Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Arnaldur DAÐI Kolbeinsson, Peter Tompkins og Matej Sare flytja Iög eftir Beet- hoven, Mozart og Wranitzky á tónleikum í Siguijónssafni á þriðjudag. Tvö óbó og englahorn í Sig- urjónssafni Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sig- urjóns Olafssonar þriðjudagskvöld 17. ágúst kl. 20.30 koma fram óbó- leikaramir Peter Tompkins og Ma- tej Sare og Daði Kolbeinsson sem leikur á englahorn. Sare er fyrsti óbóleikari slóvensku fílharmóníu- hljómsveitarinnar, meðlimur blásarakvintettsins Slowind og list- rænn stjómandi tónlistarnám- skeiðsins Píran í Slóveníu. Á tónleikunum verður flutt Tríó í C-dúr eftir Anton Wranitzky (1761-1820); Tilbrigði eftir Mozart við „L'a ci darem la mano“ úr Don Giovanni eftir Ludwig van Beet- hoven og Tríó í C-dúr eftir Beet- hoven. Óll era verkin fyrir tvö óbó og englahom, era í dæmigerðum 18. aldar Vínarstíl. Að sögn Peters Tompkins era til verk fyrir þessa hljóðfærasamsetn- ingu eftir nokkur tónskáld sem störfuðu í Vín á þessum tíma og má þar nefna Beethoven, F. Krommer, J. Triebensee, J. Wenth og A Wranitzky. „Skemmtitónlist af þess- Höggmyndir í Lónkoti NÚ STENDUR yfir högg- myndasýning Páls Guðmunds- sonar frá Húsafelli að Lónkoti í Skagafirði. Flest verkin á sýn- inguni era í stóra tjaldinu, en eitt þeirra, sem er minnisvarði um þjóðsagnapersónu, stendur á hlaðinu við höfnina. Verkin era unnin í grágrýti úr Lón- kotsmöl, stuðlaberg frá Hofs- ósi og ýmiss konar grjót frá Húsafelli. Sýningunni lýkur 29. ágúst. um toga, sem samin var til brúks ut- andyra, á rætur sínar að rekja til óbóhljómsveitar Jean-Baptiste Lullys frá 17. öld. Hljómsveitin sam- anstóð af 24 óbóum sem léku við hin- ar ýmsu hirðathafnir Loðvíks XIV. Þróunin heldur áfram frá hinum konunglegu óbóum Lullys til blás- aratónlistar Mozarts, skemmtitón- listar og kvöldlokka, til víðfeðmra sónatína Richards Strauss." Tónleikar til styrktar ekkjum og munaðarleysingjum Anton Wranitzky fæddist í Neu- reisch í austur-ungverska keisara- dæminu. Hann nam í Bmo og Vín þar sem hann ásamt fleiram naut leiðsagnar Albrechtsberger, kenn- ara Beethovens. Wranitzky starfaði sem hirðtónskáld og stjómandi hljómsveita Joseph Franz Maximili- ans prins af Lobkowitz frá 1790 til dauðadags. Tríóin í C-dúr, fyrir tvö óbó og enskt hom, eftir Wranitzky og Beethoven era í fjóram þáttum þar sem þriðji þátturinn er menúett og tríó og lokaþátturinn er hraður rondó. Annar þáttur Beethoven- tríósins er hægur og tilfinninga- þranginn en Wranitzky semur til- brigði sem annan þátt. Tilbrigðin við L'a ci darem la mano vora sennilega samin 1796-7 stutt á eftir tríóinu í C-dúr, op. 87. Tríóin vora fyrst flutt í Vínarborg í desember árið 1797 af óbóleikuran- um Czerwenka, Reuter og Teimar á tónleikum til styrktar eklqum og munaðarleysingjum. Tríóin vora ekki gefin út fyrr en eftir dauða Beethovens. Þessi tilbrigði fylgja mynstri sem Triebensee og fleiri komu fram með tíl að útsetja þekkt lög frá Mozartóperam fyrir blásara- hópa. Tónleikaröð í Salnum Tíbrá hefst með stórtónleikum í NÆSTU viku, þriðjudagskvöldið 17. ágúst, kl. 20:30 hefst Tíbrár- tónleikaröðin í Kópavogi starfsárið 1999 til 2000. Tónleikar þessir eru söngtónleikar með íslensku söngv- urunum Gunnari Guðbjörnssyni, Kristni Sigmundssyni, Signýju Sæ- mundsdóttur, Ingveldi Yri Jóns- dóttur og Arndísi Höllu Ásgeirs- dóttur. Með söngvurunum á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldið leikur Jónas Ingimundarson á píanóið. Hann hefur verið til hlés síðastliðið ár en kemur nú til leiks að nýju. Jónas er listrænn ráðunautur Tí- brár og sagði í samtali við Morgun- blaðið að fram til jóla yrðu einir fimmtán tónleikar í þremur röðum sem lyki með barokktónleikum á jólaföstunni. Þrjár tónleikaraðir Að sögn Jónasar ber fyrsta tón- leikaröðin yfirskriftina Við slag- hörpuna og fyrstu tónleikarnir verða hinn 7. september, á afmæl- isdegi Sigfúsar Halldórssonar tón- skálds. Tónleikarnir verða því að miklu leyti helgaðir honum og þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson koma fram ásamt Jónasi. Hinn 17. október verður Chopin- vaka og þar koma fram margir af pólsku tónlistarmönnum sem bú- settir era hér á landi. Þriðju tón- leikarnir 13. nóvember eru sér- stakt ánægjuefni íslenskum tónlist- arannendum en þá heldur Jónas Ingimundarson sína fyrstu ein- leikstónleika í Salnum og ætlar hann að leika fyrstu og síðustu sónötu Beethovens og alla valsa Chopins. Þessari röð lýkur svo 1. desember á tónleikum sem felldir voru niður í fyrra á 100 ára afmæli Emils Thoroddsen. Þorgeir Andrésson tenór og Loftur Erl- ingsson baríton ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni flytja öll einsöngslög Emils. Að sögn Jónasar hefst svo önnur röðin hinn 12. september með ein- leikstónleikum franska píanóleikar- ans Desire N’Kaoua sem flytur mjög glæsilegt Chopin-prógramm. Hinn 3. október kemur annar þekktur píanóleikari, Alain Lefevre, og spilar efnisskrá eingöngu sam- setta af verkum og útsetningum Franz Liszt. „Þessir tónleikar era haldnir í samvinnu við kanadíska sendiráðið í Osló og aðalræðis- mannsskrifstofu Kanada á Islandi,“ segir Jónas. Guðný Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil leika svo á tónleik- um hinn 25. október og þessari röð lýkur með tónleikum ungs lettnesks Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Námsstyrkir í verkfræði og raunvísindum Stjóm sjóðsins auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 1999-2000. Styrkimir eru astlaðir nemendum í verkfraði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum íframhaldsnámi. Umsóknareyðublöð fást hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, og ber að skila umsóknum þangað. Með umsókn skulu fylgja staðfesting á skólavist og námsárangri, ítarleg fjárhagsáætlun, meðmæli, ritverk og önnur þau gögn, sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. september. Stefnt er að því að tilkynna úthiutun f lok nóvember. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAU koma fram á fyrstu Tíbrártónleikunum í Salnum. Jónas Ingi- mundarson, Ingveldur Yr Jónsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Signý Sæmundsdóttir, Gunnar Guðbjömsson og Arndís Halla Ásgeirsdóttir. píanóleikara, Liene Circene, 23. nóvember. Tíbrá í áskrift Þriðja röðin fram að jólum hefst 21. september með einleikstónleik- um Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara. Nína Margrét Gríms- dóttir og Blásarakvintett Reykja- víkur fylgja í kjölfarið 28. septem- ber með tónleika helgaða Poulenc en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Á þriðju tónleikunum hinn 9. október koma fram tvær ungar stúlkur, Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Judith Þorbergs- son píanóleikari, með fjölbreytta efnisskrá. Rúnar Óskarsson klar- ínettleikari, Héléne Nevasse flautuleikari og Sandra de Bruin pí- anóleikari ljúka svo þriðju röðinni hinn 9. nóvember með kammertón- leikum þar sem samtímatónlist verður í öndvegi. Að sögn Vigdísar Esradóttur, framkvæmdastjóra Salarins, nýtur Tíbrártónleikaröðin stuðnings fjög- urra styrktaraðila; Eimskips, BYKO, íslandsbanka og Visa Is- lands. „Tónleikamir verða boðnir í áskrift þannig að um er að ræða þrjár raðir, en í hverri röð era fimm tónleikar. Lokatónleikar í hverri áskriftarröð era þeir sömu, þ.e. ár- lega Jólabarokkið, og því frjálst sætaval á þá tónleika en annars hafa fastir áskrifendur sömu núm- eruðu sætin alla áskriftarröðina og forkaupsrétt að sömu sætum á næstu önn. Fastir áskrifendur fá miðana sína senda heim viku fyrir tónleikana,“ sagði Vigdís Esradótt- ir. Glæsileg efnisskrá Kristinn Sigmundsson bassi syngur nú í fyrsta sinn í Salnum. Kristinn er hér í stuttu fríi frá störf- um erlendis, síðast var hann í Ba- stilluóperanni í París og á næstu dögum fer hann til starfa í Amster- dam, París, Hamborg og víðar. Á tónleikunum nú syngur Kristinn at- riði úr Töfraflautunni, þar á meðal aríu Sarastros, svo og aríu úr Macbeth eftir Verdi og sönginn um róginn úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Gunnar Guðbjömsson tenór söng á fyrstu söngtónleikunum í Salnum í janúar sl. Gunnar er nú sestur að í Berlín og þar bíða hans mörg verk- efni. Hann kemur hingað frá Vínar- borg þar sem hann hefur starfað í sumar. Á tónleikunum syngur Gunnar ýmislegt úr Töfraflautunni og aríur eftir Bizet og Cilea, en auk þess dúettinn fræga úr Perluköfur- unum ásamt Kristni. Amdís Halla Ásgeirsdóttir sópr- an er ung söngkona sem starfar í Berlín og kemur nú hingað frá Graz í Austurríki þar sem hún söng á tónleikum fyrir stuttu með sinfóníu- hljómsveit borgarinnar. Amdís Halla syngur aríu Næturdrottning- arinnar á tónleikunum auk atriða úr Ævintýram Hoffmanns eftir Offen- bach og úr Don Pasquale eftir Don- izetti. Signý Sæmundsdóttir sópran er að góðu kunn. Hún hefur að undan- fömu starfað mest hér heima og tekist á við afar margvísleg við- fangsefni á tónleikum, í óperam o.fl. Á tónleikunum nú syngur hún atriði Elizu úr Lohengrin eftir Wagner og Rósín-aríuna Una voce poco fa úr Rakaranum eftir Rossini en auk þess í tríói og dúett úr Töfraflaut- unni. Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzó- sópran hefur komið víða fram en starfar um þessar mundir á Islandi. Hennar viðfangsefni hafa verið margvísleg í óperam, á tónleikum, í upptökusal o.fl. Ingveldur syngur nú Habanerana úr Carmen, aríu úr Öskubusku eftir Rossini og að auki bátssönginn úr Ævintýram Hoff- manns með Signýju og dúett með Kristni úr ítölsku stúlkunni frá Al- sír eftir Rossini. Tónleikarnir í Salnum hefjast á upphafsatriðinu úr Töfraflautunni eftir Mozart og þeim lýkur á kvart- ettinum úr Rigoletto eftir Verdi. Tónleikamir verða endurfluttir á fimmtudagskvöldið, 19. ágúst, kl. 20:30. Djasstónleik- ar á Sóloni Islandusi í TILEFNI þess að sjötíu ár eru liðin frá fæðingu þíanó- leikarans Bill Evans á mánu- dag, en hann lést árið 1980, mun Andrés Þór Gunnlaugs- son gítarleikari og djasstríóið Fl.ís spila lög af efnisskrá pí- anóleikarans á efri hæð Sól- ons íslandusar kl. 21 í kvöld, sunnudagskvöld. Meðal laga má heyra How my Heart Sings, Very Early, Turn Out The Stars ásamt fleirum. Djasstríóið Fl.ís skipa þeir Davíð Þór Jónsson á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.