Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 i MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ fi -L- Erna Sverris- I dóttir fæddist að Vörum í Grindavík 2. ágúst 1929. Hún lést á sjúkrahúsi Suður- nesja 10. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmunda Olafs- dóttir, f. 18. maí 1901, d. 12. mars 1984 og Sverrir Sig- urðsson, f. 24. júli' 1899, d. 28. mars 1978 frá Brimnesi í -■ Grindavík. Systkini Ernu eru: Ólafía Kristín, f. 8. janúar 1920, d. 24. desember 1940; Þorbergur, f. 13. apríl 1924, d. 18. nóvember 1994; Sigurbergur, f. 20. júlí 1925; Ólafur Valgeir, f. 29. maí 1932; Magnús Þór, f. 11. febrúar 1938. Hinn 25. desember 1947 giftist Erna Sigurði Hafstein Halldórs- syni, f. 14. desember 1926. For- eldrar hans voru Halldór Þor- leifsson, f. 29. október 1876, d. 4. desember 1953 og Þuríður Sig- urðardóttir, f. 17. maí 1887, d. 24. Með miklum trega og söknuði langar okkur systumar að kveðja ' þig með nokkrum orðum. Þegar við vorum að alast upp var örugglega ekki hægt ap hugsa sér betra heimili en hjá ykkur pabba. Ætíð voru allir okkar vinir velkommnir þó svo að margt hafí verið í heimili. Þar sem bæði foðuramma og móð- urafí voru til heimilis hjá okkur um árabil. Einnig var á heimilinu bróð- ir mömmu um lengri og skemmri tíma, sem átti við veikindi að stríða. Þegar við hugsum tilbaka hvílíkt umburðarlindi og ósérhlífni móðir okkar sýndi. Sjáum við ekki að hún hafi nokkum tíma verið þreytt. Hún var alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Hún elskaði að hafa alla í kringum sig. Alltaf stóðu þau saman mamma og pabbi sama hvað bar að höndum. Svo þegar ömmubörnin komu í heiminn, hafði hún gaman af að passa og ekki voru þau ófá skiptin sem barna- börnin voru í hennar umsjá. Öll sóttu þau mikið til Ömmu, hún var alltaf tilbúinn að gefa af sínu og stóð alltaf klár á því að hafa ís og gos í ískápnum. Minningamar hrannast upp. Allar ferðimar okk- ar saman í fjölskyldureitinn í sum- arbústaðinn að Rangárvöllum sem ' við áttum saman og fórum í flestar helgar á sumrin og oft á vetuma, saman að gróðursetja sem hún hafði svo gaman af, stússast í eld- húsinu. Aíltaf var glatt á hjalla því ekki vantaði húmorinn, alltaf hlæj- andi og gerði gott úr öllu. Við sögð- um oft við fömm heim 5 kg þyngri eftir þessar helgar. Ferðina til Flórida þegar Pabbi varð sjötugur, þegar öll fjölskyldan dvaldist þar í 12 daga alla morgnana í Hom- bjargi yfir kaffibolla og ef einhvem vantaði af okkur var hringt því hún þreifst best að heyra og vera með sínum alla daga. Þungbæmst er þó minningin í ;febrúar sl. þegar sá úrskurður kom að mamma væri með krabbamein. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Eínarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ júní 1978. Erna og Sigurður eignuðust þtjú börn; 1) Guðrún Þóra, f. l.júní 1947, maki Harald Hastings. Böm þeirra eru Ema Sig- ríður Sigurðardóttir og Elísabet Ann Somer. 2) Hrefna, f. 21. júli 1949, maki Benedikt Rúnar Benediktsson. Böm þeirra em Sigrún, Elínrós Þóra og Sig- urður Arnar. 3) Svava Guðmunda, f. 21. júní 1964, sambýlismaður Ævar Ingi Guðbergsson. Böm þeirra em Unnur Hafstein og Kara Hafstein. Eraa Sigríður Sigurðardóttir, elsta barnabarn hennar, dóttir Guðrúnar Þóm, ólst upp að hluta til hjá þeim hjónum. Ema starfaði við verslunar- störf öll sin ár. Útför Emu fer fram frá Kefla- víkurkirkju mánudaginn 16. ág- ust og hefst athöfnin klukkan 14. Hún var að vísu búin að vera hálf- lasin en taldi það vera flensu. Við gerðum okkur grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var en vonuð- umst auðvitað eftir því besta. Sjúkrahúsdvölin var ekki löng, en í dag eigum við góðar minningar og eram þakklátar iyrir þær stundir sem við eyddum að Rangarvöllum og að geta leyft móðir okkar að dvelja þar síðustu stundimar, því þar undi hún sér best. Mamma var trúuð kona. Nú síðustu vikumar höfðum við þann sið á hverju kvöldi að koma saman og biðja. Gaf það okkur og henni mikinn styrk. Þetta var góður en erfiður tími. Nú við leiðarlok viljum við systumar þakka henni allar stundir sem hún gaf okkur. Sérstakar þakkir frá Emu Sigríði íyrir að hafa reynst þeim frábærlega vel á erfiðri stundu, þegar Erna María kom í heiminn á siðasta ári. Eins viljum við þakka Elínu Jakobsdóttir frá heimahjúkmn Suðumesja fyrir sýnda alúð og hjálpsemi. Um heita nótt við hugsum heitt frá okkur beint til þín sem ávallt hefiir alúð veitt Ó elsku mamma mín. Nú dagur skín og döpur nótt í dvala leggst um sinn við hittumst fljótt á nýjan leik með englum upp á ný. Guðrún, Hrefna, Svava og Eraa. Mánudaginn 16. ágúst er lögð til hinstu hvílu ástkær systir mín, mikill vinur og traustur félagi. Þegar ég fæddist í þennan görótta heim var Ema níu ára gömul, auk þess vom á heimilinu tveir eldri bræður og einn yngri en Erna. Það kom í hlut Emu að passa þennan með bleyjuna, sem hún gerði af mestu kostgæfni og alúð þótt ung væri. Hún sagði mér eitt sinn: Er ég var um það bil 12 ára og var að passa þig úti við missti ég þig á trýnið og þú skrámaðist allur í framan og grenjaðir alveg heil ósköp, ég man hvað ég var hrædd og ætlaði aldrei að þora með þig heim af ótta við skammir, en það fór allt vel. Erna systir fór alltof snemma að heiman að mínu mati þá, því móðir okkar var oft lasin á þessum ámm og það var skrambans krankleiki í mér fram að sjö ára aldri, því það vom búnir að vera berklar á heim- ilinu. Þar af leiðandi kom Ema mér í móður stað og varð alltof snemma fullorðin og sjálfstæð. Ég var ekki sá eini sem þurfti að hugsa um, því ég heyrði því fleygt að eldri bræðumir hefðu þurft að fá sína þjónustu; Ema, hvar er skyrtan mín og sokkamir, ertu bú- in að bursta skóna mína? Þessir þættir og margt fleira hvíldi á Emu þó ung væri. Erna var um sextán ára er hún hitti prinsinn sinn hann Sigurð Halldórsson frá Gaddstöðum. Eins og tíðkaðist í Keflavík á þessum ár- um fengu flestir eitthvert auka- nafn, ég heyrði sagt að prinsinn hennar Emu hefði verið nefndur Siggi sæti. Undra mig ekkert þó systir hafði orðið skotinn í strákn- um. Upp frá þeim kynnum flutti Ema til Sigga og fljótlega innrétt- uðu þau íbúð handa sér í Tjamar- götu 20 og vom þar í nokkur ár. Eftir það byggðu þau ofaná Vestur- götu 12 hjá foreldrum Sigga. Ekki var þetta nóg hjá ungu hjónunum, fáum áram síðar byggðu þau á Sunnubraut 1 stórt og fallegt hús, ekki var þetta aldeilis nóg, næst var byggt enn stærra hús í Tjamargötu 38 sem þau hjón byggðu mest sjálf, því eins og flestir vita er Siggi smiður og er harð duglegur og vandvirkur. Ema vann alltaf úti eftir að eldri stelpurnar fóra að stálpast; aðallega við verslunar- störf. Á heimilinu hjá Emu og Sigga vora dætumar þrjár og dótt- urdóttir sem þau ólu upp. Auk þess var móðir Sigga hún Þuríður og faðir okkar hann Sverrir frá Brim- nesi sem var illa haldinn af Parkin- sonveiki og gat enga björg sér veitt. Þetta allt saman þurfti Ema að hugsa um og sinna eftir sinn vinnutíma. Þá fyrst naut Ema sín þegar álagið var sem mest, og alltaf stóð Ema sem klettur úr hafi þegar mest á reyndi, þó stundum hafi ver- ið stíft á strengjum. Árið 1963 byggðu þau sumarhús fyrir austan Hellu í samvinnu við systkini Sigga. Ég hefði haldið að sumarhús væra til að njóta sveitar- innar og slaka á, en það var öðra nær hjá systir, þá fyrst byijaði moldarvinnan og gróðursetningin, sem hefur staðið með örfáum hlé- um í þrjátíu ár með hjálp félaganna á svæðinu. Flesta fostudaga kl. 14 var farið austur og ekki slegið af fyrr en við Gaddstaðaflatir hvernig sem viðraði. Ema hafði gaman af sveitalífínu. Hennar uppvaxtarár í Grindavík vora við sveitastörf, á okkar heimili var almennur bú- skapur auk útgerðar til fjölda ára. Margar nætur gistum við hjónin hjá Emu og Sigga og alltaf í sama góða yfirlætinu, og kræsingar á borðum hjá systir vora ómældar og ekki séð eftir bita í nokkurn mann. Eftir að við hjónin fluttum til Keflavíkur áttum við margar ánægjustundir með Emu og Sigga. Er við fóram á hjónaklúbbsböll í Keflavík, eða manstu systir, vorferðimar á sveitaböllin, alltaf var systir hrókur alls fagnaðar og hafði gaman af að dansa. Manstu systir, þegar við hittumst hjá Lillu systur Hrefnu í New Jersey á haustdögum í góðu veðri og góðu yfirlæti hjá Lillu, hún hafði gaman af að fá landann í heimsókn og naut sín vel með þessa villinga innan- borðs. En ekki skemmdi það að hafa Gunnu frænku með í félags- skapnum. Manstu systir, góða kvöldið er við fóram öll á kántrý- staðinn í sveitinni, dönsuðum og skemmtum okkur konunglega fram undir morgun, þegar heim var komið var Bill ekki alveg par hress með villingana af klakanum. Systir, við hin höfum þetta í minn- ingunni um góðan tíma hjá Lillu. Ema var afskaplega geðgóð kona, var létt í lund, og átti mjög gott með að umgangast fólk. Hr- efna og Litli bróðir, eins og þú nefndir mig ævinlega ef þú kynntir mig fyrir einhverjum, munu sakna þín sárt. Við biðjum Guð að vernda Sigga og fjöldskyldu því ég veit að þau eiga erfiða daga framundan. Elsku systir og mágkona, við þökkum þér allar stundir er við höf- um átt saman. Ég veit að það verð- ur tekið vel á móti þér fyrir handan. A sólríkum degi þú lagðir af stað Er slokknaði lífs þíns kraftur. Með tárvotum augum um það ég bað Að hitta ég fengi þig aftur. Og erfiða baráttu háðir þú hörð En á endanum þvarr svo þinn máttur. Ég veit að um okkur þú stendur nú vörð, Það er þinn einlægi háttur. (H.L.) Magnús Sverrisson, Hrefna Petersen. Elsku amma mín. Hinn 10. ágúst bárast mér þær fréttir að þú værir dáin og það var mikil sorg. Ég held að enginn geri sér grein fyrir hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég geri mér núna fyrst grein fyrir því hversu stóran hlut þú áttir í hjarta mínu. Þú varst svo góð, enginn gæti fengið betri ömmu en ég fékk. Þú varst alltaf svo gjafmild og góð og vildir vera öllum góð og það varstu. Það verður mjög erfitt fyrir alla fjölskylduna að komast yfir þennan missi. Þú hugs- aðir alltaf fyrst og fremst um aðra en þig. Þú hugsaðir líka alltaf svo vel um hann afa minn. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af honum afa, við hjálpum honum og hugsum um hann eins vel og við getum. En við vitum öll að enginn kemur í staðinn fyrir þig og það mun aldrei gerast. Þegar litla kraftaverkabarnið, hún Ema María, fæddist átti hún svo bágt, hún var svo veik, þá vorað þið afi okkur fjölskyldunni til halds og trausts og er það alveg ómetan- legt hvað það hjálpaði okkur. Þegar pabbi hringdi heim af spítalanum og sagði ykkur þær gleðifréttir að Ema María okkar ætti eftir að lifa og vera heilbrigð þá gréstu bara í símann af ánægju eins og við öll. Verst finnst mér að þær Erna Mar- ía og Kara eiga aldrei eftir að kynn- ast þér. En ekki hafa áhyggjur, við munum reyna eins og við getum að segja þeim frá þér svo þær viti hvað þær áttu yndislega og góða ömmu. Þær stundir sem við áttum sam- an í sveitinni okkar og annars stað- ar era ómetanlegar. Þú varst alltaf svo hress og lífsglöð. En alltaf fannst þér best að vera í sveitinni. Ég get haldið áfram endalaust að skrifa en aðrar minningar vil ég eiga útaf fyrir mig. Núna er kominn tími til að kveðja. Þú barðist hetjulega við sjúkdóminn þinn en að lokum vann hann og tók þig frá okkur. Ég mun aldrei gleyma þér. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég mun sakna þín sárt. Mundu að ég mun alltaf elska þig og þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Bless elsku amma mín. Þín Hmnd. Elsku amma mín, við kveðjum þig með miklum söknuði og okkur er þungt um hjartað. Við munum aldrei gleyma þeim áram sem við eram búin að vera í sveitinni og í Hombjargi saman, og allri þeirri ást og alúð sem þú gafst okkur öll- um. Við kveðjum þig með þeirri bæn sem þú fórst með okkur þegar að við sváfum hjá ykkur afa. 0, Jesús bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson.) Sigrún, Elmrós, Sigurður, Hrund, Guðrún Hrefna, Unn- ur Hafstein, Kara Hafstein og Ema María. Minningar mínar um ömmu. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er að hún var góð, elskaði alla og var þolinmóð. Amma var sú hlýjasta persóna sem ég hef þekkt. Hún hefði aldrei gert eða sagt neitt til að særa einhvem. Hennar per- sónuleiki kom við okkur öll. Við gát- um alltaf leitað til hennar. Ég var ávallt mjög öragg í návist hennar. Einn af kostum hennar var að hún var með hjarta úr gulli. Ekki varð þjá því komist að finna fyrir ást og umhyggju í nálægð hennar. Amma hafði ótrúlega þolinmæði. Þótt við ERNA SVERRISDÓTTIR töluðum ekki sama tungumál reyndum við báðar okkar besta til að skilja hvor aðra. Þegar ég lít til baka þá vildi ég óska að ég hefði getað verið nærri ömmu og íslensku fjölskyldunni minni. En ég er hepp- in, ég var ein af þeim fjölda af fólki sem fékk að kynnast ömmu og elskaði hana. Hún var stórkostleg kona og mun hennar verða sárt saknað. Ástarkveðja frá Bandaríkjunum, Elisabet Ann Somer. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefli blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný (Þ.S.) Það var fyrir rúmum þrjátíu ár- um að ég og eiginmaður minn er- um að flytja til Keflavíkur til að setjast þar að. Ég kveið svolítið fyrir því, bæði fannst mér þetta langt að fara og svo þekkti ég líka svo fáa þar. Strax og suður kom fékk ég vinnu hjá því fyrirtæki sem ég vinn hjá enn þann dag í dag. í gegnum þá vinnu kynntist ég Ernu, sem nú er kvödd í dag, og hennar fjölskyldu. Þegar ég eignaðist eldri dóttur mína fór hún í pössun hjá Hrefnu, dóttur Emu, sem þá bjó í sama húsi. Þar bjuggu líka fjórir ættliðir. Á kvöldin talaði dóttir mín um Sverri afa og ömmu Þura. Allir vora jafnir, ekkert kynslóðabil, og samheldnari fjölskyldu hef ég sjaldan kynnst. Elsku Erna mín, þú áttir svo stóran þátt í að láta öllum líða vel og þitt heimili var alltaf öllum opið. Þú varst alltaf svo sterk þegar á móti blés, eins og stundum gerðist. Þess vegna hélt ég að þú mundir sigra síðasta áfallið þegar þú veikt- ist, en svo varð ekki, því miður. En þú stóðst aldrei ein. Þú áttir elsku- legan eiginmann, sem stóð fast við hlið þína, yndisleg börn og fjöl- skyldur þeirra. Alla þá tryggð og hlýju sem aldrei hefur borið skugga á vil ég og fjölskylda mín þakka og þegar við söknum og syrgjum megum við heldur ekki gleyma að þakka gjafir lífsins. Élsku Siggi, börn og fjölskyldur, ykkar missir er mikill, en minning- in um góða konu lifir í hjörtum okkar. Guð geymi ykkur. Jóhanna og Steingrímur Lilliendahl. Kæra frænka. Það verður erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki hérna lengur. Þú sem varst alltaf svo sterk og hélst alltaf öllum saman, á fjöl- skyldumótum varst þú alltaf fremst og allir virtu þig og dáðu, alltaf kát og glöð og þú sást það góða í öllum. Þú hafðir yndi af því að vera í sumarbústaðnum þínum, varst þar allar helgar með fjöl- skyldunni þinni, og þú varst þar líka þegar ég kom fyrir nokkrum vikum, þú tókst vel á móti okkur Sigga, þó þú værir mikið veik. Það var erfitt að kveðja þig þá, því ég vissi að ég sæi þig ekki aftur. Þakka þér fyrir allt, elsku Erna. Mikill er söknuður okkar allra, .þó sérstaklega fyrir eiginmann, dæt- ur, tengdasyni og barnabörn. Guð geymi þig, elsku frænka, og hafðu þökk fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvérmegum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem) Valgerður Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.