Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÚÐABRIJSAR ELDLENDIN GA HEIMSENDAFÁR gengur nú yfir löndin og á nýja árþúsundið vafalaust þátt í því. Þetta er ekki í fyrsta sinn, því á síðari hluta ' tíundu aldar breiddist sú hugmynd sem eldur í sinu um hinn kristna heim, að dómsdags væri að vænta árið 1000. Mundu þá kristnir einir bjargast, en heiðnir brenna í víti. Hófst nú eitt mesta kristinboðsá- tak sögunnar, og kristnaðist Mið- og Austur-Evrópa á fáum árum ásamt Garðaríki, svo og Danmörk, Nor- egur, Grænland og ísland. Heimsendirinn, sem lofað hafði verið árið 1000, lét þó á sér standa, og hefur kirkjan æ síðan ekkert vilj- ' að ræða fárið. Hún hélt þó fast í hina gífurlegu landvinninga sína. Heimsendafársins mikla er t.d. hvergi getið í þeirri ritskoðuðu Is- lendingabók sem varðveist hefur. Raunar hefur lengi verið prívatskoð- un mín, að það hafi verið heiðinn maður, en ekki kristinn, sem sagði: „Hverju reiddist Guð...“ (ekki goðin) þegar eldgos hófst þar sem þing- heimur, eða a.m.k. hinn kristni hluti hans, beið í ofvæni eftir heimsendi, skjálfandi á beinunum, á Þingvöllum árið 1000. Islendingabók er eina fomritið, sem vitað er um með vissu, að kirkjan ritskoðaði og beinlínis breytti og mér finnst afar líklegt, að hin fleygu orð Ara um að „hafa það, sem sannara reynist" vísi til ritskoð- ara hans. Heimsendafræði (eskatólógía á lærðra manna máli) var eitt höfuðviðfangsefni miðalda- guðfræðinga. Töldu hinir lærðustu menn miðalda einsýnt, að syndugt lífemi mannanna, græðgi og illska mundi fljótlega kalla yfir þá eld og brennistein, pestir og kýli uns mannkynið tortímdist með öllu fyrir sakir vonsku sinnar, synda og almennrar fúlmennsku. Eskatólógum tókst þó aldrei að dagsetja heimsendi almennilega, hann dróst von út viti og er ekki kominn enn. Minnir þetta afar mikið á málflutning þeirra, sem grænastir em og vitlausastir í „umræð- unni“ nú til dags. Fárið, sem núna steðjar að er að sögn þessa fólks í tvennu lagi. I fyrsta lagi valdi synd- ugt líferni mannanna, græðgi þeirra og illska alveg voðalegri mengun, sem hafi gert gat á ósónlagið, þó ekki á norðurhveli þar sem flestallt fólkið býr, heldur í óbyggðum hinum megin á hnettinum. Þeir, sem ekki brenni lifandi sleppi þó ekki, heldur drakkni. Það sé nefnilega að hlýna í veðrinu af völdum títtnefnds synd- ugs lífemis mannfólksins. Muni því ísinn bráðna, en hann er nánast allur í fyrrnefndum óbyggðum hinum megin á hnettinum. Hafið muni síðan flæða yfir löndin. Tölvufræðingar, framleiðendur og seljendur hafa svo komið sér upp þriðja fárinu, en um þá matarholu þeirra verður ekki fjallað hér, enda fellur „2000-vandinn“ fremur undir markaðsfræði en eiginlega heimsendafræði. títfjólublátt ljós myndar ósónlagið Byrjum á ósónvandanum: Ég játa fúslega, að ég man næsta fátt úr Það er athyglisvert, hve fáir alvöru vísindamenn, segír Vilhjálmur Eyþórsson, hafa viljað koma nálægt „umræðunni“ um ósóngatið. þeirri takmörkuðu efna- og eðlis- fræði sem kennd var í máladeild MR á sjöunda áratugnum. Þó man ég nokkur mikilvæg atriði um ósón, sem ég veit ekki betur en séu enn al- mennt viðurkennd og standi óhögguð. Hefur vakið sívaxandi undran mína undanfarin ár, að eng- inn skuli hafa á þau bent, svo alkunn sem þau era. I fyrsta lagi: Osón er ekki fágæt lofttegund, sem aldrei kemur aftur þegar hún eyðist, heldur einfaldlega hreint súrefni í annarri mynd. Sa- meind ósóns hefur þrjár frumeindir í stað tveggja í venjulegu súrefni og hefur það því allt aðra eiginleika, er m.a. eitrað. í öðra lagi: Stöðug ný- myndun ósóns úr súrefni á sér stað í náttúrunni, t.d. við eldingar, og allir þekkja ósónlykt, sem gýs upp þegar skammhlaup verður í rafmagnstækj- um. Það myndast einnig m.a. í bílvél- um og í útfjólubláum lömpum. í þriðja lagi, og það sem mestu máli skiptir: Osónlagið verndar ekki einungis jörðina gegn útljólubláum geislum sólar, heldur er beinlínis myndað af þeim. Þetta má sjá einkar vel við bæði heimskautin, en þar er ósónlagið þykkast á haustin, þegar útfjólubláir geislar sólar hafa skinið á þunnt súr- Vilhjálmur Eyþórsson MURKLÆÐNING Islensk framleiðsla slóan 1972 STEINING TREFJAMÚR Jæðningu áður en Kynntu þér ELGO múi þú ákveður annað. ELGO múrklæðning varðveitir upprunalegt útlit hússins ólíkt ál- og stálklæðningum. Góð einangrun, vörn gegn vatni og vindum og glæsilegt útlit einkennir þessa (slensku framleiðslu. Yfir 25 ára reynsla Elgo viðhalds- frágangs- og viðgeröarefna er þín trygging. ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. Verð sem allir ráða við ELGO MÚRKLÆÐNINGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið i gegnum ýmsar prófanir svo sem, NORDEST NT Build 66 og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB. !i stelnprýði Stangarhyl 7, sfmi 567 2777, fax 567 2718 efnið í efstu lögum gufuhvolfsins mánuðum saman og breytt því í ósón. Jafnskjótt og heimskautanótt- in skellur á fer ósónið aftur að breyt- ast í súrefni og lagið að þynnast, enda er ósón miklu óstöðugra en venjulegt súrefni. Verður ósónlagið því þynnst á vorin, en jafnskjótt og sólin, og þar með útfjólublátt ljós, fer aftur að skína þykknar það á ný þar til það nær hámarksþykkt næsta haust. Fjarri heimskautunum, þar sem útfjólublátt ljós sólar skín á súr- efnið í gufuhvolfinu alla daga ársins er ósónlagið stöðugt allan ársins hring, og engin marktæk breyting á þykkt þess hefur þar nokkurn tíma mælst. Þótt það sé í sjálfu sér óumdeilt, að viss efni eyði ósóni, virðist ný- myndun vega þar fullkomlega á móti. Hvar er ósóngatið á norðurhveli? Samkvæmt kenningum græningja veldur loftmengun ósóngatinu á suð- urhveli. Þetta er skrýtið. Vegna snúnings jarðar og miðflóttaafls skiptast veð- urkerfi norður- og suðurhvels að mestu í tvennt við miðbaug. Sú mengun, sem verður til í iðnríkjun- um á norðurhveli kemst ekki nema að afar litlu leyti suður í hitabelti, hvað þá langt suður fyrir það. Og hvers vegna er þá ekkert ósóngat á norðurhveli, þar sem yfir 90% meng- unarinnar verða til? Samkvæmt nýlegum tölum S.þ. fara um 6,4% iðnaðarmengunar heimsins fram í hitabelti og á suður- hveli. Löndin, sem nefnd era, eru þó flestöll í hitabeltinu að meira eða minna leyti. Stórborgir í tempraða beltinu syðra má telja á fingram sér, og þær era allar í næsta nágrenni hitabeltis, álíka langt frá suðurskauti og Flórida er frá norðurskauti. Þar fyrir sunnan er mengun nánast eng- in, trúlega langt innan við 0,001% af heildinni. Tempraða beltið syðra er að mestu þakið víðáttumesta, fáfarn- asta, og jafnframt ómengaðasta út- hafi á jarðarkringlunni, og sunnan til búa miklu fleiri sauðkindur en menn. Á sömu breiddargráðum norður- hvels, sem er jafn stórt, er hins veg- ar m.a. að finna Bandaríkin, Evrópu, Rússland, Kína og Japan. Þar verða 93.6% heildarmengunarinnar til, samkvæmt fyrmefndum tölum, að hluta til inni á sjálfu norðurheim- skautssvæðinu. En hvar er ósóngat- ið? Umferð flugvéla í háloftunum er talin einkar skaðleg ósónlaginu. Á Suðurskautslandinu hafa aðsetur fá- einir vísindamenn, miklu færrí en íbúar við Grettisgötu í Reykjavík. Fáeinar lágfleygar flutningavélar færa þeim vistir nokkram sinnum á ári. tím aðra mengun er ekki að ræða. Um háloftin yfir norðurheim- skautssvæðinu, sem er jafn stórt, fara hins vegar risastórar farþega- þotur meira en hundrað þúsund sinnum á ári hverju. Þar búa milljón- ir manna og stórar, mengandi borgir á borð við Murmansk era langt inni á sjálfu heimskautasvæðinu. Og ég spyr aftur: Hvar er ósóngatið á norð- urhveli? Kuldi meginástæðan Ég sá ágæta skýringu á ósóngat- inu í lítilli grein í erlendu blaði fyrir nokkram áram og var hún höfð eftir hópi vísindamanna við bandarískan háskóla. Þessi skýring samrýmist ekki þeirri „pólitískri rétthugsun“ sem nú er í tísku að fylgja, því meng- unarkenningunni er alfarið hafnað, enda segja þeir enga slíka mengun hafa fundist. Var greinin því höfð á lítt áberandi stað á innsíðu, en meg- inatriðin voru eftirfarandi: Gufu- hvolfið sé dálítið grynnra yfir Suður- skautslandinu, enda heimskautið sjálft í um þriggja kílómetra hæð, en miklu meira máli skipti frostið, sem þar ríkir, sem getur orðið allt að 100 stig. Þessi fimbulkuldi hægi á öllum efnabreytingum, þar á meðal um- myndun súrefnis í ósón á sumrin. Hitastig hafi farið lækkandi þar syðra undanfarin ár og sé það, ásamt auknum sólblettum líklegasta skýr- ingin á tímabundinni stækkun ósóngatsins. Þá telja þeir líklegt að ósóngat hafi verið til staðar alla nú- verandi ísöld, eða um 3 milljónir ára, stækkað á kuldaskeiðum, en minnk- að á hlýviðrisskeiðum eins og því sem nú ríkir. Á norðurhveli sé miklu hlýrra og því ekkert ósóngat. Skýringu á því, hvers vegna ekk- ert ósóngat fannst á alþjóðlega jarð- vísindaárinu 1958 segja þeir líklega vera, að mælingaaðferðir hafi þá ver- ið framstæðari en nú, enda hafi þá enginn verið að leita sérstaklega að þessu fyrirbæri, sem þá var enn óþekkt. Það er athyglisvert, hve fáir al- vöru vísindamenn hafa viljað koma nálægt „umræðunni" um ósóngatið og það sama gildir einnig og ekki síð- ur um hina „umræðuna", þ.e. þá um „gróðurhúsaáhrifin“ en um hana mun ég fjalla síðar. Þeir, sem á ann- að borð tjá sig era gjarnan með próf í einhverri allt annarri fræðigrein. Yfirlýsingar dýrafræðings eða grasafræðings um veðurfræðileg efni eru álíka marktækar og t.d. yfir- lýsingar tannlæknis um verkfræði eða jarðfræðings um stjörnufræði. Því er það, að þessi „urnræða" hef- ur að mestöllu leyti verið í höndum erlendra blaðamanna, sem augljós- lega skortir lágmarks undirstöðu- menntun, ekki aðeins í náttúravís- indum, heldur í barnaskólalanda- fræði, vita t.d. ekki, hve sáralítil byggð er á suðurhveli jarðar og halda í einfeldni sinni að f>Tst norð- urhvelið sé mengað hljóti suðurhvel- ið að vera eins. Stjómmálamenn, sem era álíka grænir í landafræði sem öðra, taka síðan ákvarðanir út frá skrifum æsifréttablaðamanna, enda líklegt til vinsælda. Það stríðir nefnilega gegn ríkjandi „pólitískri rétthugsun“ að malda í móinn gegn „umhverfisverndarsinnum", er álíka viðsjárvert og að hallmæla konum, hommum, svertingjum, dvergum, feitu fólki eða öðram, sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Sem dæmi um endaleysuna má taka þá kenningu að ósóngatið sé af völdum úðabrúsa. Syðstir jarðarbúa era Eld- lendingar. Samkvæmt kenningum „umhverfisverndarsinna“ hlýtur úðabrúsanotkun þessa fátæka fólks að vera ein meginástæðan fyrir ósóngatinu, því að frátöldum fyrr- nefndum vísindamönnum á Suður- skautslandinu, sem nota örugglega mjög lítið hárlakk, er ekki um aðra úðabrúsa að ræða á suðurhveli jarð- ar nær heimskautinu. Mikil er því synd Eldlendinga, sem era álíka margir og íbúar í Breiðholtshverfi í Reykjavík og álíka langt frá suður- skauti og Frakkar era frá norður- skauti. Eða eiga kannski sauðkindur Patagóníumanna sökina? Að lokum: Vandamálið er ekki skortur á ósóni, heldur offramleiðsla þess. Það myndast sem fyrr sagði í bílvélum og er ein meginuppistaðan í stórborgarmengun nútímans. Hefur ósóneitran orðið þar þúsundum að bana undanfarin ár. Ósóngatið hefur engan drepið. Og ég spyr í allra síðasta sinn: Ef mengun er orsökin, hvar er þá ósóngatið á norðurhveli? Höfundur stundar ritstörf. FUJIFILM FUJIFILM FRAMKÖLLUN Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgarnesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúðin Patreksfirði, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.