Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sönn sportveiði er sögð vera að veiða lax á flugu og sleppa lifandi og magnveiði maðkahollanna á undir högg að sækja Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ágreiningur á árbakkanum ✓ I sumar hafa laxveiðimenn látið vonbrigði sín óspart í ljós því ekkert virðist rætast af þeim bjartsýnisspám sem fískifræðingar höfðu birt í vetur. Skiptar skoðanir eru þó um ástæðu þessa, sumir vilja kenna ofveiði um og hvetja til aukinna sleppinga lifandi físks aftur í árnar, aðrir skella skuld- inni á veðurfar, bæði síðasta árs og þessa. Enn aðrir kenna um breyttu náttúrufari hvort sem er af mannavöldum eður ei. Sigríður Dögg Auðunsdóttir kynnti sér viðhorf veiðimanna og fískifræðinga og fékk að heyra að flestir vænta þess að til aðgerða verði gripið. LAXVEIÐIMENN skipast nokkuð í tvær fylkingar hvað varðar viðhorf til veiði- mennskunnar. Annars vegar eru þeir sem líta á laxveiðar sem íþrótt þar sem tæknileg atriði við veiðarnar og glíman við laxinn eru sjálfum fengnum ofar. Pessir eru hlynntir því að gefa laxinum líf þegar hann hefur verið yfirbugaður og sleppa honum aftur í árnar, annað- hvort til þess að hann veiðist aftur síðar eða svo hann fái lokið hlutverki sínu í ánni, að hrygna og viðhalda stofninum. Þeir aðhyllast veiði á létt- ar stangir og línur sem særa laxinn sem minnst og veiða sem mest á fiugu og því eru meiri líkur á að lax- inn lifi áfram eftir að honum er sleppt. Hins vegar eru þeir sem stunda laxveiðamar með það að markmiði að ná sem mestu magni á sem skemmstum tíma, þar sem aðferðir við laxveiðina skipta minna máli. í þessum hópi eru hin svokölluðu maðkaveiðiholl sem veiða nær ein- göngu á maðk og kaupa sér veiðileyfi í byrjun ágúst að loknu tímabili þar sem útlendingar eru í miklum meiri- hluta og eingöngu er veitt á flugu. Þá hefur laxinn ekki séð maðk í nokkurn tíma og bítur því auðveld- lega á agnið. Þessir menn eru ekki sagðir ánægðir nema veiða í það minnsta tíu laxa á dag. Laxveiðin í sumar ekki ólík því sem áður hefur sést Guðni Guðbergsson, fískifræðing- ur hjá Veiðimálastofnun, segir að ekkert bendi til þess að veiðin í sum- ar verði frábrugin því sem áður hef- ur sést. „Meðalveiðin er um 35.000 laxar á ári, hámarksveiði var 1978 þegar um 52.000 laxar veiddust en lágmarksveiði var um 24.000 laxar 1984.“ Veiðitölur eru notaðar sem mælikvarði á stofnsveiflu og telur Guðni ekkert benda til þess að veiðin í ár verði minni en lágmarksveiðin 1984 og því sé stofnsveiflan í ár inn- an þeirra marka sem áður hefur gerst. Að sögn veiðimanna hefur veiði verið dræm víðast hvar á Norður- landi en að sögn Guðna gæti skýr- ingin verið sú hve kalt var í ári norð- anlands síðasta sumar og því hafi verið nokkurt brottfall gönguseiða úr ánum á leið til sjávar. í öðrum landshlutum er ekki hið sama upp á teningnum, til að mynda hafí veiðst ágætlega á Vesturlandi það sem af er sumri. Leyfí eru fyrir 34.000 stangardög- um á ári, sem allir eru fullnýttir. Að sögn Guðna er skipulag veiða og veiðiálag í mjög föstum skorðum hér á landi og og með því strangasta sem fyrirfinnst meðal nágrannaþjóðanna þar sem víða er ekkert takmark á fjölda stanga í ám. „Ef horft er til landanna í kringum okkur hefur veiði á laxi dregist töluvert saman. I sumum löndum hafa komið upp til- felli af súru regni sem hafa eyðilagt skilyrði og sjúkdómar sem hafa vald- ið því að ár hafa orðið laxlausar. Við höfum sloppið nokkurn veginn við þessa slæmu mengun og okkur hefur því tekist nokkuð vel til. Núna eru allar veiðar á laxi í sjó við ísland bannaðar og þykir það alveg ein- stakt. Undanfarin þrjú ár hefur fjöldi veiddra laxa sem sleppt er aftur tvö- faldast milli ára hér á landi. í Kanada og Bandaríkjunum er svo komið að þar má ekki landa einum einasta laxi, öllum físki er sleppt aft- ur. í Kanada er þessi aðferð notuð til að vernda hrygningarstofninn í ánni því ekki er talið að stofnarnir þoli nokkra veiði. Síðastliðið sumar var sjö af hverjum hundrað veiddum löx- um sleppt aftur hérlendis. Skiptar skoðanir eru þó um ágæti þessara aðgerða. Kristján Guðjónsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir að nokkur vonbrigði séu meðal lax- veiðimanna með veiðina í ár. Allar spár hafí gefíð það til kynna að veiði yrði vel yfír meðaltali síðustu tutt- ugu og fimm ára en ekki sé útlit fyrir að þær rætist. Hann segir að skýr- ingin sé ekki þekkt, spár fískifræð- inga hefðu meðal annars miðað við hve stórar smálaxagöngurnar hefðu verið í fyrra og vonast hefði verið til að þær skiluðu sér að nýju í ár og þá sem tveggja ára lax. Þetta hefur ekki gerst og engar skýringar eru ó því hvers vegna tveggja ára laxinn skilar sér ekki. „Blikur eru á lofti um að tengslin milli smálaxagangna og komu tveggja ára laxa ári seinna séu að rofna. Sjálfur vil ég kenna ofveiði um,“ segir Kristján. „Verið er að of- veiða stofninn. Stöngum hefur verið fjölgað í ám jafnt og þétt og veiðar- færi eru orðin svo þróuð og tækni veiðimanna hefur fleygt svo mikið fram að nú eru menn einfaldlega orðnir betri veiðimenn. Við það eykst álagið á stofninn og tel ég al- veg tímabært að yfirvöld láti gera úttekt á ástandi laxastofnsins líkt og áætlað er að gera með rjúpuna. Það er nauðsynlegt að skoða alla þætti, ekki bara veiðar í ánum, því líf laxins í sjónum virðist óskrifað blað. Fyrir tilstuðlan Norður-Atlantshafslaxa- sjóðsins hefur stór hluti laxakvótans í sjó verið keyptur upp og einnig netaréttindi við suðvesturströndina. Þetta hefur ekki skilað sér í aukinni veiði í ánum og því má fullyrða að ef þetta hefði ekki verið gert væri veið- in miklum mun minni. Þetta þarf að athuga hið fyrsta." Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og áhugamaður um laxveiðar, er sannfærður um að minnkandi lax- veiði sé fyrst og fremst af manna- völdum. „Minnkandi veiði stafar ekki einungis af ofveiði sem kemur til af því að stangafjöldi er of mikill og of lengi er veitt í ánum fram eftir hausti. Skýringin er einnig sú að röngum ræktunaraðferðum hefur verið beitt og hafa menn í vaxandi mæli viðurkennt að svo sé og reynt að bæta þar úr. Hins vegar hafa menn ekki viljað viðurkenna slæmar afleiðingar þeirra breytinga sem gerðar eru á náttúrufari í og við árn- ar. Menn eru að ýta botnmölinni upp í garða, þrengja órfarvegi og fleira sem hefur vissulega neikvæð áhrif á lífríki ánna.“ Hann segist þó ekki hlynntur því að auka sleppingar á veiddum laxi og vill að reglur verði settar þar um. „Menn vita ekki nægilega mikið um árangur þess að veiða og sleppa svo hægt sé að gera það að almennri reglu. Ég er sannfærður um að fisk- ur sem veiddur er fyrripart sumars og sleppt lifir það almennt ekki af, ég hef sjálfúr orðið vitni að því oftar en einu sinni. Það höfðar ekki til mín að veiða og sleppa og ég hef gert lítið af því, nema þá helst að sleppa haustfiski. Veiðimennskan er mann- inum í blóð borin og í eðli hans. Ánægjan við veiðarnar felst ekki ein- ungis í því að ná bráðinni heldur einnig að koma með hana heim og deila með öðrum.“ Rafn Hafnfjörð hefur stundað lax- veiðar með eiginkonu sinni, Kristínu Hafnfjörð, í rúm fimmtíu ár. Hann var formaður Landssambands stangaveiðifélaga í þrjú ár en er nú varamaður í stjórn þess. „Upphaf- lega var markmiðið að veiða í soðið líkt og fólk var alið upp við í sveit- inni. Veiðin var oft það mikil í þá daga að maður veiddi upp í kostnað við veiðileyfín. Nú er þetta hins veg- ar gjörbreytt, maður tekur örfáa laxa í reyk og til að grafa og nota á hátíðisdögum. Magnið er orðið minna atriði og við erum farin að sleppa töluverðu af veiddum laxi.“ Kristján Guðjónsson segir að tölu- verð umræða sé nú um veiða-sleppa- aðferðina og sýnist sitt hverjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.