Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 43 ■" 1 —....-......... «T Hann kora út úr þokunni, að eigin sögn, kallaði sveitina sína Þokusveit og sagði oft í gríni: „Eg sá ekki sól- ina fyrr en um fermingu, þegar ég fór á heimavistarskóla!“ Og það má með sanni segja, að þokan hafi að vissu leyti fylgt honum, því eftir þrjátíu ára kunningsskap og dagleg samskipti á vinnustað um margra ára skeið, öll þau kvöld og þær næt- ur, sem við sátum og spjölluðum, eða brösuðum við eitthvert leik- myndastúss fram undir morgun, þá erum við alls ekki viss um að við höfum í rauninni þekkt þennan mann. Hann Jörri var lífsglaður, af- ar mannblendinn og gat verið hrók- ur alls fagnaðar, en hann bar samt aldrei hugsanir sínar og tilfinningar á torg. Skoðanir sínar á mönnum og málefnum var hann hins vegar óhræddur við að viðra og það gat hvinið hressilega í tálknunum á honum, en ef mönnum tókst að færa nógu gild rök fyrir máli sínu áttu þeir vísan bandamann í Jörra, sem þá vann heilshugar að hverju því verkefni, sem íyrir lá. Jörundur var forkur duglegur og gafst ekki svo auðveldlega upp, þótt móti blési. Við minnumst þess oft, þegar þeir stóðu félagamir, í vatns- elg og sóti, í brunarústum Iðnaðar- mannafélagshússins, þar sem bún- ingageymslur Leikfélags Reykja- víkur voni til húsa. Leikfélagsmenn höfðu hamast við að bjarga því, sem virtist heillegt, áður en þeir héldu hver til síns heima, en tvö herbergi voru samt enn full af rennblautum fótum, heldur óárennilegum haug, sem menn höfðu afskrifað sem ónýtan með öllu. Jón veiddi flík upp úr bleytusvelgnum, undan sótugu og brunnu laginu efst í haugnum, og sagði: „Það er dagsverk að sauma svona stykki, Jörri.“ Án þess að segja orð teygði Jörundur sig í aðra flík og fimmtán tímum seinna höfðu þeir félagar undið sig í gegnum bæði herbergin. Enn í dag er leikið í mörgum þessara búninga á fjölum Borgarleikhússins. Jörundur bar hag Leikfélags Reykjavíkur mjög fyrir brjósti, hann hóf störf sem sviðsmaður í Iðnó, ætlaði bara að gera stuttan stans, en Jörri reyndist bara „hafa þetta í sér“, var einn af þeim sem hafa þessa óskilgreinanlegu tilfinn- ingu fyrir því starfi, sem fram fer í leikhúsi, hann ílentist og varð afar vel metinn starfsmaður. Þótt hann reyndi fyrir sér á öðrum vettvangi nokkrum sinnum, við önnur störf, kom hann alltaf „heim“ í leikhúsið aftur og í eitt slíkt skipti kom hann, eftir nokkra dvöl í Færeyjum, og hafði fundið sér lífsförunaut. Það varð mikil gæfa íyrir Jörra þegar hann kynntist henni Rannua sinni og eignaðist um leið stóra fjöl- skyldu, þar sem bömin hennar voru. Hann átti fyrir eina dóttur og það var yndislegt að verða vitni að gleði hans, þegar hún gerði hann að afa. Jörri hafði mjög gaman af bömum og aldrei gleyma krakkam- ir okkar því að hann kenndi þeim mannganginn á litlu skáktölvuna sína. Þau Rannua og Jörri vom afar gestrisin og oft var glatt á hjalla á heimilinu þeirra. Við vomm ná- grannar á Brávallagötunni eftir að þau fluttust heim, því var stutt að fara ef við þurftum að hlaupa undir bagga hvert með öðm og alltaf var aðstoðin auðsótt mál. Skömmu eftir fertugsafmæli Nonna bankaði heil skipshöfn frá Færeyjum uppá hjá þeim Jörra og Rannua, svona „ófor- varendis". Jörri, sem vissi sem var, að Jón hafði fengið margar góðar gjafir, bæði í föstu og fljótandi formi, kom og fékk lánaða Vod- kaflösku, í brúnum bréfpoka. Hann skilaði henni, samviskusamlega, nokkmm dögum seinna, í þessum sama bréfpoka. Á þeim tíu áram, sem liðin era, hringdi Jörri oft, við svipaðar aðstæður og spurði: „Er hún heima?“ Og alltaf var hún heima, beið þess, í brúna bréfpok- anum sínum, að geta orðið að liði. Og alltaf kom hún aftur í skápinn sinn, því að í þessum viðskiptum var báðum aðilum treystandi. Það hefur verið eins með vinátt- una. Þótt amstur og annríki dag- anna hafi orðið til þess að samgang- urinn hafi minnkað, og þótt þau Rannua hafi búið í Kaupmannahöfn undanfarin tvö ár, þá er hún alltaf „heima“, vináttan, og bíður þess bara að vera tekin upp úr pokanum. Þetta vonum við að Rannua muni. Við vomm farin að hlakka til þess að fá þau heim og fregnin um þessa hræðilegu ógæfu kom eins og reið- arslag. Gat það verið að Jörundur, svona sterkur og vel á sig kominn, hefði lent í svona skelfilegu slysi? En við verðum að horfast í augu við sannleikann, hversu kaldur og nístandi sem hann er, og nú kveðj- um við okkar góða vin og þökkum samfylgdina. Jörandur er farinn í sína góðu Þokusveit, en við stönd- um ráðalaus eftir, eins og Umbi í Kristnihaldinu, andvörpum út í þok- una og vonum að við finnum þjóð- brautina aftur. Jón Þórisson, Ragnheiður Steindórsdóttir. Það var mikið áfall að frétta að hann Jörri frændi væri dáinn. Kippt út úr tilveranni án nokkurra aðvar- ana. Litli bróðir hans pabba sem hafði búið í Danmörku að undan- fomu þaðan sem maður gat vænst af honum allra frétta annarra en að hann væri farinn burt að eilífu. Jörri var sá úr systkinahópnum stóra frá Kjörvogi sem líkastur var honum afa. Þeir feðgar vora mjög líkir í útliti en einnig höfðu þeir báð- ir að geyma mikinn innri kraft sem gerði þá að svolitlum skapmönnum, en þó helst að mönnum mikillar gleði og lífsorku. Jörri var hrókur alls fagnaðar í árlegum þorrablót- um fjölskyldunnar, og eiginlega al- veg ómissandi, þar sem hann spilaði á gítar og fékk bæði lagvisst og lag- laust fólk til þess að syngja fullum hálsi, á milli þess sem hann tók lög- in hans Megasar með mikilli snilld. Eg man líka hve gaman mér þótti að hafa hann í brúðkaupinu mínu. Jörri skemmti sér af einlægni og um leið þeim sem vora í kringum hann. Hann var fjöragur og næstum galsafenginn stundum og gat talað hreint út um það sem honum fannst, jafnvel þótt að það færi örlítið fyrir brjóstið á viðkvæmum sálum. Hrós frá honum og hlýleg orð vora mikils virði þar sem þau vora laus við alla uppgerðarkurteisi og væmni. Hann Jörri frændi fór þær leiðir sem hon- um hentaði best, hvort sem þær féllu að leiðum fjöldans eða ekki án þess þó að vera með neina uppreisn. Þó að Jörri sé nú búinn að kveðja þetta jarðlíf sem við þekkjum þá lif- ir hann enn í hug okkar fjölskyld- unnar og þar sem hann dvelur nú hjá afa í einhverri annarri vídd. Megi Guð styrkja Rannúa, ömmu og aðra ástvini. Þorbjörg. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Að tjaldabaki á sviðum leikhúsa heimsins er stór hópur karla og kvenna sem er fjarri sviðsljósunum og vinnur af elju og natni að því að hver sýning gangi snurðulaust fyrir sig. Þeir sem á sviðinu standa fá umbun í lok hverrar sýningar með kröftugu lófataki, búa utan veggja leikhúsanna við aðdáun og athygli. Hinir sem eiga ekki minni eða lítil- vægari hlut í sýningunni fá sjaldan hrós og sjaldan athygli. Jörandur Guðjónsson vann lungann úr starfsævi sinni að tjaldabaki hjá Leikfélaginu. Hann var snar og röskur starfsmaður og fékk snemma mannaforráð vegna kosta sinna. Ábyrgð hans heimtaði útsjón- arsemi og þol, oft við erfiðar starfs- aðstæður þar sem leiða varð stóran og kröfuharðan samverkahóp að einni lausn í sátt með allra hags- muni að leiðarljósi. Jörandi gekk eitt öðra ofar til í starfi; hann var unnandi leiklistar í besta skilningi orðsins og vildi sjá hag leikhúss borgarbúa sem mestan og bestan. Það er missir að slíkum starfskrafti og félaga og mikil eftirsjá að honum úr röðum Leikfélagsmanna. Leikfé- lagið þakkar langa samfylgd og góða daga. Fjölskyldu hans, eigin- konu og bömum vottum við okkar dýpstu samúð. Páll Baldvin Baldvinsson. t Eiginmaður minn, ÓLAFUR SIGURÐSSON, fyrrverandi yfirlæknir, Ásabyggð 12, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 13. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Björnsdóttir Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIK VALBY GUNNARSSON, Lyngbergi 21, Þorlákshöfn, sem lést fimmtudaginn 12. ágúst verður jat sunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. ágústkl. 13.30. Þyri Sóley Jónsdóttir, Gunnar Jónsson. tengdabörn, barnabörn og barnabamabarn t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRLAUG GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR, er lést föstudaginn 23. júlí siðastliðinn, var jarðsungin frá Glerárkirkju fimmtudaginn 5. ágúst í kyrrþey að ósk hennar. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á a-gangi dvalarheimilinu Hlíð. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Briem, Gunnlaugur Briem, Steila Möller, Roland Möller, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR frá Bæ í Lóni, Þinghólsbraut 43, Kópavogi. Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Rakel Svandís Sigurðardóttir, Ástvaldur Guðmundsson, Sigurður Þórisson, Hólmfríður S. Jónsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir, Friðleifur Kristjánsson, Vilhjálmur Þór Þórisson, Diljá Tegeder, Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Michael Jourdan, Þyri Berglind Ástvaldsdóttir, John Lettow, Júlíana Ýr Ástvaldsdóttir, André Sikavica og barnabarnabörn. Hjartans þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra STEINÞÓRS ÁRNASONAR prentara, Samtúni 12, Reykjavík. Við þökkum þá einstöku vinsemd og virðingu er minningu hans hefur verið auðsýnd með blóma- og minningargjöfum. Sérstakar þakkir til Prentsmiðjunnar Odda og samstarfsmanna hans. Inga Ásta Óiafsdóttir, Ingunn Steinþórsdóttir, Marteinn Gunnarsson, Helga Steinþórsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Oddný Stefanía Steinþórsdóttir, Ólafur Magnús Einarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Lambanesi, Skólastíg 14a, Stykkishólmi. Ingibjörg Ellertsdóttir, Magnús Jónsson, Finnbogi Ólafsson, Ólafur Agnar Ellertsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingimar Hólm Ellertsson, Sigurrós Berg Sigurðardóttir, Ólöf Þórey Ellertsdóttir, Páll Guðmundsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Ránargötu 28. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans 11E og Heimahlynning- ar Krabbameinsfélags íslands fyrir umönnun og yndislegt viðmót. Sigurður Kristjánsson, Halldóra Emilsdóttir, Ámi Pétursson, Theodóra Emilsdóttir, Birkir Marteinsson, Guðríður Arna Sigurðardóttir, Öm Guðbrandsson og barnabörn. i* t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LEIFS PÁLSSONAR, Hnífsdal. Inga Þ. Jónsdóttir, Guðbjörg Leifsdóttir, Páll Skúli Leifsson, Jón Áki Leifsson, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.