Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 41 MINNINGAR SKULI JÓNSSON + Skúli Jónsson fæddist í Þór- ormstungn í Vatns- dal B. ágúst 1901. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 12. júlí síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Selfoss- kirkju 16. júlí. Enda þótt Skúli Jónsson dveldi allan síðari hluta ævi sinnar á Selfossi, eða fjörutíu ár, var hann alltaf sami Vatnsdælingurinn en í Vatnsdal fæddist hann og lifði fyrri hluta sinnar löngu ævi sem varð fast að 98 árum. Lífdagar Skúla hófust á vordög- um þeirrar aldar sem nú er rétt að kveðja og var hann því einn af þeim íslendingum sem tóku þátt í þeim ótrúlegu breytingum sem orðið hafa með þjóðinni á þessu sögulega tímabili sem jaðrar við byltingu, en var í raun hraðfara þróun frá gamla tímanum til þess tækniþjóðlífs sem nú er staðreynd. Engin von er til þess að miðaldra nútímafólk, hvað þá yngra, geti gert sér ljósa þá ótrúlegu breytingu sem orðið hefir frá kyrrstöðu fyrri alda til þeirrar öru framþróunar sem nú ríkir og ekki sér fyrir endann á. Mikið félagslíf var í Vatnsdalnum á uppvaxtarárum Skúla Jónssonar frá Undirfelli þar sem hann dvaldi til fullorðinsára. Öflug stúka vai- starfandi í dalnum fram á annan áratug aldarinnar og var hún til á prestskaparárum sr. Hjörleifs Ein- arssonar, en hann sat á Undirfelli fyrir aldamótin 1900 til ársins 1907. Foreldrar Skúla, hjónin Jón Hann- esson og Ásta Bjarnadóttir, höfðu búið á ættarjörð Ástu, Þórorms- tungu, og þar fæddist Skúli, en við brottför prestsins flutti fjölskyldan að Undhfelli og dvaldi þar um nokkurt árabil, uns leið hennar lá aftur að Þórormstungu. Er tímabil stúkunnar leið tók við málfundafélag sem starfaði af þrótti í nokkur ár og þjálfaði menn í ræðumennsku og fundarstjóm, en arftaki þess varð ungmennafélag er einnig starfaði af þrótti, m.a. um málfundastarfsemi. Bæði þessi fé- lög gáfu út handskrifað blað, Ingi- mund gamla, sem birti efni sitt í óbundnu og bundnu máli. Voru bæði félögin hinn besti félagsmála- Blómastofa Friðjfnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. skóli og urðu Vatns- dælingar, margir hverjir, harðsnúnir málafylgjumenn, bæði til sóknar og vamar. Iþróttir vora einnig mikið iðkaðar svo sem fótbolti og skauta- hlaup á vetram mátti jafnvel telja sveitarí- þrótt. Skúli á Undir- felli var í framvarðar- liði ungra manna í dalnum á þessu tíma- bili. Hann varð harð- skeyttur fundarmaður, annar besti skauta- maður sveitarinnar og einmitt á þessum árum átti hann atgervis- gæðinginn Létti, sem var svifléttur klárhestur með tölti. Hann var undan Þorfinnsstaðajarp sem gat af sér fleiri gæðinga svo sem Goða Guðmundar Ólafssonar bónda og alþingismanns í Ási í Vatnsdal. Goði var aftur á móti alhliða gæð- ingur með miklu skeiðrými, en á þessum áram þótti það nokkur metnaður að eiga gæðing sem skil- aði eigandanum með áberandi glæsibrag um sveitina. Þar var Skúli fremstur í flokki á Létti sín- um og duldist engum, er til þekkti, hver var á ferð. Þar kom að Skúli Jónsson festi ráð sitt og varð eiginkona hans Ástríður Sigurjónsdóttir frá Tind- um í Svínavatnshreppi, kona góð- viljuð og fórnfús. Bjuggu þau hjón- in á Tindum fyrstu búskaparárin en fluttu að Þórormstungu við búskap- arlok foreldra Skúla. Ekki fengu þau þó að eignast jörðina og hefi ég alltaf haldið að það hafi orðið til þess að þau bragðu búi og fluttu til Suðurlands. Fleira mun þó hafa komið til um brotthvarfið frá Þór- ormstungu, svo sem að einkasonur þeirra, Sigurjón, hneigðist ekki til búskapar og stóð annað nær huga hans. Skúli Jónsson bjó í Þórorms- tungu á mesta jarðræktartímabili í lífi íslenskra bænda og tók mjög til hendi í því efni. Hann fór líka vel með allan bústofn sinn og hafði af honum góðan arð. Hann hafði enga tilhneigingu til fleytingsbúskapar, en nýtti bújörð sína vel. í félags- málum sveitarinnar var hann virk- ur, sem á yngri árum í áðumefnd- um félögum. Samvinnumál vora Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 90LSTE1NAK 564 3555 honum hugleikin, ásamt sveitar- stjórnarmálum, einkum fjallskil- málum og refaveiðum, sem ■ hann var gjörkunnugur af eigin raun. Um stjórnmálaskoðanir Skúla er mér ókunnugt og ég dreg í efa að hann hafi nokkurn tíma eða nokk- urs staðar verið flokksbundinn. Skoðanir hans á samferðamönnum fóra því ekki eftir pólitísku mati og hann lét þær í ljósi á afdráttarlaus- an hátt og átti til að renna í skap, en hann var líka óvenju sáttfús og allra manna orðvarastur um náung- ann. Skapaði þetta Skúla virðingu og vinsældir. Þau Ástríður og Skúli héldu traustu sambandi við sína gömlu sveitunga „þótt vík yrði milli vina“ og komu ár hvert hingað norður í Húnavatnsþing meðan þeim entist þrek til. Hlýja og traustleiki fylgdi komu þeirra og þess nutu þeir einnig er vora gestir þeirra á Sel- fossi, enda var ekki ótítt að Vatns- dælingar gerðu sér beinlínis ferð „austur fyrir fjall“ að finna þau hjónin. I minnum er haft er þau, ásamt Erlendi bróður Ástríðar og hans konu, gerðu húnvetnskum konum dýrðlega veislu eitt sinn er þær áttu leið um Selfoss. Þannig vora þau hjón bæði góðir fulltrúar sinnar gömlu sveitar og héraðs en mér er þó nær að halda að Skúli hafi, þrátt fýrir tryggð við hans gömlu heimkynni, orðið hinn besti Arnesingur og þeim kynntist hann mörgum á þeim áram sem hann var starfsmaður Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Atvikin höguðu því þannig að sá er þetta ritar gat hvorki lylgt Skúla Jónssyni „síðasta spölinn" eða sent kveðjuorð við útför hans. Úr þessu er reynt að bæta með ofanrituðu máli þótt seint sé. Við Skúli voram um árabil samtíðarmenn, sam- starfsmenn og nágrannar. Aðeins Vatnsdalsáin á milli jarðanna. Af þætti árinnar er nokkur saga í sam- kiptum okkar, sem ekki verður sögð hér eða öðra því sem við deild- um og fjölluðum um. Hitt ber svo miklu ofar hversu gott var að starfa með Skúla að hag okkar gömlu sveitar og ég minnist þess alls með hlýju þakklæti. Við hjónin vottum einkasyni þeirra Ástríðar og Skúla, Sigurjóni, eiginkonu hans, börnum þeirra og öðram nákomnum samhug okkar. Þáttaskil langrar sögu hafa orðið. Hennar er gott að minnast. Grímur Gíslason frá Saurbæ. 3!ómabúðin Ga^skom v/ T-ossvogski^Ujugar'ð Símis 554 0500 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiSslu. Alúðleg þjónusta sem bjggirá langri rejmslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlí8 2-Fossvogi-Sími551 1266 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐNI V. BJÖRNSSON vörubifreiðastjóri, Heiðvangi 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðju- daginn 17. ágúst kl. 15.00. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Björn Guðnason, Steinunn Ólafsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðrún Tryggvadóttir, Guðjón Guðnason, Hafdís Ólafsdóttir, Grétar Guðnason, Edda Arinbjarnardóttir, Guðni Guðnason, Jenný Guðmundsdóttir, María Jóna Guðnadóttir, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA SVERRISDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 10. ágúst verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Sigurður Halldórsson, Guðrún Sigurðard. Hastings, Haraid Hastings, Hrefna Sigurðardóttir, B. Rúnar Benediktsson, Svava Sigurðardóttir, Ævar I. Guðbergsson, Erna Sigurðardóttir, Kolbeinn Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Fjólugötu 11, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð aðfaranótt laugardagsins 7. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Hilmar H. Gíslason, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Hreiðar Gíslason, Sigríður Hjartardóttir, Marselía Gísladóttir, Ólafur Jónsson, Anna Sigríður Gísladóttir, Hilmar Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, Brúarflöt 7, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Sigurður Jónas Elíasson, Guðbjörg G. Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Elíasson, Elín Dóra Elíasdóttir, Karl Gissurarson, Linda Björg Elíasdóttir, Haukur Valdimarsson og barnabörn. + Við sendum hugheilar þakkir öllum þeim sem studdu okkur af hlýhug og samúð vegna and- láts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, KRISTJÁNS G. HALLDÓRSSONAR KJARTANSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við læknum, hjúkru- narfólki gjörgæsludeildar Sjúkrahúss Reykjaví- kur og Gunnari Matthíassyni sjúkrahúspresti, fyrir alla þeirra alúð og umhyggju við Kristján og Iðunn Björnsdóttir, Edda Birna K. Kjartansson, Magnús Gústafsson, Bima M. Gústafsson, Halldór K. Kjartansson, Björn K. Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.