Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 23 ur verið þrotlaus vinna í 19 ár en það gerir það að verkum að ég er harðari þegar á móti blæs eins og nú.“ Ásgeir var bæjarritari og einn átta stofnenda Sæbergs en kom ekki að fjölskyldufyrirtækinu fyrr en fyrir nokkrum árum. „Eg og strákamir höfum átt Sæunni Axels frá þyrjun og byggt fyrirtækið upp en Ásgeir var hjá sínu fyrirtæki þar til hann kom alfarið til okkar fyrir sex árum. Við keyptum hótelið fyrir tveimur árum með það í huga að koma því í gott lag og finna svo gott fólk til að taka við því. Við keyptum það ekki til að græða peninga en Ágeir hefur byggt það upp og svona þróast málin hjá okkur. Við tókum stóra ákvörðun þegar við keyptum frystihúsið í janúar 1997. Þá vorum við eiginlega komin með annan fót- inn héðan eftir að hafa opnað verk- un í Reykjavík og ætluðum að fara. En enn einu sinni settist fjölskyldan niður og niðurstaðan varð að taka þessa ákvörðun; kaupa frystihúsið þótt hér hafí ríkt mikið vonleysi og deyfð, hreinlega uppgjöf." Stolt af strákunum Mæður eru yfirleitt stoltar af börnum sínum og Sæunn er ekki undantekning hvað það varðar. „Við öll höfum verið mjög sam- stiga og strákamir hafa aldrei skammast sín fyrir að segja að mamma réði eða að þeir þyrftu að spyrja mömmu. Kaup okkar á hótel- inu af Skeljungi gerðust mjög snöggt og Kristinn Bjömsson, for- stjóri Skeljungs, sagði að þeim hefði þótt það mjög sérstakt þegar Frím- ann, sem var mættur hjá þeim á fund, hefði sagt að nú væri komið að því að hringja í mömmu. En þannig höfum við unnið. Mér er líka mjög minnisstætt þegar við vomm um sumar í Grímsey. Þá var unga fólkið einu sinni að fara að skemmta sér um kvöld. Við reram alla daga sem gaf og unnum frameftir, voram oft að gera að til miðnættis eða lengur og svo var farið út aftur um miðja nótt. Nema hvað að strákamir voru spurðir hvort þeir ætluðu ekki að koma með á ball eða hvort ætti að iáta kerlinguna ráða. Eg stóð álengdar og hlustaði og þótti afar vænt um þegar Ásgeir Logi sagði að það að láta mig ráða hefði gefist ágætlega. Það lýsir ástandinu ágæt- lega. Engin togstreita og ekkert vandamál." Hún segir að hjónin hafi lagt mik- ið upp úr menntun strákanna. „Við lögðum mjög mikla áherslu á að þeir færa í nám en þeir gerðu allir það sem þá langaði til eftir stúden- stprófið. Ásgeir Logi fór í sjó- mannaskólann og fékk skipstjórnar- réttindi áður en hann fór í sjávarút- vegsfræði í Tromsö í Noregi. Hann var síðan framkvæmdastjóri hjá mér þar til hann fór út í pólitíkina og varð bæjarstjóri. Axel Pétur lærði kvikmyndagerð í Frakkiandi en eins og alþjóð veit æxluðust mál- in þannig að 1992 lenti ég upp á kant við SIF og klauf mig úr sam- bandinu. Margir vora vissir um að það yrði minn banabiti en mér tókst að komast út úr því. Þá komu strák- arnir allir til mín aftur og vilja hvergi annars staðar vera. Axel Pétur tók að sér sölumálin og var svo til alveg í ár á ferð um Evrópu við að afla okkur tengsla. Frímann var búinn með tvö ár í lögfræði en hann hefur byggt upp sölufyrirtæk- ið Valeik fyrir sunnan. Það er óhemjuvinna því við erum að fá fisk- inn frá fjarlægum stöðum eins og Aiaska, Kína og Kóreu. Allir sjá auðvitað geðveikina í þessu, að sækja fiskinn svona langt þegar maður er með þessi gjöfulu fiskimið við nefið á sér. Þetta er hróplegt ranglæti." Keypt kvóta fyrir 500 til 700 milijónir Sæunn er reið út í kvótann og kvótaskiptinguna en hún átti kvóta sem hún hefur selt. „Þegar ég fór með Sæunni OF til Grímseyjar fékk ég kvótaréttindi óafvitandi. 1990 keyptum við Ásgeir Logi og Helgi Már Reynisson, skólabróðii- hans, norska línubátinn Ásgeir Frímanns og settum kvót- ann af Sæunni yfir á hann því hann var kvótalaus. Við keyptum líka dekkbátinn Magnús í Grímsey með kvóta og settum hann á Ásgeir Frímanns. Ásgeir Frímanns var annað hlutafélag og er Valeik núna en þegar mest var voram við með um 200 tonna kvóta á bátnum. Hins vegar var stöðugt skorið af kvótan- um á áranum 1991 til 1995 og hann var fljótlega kominn niður fyrir 100 tonn en við urðum líka að selja kvóta til að bjarga okkur fyrir hom. Við keyptum Ásgeir til að byggja upp vinnsluna og hann var mest gerður út á löngu og keilu en Sæ- unn Axels á ekki eitt kfló af kvóta. Hins vegar hefur fyrirtækið keypt kvóta fyrir samtals 500 til 700 millj- ónir undanfarin ár. En rétt er að árétta að Sæunn hefur aldrei átt kvóta og það vita allir sem vilja vita en reynt hefur verið að læða öðra inn, koma aftan að okkur.“ Eftir að Sæunn hætti til sjós sneri hún sér að vinnslunni en vinnudagurinn hefur ávallt verið langur. Farið á fætur upp úr klukk- an fjögur á morgnana og oft verið að fram yfir miðnætti. „Ég hef gert það sem þurft hefur að gera og ekkert verið að velta mér upp úr hlutunum eftir að ég hef ver- ið komin heim. Mér tekst ágætlega að loka hurðunum á eftir mér og er ekki langrækin. Afgreiði hlutina og þar með eru þeir búnir. Ég vil helst vera háttuð ekki seinna en hálftíu á kvöldin og þá er gott að geta lesið í svolitla stund en ég les mikið og hef gaman af því. Ég hef verið í vinnsl- unni, metið allan fisk, hvem einasta ugga. Við höfum farið geysilega mikið út í þurrkun, byrjuðum á því að þurrka löngu, keilu og ufsa 1990 og flytjum út til Argentínu, Brasilíu og Portúgals. Þurrkun hefur verið uppistaðan og ég hef séð um vinnsl- una. Verið verkstjóri, framkvæmda- stjóri og matsmaður nætur og daga. Þangað til við keyptum hótelið. Þá fór ég hingað og ætlaði reyndar að- eins að vera í nokkrar vikur en það hefur teygst úr þeim og deginum. Nú er ég oft ekki komin heim fyrr en um miðnætti eða síðar en við hjónin föram venjulega á fætur á fimmta tímanum. Þó ég velti mér dauðþreytt upp í er ég alltaf eins og stálslegin þegar ég vakna á morgn- ana. Ég bý því við mjög gott heilsu- far eins og allt mitt fólk. Meðan tími var nægur var ég mikið á göngu- skíðum og fór upp um fjöll og firn- indi. Það er líka mjög heilsusamlegt að vera úti á sjó en ég ætla mér ekki að detta niður hér því draumurinn er að geta aftur farið að róa. Þá er ég ekki að tala um fyrir peninga heldur ánægjunnar vegna." Sæunn segir að hún sé ekki hætt og áréttar ánægju með það sem hún hefur gert. „Eg er mjög ánægð manneskja og losnaði algerlega við þessa erfiðleika kvenna eins og svitakóf, taugaspennu og fleira. Ég hef aldrei fengið vöðvabólgu og er rosalega ánægð með það sem ég er og ánægð með það sem ég hef verið að gera enda hef ég haft ánægju af því sem ég hef verið að takast á við hverju sinni. Hins vegar er ég ekki kona sem segir að kvöldi hvemig á að gera hlutiná að morgni. Málin koma upp á borðið og þar eru þau afgreidd, við morgunverðarborðið, hádegisverðarborðið, kvöldverðar- borðið. Þess vegna hefur þetta gengið sem raun ber vitni. Þegar litið er yfir farinn veg er ótrúlegt hvernig lífsþráðurinn hefur spunn- ist því ég var komin fast að fertugu þegar þetta byrjaði.“ Launalaus í 12 ár Sæunn segir að fyrirtækið hafi eflst vegna þess að ekkert var tekið út úr því meðan uppbyggingin átti sér stað. „Fyrstu 10 til 12 árin fékk ég aldrei útborgað því peningarnir fóra í að borga lán. Þetta þykir óvenjulegt enda segir endurskoð- andinn okkar að hann viti ekki til þess að fólk noti veskið sitt til að borga fyrir fyrirtækið. Þannig var þetta hjá okkur en síðan höfum við auðvitað tekið afurðalán. Sem fyrr segir keyptum við fyrsta bátinn 1980 og byrjuðum að róa í maí. Um haustið voram við búin að borga hann, og Toyota-skúffubíl að auki, án þess að taka lán. En við eram af gamla skólanum og þótt mér hafi verið reiknuð laun er ég mjög sátt við að þau hafi farið í að treysta undirstöður fyrirtækisins.“ Eins og fram hefur komið var starfsfólki Sæunnar Axels, um 70 manns, sagt upp vegna þess að Olafsfjörður fékk ekki úthlutun úr byggðakvóta. 1997 og 1998 var tap á rekstrinum en Sæunn segir að sama hafi ekki verið uppi á teningnum í ár eins og greint hafi verið frá í yfir- lýsingu frá fyrirtækinu fyrir skömmu. „Við höfum alltaf látið gera milliuppgjör og töldum okkur knúin til að gefa út yfirlýsingu um stöðuna, einfaldlega vegna þess að ýjað var að því að við værum að fela okkur á bak við fjárhagsleg vand- ræði. Það er bara ekki rétt og staða okkar er ágæt. Hins vegar segjum við hingað og ekki lengra. Við höf- um sótt um kvóta. I janúar skrifuð- um við til Byggðastofnunar og báð- um um lán til að kaupa kvóta því það era blóðpeningar að leigja kvóta. Það er hræðilegt en okkur var ekki svarað. Þá skrifuðum við til þingmanna og ráðherra og óskuðum eftir að þeir gerðu sitt til að við fengjum svar. Það kom eftir sex mánuði og var nei.“ Mátti ekki gefa starfsfólkinu með kaffinu Sæunn segist vera beitt ranglæti af ráðandi öflum, að hún sitji ekki við sama borð og aðrir, en þvertek- ur fyrir að það sé hún sem sé á móti kerfmu. „Ég hef oft þurft að hafa mikið fyrir mínu og þurft að leggja mikið á mig til að ná fram rétti mínum en það er ekki að vera á móti kerfinu. Hins vegar hefur oft hallað á mig og í því sambandi má nefna að mér finnst alveg rosalegt að ég skuli ekki mega gefa fólkinu mínu brauð með kaffi og að ég skuli ekki mega fara á fætur klukkan fimm á morgn- ana til að baka handa fólkinu mínu svo því líði vel. Nei. Þess í stað skip- uðu skattayfirvöld mér að segja hve margir kaffibollar væra drakknir, hve margir drykkju kaffi yfir dag- inn og hverjir drykkju hvað og borðuðu hvað. Eins var sett út á að keyptur var blómvöndur fyrir 1.734 krónur og ég var beðin um skýringu því ekki væri séð hvaða tilgangi þetta þjónaði í rekstri fyrirtækisins. Það var grafið upp að ein stúlkan átti 25 ára afmæli og fékk blóm- vöndinn af því tilefni. Við eram hundelt en eina afleiðingin er sú að fólkið fær ekki lengur kaffi. Þegar ég hugsa um þetta svíður mér mest að ég var mikið með unglinga í vinnu, einkum á sumrin, og það var yndislegt að sjá gleðina og vænting- amar í svipnum - hvað ætli við fáum í dag - en þetta mátti ekki. Hins vegar er ég ekki frá því að fólkið, sem tók þetta frá mínu fólki og of- sótti mig, fái frían mat á sínum vinnustað. Ég veit að það býr við ansi mikil fríðindi." Hún er í vöm en ætlar að sækja til sigurs. „Ég er ekki á móti kerf- inu en það hefur alltaf þurft að lemja á mér og mér hefur fundist að ég hafi eiginlega alltaf verið sett hjá. Menn fetta fingur út í það sem ég geri og gera mér allt eins erfitt og mögulegt er, leggja steina í götu mína; þetta er urð og grjót, upp í mót. Mér finnst freklega gengið framhjá mér í úthutun byggðakvóta Byggðasjóðs. Ég hafði allt til að bera og mér finnst með ólíkindum að Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðasjóðs, skuli koma fram fyrir alþjóð og segja að hann eigi ekkert sökótt við mig. Ég er ekki að biðja um þessa úthlutun heldur er það bæjarfélagið sem átti skilið að fá hana.“ Baneitruð Engum dylst að Sæunn er mikil atorkukona. Hún berst fyrir rétti sínum en segist ekki hafa áhuga á að fara í stjómmálin. „Nei. Ég held að ég hafi miklu meiri áhrif á þessi mál með því að ganga fram fyrir skjöldu eins og ég geri. I eðli mínu er ég rosalega mik- il sjálfstæðismanneskja og það verður aldrei frá mér tekið en margir sjálfstæðismenn vilja ekki tala við mig og á hinum vængnum er ég líka talin baneitrað. Samt held ég að ég nái alltaf að vera heiðarleg í málflutningi mínum og það er ekki síst mikilvægt í þessu máli því ég er að skera á illkynja mein sem þarf að opna og hreinsa. Það er svo alvar- legt en menn fljóta svo sofandi að feigðarósi að börnin mín og bama- böm eiga eftir að skríða að dyrum einhverra auðkýfinga og biðja um ölmusu verði ekkert að gert. Þetta litla land lifir af fiskveiðum en er það líf sem bíður þeirra?“ 40% kvótans í landvinnslu Sæunn segir lausnina felast í lagasetningu. „Við verðum að vera heiðarleg og viðurkenna að þetta er komið út í hreina vitleysu. Það verður að ætla landvinnslunni ákveðinn hluta af út- hlutuðum kvóta Tekið hefur verið á þessum málum í Noregi, Færeyjum og Alaska og við verðum að gera slíkt hið sama. Ég er ekki viss um að byggðakvótinn sé lausn sem slík- ur heldur verður að viðurkenna að við lifum á fiskveiðum. Fólkið héma í bænum vinnur við þetta, þetta er lífsviðurværi þess. Það kann þetta, vill vera héma og á skýlausan rétt á að vinna við þetta en lífsbjörgin hef- ur verið tekin frá því. Það á ekki að vera hægt að setja allt yfir á frysti- togarana heldur á landvinnslan að fá 40% af kvótanum. Þá getum við unað glöð við okkar og við eigum fullan rétt á að fá til baka það sem okkur ber. Við landsbyggðarfólk viljum ekki láta segja okkur fyrir verkum og ráðamenn era menn að meiri ef þeir þora að setjast niður og viðurkenna þessi mál. Stærstu fyrirtækin kaupa önnur, jafnvel fyr- ir milljarða á mánuði, og segjast vilja efla þau og styrkja, hjálpa þeim með kvóta og reyna að byggja upp. Á sama tíma er allt hranið hér en allir þegja um það. En hvað býr á bak við orð stóru fyrirtækjanna? Era allir búnir að gleyma að sagt var að Guðbjörgin ætti að vera áfram á ísafirði þrátt fyrir söluna? Hún landaði að vísu þar, einu sinni eða tvisvar, svo var hún komin til Akureyrar og ekki leið á löngu þar til hún var horfin úr landi. Þá spurði ágætur maður hvað verið væri að hnýta í það sem hann hefði sagt fyr- ir mánuði eða ári, því hvaða máli skipti það? Ef þetta er orðið svona, að allir geti sagt það sem þeim dett- ur í hug, gert það sem þeim dettur í hug, er um stjórnleysi að ræða. Þeir era orðnir fjórir sem berjast um að ná yfirráðum, ekki aðeins í kvótan- um heldur líka í flutningunum. Eftir að Verðbréfaþingið kom hafa allir brjálast og öllum leyfist allt.“ Að sögn Sæunnar þyrfti Olafs- fjörður að fá 400 til 500 tonn af kvóta til að fullnægja þörfum íbú- anna í sambandi við vinnu. „En það er ekki bara afskiptaleysið sem ég gagnrýni heldur sú mannfyrirlitn- ing sem í því felst. Okkur er hegnt fyrir það að ekki hafi þurft að borga atvinnuleysisbætur héma en við höfum haldið fullri vinnu í frystihús- inu í tæplega þrjú ár. Okkur er hegnt fyrir það að hafa sýnt kjark og áræði, að berjast nætur og daga við öflun hráefnis úti um allan heim eins og strákamir hafa gert. Okkur er hegnt fyrir það að hafa ekki setið með hendur í kjöltu og grenjað í fjölmiðla. Við höfum lagt spilin á borðið og reynt að tala við ráða- menn af heilindum en eram ger- samlega hundsuð og fyrirlitin og jafnvel er farið þá leiðina að reyna að gera okkur tortryggileg. Ástæð- an er siðblinda, að ég held. Menn era gersamlega orðnir siðblindir auk þess sem forystumennimir þora ekkert að gera í málinu. Mikið er talað fyrir kosningar en svo heyrist ekkert í þeim á milli. Hins vegar þekki ég engan stjómmála- mann sem ekki hefur stórgrætt á því að hafa þorað að hafa sannfær- ingu. Tilfellið er að fólkið virðir þá sem hafa sannfæringu og því er framkoma þeirra í þessu máli mesti misskilningur. En við skulum huga að því að fari sem horfir verður öll útgerðin komin á fjórar hendur eftir eitt til þrjú ár og hvað gera menn þá? Semja við erlendar útgerðir?" Málið til dómstóla Vinnsla hjá Sæunni Axels hefur miðast við það sem gengið hefur best hverju sinni en mest er unnið í salt. Um þessar mundir er verið að pakka skreið á Ítalíu. „Við vinnum og verkum eftir árstíðum, hvað gengur best hverju sinni, og allt er á fullu og við höfum ekki lokað,“ segir Sæunn en bætir við að hún óttist vald stóru fyrirtækjanna. „Þau hafa í hendi sér að rotta sig saman og sjá til þess að ég fái engan kvóta. Þau geta keyrt mig upp að vegg en ég læt það ekki gerast mótþróalaust." Framhaldið ræðst væntanlega fyrir dómstólum. „Sæunn Axels ætl- ar ekki að hætta heldur halda áfram en með aðgerðum okkar eram við að knýja menn til að ræða þessi mál og knýja þá til að viðurkenna að vit- laust hefur verið starfað. Það era mistök hvemig þetta hefur æxlast. I þijú ár höfum við talað fyrir daufum eyram. Um leið og sameiningin varð héma hjá Þormóði ramma og Sæ- bergi sást hvað var að gerast og ljóst að málin þurfti að endurskoða því þau gengu ekki að óbreyttu. Með sameiningunni vora báðir íshústog- ararnir teknir og þeim siglt í burtu en allur þorskkvótinn settur á frystitogarana. Enginn hefur fengist til að ræða þetta og allir hummað málið fram af sér og láta það fara í taugamar á sér. Blákalt hefur verið sagt: Ætlið þið að fara að byrja einu sinni enn? Úthlutunin er komið sem fyllti mælinn. Við eram staðin upp og ætlum ekki að setjast. Við ætlum að keyra þetta út á brún og krefja menn svara. Krefjast þess að málið verði endurskoðað. Kvótinn er að fara á fjórar hendur en það á að þegja málið í hel. Ég ætla að fá mér góðan lögfræðing og láta reyna á málið alls staðar. Ég ætla með það til umboðsmanns Alþingis, fyrir dómstóla og ég ætla líka að láta skoða það hjá ESB hvort þetta sé réttlætanlegt. Ég fer allar leiðir sem mér era færar en ég ætla ekki upp á hól og arga. Ég ætla að keyra þetta ískalt og neyða menn að borði til að ræða málið. Það getur ekki gerst að forsætisráðherrann rísi upp og vilji breyta lögum vegna Fjárfestingar- banka atvinnulífsins en hann segir ekkert við því að bankar eru famir að taka veð í fjöreggi þjóðarinnar. Er það lögum samkvæmt? Og lífeyr- issjóðirnir hafa keypt kvóta. Svo telja verkalýðsfélögin sig geta risið rammheilög upp og alveg gáttuð á því að Sæunn sé að segja upp fólki. Sjóðirnir kaupa kvóta en Sæunn á að leigja hann. Sjá ekki allir að þetta er ekki rétt?“ Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson HJÓNIN keyptu hótel Brimnes fyrir tveimur árum en þar gengur Sæ- unn í hvaða verk sem er og var að setja mat á diska þegar Morgun- blaðsmenn bar að garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.