Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ A 56 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 FÓLK í FRÉTTUM ÞAÐ er létt yfír fólki þegar blaðamaður kveður dyra á heimili Þrastar Stefánssonar og Guðmundu Ólafsdóttur á Esjubraut á Akranesi, enda eru Skagamenn nýbúnir að * vinna mikilvaegan heimaleik í bikar- keppninni. Nú þykja það kannski lítil tíðindi að knattspyman eigi hug og hjarta manna í Akranesbæ, því á fá- um stöðum á landinu er jafn mikili einhugur um fótboltann og einmitt þar. Hins vegar eru það meiri tíðindi að heil fjölskylda, þrjár kynslóðir, hittist eftir hvem heimaleik Skaga- manna - og þá iðulega með þátttöku kappsamra ættingja af Stór-Reykja- víkursvæðinu. Hvert sem litið er á heimilinu er fólk að ræða aðalmál kvöldsins, fót- bolta, á meðan snæddar em kræsileg- * ar veitingar, en fyrst þegar litið var yfir borðstofuborðið hélt blaðamaður sem snöggvast að fermingarveisla stæði fyrir dyram. Knattspyrnukaffi hvarvetna sem skyldmenni finnast Um tveir tugir ættingja em saman komnir í þetta sinn. I sólstofunni sitja karlmennirnir, skeggræða leik kvöldsins og oma sér við heitt kaffí og meðlæti. En hversu lengi skyldi fjölskyldan hafa hist eftir heimaleik- ina? „Við höfum hist hér eftir alla heimaleiki Skagamanna í ein sjö ár, en fyrir þann tíma þekktust reyndar knattspymukaffíboð af og til,“ segir heimilisfaðirinn Þröstur sem reyndar er Siglfirðingur að uppmna en lék með liði Skagamanna um margra ára skeið á sjöunda og áttunda áratugn- um. „Við hittumst líka stundum eftir útileiki Skagamanna ef skyldmenni búa nærri,“ bætir Jóhannes Guðjóns- son við og vísar til bróður síns í Kópa- vogi og móðursystur í Keflavík. Jóhannes á einnig að baki feril í liði Skagamanna, en hann og húsfreyjan Guðmunda era systraböm. - Og al/taf veisla? „Já, já, það er alltaf veisla og allt heimabakað," segir Jóhannes, en skipst er á að halda kaffiboðin á fimm heimilum. - Er nýafstaðinn leikur þá krufmn til mergjar áður en byrjað er á kök- unum? „Já, það er mikið spáð og spekúler- að og farið yfir stöðuna. Oft em eldri leikir líka rifjaðir upp - það er alltaf langmest rætt um boltann,“ segir Þröstur. - Aldrei misst af leik? „Sjáðu til, ef maður fer ekki á heimaleik er eitthvað mikið að,“ segir Þröstur og þrátt fyrir hlátur viðstaddra er ljóst að hér er ekkert GLATT á hjalla: Systkinin Vala, Sölvi og Stefán Guðmundsböm, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Alda Jóhannesdóttir og Hrefna Guðjóns- dóttir mett eftir sætan sigur og góðar veitingar. SKEGGRÆTT í sólstofunni: Ólafur B. Ólafsson og tengdasonur hans, Þröstur Stefánsson, Sigurður Sigurðsson, Guðjón Guðmundsson og föðurbróðir hans, Jóhannes Guðjónsson. fyrir alla fjölskylduna Oft er talað um að tími stórfjölskyldunn- ar sé liðinn og nánustu ættingjar hittist aldrei nema á stórhátíðum. Dóra Ósk Halldórsdóttir komst að því eitt fallegt sumarkvöld á Skaganum að stórfjöl- skyldan getur haldið góðum tengslum í nútímanum, ekki síst ef ættingjarnir hafa áhuga á knattspyrnu. spaug á ferðinni. „Þetta er svo ríkt í bæjarfélaginu enda saga Skagaliðsins merkileg og Skaginn var eiginlega fyrsta liðið frá landsbyggðinni til að eiga eitthvað í stóra liðin í Reykjavík. Það má segja að Skaginn hafi átt gull- aldarlið á hveijum áratug þótt um þessar mundir sé bikarinn í láni í Vestmannaeyjum," segir Þröstur kíminn. Loðfóðraðir „takkaskór" handa ömmu í stofunni sitja ættmæðumar, syst- umar Alda og Sjöfn Jóhannesdætur, og ræða af engu minna kappi um leik kvöldsins við dætur sínar og aðrar skyldkonur. „Við fylgjumst með fót- boltanum af lífi og sál þótt gamlar sé- um,“ segir Alda en þær systur era báðar hátt á áttræðisaldri þótt þær Morgunblaðið/Arnaldur SYSTURNAR Sjöfn og Alda Jóhannesdætur, hæstánægðar með úrslit kvöldsins. beri það hreint ekki með sér. Við eftirgrennslan kemur í ljós að systum- ar fara ekki lengur á völlinn en það er ekki af áhugaleysi heldur segj- ast þær einfaldlega ekki hafa taugar í það... Hins vegar fylgjast þær grannt með á skjánum og í útvarpi en ef spennan verður óbærileg er slökkt á tækjunum! „Alda fylgist nú ekki minna með enska boltanum, sérstak- lega Manchester United," segir Sjöfn og hnippir í systur sína. „Hún þekkir alla kappana þar með nafni.“ -Hófst áhuginn á fótbolta snemma? „Þegar við voram ungar fylgdust allir með fótboltanum, enda leikimir helsta skemmtunin í bænum,“ segir Sjöfn. , J>á vora líka tvö lið héma á Ákranesi og mikil keppni þeirra á milli. En síðan vora þau sameinuð og allir fylktu liði að baki IA,“ segir Alda. - En hvenær hófst áhuginn á enska boltanum? „Ég held ég hafi farið að halda með Manchester eftir að þeir lentu í flug- slysinu árið 1958 og stór hluti liðsins fórst. Þetta var svo ægilegur atburð- ur að ég fór að fylgjast með liðinu og hef gert það allar götur síðan.“ í ljós kemur að Alda lumar á ýmsum frétt- um af leikmönnum United enda fylgist hún grannt með þeim í gegn- um blað þeirra Red Devils. Og báðar eiga systumar hagnýta United- minjagripi á borð við trefil og inniskó sem barnaböm þeirra hafa gefið þeim í gamni, og blaðamanni verður sam- stundis ljóst hversu heppilegt það er að allir meðlimir stórfjölskyldunnar skuli styðja sama liðið í enska boltan- um. Hringt frá Hofsjökli Yngsta kynslóðin tekur þátt í sam- ræðunum eða bregður sér út í bolta- leik ef vel viðrar. Sá yngsti í boðinu þetta kvöldið, Valgeir Valdi, sem verður bráðum níu ára, er málaður í litum Akranessliðsins, en hann æfir í fimmta flokki ÍA. Hann segist ákveðinn í því að verða knattspymu- maður og aldrei að vita nema hann eigi eftir að verða framherji í liði meistaraflokks IA. Frændsystkini hans úr Kópavogi, þau Sölvi, Stefán og Vala, segja frábært að koma til Akraness á leikina og hitta alla fjöl- skylduna. Eins og oft áður fengu þau far með eldri bróður sínum Guðjóni, einum ákafasta stuðningsmanni Skagamanna í Reykjavík, en hann missir helst eldd af nokkrum leik Skagaliðsins. Á meðan samkundan varir hringir svo faðir þeirra systk- ina, Guðmundur Guðjónsson, sem staddur er við vinnu norðan Hof- sjökuls, en fjarstaddir meðlimir knattspyrnufjölskyldunnar nota iðu- lega tæknina til þess að fregna úrslit og hlera stemmninguna. Þannig má rekja margar glaðvær- ar samverastundir fjölskyldunnar til líflegs knattspymuáhuga þar sem kynslóðabil er óþekkt hugtak. Förðunarskóti Islands býður fyrstur íslenskra skóla 9 mánaða námí törðun í j|I Ljósmynda- & tískuförðun iUi Leikhusförðun W Æ Kvikmyndaförðun Allarnánari upplýsingarveittar|yrj ' 1 Síma 588 7575 , m .' % ' j, i 1 Grensásvegi 13 Bassaleikari Motley Crue í fangelsi BASSALEIKARINN Nikki Sixx, sem leikur með rokksveitinni Motley Crue, var handtekinn eftir tónleika sem sveitin hélt í Las Vegas á dögunum. Hann er sakað- ur um að hafa hvatt til ofbeldis og óeirða á tónleikunum er hann sagði áhorfendum að í hvert skipti sem Motley Crue kæmi til Las Vegas bannaði lögreglan þeim að að vera þeir sjálfir. „Ef þeim líkar ekki við okkur getum við farið að velta lögreglubflum eins og við gerðum fyrir nokkrum árum,“ er haft eftir Sixx á tónleikunum, en rétt nafn hans er Frank Ferrano. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á staðnum fóru áhorf- endur að ókyrrast og köstuðu stól- um til og frá í salnum. Umsjónar- maður tónleikahússius sagði þó að engar skemmdir hefðu orðið á munum né meiðsli á fólki. Lögregl- an ákvað að handtaka Sixx eftir tónleikana en aðrir hljómsveitar- meðlimir reyndu að hafa afskipti af handtökunni og voru því einnig teknir höndum. Lögreglan segir að haft hafi verið samband við framkvæmdastjóra sveitarinnar fyrir tónlcikana til að komast hjá vandræðum af hennar völdum, svipuðum þeim og urðu er sveitin hélt tónleika í bænum árið 1997. Þá réðst maður á söngvarann Vince Neil sem endaði með tfma- bundnum óeirðum á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.