v. getað orðið sterk Evr- ópustoð NATO. Deilur um stjórn herafla NATO í suðurhluta álfunnar og tregða Bandaríkjamanna til að láta þá stjórn af hendi, hefði hins vegar hindrað frekari skref í þessa átt og afleiðingin til skamms tíma væri sú að sérstaða þeirra gæti, strangt til tekið, hindrað frekari þróun í átt að Evrópustoð NATO þar eð ágreiningur um hlutverk Evrópuríkjanna, frá sjónarhóli Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar, setti henni stólinn fyrir dyrnar. Meginspurningin væri því: „Hvar og hvenær mun koma upp hættuástand þar sem Bandaríkjamenn eru fullvissir um að íhlutunar þeirra sé ekki þörf? Og að sama skapi; þar sem Evrópuríkin eru fullviss um að frumkvæðis þeirra sé þörf?“ Slíkt ástand gæti e.t.v. skapast ef blikur væru á lofti í Svartfjallalandi eða þá að stjórnleysi myndi skapast á ný í Albaníu. Slíkar aðstæður myndu kalla á af- ar erfiðar ákvarðanir fyrir Evrópu- ríki bandalagsins. Auðveldara væri hins vegar að hugsa sér hættuá- stand er skapast myndi í austurvegi þar sem Rússar ættu beinan eða óbeinan hluta að máli. Slíkt yrði umsvifalaust skilgreint sem að- kallandi þjóðaröryggismál í Banda- ríkjunum og Bandaríkin tækju við stjórn mála. „Það er nærtækt að líta til þess sem gerðist er rússneska hersveitin hóf innreið sína í Kosovo og hertók flugvöllinn í Pristina. Bandaríkja- maðurinn Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO, fór fram á að Bret- inn Sir Michael Jackson hindraði aðgerðir Rússanna en Jackson RÚSSNESKUR friðargæsluliði stendur á þaki brynvagns við flugvöllinn í Pristina í Kosovo skömmu eftir innreið 200 manna rússneskrar hersveitar til héraðsins. hafnaði því á þeim rökum að hann vildi ekki hefja þriðju heimsstyrj- öldina. Deilur þeirra - fulltrúa tveggja „nánustu aðildarríkja bandalagsins“ - færa því heim sann- inn um hve brothættar sameiginleg- ar hernaðaraðgerðir ríkja eru.“ Manners taldi því erfítt að ímynda sér aðstæður þar sem Bandaríkjanna nyti ekki við. Geta Evrópuríkjanna væri einfaldlega of lítil og Bandaríkjamenn gætu ekki sleppt hendinni af þróun öryggis- mála í álfunni. Ef horft væri til framtíðar snerist spurningin því að- allega um það hvort, hvenær og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.