Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kortadeild Máls og menningar vinnur verðlaun erlendis Besti korta- flokkur ársins FJÓRÐUNGSKORT Máls og menningar hlutu fyrstu verðlaun sem besti kortaflokkur ársins á svo- nefndri ESRI-ráðstefnu kortagerð- armanna í San Diego, þar sem sam- an voru komnir 9.000 þátttakendur frá 91 landi. Önnur verðlaun hlaut bandaríska tímaritið National Geographic fyrir nýjan heimsatlas sinn og í þriðja sæti varð banda- ríska landmælingastofnunin US Geological Survey. „Það eru engir smákallar sem lenda fyrir aftan okkur,“ segir Öm Sigurðsson, for- stöðumaður kortadeildar Máls og menningar. „Lykillinn að þessu er sá að vera með góða vöru. Við höfum stundum sagt það að Islandskort Máls og menningar séu landakort nýrrar aldar en með svipmót liðinnar aldar. Kortagerð liðins tíma var mjög fal- leg og við horfðum til þeirra korta þegar við bjuggum til nýju kortin hjá Máli og menningu. Við náðum fram gróðurlitum, við notuðum nýj- an hugbúnað frá ESRI til að búa til skyggingu, sem gerir landslagið lif- andi og náðum þeim árangri að lyfta landinu." Öm segir að þegar kortagerðar- menn tölvuvæddust og fengu nýjan hugbúnað í hendur hafi margir vilj- að yfirkeyra kortin með nýjungum. „Menn líta svo á að ef það tekst að búa til kort með þessum hugbúnaði, sem lítur út fyrir að vera handgert, séu menn að ná mjög góðum ár- angri. Þeir horfa ekki síst til þess.“ Draumaland kortagerðarmannsins „Svo er annað að við búum í formfegursta landi veraldar og kortagerðarmenn víðs vegar í heim- inum öfunda okkur af þessu landi. Þetta er draumaland kortagerðar- mannsins, eyja með frábært „symmetrískt" útlit, sem passar vel á kortblað. Kortagerðarmenn í Nor- egi, Chile og þessum löngu mjóu löndum blóðöfunda okkur af útliti landsins. Það er hægt að segja að íslenskir kortagerðarmenn standa orðið mjög framarlega og það þarf enga ríldsstofnun til þess.“ Tiltölulega stutt er síðan Mál og menning fór að gefa út kort; fyrsta fjórðungskortið kom út í fyrra og hin þrjú núna. Kortagerðarmaður- inn, sem hefur unnið kortin, er Hans H. Hansen, landfræðingur og kortagerðarmaður, en Öm Sigurðs- son er forstöðumaður og eini starfs- maður kortadeildar Máls og menn- nigar. „Við Hans erum báðir fyrr- verandi starfsmenn Landmælinga íslands og eigum rætur að rekja þangað," sagði Örn. Morgunblaðið/Golli Orn Sigurðsson, forstöðumaður kortadeildar Máls og menning- ar, með verðlaunakortin og verðlaunagripinn. Öm sagði að þýðing verðlaun- anna væri fyrst og fremst fólgin í þeirri viðurkenningu sem þeim fylg- ir. „Fyrst og fremst er það viður- kenningin að lenda í fremstu röð meðal þeirra bestu“. Hann sagði að viðskiptalega væri þetta einnig mik- ill ávinningur. „Viðskiptavinir okkar em dómararnir og við höfum selt kortin gríðarlega vel innanlands og utan. Þetta eru falleg kort með ein- falda blaðskiptingu," segir Öm. Á sömu ráðstefnu í fyrra fengu kort Náttúrufræðistofnunar, sem Náttúrufræðistofnun gefur út, en Mál og menning dreifir, og fengu þau einnig fyrstu verðlaun. Fyrrverandi sendiherrafrú Bandaríkjanna á íslandi, Nancy Ruwe, brá sér í NASF-laxveiðiferð í Haffjarðará og Langá og veiddi tvo laxa, m.a. þennan sem hún sleppti aftur Iifandi í ána. Veiðin upp og ofan VEIÐI gengur upp og ofan þessa dagana, á norðausturhominu er smáskot í gangi þar sem síðbúinn smálax er að ganga. í Rangánum reytist upp lax og heldur mönnum við efnið þótt mun minni veiði sé þar heldur en menn væntu. Borgarfjörðurinn er daufur þessa dagana og sunnanvert Snæ- fellsnesið einnig þótt nóg sé þar af fiski. Við skulum renna yfir hvaða ár hafa gefið mesta veiði í sumar. Röðin er þessi: 1) Þverá/Kjarrá 1854 2) Norðurá 1560 3) Grímsá 1293 4) Eystri-Rangá 1170 5) Blanda 1120 6) Miðfjarðará 980 7) Langá 960 8) Laxá í Kjós 930 9) Víðidalsá 732 10) Laxá í Aðaldal 715 Þeir fyrirvarar era á þessum lista, að tölur úr Eystri-Rangá, Laxá í Aðaldal og Blöndu era áætl- aðar. Þótt einhverju lítilræði skeiki breytir það ekki stöðu þeirra á list- anum. Næstu ár á eftir eru Hofsá og Selá sem hafa gefið um 600 laxa hvor, Haffjarðará með 590 laxa, Ytri-Rangá með 540 laxa og Laxá í Leirársveit 520 laxa. Vatnsdalsá hefur gefið 476 laxa og er meðal- þunginn í ánni óvenjuhár. Yfirlitsráðstefna Blindrafélagsins Þróun og framtíðarsýn AMORGUN klukk- an 13.00 hefst á Grand Hóteli í Reykjavík yfirlitsráð- stefna Blindrafélagsins og stendur hún í tvo daga. Á ráðstefnu þessari á að fjalla um málefni blindra og sjónskertra á Islandi. Sigrún Bessadóttir á sæti í undirbúningshópi þeim sem skipulagt hefur ráð- stefnuna, sem haldin er fyrir blinda og sjónskerta, aðstandendur þeirra, fag- fólk og aðra áhugasama. Sigrún var spurð hvaða málefni myndi bera hæst í umfjöllun ráðstefnunnar? „Framtíðarsýn í þjón- ustu við blinda og sjón- skerta. Augnlækningar og hjálpartæki, endurhæf- ingar-, mennta- og at- vinnumál og almenn staða blindra og sjónskertra á nýrri öld. Nokkrir ein- Sigrún Bessadóttir staklingar munu segja frá því hvernig það er að búa við blindu og sjónskerðingu. Ofangreint er aðalefni íyrirlestranna, en einnig halda fulltrúar frá ýmsum stofn- um erindi um þjónustu sem í boði er fyrir blinda og sjónskerta.“ - Hvað er nýtt að gerast í mál- efnum blindra og sjónskertra? „Það er einkum tengt þjónustu og svo þróun í tölvutengdum hjálpartækjum. Svo sem í ís- lenska talgervlinum. Talgervill er forrit sem les texta og kemur honum í talformi yfu- til tölvunot- andans. Einnig er komið fram á sjónarsviðið tæki sem les á póst og umbúðir.“ - Eru þessi tæki á vegum Blindrabókasafnsins ? - Nei, Blindrafélagið og Sjón- stöð íslands hafa fylgt þróun í hjálpartækjum eftir. Blindra- bókasafnið aftur á móti lánar blindum og sjónskertum hljóð- bækur. Eg hef heyrt að einnig sé von á bókum á tölvutæku formi. Fulltrúi frá Blindrabókasafninu mun á ráðstefnunni fjalla um þjónustu safnsins til lánþega og einnig ræða um nýjungar á því sviði.“ - Hvaða önnur þjón- usta er kynnt á ráðstefnunni? „Nefna má kynningu á starf- semi Sjónstöðvar íslands, Starfs- þjálfun fatlaðra, blindradeildar Álftamýrarskóla og loks Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríks- ins. Hjá henni er unnið með blindum og sjónskertum for- skólabörnum." - Hvað fleira forvitnilegt verð- ur þarna á dagskrá? „Atyhglisvert verður að hlusta á fyrirlestur um þróun og fram- tíðarsýn í augnlækningum. Á ráðstefnunni mun blindur nem- andi fjalla um upplýsingatækni á nýrri öld. Blind kona sem lokið hefur námi í vörastjórnunarfræð- um mun halda erindi um mennta- mál. Aðili frá Félagsþjónustunni í Reykjavík mun fjalla um samfélagslega þjónustu við blinda og sjónskerta. Sjálf mun ég bera saman að- stæður blindra og sjónskertra á íslandi við það sem gerist erlendis.“ - Eru aðstæður hér öðru- vísi en gerist í þeim lönd- um sem þú hefur heimsótt? ,Á hinum Norðurlöndunum eru menn samstíga okkur hvað hugmyndafræði snertir í þessum efnum. En að mörgu leyti getum við ekki boðið samskonar þjón- ustu vegna smæðar samfélags okkar. Til dæmis er erfitt að ►Sigrún Bessadóttir er fædd 1977 í Kaupmannahöfn. Hún lauk stúdentsprófi 1997 frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð og hefur verið við nám og störf erlendis undanfarin tvö ár, en er á leið í háskólanám í spænsku næsta vetur. Hún starfar í sumar á skrifstofu Blindrafélagsins. Sigrún er ógift og barnlaus. bjóða upp á námskeið sem sniðið er að þörfum vissra aldurshópa. Hér er frekar miðað við einstak- lingsþarfir sem gerir þjónustuna hins vegar dýrari. Það sem er vandamál í þjónustu í dag á ís- landi er peningaleysi, allt er skorið niður. Sérstök hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta eru dýr og flutt inn í litlu magni, sem ger- ir þau enn dýrari. Það er alltaf sama staðreyndin sem blasir við - smæðin. Ekki má gleyma því að þarfir hvers og eins fatlaðs ein- staklings era mismunandi.“ - Hvernig eru aðstæður blindra og sjónskertra í öðrum löndum sem þú hefur búið í? „í Sviss er þjónustan mikið miðuð við eldri borgara en hinir yngri hafa aðlagast samfélaginu betur og þurfa minni sérþjón- ustu. Þar er líka algengt að blind og sjónskert ungmenni gangi í samtök fatlaðra og er þá átt við hagsmunasamtök fólks með mis- munandi fötlun. Á Spáni njóta flestir blindir og sjónskertir þjónustu innan ramma spænsku blindrasamtakanna, en þau eru ein ríkustu blindrasamtök í heimi af því að þau hafa sterk ítök á lottómarkaðinum þar í landi. Þar era blindir og sjónskertir í mjög vernduðu umhverfi þar sem sam- tök þeirra sjá þeim fyrir flestu því sem þeir þurfa á að halda í daglegu lífi. England kom mér nokkuð á óvart; þar er fjöldinn allur af svæðabundnum blindra- samtökum, eða öllu heldur blindravinafé- lögum, þar sem fullsj- ándi aðilar eru í for- svari. Mér sýnist að blindir og sjónskertir hafi aðlagast samfélaginu betur á Norðurlöndum en t.d. í Englandi og á Spáni. Ástæðan er kannski sú að meira hefur verið unnið að fræðslumálum hér, almenningur á Norðurlöndum veit meira um blinda og sjónskerta en víða ann; ars staðar - eða það er mitt mat. I iðnríkjum era flestir blindir og sjónskertir meðal eldra fólks en þessu öfugt farið í þróunarlönd- unumum t.d. í Afríku.“ Þarfir fatlaðra mismunandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.