Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI ENOKSSON rafvirkjameistari, Skúlaskeiði 42, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Helga Helgadóttir, Heba Helgadóttir, Kristján ívar Ólafsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, KRISTINN REYR rithöfundur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Kristinsdóttir, Pétur Kristinsson. 1 + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA GESTSDÓTTIR, áður til heimilis í Víðilundi 10f, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Guðný Jónasdóttir, Þorsteinn Thorlacius, Gestur Einar Jónasson, Elsa Björnsdóttir, Hjördís Nanna Jónasdóttir, Kolbeinn Gíslason og ömmubörn. + amma og Ástkær móðir mín, tengdamóðir, langamma, SIGRÍÐUR KRAGH, áður til heimilis í Sólvangi v/Rafstöð, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 8. ágúst á dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, Reykjavík. Útför hennar verður gerð frá Seljakirkju, Reykjavík, þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Þorsteinn Ingi Kragh, Ellen Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, JÓNA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Dalbraut 27, ReyKjavík, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Valdís Kjartansdóttir. I Okkar innilegustu þakkir fyrir vinarhug og samúð vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Laugum, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Suðurlands og allra annarra sem studdu okkur á erfiðum stundum. Einar Kr. Einarsson, böm, tengdabörn og barnabörn. JÖRUNDUR FINNBOGI GUÐJÓNSSON + Jörundur Finn- bogi Guðjónsson fæddist á Kjörvogi í Árneshreppi í Strandasýslu 12. júní 1948. Hann lést í bílslysi í Kaup- mannahöfn hinn 4. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundu Þorbjargar Jónsdótt- ur frá Kjörvogi, f. 2. apríl 1916, og Guð- jóns Magnússonar frá Kjörvogi, f. 28. júní 1908, d. 23. jan- úar 1993. Systkini Jörundar eru: 1) Alda; f. 14. september 1933, maki Ásgeir Gunnarsson. 2) Magnús, f. 27. júní 1936, maki Laufey Kristinsdóttir. 3) Guð- fínna Eh'sabet, f. 15. desember 1937, maki Bragi Eggertsson. 4) Sólveig Jóna, f. 17. júlí 1939, maki Sigurður Blöndal. 5) Guð- mundur Hafliði, f. 22. desember 1940, maki Dagný (Deng) Péturs- dóttir. 6) Guðrún Magnea Guðjónsdótt- ir, f. 26. september 1942, maki Óskar Pét- ursson. 7) Haukur, f. 20. ágúst 1944, maki Vilborg G. Guðnadótt- ir. 8) Fríða, f. 11. mars 1946, maki Karl Ómar Karlsson. 9) Kristín, f. 9. júm' 1950, maki Þór- ir Stefánsson. 10) Dan- íel, f. 30. júm' 1952, maki María Ingadótt- ir. 11) Þuríður, f. 25. desember 1953, maki Garðar Karlsson. Hinn 14. maí 1981 kvæntist Jör- undur eftirlifandi eiginkonu sinni, Rannúu Leonsdóttur, f. 7. septem- ber 1949. Börn hennar eru Gunn- rid, f. 23. desember 1966, Ellef, f. 1. febrúar 1968, og Leona, f. 26. febrúar 1969. Bamabörnin em Runi, f. 15. desember 1982, Jógv- an Pauli, f. 10. júm' 1991, Ari, f. 27. október 1992, og Rannvá, f. 7. nóvember 1994. Fyrir átti Jör- undur dótturina Ragnheiði, f. 18. febrúar 1969. Hennar maður er Bergvin Eyþórsson, f. 11. desem- ber 1970. Barnabörnin eru Leif- ur, f. 11. febrúar 1988, Svanfríð- ur G., f. 2. febrúar 1994, Sigurður Bjarni, f. 23. október 1996, Þor- björn Atli, f. 20. október 1997, og Ingigerður Anna, f. 30. apríl 1999. Jörundur var tvo vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði, si'ðan í Iðnskólanum þar sem hann lærði bifvélavirkjun og smíðar. Með náminu vann hann hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sviðsmaður. Frá 1980 til 1985 bjuggu þau hjón í Færeyjum þar sem Jörund- ur starfaði við smíðar og hjá Sjónleikjafélagi Færeyja. Frá 1985 til 1997 starfaði hann sem leiksviðsstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Frá 1997 bjuggu þau í Danmörku þar sem Jömnd- ur starfaði sem umsjónarmaður við Rockefeller-deiid Kaup- mannahafnarháskóla. Utför Jömndar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 16. ágúst, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þegar minnast skal Jörundar Finnboga Guðjónssonar er af svo mörgu að taka að manni fallast hendur, sérstaklega þegar maður heyrir sífellt í hugskoti sínu orðin: „Enga væmni Óli bé“. Sumarið 1956 flaug ég með Ólafí afa og Óla á Eyri norður á Gjögur. Fyrsti viðkomustaður var á Kjör- vogi hjá Mundu bróðurdóttur afa og Guðjóni manni hennar. Þar var boð- ið upp á dýrlega veislu. Jörundur sonur þeirra heiðurshjóna fékk það hlutskipti að sinna mér. Þá gat ég með stolti tjáð honum að Roy Rogers væri minn besti vinur og vemdari. Jömndi fannst lítið til koma og sagði mér að hann væri kominn í „einhvem“ beinan legg af Vatnsenda-Rósu. Snemma beygist krókurinn. Þannig byrjaði vinátta okkar. Svo kom Reykjaskóli, þá námsárin, Krafla og fyrstu árin í leikhúsinu og síðan Færeyjar sem gáfu honum Rannúu og árin góðu á Brávallagöt- unni. Eftir að við Anna giftum okkur stóð hún lengi í þeirri trú að Jör- undur væri heimanmundur minn. Bömunum okkar, systkinum mín- um og móður var Jörundur alla tíð meira en frændi og vinur. Síðustu tvö árin eftir að Jörundur og Rannúa fluttust til Danmerkur höfðum við alltaf samband í síma hálfsmánaðarlega eða svo. Þegar leið að fimmtugsafmæli mínu í mars síðastliðnum þrástagaðist ég á því við Jörund að hann kæmi nú og rokkaði með okkur í tilefni dagsins. Hann afsagði með öllu að fara í svona langt ferðalag af ekki merkara tilefni. En viti menn hver kom og hvers vegna? Jú, Rannúa spurði Jömnd hvort hann myndi fara ef jarða ætti Óla. „Já,“ var svarið. „Farðu þá endilega og hittu hann meðan hann er enn á lífi.“ Takk fyrir Rannúa, það var góð afmæhsgjöf. Rannúa, böm, bamaböm, móðir, systkin, makar og systkinaböm, okkar bestu kveðjur. Að lokum: Hafðu það gott, vinur, þangað til við hittumst aftur. Ólafur Gunnarsson. Þegar dauðinn birtist með svo snöggum og óvæntum hætti sem raun varð á er Jörundur Guðjóns- son frá Kjörvogi féll frá verður okk- ur sem þekktum hann sem vin og frænda næsta orðfátt. Þegar jafn lífsglaður og kraftmikill maður sem Jörundur var fellur svo skyndilega fyrir manninum með ljáinn vaknar sú spuming hvar hann beri næst niður. Séu einhver rök þar að baki þá munu þau fáir kunna. Jörundur var einn af 12 systkin- um á Kjörvogi, sá fjórði yngsti. Hann ólst upp í glaðværum og sam- hentum hópi. Við hin eldri frændsystkini frá Dröngum áttum mörg sporin út að Kjörvogi því við þurftum langt að sækja bamaskóla. Dvöldum við því oft að Kjörvogi um helgar og kynntumst þannig heimil- islífinu þar. Þau heiðurshjón Guðjón og Munda vom auðvitað miðpunkt- urinn en bömin, bæði þau eldri og yngri, ræktuðu með sér hressileik og kátínu og það var gott að fá að vera í þeim hópi. Guðjón var alltaf glaðbeittur og kankvís en Munda hógvær, stillt og ákveðin. Frændi okkar Jömndur var skemmtilegur maður og vel greindur. Ævinlega hafði hann frá einhverju skondnu að segja, eða út- listaði sín viðhorf á ferskan og áhugaverðan hátt. Hann hafði ein- stakt lag á að gera hóflegt grín að sjálfum sér og öðmm, benda á hið hlægilega í tilvemnni. Því vom allar stundir með honum skemmtilegar. Enginn skyldi þó halda að hann hafi verið alvömlaus maður. Þeir sem hafa svo þroskaða sýn á veröldina sem hann hafa margt hugsað. Ver- öldin er ekki fyndin í sjálfri sér, sá einn getur gert hana þannig sem íhugað hefur alvömna alla. Lífið er eyðslusamt en dauðinn harðdrægur. Á örskotsstund er ást- vini kippt í burtu. Við sem þekktum Jörand og þótti vænt um hann söknum hans sárt. Mestur er þó harmur eiginkonu og bama, aldr- aðrar móður og systkina. Engin ráð kunnum við svo einhlít að lina megi harm þann og trega. Við munum geyma dýrmæta minningu hans með okkur og þakka honum allar samvemstundir. Eiginkonu Jömndar, bömum, móður hans, systkinum og öðmm ástvinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jömndar Guðjónssonar. Fjölskyldan Dröngum. „Það stendur svo á að mig vantar bein í rófuna til að mæla eftir þenn- an mann.“ Þetta segir Jón Prímus, í Kristnihaldi undir Jökli, þegar að því kemur, að hann á að jarða æsku- vin sinn og félaga, Godman Sýng- mann. Eins er því farið með okkur nú, þegar komið er að því að kveðja Jömnd Guðjónsson, hinstu kveðju. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRHDRIK VALBY GUNNARSSON, Lyngbergi 21, Þorlákshöfn, sem lést fimmtudaginn 12. ágúst verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. ágústkl. 13.30. Þyri Sóley Jónsdóttir, Gunnar Jónsson. tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.