Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 Furugrund 18 Opið hús Til sölu er mjög falleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Stórar suðursvalir. Ibúðin er til sýnis í dag, sunnudag, kl. 13 til 17. Nánari upplýsingar gefur Elín í síma 564 4985. Til sölu parhús í Hafnarfirði í Setbergshverfi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, alls 237 fm. Stórar stofur, 4 svefnher- bergi. Glæsilegt eldhús og baðhenbergi. Stónar svalin og stór fallegur garður. Laus um miðjan ágúst. Verð 49,7 millj. Upplýsingar í síma 565 4708 og 869 4123 Útgerðarmenn — fjárfestar Vorum að fá á söluskrá okkar sérlega glæsilegt fiskvinnsluhús á Grandasvæðinu í Reykjavík sem sérhæfir sig í m.a. ferskfisk- vinnslu á erlenda markaði. Mjög góð og traust viðskiptasambönd fylgja með. Fyrirtækið er mjög vel tækjum búið og er rekið í eigin húsnæði sem uppfyllir alla ströngustu Evrópustaðla. Verðhug- mynd kr. 95.000.000. Fyrirtækjasala er okkar fag. Skipholti 50b LYNGVIK Fasteignasala - Síðumúla 33 - Sími 588 9490 Félag tfpasteignasala Opið hús Hveralind 8, Kóp Opið hús í dag sunnudag milli kl. 13 og 17. Helgi og Linda taka vel á móti ykkur. Um er að ræða 144 fm endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Þrjú svefnherbergi. Húsið er ekki fullbúið. Áhvílandi húsbr. 7,3 millj. V. 14,5 millj. Ákveðin sala. ijfmmwimm StML- 5336050 Vesturbær Við erum með glæsílega 4ra herb. íbúð í nýlegu lyftuhúsi á góðum stað í Vesturbæ. Aðeins i skiptum fyrir stóra hæð, raðhús, parhús eða einbýli með bílskúr í Vesturbæ, hverfi 107 eða á Seltjarnarnesi. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hafið samband við Ásmund á Höfða í síma 533 6050. Söluturn í Vesturbæ Vorum að fá í sölu söluturn í Vesturbænum. Nú er tækifæri til að gerast sjálfs sín herra. Lottókassi. Verð 3,6 millj. Nánari uppl. á Höfða. Dagsöluturn á Laugavegi Vorum að fá í sölu vel rekinn dagsöluturn á Laugavegi. Verð 3,2 millj. Nánari uppl. á Höfða. “ZT 533 4800 Dk Skrifstofa til leigu Til leigu gott 122 ím skrifstofuhúsnæði að Suðurlands- braut 4a í Reykjavík. Húsnæðið er í dag innréttað sem móttaka og fjögur skrifstofuherbergi. Möguleiki á allt að sjö skrifstofuherbergjum. Húsnæðið er laust nú þegar. Gott aðgengi og lyfta í húsinu. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Miðborgar. M FRÉTTIR Vísvitandi rangfærslum Olafar Hrefnu svarað Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemdi eftir Ingva Hrafn Óskarsson, Ömu Hauks- dóttur og Hauk Öm Birgisson sem öll eru stjómarmenn í Heimdalli: í gær birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ólöfu Hrefnu Kristjáns- dóttur þar sem hún ber okkur sam- stjómarmenn hennar í Heimdalli alvarlegum sökum. Okkur þykir leitt að neyðast til þess að fjalla um skrif samstarfskonu okkar hér í blaðinu en hjá því verður ekki komist, vegna ósvífinna aðdróttana og hreins uppspuna sem þar kom fram. Fyrir það fyrsta er orðfærið sem Ólöf telur sér sæmandi að viðhafa um samstarfsmenn sína af- ar sérstætt, en að hennar mati eru þeir „meðreiðarsveinar" Ingva Hrafns formanns, ,jábræður“ hans, og „sjálfskipaðir" útverðir frelsis og lýðræðis, svo nokkur dæmi séu nefnd. Öllu alvarlegri er hins vegar frásögn hennar af fund- arhöldum í stjóm Heimdallar um fulltrúaval fyrir SUS-þing. Þar er fæst sannleikanum sam- kvæmt og ýmsu við að bæta. Und- anfarið hefur stjóm Heimdallar unnið að því hörðum höndum að undirbúa SUS-þing, m.a. hefur stjórnin á liðnum vikum farið vand- lega yfir vinnureglur og viðmið við fulltrúaval fyrir félagið. Því miður tók Ólöf Hrefna engan þátt í þess- ari vinnu, því hún hafði um hríð verið erlendis. Fyrsti stjórnarfund- urinn sem Ólöf Hrefna mætti á svo mánuðum skipti var haldinn sl. fimmtudag, en það er fyrri fundur- inn sem hún fjallar um í grein sinni. Einhverra hluta vegna telur Ólöf enga ástæðu til að geta þess. Staðreyndin er sú að undirbún- ingsvinnan hafði vitaskuld meira og minna farið fram þegar Ólöf skyndilega kom til landsins, enda aðeins einn dagur í að skilafrestur fulltrúalista rynni út. Óskaði ekki eftir a sjá umsóknir Ólöf lætur að því liggja að um- sóknum um þingsetu hafi verið haldið frá henni (þ.e.a.s. þá klukkutíma sem hún var á landinu áður en afhenda þurfti fulltrúa- listana). Staðreyndin er sú að hún hafði fullan aðgang að öllum gögn- um, en óskaði einfaldlega ekki eftir því að sjá þau. Ólöf nefnir að um- sóknir um þingsetu hafi ekki verið framsendar til hennar á tölvupósti eins og tO flestra annarra stjónar- manna. Ólöf ætti hins vegar að vita að allur tölvupóstur sem berst á frelsi.is (en þangað voru sumar umsóknir sendar) hefur frá því heimasíðan var sett á laggirnar verið framsendur til þeirra stjórn- armanna sem þess hafa óskað. Ólöf hefur aldrei sýnt því áhuga. Gerði engar breytingatíllögur eða athugasemdir Þegar gengið var frá endanleg- um lista á stjórnarfundi á sl. föstu- dag gerðu ýmsir stjómarmenn at- hugasemdir og breytingatillögur við framlagðan lista. Nokkrar breytingar voru gerðar á listanum. Ólöf Hrefna lagði hins vegar ekki tO eina einustu breytingu og gerði enga efnislega athugasemd við full- trúavalið. Því skýtur skökku við að Ólöf Hrefna lýsi andúð sinni á val- inu í umræddri grein. Ólöfu finnst greinilega Morgunblaðið fysilegri vettvangur til þess að tjá þessa skoðun sína en þeir tveir stjórnar- fundir sem haldnir voru á fimmtu- dag og föstudag, þar sem hún hefði sjálf getað haft áhrif á valið. Hvað gengur Ólöfu til? Umræddum stjórnarfundi á föstudaginn, þar sem fulltrúaval Heimdallar var frágengið, lauk kl 16.15. Hálfum sólarhring síðar er grein Ólafar komin fyrir sjónir les- enda Morgunblaðsins. Þeir sem til þekkja vita að aðsend grein fæst ekki birt í blaðinu með svo stuttum fyrirvara. Því kemur aðeins eitt til greina; greinin var skrifuð og send til blaðsins áður en fundurinn sem Ólöf þykist lýsa fór fram, enda eru lýsingar hennar ekki í samræmi við það sem raunverulega gerðist. (Til dæmis er athyglisvert að Ólöf segir fundinn hafa staðið í lV-i klukku- stund, en í raun stóð hann yfir í þrjá stundarfjórðunga. Upp- spunann gæti verið hægt að skýra með því að fulltrúalistum átti að skila kl. 17.00 eða IV2 klukkustund eftir að fundurinn átti að hefjast.) Þessi vinnubrögð Ólafar vekja óneitanlega spurningar um heOindi og trúverðugleika hennar, og reyndar einna helst hvaða hags- munum greinaskrif hennar eiga að þjóna. Að minnsta kosti er ljóst að það er ekki umhyggja fyrir Heimdalli sem ræður för. U 533 4800 MIÐBORG Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Til sölu rekstur Garðamoldar sf. Höfum fengiö í sölu rekstur Garðamoldar sf. í Garöabæ ásamt rekstr- artækjum. Um er að ræöa framleiðslu, dreifingu og sölu á pottamold og vikri. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá 1977 og hefur mikla við- skiptavild og viðskiptasambönd. Um er að ræða gott tækifæri fyrir aðila er vilja fara í sjálfstæðan arðbæran rekstur. Nánari upplýsingar veita Karl og Þröstur hjá Miðborg. Til sölu við fyrirhugaða verslunarmiðstöð Smáralind, Kópavogi í þessum glæsilegu húsum við Smáralind í Kópavogi eru til sölu eftirfarandi einingar: Smáralind 19: Ca 400 fm verslunarhæð. ( húsinu eru höfuðstöðvar Sparisjóðs Kópavogs auk annarra virtra þjónustufyrirtækja. Húsnæðið selst í einu eða tvennu lagi og er það tilbúið til innrétting- ar en húsið er fullbúið að utan með fullfrágenginni lóð. Smáralind 17: Ca 400 fm versiunarhæð og ca 408 fm skrifstofuhæð á 2. hæð. Húsnæðið verður tilbúið til innréttingar 1. október nk. og fullbúið að utan 1. nóvember. Lóð verður fullfrágengin 1. des- ember nk. Smáralind 17 og 19 standa ann- ars vegar við Reykjanesbrautina og hins vegar við bílastæði fyrir- hugaðrar verslunarmiðstöðvar Smáralindar og er hér um ein- stakar eignir að ræða. Síðustu einingarnar. Frekari upplýsingar veitir fast- eignasalan Asbyrgi. >áSB¥l«M(F Suðurlandsbraut 54 • Við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 V J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.