Morgunblaðið - 15.08.1999, Page 11

Morgunblaðið - 15.08.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 11 LAXVEIÐI eftir landshlutum 1998 VESTURLAND 14.946 NORÐURL. VESTRA 9.126 / laxar SUÐURLAND 5.665 4.134 N. EYSTRA ÁVesturlandi var 1.162 löxum sleppt (7,8%). Hæst var hlut- fallið á Austurlandi, 10,6%, en annars staðar lægra. Að sleppa veiddum laxi hefur tíðkast I nokkrum mæli frá 1996. 2.596 AUSTURLAND 978 VESTFIRÐIR „Hefðir á íslandi vinna gegn því að þessi háttur nái fram að ganga því Islendingar eru vanir að nýta það sem þeir veiða. Þetta er þó aldar- gömul aðferð upprunnin í Norður- Ameríku og þekkist einnig á Norð- urlöndunum, Rússlandi og víðar,“ segir hann. „Markmiðið er að stofn- inn geti staðið hjálparlaust undir þeim væntingum sem gerðar eru til veiði. Sumstaðar er lögbundið að sleppa öllum Atlantshafslaxi þar sem stofninn á undir högg að sækja. Menn hafa þó ekki viljað viðurkenna þessa aðferð hér á landi þótt þetta sé öflugt og ódýrt tæki til vemdunar stofnsins." Hann segir mjög fáar ár sjálfbærar hérlendis, í flestum þeirra þurfí að koma til seiðaslepp- ing, sem eykur útgjöld við rekstur ánna og ýtir undir hækkun veiði- leyfa, sem hann segir vera of dýr nú þegar. Þórarinn heldur því fram að það sé misskilningur manna á milli að sleppingar séu nýjar af nálinni og hafí náð hingað til lands með útlend- ingum sem hafa vanist því heiman frá sér að sleppa öllum fiski þar sem það er lögbundið. „Það hefur tíðkast um langan tíma að veiða og sleppa. Ef menn veiddu fallega hrygnu að hausti slepptu þeir henni orðalaust. Eg er mótfallinn því að gera það að almennri reglu að sleppa veiddum físki því ég vil fá að veiða í fi-iði innan skynsamlegra marka. Það eru bæði skráð og óskráð lög í veiðiskap og menn þurfa að fara eftir hvoru- tveggja en samt sem áður að hafa ákveðið svigrúm. Hins vegar vildi ég láta friða árnar eftir mánaðamót ágúst-september. I öðrum veiðiskap tíðkast ekki að veiða á þeim tíma sem fjölgun á sér stað.“i Einungis lítill hluti drepst af laxi sem sleppt er aftur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir að ein veigamestu rökin fyrir því að veiða og sleppa séu vemdun hrygningarstofns sem síðan ætti að leiða til aukinnar laxagengdar þegar til lengri tíma er litið og um varan- lega fiskrækt væri því að ræða. Að hans sögn eiga þessi rök þó ekki við hér á landi því samkvæmt rannsóknum sem Veiðimálastofnun hefur gert er endurtekin hrygning fremur sjaldgæf, koma í mesta lagi 20% af laxi til endurtekinnar hrygn- ingar í árnar. „Það er tiltölulega lágt hlutfall og ávinningurinn af því að sleppa veiddum laxi til þess að byggja upp einhverja stofna því tak- markaður. Mönnum er frjálst að sleppa laxi en það er spurning hvort það skilar stærri fískum líkt og von- ast hefur verið eftir. Gerðar hafa verið merkingar á fískum sem sleppt er og hlutfall þeirra sem veiðast oft- ar en einu sinni er allt að 50%. Þetta segir okkur ef til vill að veiðiálag er nokkuð hátt en yfirleitt hefur ekki verið talið að hrygningarstofni sé ógnað með miklu veiðiálagi hérlend- is.“ Orri Vigfússon, stjórnarformaður Norður-Atlantshafslaxsjóðsins, NASF, er ósamþykkur því að hrygn- ingastofninum sé ekki ógnað með of miklu veiðiálagi. Hann segir að þrátt fyrir aðgerðir NASF, sem undanfar- in sjö ár hefur keypt upp 95% af öll- um úthafslaxveiðikvótum, reynt að gera samninga um strandveiðikvóta pg keypt nánast allar netlagnir við Island upp, hafí laxastofnar í ám ekki náð sér á strik líkt og vonir hefðu verið bundnar við. „Ef ekki hefðu verið keyptir upp þessir kvót- ar væri stofninn næstum hruninn," segir hann. „Reglurnar um þorsk- kvóta miða við að taka 20% af veið- anlegum lífmassa en ekki eru sömu viðmið í laxveiðunum þótt laxinn sé á sama hátt einungis takmörkuð auð- lind. Ef við tökum of mikið er gengið á stofninn og ef stofn hverfur mun hann aldrei koma aftur.“ Hann segist mjög hlynntur því að hvatt verði til þess að veiddum laxi verði sleppt í auknum mæli og segir það meðal annars vera eitt af fram- tíðarverkefnum NASF. „Það ætti að taka mest af laxinum lifandi og sleppa honum aftur, annaðhvort á þeim stað sem hann veiðist eða á stöðum í ánni þar sem erfitt er fyrir laxinn að komast að sjálfur. Þannig er hægt að auðga búsvæði ánna.“ Kristján Guðjónsson segist hafa orðið var við viðhorfsbreytingar í garð sleppinga. „Menn eru almennt sammála um að friða beri lax að hausti til þess að nóg sé eftir í ánum til hrygningar. Sumir halda því fram að nægilegt sé að skilja eftir örfá laxapör en mitt sjónarmið og margra annarra er það að eftir því sem meira úrval af seiðum er í ánni hefur náttúran meiri möguleika á að velja hæfustu einstaklingana til þess að lifa af. Það skilar svo sterkari físki í árnar aftur en það er einmitt það sem laxveiðimenn eru að sækjast eftir.“ Hann segir þó að sjónarmið Stangaveiðifélags Reykjavíkur sé að óæskilegt sé að stuðla að aukningu í því að veiða og sleppa með boðum eða bönnum en með hófsemi í veiði er hægt að gera ýmislegt til að hlúa að stofninum. Æskilegra sé að inn- leiða hjá ungum veiðimönnum hinn nýja hugsunarhátt og leyfa honum smátt og smátt að festa rætur. „Við erum hlynntir þessari aðferð og höf- um hvatt fólk til þess að sleppa laxi. Hugarfarsbreyting verður þó ekki í einni svipan, þetta verður að fá að gerast smátt og smátt. Það er þó eðlileg þróun að stefna að því að þeir tímar komi að nánast öllum laxi verði sleppt.“ Hann segist ekki efast um árangur þessara aðgerða og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að innan við tíundi hluti þess lax sem er flugu- veiddur og sleppt aftur drepist. Hlutfallið er þó hærra ef notaðar eru aðrar veiðiaðferðir. Guðni Guðbergsson segir að sýnt hafi verið fram á að lítill hluti drepst af þeim físki sem sleppt er aftur. „Hlutfallið er yfirleitt lágt svo fram- arlega sem hitastig árinnar er ekki mjög hátt, undir tuttugu gráðum. Erlendis hefur það sýnt sig að í ám þar sem sýrustig er lágt og vatnshiti hár á laxinn erfiðara uppdráttar eftir sleppingar.“ Hann bendir jafnframt á að ef það að veiða og sleppa færist í aukana geti það dregið athygli dýraverndun- arsinna að laxveiðunum. „Starfs- bræður mínir á Norðurlöndum hafa fært það í mál að ef nýtingu veiði- bráðar er hætt breytist viðhorf til veiða. Þá er auðvelt að halda því fram að eingöngu sé um dýraníðslu að ræða þar sem fískurinn er kvalinn veiðimönnum til ánægju. Það sé því ekki spurning um hvort heldur hvenær dýraverndunarsamtök fara að skipta sér af þessari aðferð að veiða og sleppa. Eða „meiða og sleppa“ eins og einhver kallaði það,“ segir Guðni. Aðspurður um hvort laxveiðimenn megi eiga von á vaxandi gagnrýni dýraverndunarsinna í kjölfar auk- inna sleppinga segist Kristján Guð- jónsson ekki eiga von á því. „Þú átt laxinn sem þú veiðir og þú ræður hvað þú gerir við hann. Eg get ekki séð að sá sem sleppir laxi sé verr innrættur en sá sem drepur hann. Þetta er eingöngu spurning um verndun stofnsins." Lögbundið í Vatnsdalsá að sleppa öllum laxi Árið 1997 tók Pétur Kr. Pétursson Vatnsdalsá á leigu og setti þá reglur um að öllum veiddum laxi yrði sleppt. Þar er eingöngu veitt á flugu og reynt að veiða þannig að laxinn skaðist sem minnst. Hann segir þetta gert í samráði við bændur þótt leyfi séu fyrir því að veiða á hvað sem er. „Mér hefur lengi fundist að seiðasleppingar í ám virkuðu ekki sem skyldi. Því fór maður að velta því íyrir sér hvort náttúran gæti ekki séð um þetta sjálf eins og hún gerði áður. Út frá þessari hugsjón fórum við af stað og vonuðumst til þess að þessi stórlaxaá tæki við sér sjálf.“ Hann segir töluvert um að Islend- ingar komi' í veiði í ána og að helsti ávinningurinn fyrir þá sé að í sept- ember, þegar mest er um íslend- inga, er áin enn full af físki. „Þetta þekkist ekki víða. Ódýru veiðileyfin í september koma á eftir maðkaholl- unum í ágúst sem hreinsa oft allan lax úr ánni. Nú geta menn verið viss- ir um að nokkuð mikið er af físki í ánni í september þegar öllum fiski hefur verið sleppt yfir sumarið." Hann segir Islendingana ganga glaða til verks og sleppa laxinum og sérstaklega hafi ungir veiðimenn skilning á því sem verið er að gera. Að hans sögn vill stór hluti þeirra útlendinga, sem koma hingað til lands til þess að veiða, aðeins veiða í þeim ám þar sem eingöngu er veitt á flugu. Hann segir það einnig höfða mjög til þeirra að öllum veiddum laxi í ánni sé sleppt aftur. „Eg á von á því að víðast hvar verði innan fárra ára eingöngu veitt á flugu. Sjálfsagt mættu menn taka víðar upp veiða- sleppa-aðferðina þar sem slæmt ástand er á laxastofninum líkt og í Elliðaánum. Mér fyndist ekki óeðli- legt að þær yrðu friðaðar að því marki að menn gætu stundað þar sportið sitt án þess að þurfa að drepa það sem þeir eru að veiða.“ Pétur segir veiða-sleppa-fyrir- komulagið í Vatnsdalsá nú þegar hafa gefið góða raun. „Samkvæmt þeim seiðamælingum sem gerðar voru í ánni 1998 eftir hrygningu 1997 má sjá að ekki hefur mælst jafn sterkur náttúrulegur seiðastofn í ánni í þrjátíu ár. Þegar ég byrjaði að veiða hér íyrir þremur árum varð maður varla var við seiði í ánni. Nú er hins vegar geysilega mikið af þeim.“ Veiðin í Vatnsdalsá er minni en á sama tíma í fyrra líkt og raunin hef- ur verið víða annars staðar á Norð- urlandi. Pétur segist þó hafa búist við niðursveiflu og þykir það ekki óeðlilegt. Hann segir að á hinn bóg- inn séu menn að fá nokkuð stóra fiska og stærri en víðast hvar annars staðar. „Við erum því ekkert sér- staklega ósáttir við að smálaxagöng- urnar skuli ekki vera komnar. Það koma alltaf ár þar sem vantar annað- hvort tveggja ára laxinn eða eins árs laxinn í árnar. Þetta er mjög eðlileg náttúruleg þróun sem á sér örugg- lega skýringar einhvers staðar úti í hafi. Menn örvænta bara í hvert skipti sem þetta gerist." Hann vonast til þess að uppbygg- ingin í ánni verði það góð að ein- hvern tímann verði hægt að leyfa mönnum að taka lax í litlum mæli. „Auðvitað vilja allir fá einn og einn lax, en á meðan ástandið er ótryggt og slæmt látum við náttúruna njóta vafans og hirðum ekki það sem getur framleitt meira í ánni.“ Á að setja stífari kvóta á maðkveiðihollin? Rafn Hafnfjörð segist hafa farið að hugsa meira til náttúruverndar með árunum, að viðhalda laxastofn- um og taka ekki of mikið frá náttúr- unni. Hann vildi sjá sem mest veitt á léttar stangir og línur og sem mest af fluguveiði. „Við hjónin höfum ein- göngu veitt á flugu síðastliðin þrjátíu ár. Bæði vegna þess að það er meira sport í því og laxinn tekur frekar sjálfviljugur, ekki er verið að þvinga hann til að taka beitu. Ef veitt er á flugu særist laxinn lítið, er næstum alheill á eftir. Líkindi eru á því að hann lifi af og gangi aftur í ána eða veiðist aftur.“ Hann segist hafa orðið var við minnkandi veiði í mörgum ám og tel- ur að það stafi bæði af ofveiði vegna þess að of margar stangir eru leyfð- ar og vegna veðurfars í sumar. „Það þarf að gera fleiri ár hreinar flugu- veiðiár allt sumarið og það þai’f að setja kvóta á allar laxveiðiár, sér- staklega á hin svokölluðu maðkveiði- holl sem veiða sem mest magn á sem skemmstum tíma og eru jafnvel óá- nægðir ef þeir fá ekki tíu laxa á dag. Það kalla ég ekki sportveiðimenn." Sigurður Helgason, íyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur undir orð Rafns. Hann segist hafa andúð á magnveiðiaðferðum maðkahollanna og segir þær ekkert eiga skylt við sportveiði. „Sannleikurinn er sá að ef þessum magnveiðiaðferðum væri beitt í ríkari mæli gætu nokkrir tug- ir slíkra laxveiðimanna veitt allan þann lax sem íslensku ámar gefa ár- lega.“ Ennfremur segir hann villta laxinn allt of göfuga skepnu til þess að farið sé með hann á þann hátt sem magnveiðimenn gera. Þó svo að Sigurður hvetji til auk- inna fluguveiða segir hann maðkveiði fullkomlega réttlætanlega við aðstæður þar sem veiði á flugu verði ekki komið við. Ennfremur þykir honum sjálfsagt að byrjendur í veiðiskap geti veitt á maðk. Hann segir þó nauðsynlegt að koma á ströngum kvóta og bendir á að menn geti einfaldlega sleppt þeim laxi sem þeir veiða eftir að þeir hafi náð upp í kvótann. Þórarinn Sigþórsson segir að þrátt fyrir að hann hafi oft verið kall- aður hákarl í veiðiskap sé magnið ekki höfuðatriði í veiðimennsku. „Eg fæ meira út úr því að veiða 5-10 fiska við erfiðar aðstæður en 50-100 við auðveldar. Mér finnst hins vegar ekkert rangt við það að selja aflann, menn eiga að fá að hafa það eins og þeir vilja. Hins vegar er ég andvígur maðkaveiðihollunum. Það er engin kúnst að veiða á maðk þegar laxinn hefur ekkert séð nema flugu í langan tíma. Menn veiða án þess að þurfa að hafa fyrir því og án þess að þurfa að kunna neitt.“ Hann segist samt sem áður ósam- þykkur því að maðkveiðar séu alltaf auðveldari en fluguveiðar. „Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða agn hentar best. Laxinn tekrn- alltaf best þegar hann sér nýtt agn. Ef maður kæmi með flugu í á þar sem eingöngu hefúr verið veitt á maðk myndi laxinn gleypa við henni eins og skot. Þess vegna er rangt að mis- muna agni í ám eftir tíma. Eg myndi vilja sjá blöndun á agni allt sumarið. Það tæki af alla toppa líkt og maðkveiðihollin nýta sér í byrjun ágúst og þannig var þetta hér áður fyrr áður en eingöngu var farið að veiða á flugu á ákveðnum tíma.“ Hann segist ennfremur vilja sjá að settir yrðu á stífir kvótar líkt og gert hafi verið í Norðurá, fimm laxa á stöng á dag, en þá yrði líka að lækka verðið á tímabilinu sem því nemur. Maðkahollin valda ekki of- veiði ef gætt er hófs Guðni Guðbergsson segir að maðkahollin ein sér leiði ekki til of- veiði í ánum. „Svo framarlega sem nýtingin er innan þeirra mai-ka sem stofnarnir þola og hrygningin er nóg og ekki er einn ákveðinn hluti stofns- ins veiddur umfram annan, þá er það frekar spuming um siðferði hvort menn veiða á flugu eða maðk,“ segir Guðni. „Frá fiskifræðilegu sjónar- miði skiptir það ekki máli, fiskurinn er jafn dauður fyrir því hvort sem hann er veiddur með flugu eða maðki. En ef teljarar segja að verið sé að veiða hátt hlutfall af laxinum og farið er að skorta seiði þarf að grípa til einhverra aðgerða." Kristján Guðjónsson segist ekki vera hlynntur því að gera greinar- mun á flugutíma og maðkatíma og selja svokölluð maðkaholl dýrar. Réttast væri að setja kvóta á það al- mennt hve marga laxa má drepa. „Menn eiga bara að selja veiðileyfi án þess að flokka þau neitt niður. Það kæmi í veg fyrir að hin svoköll- uðu maðkaholl mokuðu upp laxinum í ágúst en það er nokkuð sem við vilj- um ekki sjá gerast." Hann aðhyllist þá skoðun að rétt væri að setja strangari reglur um tímabilin sem maðkveiðihollin sækja í líkt og gert hefúr verið í Norðurá þar sem há- markskvótinn er fimm laxar á stöng á dag. Bræðurnir Magnús og Gunnar Gunnarssynir eru nýkomnir úr veiði í maðkaholli en segjast ekki veiða til þess að moka upp úr ánum. „í flestar ár er kominn kvóti og þegar hann er skynsamlegur virða menn hann. Ef hann er hins vegar allt of lítill sleppa menn því frekar að kaupa veiðileyfi. Það verður að vera hægt að veiða í meira en tvo tíma á dag til þess að ná upp í kvótann,“ segir Magnús. „Ég held að það að veiða og sleppa missi marks hjá öllum alvöru veiði- mönnum. Ég fer á veiðar með það að markmiði að koma með bráðina heim. Ég trúi því ekki að það að veiða og sleppa skili svo miklum ár- angri. Það væri vænlegra að hætta laxveiðum fyn- á haustin eða loka vissum hlutum af ánni þar sem vitað er að fiskurinn er farinn að leggjast til þess að hrygna,“ segir hann enn- fremur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.