Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Horft yfir Fljótin. ÆTTARODUL Á UNDANHALDI Oðalsjarðir eru samkvæmt nýjustu upplýs- ---------------------7------------------- ingum 102 talsins á Islandi og telst það vera um 2,2% af byggðum jörðum sam- kvæmt upplýsingum um fjölda jarða frá 1994. Jon Asgeir Sigurvinsson leit á þau ákvæði jarðalaga sem kveða á um óðals- jarðir og kannaði tildrög þess að lög um ættaróðul voru sett upphaflega. BYGGÐAR jarðir voru á íslandi 4.638 talsins 1994, skv. bæklingnum Hagur landbúnaðarins sem gef- inn er út á þessu ári af Hagþjón- ustu landbúnaðarins og eru það nýjustu útgefnar tölur um eignar- hald jarða. Samkvæmt þeim voru 2.903 jarðir í eigu ábúenda, 474 í eigu ábúenda og annarra, 520 í eigu ríkisstofnana, sveitarfélög áttu 186 jarðir og aðrir 555. Einar eru þær jarðir í einkaeign sem hafa ákveðna sérstöðu er felur í sér bæði ýmis réttindi en kvaðir einnig. Það eru óðalsjarðir eða ættaróðul. Samkvæmt 49. gr. laga nr. 65 frá 1976 ber sýslumönnum um sérhver áramót skylda til að láta Bændasamtökum Islands upplýsingar í té um fjölda óðals- jarða í sínu umdæmi. Mikill mis- brestur hefur verið á framkvæmd þessa ákvæðis þannig að heildar- tölur um fjölda óðalsjarða hefur vantað. í maí á síðasta ári skipaði land- búnaðarráðherra nefnd til að end- urskoða ákvæði jarðalaga og eru ákvæðin um óðalsjarðir meðal þeirra sem sérstaklega skal skoða. Æskti nefndin upplýsinga frá sýslumönnum um fjölda óðalsjarða í umdæmum þeirra og er niður- staðan sú, þegar aðeins vantar upplýsingar frá tveimur sýslu- mönnum, að óðalsjarðir teljast 102 talsins. Ekki er líklegt að upplýs- ingar frá þeim sýslum sem á vant- ar komi til með að auka verulega við þessa tölu. Eru þetta talsvert færri jarðir en búast hefði mátt við, að sögn Jóns Höskuldssonar, lögmanns og formanns nefndar- innar. Segir hann t.a.m. að það veki athygli að í Austur- og Vest- ur-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu, þrem stórum umdæm- um, sé aðeins ein óðalsjörð. Fæð óðalsjarða er einnig gerð að umtalsefni í greinargerð nefnd- ar sem falið var, í kjölfar ályktunar Búnaðarþings þar að lútandi, að endurskoða lög um ættaróðul nr. 102 frá 1962. í greinargerðinni, sem fylgdi frumvarpinu til jarða- laga nr. 65/1976, segir að nefndin hafi kynnt sér fjölda skráðra ætt- aróðala og ættarjarða við öll sýslu- mannsembættin og niðurstaðan hafi verið, að mjög fáir bændur hafi gert jarðir sínar að ættaróðali, aðrir en þeir sem skyldugir voru til þess vegna ákvæða um sölu rík- isjarða. Segir í greinargerðinni að allmörg dæmi séu um að bændur hafi fengið jarðir sínar leystar undan ákvæðum óðalslaga sam- kvæmt heimild í lögum nr. 18 frá 1968. Átti að tryggja eignarhald ættanna Samkvæmt 47. grein í VII. kafla jarðalaga er sérhverjum jarðeiganda heimilt að gera jörð sína að ættaróðali, ef þau skilyrði eru fyrir hendi að: a) „Jörðin sé svo stór eða svo gæðarík, að af- raksturinn af búi, er jörðin getur borið, með hlunnindum, er henni fylgja, geti framfært að minnsta kosti meðalfjölskyldu, að dómi Bændasamtaka íslands og við- komandi jarðanefndar;“ b) „að fyrir liggi samþykki barna jarð- eiganda, 16 ára og eldri, um að jörðin sé gerð að ættaróðali;" c) „að á jörðinni hvíli ekki aðrar veð- skuldir en þær, sem kunna að hafa verið teknar í Stofnlánadeild Búnaðarbanka Islands, Orkusjóði eða Lífeyrissjóði bænda vegna þeirra framkvæmda á jörðinni, sem þessar stofnanir lána til, eða lánastofnanir, sem koma kunna í þeirra stað.“ Grundvallarsjónarmiðið með setningu laga um óðalsjarðir var að tryggja það að jörð héldist inn- an ættar, með því að gera hana formlega að eign ættarinnar, og auðvelda flutning hennar á milli kynslóða. Voru víst brögð að því að jarðir féllu úr ættinni þegar ábú- andi féll frá. Fyrstu ákvæði um óð- alsjarðir á Islandi er að finna í „til- skipun viðvíkjandi óðalsrétti á Is- landi“ frá 17. apríl 1833. Lög nr. 8 um erfðaábúð og óðalsrétt voru sett 1936 og er það fyrsta heild- stæða löggjöfin þar að lútandi. Kvaðst Sveinbjöm Dagfinnsson, fyrrum ráðuneytisstjóri landbún- aðarráðuneytisins, telja að löggjöf- in hafi verið undir áhrifum frá norskum lögum, en ákvæði um óð- alsjarðir hafa gilt þar í landi um aldir. Það er því löng hefð fyrir því í Noregi að einum afkomanda sé gert hærra undir höfði með því að hann taki við ættaróðalinu og öll- um þeim eignum sem því íylgja. Hér á landi virðast þessi lög a.á.m. vera nokkurs konar fleinn í menn- ingunni. Sú hugmynd að einn sé borinn til að fá stærstan hluta eignanna til afnota með þessum hætti er ekki í samhljóman með ís- lenskum hugsunarhætti og rétt- lætiskennd, enda hefur aldrei ver- ið veruleg ásókn í að breyta jörð- um í ættaróðul. Gegn uppflosnun og jarðabraski Breytingar voru gerðar á lögun- um frá 1936 og ný lög, nr. 116, tóku gildi 1943. í greinargerð með frumvarpinu að lögunum 1943 segir svo: „Á síðari árum, eftir að bændur fóru að stórbæta jarðir sínar og reisa á þeim varanlegar og dýrar byggingar, hefur mörg- um ungum bændum reynzt lítt kleift að kaupa þær af foreldrum sínum eða meðerfingjum. Oft hafa þeir því annað tveggja orðið að dragast alla ævi með þunga skuldabyrði vegna jarðar- kaupanna eða beinlínis orðið að hrökklast burt af jörðinni og leita til kaupstaðanna af þeim sökum. Jarðirnar hafa þá verið seldar hæstbjóðendum og stundum lent fyrir þá sök í braski hjá mönnum, er hafa hugsað það eitt að rýja þær að verðmætum til þess að ná sem fyrst einhverju upp í jarðar- verðið." Flytjendur frumvarpsins halda því fram að af jarðarkaup- unum undir þessum erfiðu kring- umstæðum hafi oft leitt að kaup- endurnir hafi litlu getað áorkað á jörðinni eða veðskuldir hafi hlaðist á jarðirnar sem kaupendurnir hafi ekki getað risið undir á kreppu- tímum. Lögunum um erfðaábúð frá 1936 segja þeir hafi verið ætl- að að „gefa sjálfseignarbændum kost á að losna við þessa ágalla fyrir niðja sína, er jarðimar sætu, með því að gera þær að óðalsjörð- um.“ Einnig var niðjum leiguliða hins opinbera tryggður réttur til áframhaldandi ábúðar með þess- um lögum. Lögunum var sem sagt ætlað að tryggja eignarhald ætt- arinnar á jörðinni og viðunandi búskap sem og að koma í veg fyrir brask, samkvæmt greinargerð- inni. En lögunum var augljóslega ekki aðeins ætlað að tryggja hag einstakra bændafjölskyldna held- ur var hagur sveitanna þingmönn- um einnig ofarlega í huga. I grein- argerðinni frá 1943 segir að nokkrir bændur hafi notfært sér lögin og þannig m.a. „bundið fjár- magn í sveitinni, er ella mundi að líkindum flytjast þaðan...“ I greinargerð með lögunum frá 1936 er hagur sveitarinnar einnig tengdur hag óðalsættarinnar: „Með frumvarpinu um ættaróðal og óðalsrétt er stefnt að því að koma meiri festu en nú er títt á ábúð jarða, sem eru í einstakra manna eign, með því að lögleiða á þeim óðalsrétt og fyrirbyggja jarðabrask, sem ætíð er sveitabú- skapnum til hins mesta niður- dreps.“ Þarna er jarðabrask ætíð talið drepa niður sveitabúskapinn og því augljóslega landbúnaði í landinu best borgið með því að gera ábúendum sem auðveldast að halda jörðinni innan ættarinnar og færa hana í hendur næstu kyn- slóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.