Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma hefja endurvinnslu á garðaúrgangi Garðaúrgang- ur verður að gróðurmold KIRKJUGARÐAR Reykjavíkur- prófastsdæmis tóku jarðvegsgerð- arsvæði formlega í notkun í gær, föstudag, og hófu þar með endur- vinnslu á garðaúrgangi. Gróður- mold verður héðan í frá framleidd úr garðaúrgangnum en Kirkjugarð- amir hafa stefnt markvisst að end- urvinnslu garðaúrgangs með jarð- gerð í huga síðastliðin ár, að því er segir í frétt frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir að jarðvegsgerðin muni skila sér rekstrarlega á næstu árum, enda hafi reynst kostnaðarsamt að farga úrgangnum á annan hátt. Fyrsta skrefið að endurvinnslu garðaúrgangs hófst í fyrrasumar með markvissri flokkun í lífræn og ólífræn efni. Nú í sumar var keypt- ur múgasnerili, sem er sérhannað tæki sem ætlað er tii jarðgerðar, og í gær var skrefið stigið til fulls þeg- ar snerillinn var gangsettur og jarð- vegsgerðarsvæðið var tekið í notk- un. Auk múgasnerilsins, sem gengur fyrir rafmagni, hafa Kirkjugarðam- ir fest kaup á tveimur rafmagnsbíl- um sem notaðir em við ýmis störf í görðunum. Stefnt er að því að öll vinnutæki og farartæki á vegum Kirkjugarðanna verði knúin meng- unarlausum orkugjöfum á næstu ár- um. Morgunblaðið/Golli HJÁ Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er hafin endurvinnsla á garðaúrgangi. þarf ekki að kosta meira Bræðumlr Ormsson hafa opnað glæsilegan sýningarsal með HTH innréttingum. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Líttu inn í Lágmúla 8, 3 hæð. FRÉTTIR Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon GUNNSTEINN Lárusson, 5 ára, með faliegan bleikjuafla úr Vestur- dalsá, en hann veiddi sjálfur þær fjórar sem næstar honum liggja, 2- 3 punda fiska. Sandburður ekki nýtt vandamál NÆRRI 700 laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri og er óhætt að segja að það sé lakari veiði en menn vonuðust eftir, sérstaklega þar sem áin hefur verið á öruggri uppleið síðustu þrjú sumur. Talsverð umræða hefur verið um að eitthvað kunni að vera að vistkerfi árinnar og bent hefur verið á sandburð sem skaðvald á hrygningarsvæðum. Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins, sem hefur ríflegan hluta árinnar á leigu, telur þó að ekkert ami að Laxá og sömu dýfu sé að finna í laxveiði í öllum ám á norðanverðu landinu. „Menn tala eins og þessi sand- burður úr Kráká sé eitthvað nýtt af nálinni, en svo er ekki. Þessi á fram- leiðir mesta lífmassa af laxi sem fyr- irfinnst hér á landi og lífsskilyrði seiða í ánni eru með því besta sem þekkist. Þau eru sjógöngufær eftir 2-3 ár, en aðrar ár eru margar hverj- ar allt að 5 ár að skila af sér göngu- seiðum. Það hefur verið sandburður í ánni í mörg hundruð ár, en samt hef- ur veiðin í ánni sveiflast í takt við göngur í landshlutanum almennt. Menn mega ekki gleyma því að sumarið 1998 var mjög kalt og óhag- stætt seiðum á öllu norðanverðu landinu, enda er veiðin hvergi eins góð á því svæði nú og t.d. í fyrra. Þar með er ég ekki að segja að sandurinn sé velkominn og nauðsynlegur, langt því frá. Ég tel að skoða verði mjög vandlega þennan sandburð. Ég hef stungið upp á því áður og mun gera það aftur, að settar verði sandgildr- ur í ána til að finna út og meta ástandið. Ef okkur gæti tekist að draga úr sandburðinum gætum við hjálpað ánni að framleiða fleiri laxa,“ sagði Orri Vigfússon. Dauft í Vesturdalnum „Það er mjög rólegt hérna, aðeins 47 laxar komnir á land og hollin hafa aðeins verið að fá 5 til 8 laxa. Það síðasta raunar engan lax. Það hafa aðeins 133 laxar farið um teljarann sem er 7 kílómetra uppi í á og 77 þeirra eru enn í ánni. Þeir eru farnir að sjá nýgenginn smálax í Hofsá og Selá og því gæti farið að rætast eitt- hvað úr hjá okkur, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Lárus Gunn- steinsson, einn leigutaka Vestur- dalsár, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði bleikjuveiði aftur hafa verið mjög góða, 1.487 væru komnar upp fyrir teljara og mikið væri neðan hans. „Bleikjan er að bjarga túrun- um hérna, það er mikið af henni og hún er væn í bland. Það er búið að bóka um 300 stykki og talsvert hefur ekki verið skráð,“ bætti Lárus við. Kristnihátíð í Laugardal Þúsund manna kirkjukór Bjarni Kr. Grímsson DAG klukkan 12.00 hefst í Laugardal kristnitökuhátíð í Reykj avíkurprófasts- dæmum. Þetta er upphaf dagskrár sem standa mun yfir í heilt ár. Bjami Kr. Grímsson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinn- ar. Hann var spurður hvað yrði um að vera í Laugardalnum í dag? „Dagskráin hefst á því að Laugardalsvöllurinn verður opnaður klukkan 12.00. Þar verða tónlist- aratriði frá nokkrum söfnuðum fram yfir klukkan 13.00. Klukkan 13.30 hefst guðsþjónusta og í þeirri athöfn predik- ar biskup Islands, herra Karl Sigurbjömsson. Við athöfnina syngur þúsund manna kór undir s^órn Jóns Stefánssonar. I stað þess að nota orgel við guðsþjónust- una eins og hefðbundið er leikur lúðrasveit sem mynduð er af Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitinni Svani. Einsöng við guðsþjónustuna syngur Kristinn Sigmundsson. Að lok- inni guðsþjónustunni vonumst við til að fólk dreifi sér um Laugai-dalinn. Við þvottalaug- amai’ hafa nokkrir söfnuðir tjaldað, þar verða ýmsar kynn- ingar og uppákomur, einnig verður klukkan 14.45 sýnt í brekkunni fyrir ofan þvottalaug- arnar leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson. Þetta sama leikrit var frumsýnt í Kjarnaskógi fyrir nokkm og hefur verið sýnt víða um land.“ - Verðw eitthvað fleira á dag- skránni? „Já, það verða gospeltónleikar í Laugardalshöllinni og þar í anddyrinu verða kynningar á söfnuðum og ýmis kristilegur vamingur og tónlist til sölu. Loks um kvöldið verður dag- skráin tvíþætt; annars vegar verður unglingadagskrá í Skautahöllinni sem hefst klukk- an 20.00. Mótettukór Hallgríms- kirkju verður á sama tíma með H-mollmessu Bachs.“ - Getum við átt von á því að svona dagskrár verði að jafnaði ailt árið? „Ekki svona viðamiklar en það em framundan miklir gullmolar í menningu, starfi og leik innan kirkjunnar. í haust ætlum við að gangast fyrir gönguferðum milli kirkna. Þær verða skipulagðar í ^samráði við Ferðafélag íslands og Útivist. Þar verður fléttað saman hollri hreyfingu, fróðleik og bænahaldi. Síðan em ótalin ýmis atriði hjá einstaka kirkjum og söfnuðum, en allavega er hægt að minnast á tvennt; á þrettándanum ætlum við að tengja kirkjuna hinum hefð- bundnu brennum, sem era víða um höfuðborg- arsvæðið, með blysför- um og bænastundum. Síðan er stefnt að því að vera með það sem við höfum nefnt; mess- ur liðinna alda. Við nefndum þetta fyrst sögulegar messur en hugsunin á bak við þessar mess- ur er að kynna fyrir fólki andblæ liðins tíma. Hvaða sálmar voru t.d. sungnir við messur árið 1000, hvemig var predikunin og fleira í þessum dúr. Við höfum fengið séra Kristján Val Ingólfs- son til þess að vera okkur til ráðuneytis í þessum efnum. ►Bjarni Kr. Grimsson fæddist í Ólafsfirði árið 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1975 og við- skiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1981. Hann starfaði hjá Fiskveiðasjóði Islands um átta ára skeið, var kaupfélagsstjóri á Þingeyri frá 1983 til 1988 og bæjarstjóri í Ólafsfirði frá þeim túna til 1992. Starfaði hjá Fiskifélagi Islands eftir það til 1998. Hann hefur frá ársbyrjun núna starfað sem fram- kvæmdastjóri Kristnitökuhátíð- ar Reykjavíkurprófastsdæma. Bjarni er kvæntur Brynju Egg- ertsdóttur starfsmanni Sjón- varps og eiga þau þrjá syni. Messumar verða alls sjö. Auk þess er á dagskránni mjög metn- aðarfullur tónlistarflutningur, bæði ný verk og sígild verk.“ - Hvernig gekk að fá söngfóik í þúsund manna kórinn sem á að syngja í Laugardalnum í dag? „Það hefur gengið ótrúlega vel. Tíminn um miðjan ágúst er þó erfiður að því leyti að margir em fjarverandi vegna sumar- leyfa. Þetta er einstakt tækifæri fyrir söngfólk til að vera með og geta sagt að það hafi sungið í þúsund manna kómum í Laug- ardalshöllinni á kristnitökuhá- tíðinni 1999. Það er bara einu sinni á þúsund áram sem menn fá slíkt tækifæri.“ -Hverjir standa að þessum hátíðahöldum öllum sem þú hef- ur nefnt? „Það em Reykjavíkurpró- fastsdæmin bæði ásamt sveitar- félögunum innan þeirra, þ.e. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Seltjamarnesbær. Þessir að- ilar standa að þessum hátíða- höldum og hafa borið kostnað, hita og þunga af skipulagi þeirra. En jafnframt hefur náðst mjög góð samstaða og samvinna við aðra kristna söfnuði í pró- fastsdæmunum og því standa allir kristnir söfnuðir að guðsþjón- ustunni á Laugardals- velli og hátíðahöldunum í dag. Svo og hafa þeir komið inn í ein- staka liði dagskrár hátíðarárs- ins. Þess ber að geta að kristni- hátíðamefnd, sem í sitja æðstu embættismenn þjóðarinnar og þjóðkirkjunnar, kemur ekki beint að þessum hátíðahöldum, heldur er hennar hlutverk heild- arskipulag og skipulag hátíða- halda á næsta ári.“ Framundan miklir gull- molar í menningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.