Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Rakel Ögmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Breiðabliks Lék með Bandaríkj Rakel Ögmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem hefur alið allan sinn ald- ur í Bandaríkjunum, lék með sigursælasta háskólaliði landsins um nokkurra ára skeið og var þrisvar sinnum valin í forval band- aríska ungmennalandsliðsins. Hún sagðist í samtali við Gísla Þorsteinsson hafa verið á leið til bandarísks félagsliðs í vor en söðlað óvænt um og gengið til liðs við bik- armeistara Breiðabliks. Rakel, sem er 22 ára, átti í viðræðum við tvö bandarísk áhugamannalið, Atlanta Classie’s og New Jersey Stallions, í vor en ekki varð af því að hún hæfí knattspyrnu- iðkun í áhugamannadeildinni ytra. „Félögin buðu ágæta samninga, íbúð og einhverja fjárhæð á mánuði, en ég vildi fremur fara til New Jersey til þess að geta dvalið nærri band- arískum kærasta mínum en upp úr slitnaði á milli okkar um tíma og því ákvað ég að söðla um og koma til Is- lands. Eg kom 17. júní og hef leikið fímm leiki og skorað fímm mörk. Það kom ekkert annað til greina en að leika með Breiðabliki fyrst ég á annað borð ætlaði að koma hingað. Eg lék með þeim nokkra leiki árið 1997 en ég hafði æft með Stjörnunni árið 1995. Það sumar lék ég meira að segja einn leik með liðinu, en fór til Bandaríkjanna skömmu síðar. Árið 1996 hafði ég skamma viðdvöl hér á landi og í fyrra var ég í skóla í Frakklandi. Eg er rosalega ánægð hjá Breiðabliki enda er hópurinn sem þar æfir skemmtilegur og hefur mikinn metnað.“ Ætlum að vinna bikarkeppnina Rakel segir að íslenskur kvennafótbolti hafí komið sér tals- vert á óvart. Hún hafí ekki gert sér miklar hugmyndir um getu leik- manna áður en hún fór að spila hér á landi en segir að leikmenn séu sterk- ir og mikil samkeppni á milli bestu liðanna. „Ég tel að nokkrar stúlkur héðan geti spjarað sig vel hjá bestu háskól- unum úti. Munurinn á boltanum hér heima og úti er engu að síður tölu- verður. Uti er meiri breidd og leik- menn búa yfir meiri tækni en ís- lensku stelpurnar eru harðari af sér heldur en amerísku háskólastelp- umar. Annars virðist KR bera höfuð og herðar yfir önnur lið í kvenna- deildinni. Ég er ekki ánægð með hvemig okkur hefur vegnað í sumar, einkum í leikjunum á móti KR, en við höfum tapað báðum leikjunum. Það er jákvætt að leikmenn Breiðabliks eru tilbúnir að leggja meira á sig til þess að ná betri árangri og vonandi skilar það sér áð- ur en sumarið er á enda. Við emm komnar í úrslit bikarkeppninnar og mætum þar KR. Við erum allar staðráðnar í að leggja hart að okkur í þeim leik enda skilst mér að bik- arúrslitaleikurinn sé sá stærsti í ís- lenskum fótbolta. Breiðablik hefur unnið úrslitaleikina þrjú ár í röð og við viljum ógjarnan breyta þeirri hefð.“ Þrisvar í forvali bandaríska landsliðsins Foreldrar Rakelar, Ögmundur Karvelsson og Sigurlína Björgvins- dóttir, fluttust til Bandaríkjanna fyrir 25 ámm og era hún og bræður hennar, Ómar og Róbert, fædd ytra. Fjölskyldan bjó í Kalifomíu í 10 ár en flutti þá til Georgíu. Rakel segir að mikill íþróttaáhugi hafí blundað í móður sinni og hún stuðlað að því að öll systkinin hafi farið að æfa fót- bolta á unga aldri. „Mamma æfði handbolta með FH og komst meðal annars í landsliðið á yngri ámm. En þar sem lítill áhugi er fyrir handbolta í Bandaríkjunum sneri hún sér að þvi að æfa fótbolta og virkjaði okkur krakkana með. Áð- ur en varði var öll fjölskyldan komin á kaf í að stunda og fylgjast með fót- bolta, því pabbi hefur alltaf verið áhugasamur og fylgst grannt með okkur. Við urðum aldrei fyrir nein- um þrýstingi frá foreldrum okkar um að vera númer eitt heldur lögðu þau áherslu á að við hefðum gaman af því að æfa og spila fótbolta. Fyrir það er ég þakklát. Yngri bróður minn, Róbert, er enn að spila úti en sá eldri, Ómar, er hættur." Er fjölskylda Rakelar fiuttist til Georgíu hóf hún að æfa með félagsliði er heitir Lighting soccerclub. Hún segir að árangur liðsins á meðan hún æfði með því hafí reynst góður - hafi liðið nokkmm sinnum komist í úrslita- keppni gegn liðum úr öðrum Iands- hlutum og eitt sinn náð 3. sæti á landsvísu. I kjölfar úrslitakeppn- anna var henni í þrígang boðið að taka þátt í úrtökumótum fyrir yngri Morgunblaðið/Halldór Kolbeins RAKEL Ögmundsdóttir er eini nýliðinn sem fer með landsliðinu til Úkraínu til að leika þar Evrópu- leik 23. ágúst. landslið Bandaríkjanna, síðast árið 1996. „Mér tókst reyndar aldrei að kom- ast í yngri landsliðin en ég hefði ekki skorist undan ef ég hefði verið valin. Vissulega velti ég fyrir mér hvort ég ætti að leika fyrir hönd Bandaríkj- anna ef ég yrði valin, því mamma var dugleg að minna mig á ætterni mitt. I fyrstu var ég staðráðin í að spila hönd íslands en skoðun mín breytt- ist þegar ég eltist, enda búin að búa alla ævi í Bandaríkjunum. Þá skipti máli að ég þekkti til nokkurra leik- manna bandaríska landsliðsins, svo sem Miu Hamm og Anson Dorrance, sem höfðu æft með háskólaliðinu mínu [University of North Carolina]. Ég sá að með mikilli æfíngu væri hægt að ná lengra og komast í lands- Iið Bandaríkjanna, sem er það besta í heimi. Ef ég hefði verið valin á sín- um tíma ætti ég ekki kost á að leika með íslenska landsliðinu nú. Af því varð ekki og ég lék minn fyrsta leik fyrir íslenska liðið er það vann ung- mennalið Ástrala 5:0,“ sagði Rakel sem kom inn á í síðari hálfleik og skoraði eitt mark í leiknum. Hún hefur verið valin í landsliðshóp Is- lands er leikur gegn Úkraínu í und- ankeppni Evrópumótsins. Mikið fjármagn í bandaríska kvennaboltanum Kvennaknattspyrnan í Bandaríkj- unum stendur styrkum fótum, ekki síst eftir að landsliðið vann nýaf- staðið heimsmeistaramót. Rakel seg- ir að árangur bandaríska kvenna- landsliðsins komi til með að efla veg íþróttarinnar meðal kvenna enn frekar. Hún segir að stefnt sé að því að stofna atvinnumannadeild og að ekki sé skortur á fjármagni. „Sem stendur er um að ræða áhugamannadeildir en það kemur til með að breytast og ég geri ráð fyrir að atvinnumannadeild verði stofnuð á næstunni. Mikill efniviður er fyrir hendi í bandarískum kvennafótbolta og ég tel að það megi þakka því starfí sem unnið heíúr verið í University of North Carolina [UNC]. Skólinn var meðal þeirra íyrstu sem stofnaði kvennalið í Bandaríkjunum og lið frá UNC hafa í mörg ár borið höfuð og herðar yfír önnur skólalið, en það hef- ur unnið keppni háskólaliða 14 sinn- um undanfarin 20 ár - þar af 10 sinn- um í röð. Er ég lék með liðinu komst það ætíð í úrslitakeppni háskóladeild- arinnar á landsvísu og hefur tvisvar unnið keppnina. Fjöldi leikmanna þaðan hefiir gert garðinn frægan í bandaríska landsliðinu og er lands- liðið varð heimsmeistari árið 1991 komu nær allir leikmenn liðsins frá UNC. Þrátt fyrir að sumir skólar hafí tekið við sér em enn margir leikmenn frá UNC í landsliðinu, svo sem þrjár góðar vinkonur mínar, Meredith Florance, Raven McDonald og Siri Mulliniy. Þær hafa leikið með lands- liðinu og tóku þátt í nýafstöðnu heimsmeistaramóti.“ Rakel segir óráðið hvað hún taki sér fyrir hendur er keppnistímabil- inu lýkur hér á landi. Hún hefur lokið BA-prófí í samskiptafræðum og kveðst hafa áhuga á að ljúka framhaldsnámi, en einnig togi í hana að dvelja áfram hér á landi. „Mér hefur ætíð liðið vel hér á Is- Iandi og tel mig tengjast því ákveðn- um böndum, enda hef ég dvalið hér flest sumur frá því að ég var lítil. Ég veit ekki hvað ég kem til með að gera. Það togar í mig að vinna hér í vetur, en það háir mér að ég kann ekki íslenskuna til hlítar. Mamma var að vísu dugleg að láta okkur lesa íslenskar bækur er við vomm yngri en engu að síður náði enskan yfirtökunum hjá okkur systkinunum og við tölum oftast á engilsaxnesku okkar á milli. Stund- um bregðum við fyrir okkur íslensk- unni en það er yfirleitt ekki nema þegar foreldrar okkar em nálægir. Af þeim sökum er ég ekki góð í ís- lensku og það háir mér er ég kem í heimsóknir hingað til lands. Ég hefði þurft að fara í skóla hér á landi til þess að ná betri tökum á íslenskunni, sem mér fínnst ferlega erfíð. Mögu- leikar mínir hvað atvinnu varðar em meiri úti í Bandaríkjunum. Mig langar að fara aftur út til þess að ljúka framhaldsnámi í samskipta- fræðum og langar að vinna við það sem ég er búin læra. En það þýðir að ég yrði að setjast að í Bandaríkjun- um til frambúðai-."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.