Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hugmyndir hafa verið uppi um að breyta Vesturhópsskóla í meðferð- arheimili fyrir unglinga. Ekki tekist að fá forstöðufólk SVEITARFÉLAGIÐ Húnaþing vestra hefur boðið Barnavernd- arstofu húsnæði Vesturhópsskóla á Vatnsnesi til rekstrar meðferð- arheimilis fyrir unglinga. Boðið hefur ekki verið þegið, aðallega vegna þess að ekki hefur fengist fólk til að stjórna heimilinu og reka. „Mér finnst Vestur-Húnvetn- ingar ekki hafa sótt nóg á um að fá störf við opinbera þjónustu. Við málefnavinnu sem fram fór í byggða- og atvinnumálahóp í héraðinu kom upp sú hugmynd að góð aðstæða væri í Vestur- hópsskóla fyrir meðferðarheimili fyrir unglinga og í framhaldi af því var ákveðið að bjóða húsnæðið fram,“ segir Elín R. Líndal, oddviti Húnaþings vestra. Vesturhópsskóli er á Vatnsnesi austanverðu og hefur nemendun- um fækkað á undanförnum ár- um. I haust verða þar sjö nem- endur í mjög rúmu húsnæði. Elín segir að sveitarfélagið sé reiðu- búið að gera nauðsynlegar breyt- ingar á húsnæðinu með stuttum fyrirvara og fínna annað húsnæði fyrir börnin, ef aðstæð- ur skapist til að koma þarna upp meðferðarheimili. Góðar aðstæður „Vesturhópsskóli er hæfílega langt frá hringveginum. Þar er afar fallegt og góð aðstaða til útivistar, allt til alls til að stúnda árangursríka umhverfismeð- ferð,“ segir Elín. Talið er að fímm starfsmenn þurfi að slíku heimili, auk forstöðumannshjóna. Sveitarstjórn hefur kannað áhuga fólks í nágrenninu og lýstu sautján einstaklingar yfir áhuga á vinnu þarna. „Það er fólk á nánast hverjum bæ tilbúið til starfa. Það sýnir þörfina og meðferðarheimili á þessum stað myndi styrkja mjög búsetu á svæðinu.“ Þrátt fyrir ítrekaðar auglýs- ingar hefur ekki fengist fólk til að veita meðferðarheimili for- stöðu og reka það á þessum stað. Segir Elín að Barnaverndarstofa hafi verið mjög jákvæð fyrir þessari hugmynd í upphafí en taldi að það viðhorf væri að breytast, vegna erfiðleika með að ráða forstöðufólk. Fjórir heimilislæknar gagnrýna skoðanir heilbrigöisráðlierra Hömlur í uppbygg- ingu heilsugæslunnar HEIMILISLÆKNARNIR Gísli Baldursson, Ingólfur Kristjánsson, Haukur Valdimarsson og Jón B.G. Jónsson eru furðu lostnir yfir orð- um Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Læknarnir segja mál ráðherra þversagnakennt og gagn- rýna harðlega það sem þar kemur fram. „Sannleikurinn er sá að í hátt á annan áratug hafa stjómvöld kom- ið í veg fyrir nútímalega þróun í uppbyggingu heilsugæslunnar. Þar eru í fullu gUdi úreltar aðferðir sem kenna má við einokun og höft. I staðinn íyrir að virkja öfl markaðarins þar sem það á við, eins og t.d. í heilsugæslu þéttbýlis á Islandi, er beitt höftum og höml- um sem eiga sér nú sennilega hvergi nokkurs staðar hliðstæðu í Evrópu," sögðu læknarnir í samtali við Morgunblaðið. Haft er eftir ráðherra í fréttinni að stefna ráðuneytisins sé að rekstrarform hjá heilsugæslulækn- um geti verið sem allra fjölbreytt- ast en aðalatriðið sé að þjóna hags- munum sjúklinga. Þess vegna þurfi mismunandi rekstrai'form að vera undir stjórn heilsugæslunnar til að þar sé fyrir hendi yfirsýn yfir þá þjónustu sem veitt sé og hægt sé að bera hana saman við það sem gert sé annars staðar. Læknarnir benda á að læknar með sérmenntun í læknisfræði hafi haft tækifæri til að hefja sjálfstæð- an rekstur innan íslenska heil- brigðiskerfisins í nokkra áratugi án þess að ríkið hafí haft þar hönd í bagga. Sérmenntun hafi þar verið viðurkennd sem gæðastimpill á starf viðkomandi sérfræðings. Olík aðstaða heimilislækna og annarra sérmenntaðra lækna hefur að mati læknanna fælt unga lækna frá því að velja sér heimilislækningar sem sérmenntun og ennfremur valdið því að margir sérfræðingar hafi yf- irgefið fagið. „Hingað til hefur sérmenntun verið talin ti-yggja gæði þjónustu sérfræðilækna og teljum við það gilda um okkur. Við erum vissir um að sérfræðingar í heimilislækning- um í sjálfstæðum rekstri getur veitt fullkomlega sambærilega þjónustu á við lækna innan ríkis- heilsugæslunnar án þess að vera undir valdi heislugæslunnar í Reykjavík. Slík bákn einkenndu ráðstjórn- arríkin sálugu en hafa farið halloka víðast hvar í heiminum síðastliðinn áratug nema greinilega innan ís- lenska heilbrigðisgeirans. Hvernig ætlar ráðuneytið að tryggja gæði þjónustu annarra starfandi sér- fræðinga? Eiga kannski allar lækn- ingar utan sjúkrahúsa að fara und- ir heilsugæsluna í Reykjavík?" Heimilislæknar ósáttir Gísli Baldursson, sem situr í stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna, segir að mikill stuðningur sé við málið hjá Læknafélagi ís- lands og Læknafélagi Reykjavíkur. Gísli segir þá heimilislækna sem hann hafi heyrt í mjög ósátta við orð ráðherra og bendir á að stjórn Félags íslenskra heimilislækna hafi nýverið sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem segir að misskilning- ur sé að heimilislæknar sækist al- mennt eftir að komst inn í hóp svo- kallaðra sjálfstætt starfandi heim- ilislækna sem eru heimilislæknar sem hafa gert sérsamning við ríkið. „Hið rétta er að heimilislæknar fara fram á að geta gert sambæri- lega samninga um frjálsan rekstur og aðrir sérgreinalæknar hafa gert,“ segir í yfirlýsingu Félagsins. Gísli segir að stjórn Félags ís- lenskra heimilislækna reki nú kærumál í Samkeppnisstofnun. „Þetta fyrirkomulag stenst ekki samkeppnislög og við hyggjumst reka þetta mál fyrir dómstólum er úrskurður Samkeppnisstofnunar liggur fyrir.“ Læknarnir benda á að meira en þrjú ár eru liðin frá því að yfirlýs- ing heilbrigðisráðherra, sem stundum er kennd við 21 punkt, leit dagsins ljós. „Þar var m.a. að finna grein um fjölbreytt rekstrar- form en hingað til hefur lítið verið gert og hrýs okkur hugur við orð- um ráðherra í fyrrnefndri Morgun- blaðsgrein þar sem við teljum rekstur undir stjórn heilsugæsl- unnar í Reykjavík ekki vera sjálf- stæðan rekstur.“ L'ú/aAct/arv Sími 587 7777 Funahöfða 1 - Fax 587 3433 litl: H3333T 567 2277 MSsm Funahöfða 1 - Fax 567 3938 www.notadirbilar.is ■ wrw 1 / \ í /1 Nissan Sunny SLX 1,6, árg. 93, ekinn 93 þ„ 5 g„ silfur. Verö 780.œ0. Sértilboðsverð 610.000. BMW 318i árg. 95, ekinn 69 þ„ 5 g„ sægrænn, 5 g„ 4 d„ ált, saml. o.fl. Verö 1.690.000. Nissan Patrol GR 2.8 dísel turbo 1995,5 gira, 31' dekk, álfelgur, grænn, ek. 110 þ. km. Verð 2.400.000. Subaru Legacy Gl 2.01997,5 gfra, álfelgur, grænn, ek. 63 þ. km. Verð 1.690.000. Toyota Landcrulser dísel tuibo 1987,5 glra, upph. f. 38", 35’ dekk, loftlæsing, hlutlöll, blár, ek. 260 þ. km, .topp bni". Verð 1.390.000. Daewoo Lanos Sx 1.6 1998, 5 glra, álfelgur, abs, loftpúðar, grænn, ek. 17 þ. km. Verö 1.110.000. Toyota Touring Gll 1992,5 glra, álfelgur, dráttarkr., 1 eigandi, vínrauður, ek. 96 þ. km. V Toyota Corolla Touring 4wd, 1,8, árg. 98, Grand Cherokee Llid árg. ^ ekinn 120 þ ekinn 47þ„ d-grænn, 5 g. Verð 1.500.000. Subaru Impresa 2.0 I, árg. 98, ekinn 20 þ„ 5 hv[tur'ssk- ["/óllu- Verö 2.790.000, sértilboð Áhv.lán. g., blár. Verð 1.580.000. 2.150.000. GððurbHI. Cherokee Laredo 4.011992, sjálfsk., álfelgur, vfn- rauður, ek. 105 þ. km, snyrtilegur blll. Verö 1.290.000. Tllboösverð 995 þús. stgr. Toyota Landcmiser Lx 3.0 dfsel turbo 1998,5 gfra, upph., 35' dekk, dráttarkr., sillurgr., ek. 54 þ. km. Bflalán 1200. Verð 3.100.000. M. Benz E-230 Avantpde 1996, sjálfsk., sóll., 16' álfelgur o.fl., grænn, ek. 66 þ. km. Bflalán 2.800.00. Verð 3.500.000. Toyota Carina E 1.8 1996, sjálfsk., vindskeið, sillurgr., ek. 87 þ. km. Verð 1220.000, einnig 5 gíra. Verð 1.150.000. VW Golf Generator 1,4, árg. 98, ekinn 15 þ., glra.. Verð 1.350.000. Áhv. lán. Ford Ka árg. 98, ekinn 7 þ„ 3 d„ grænn, 5 g. Verð 1.050.000. Ath skipti. Musso 602 disel, árg. 98, ekinn 46 þ„ silfur, 5 g„ 38‘ þreyttur, einn með öllu. Áhv. lán. Verð 3.500.000. Toyota Corolla Xli 1995, sjálfsk., vindskeið, silfur- gr„ ek. aðeins 41 þ. km. Bflalán ca 600 þús., verð F’eugeot 406 2.0 stw 1999, sjálfsk. 930 þús. spólvörn, sæti f - ’ - “ Verð 2250.000. álfelgur, I_______ 7 ek-8 "•km' 0 5 g. véið rÆff P” V~ 36690J300.raUÖUr' ™ Plymouth Voyager 2.41997, sjállsk., loftpúðar, sæti fyrir 7, grænn, ek. 73 þ. km, bllalán ca 1,5. Verð 1.890.000. Hyundai Elantra Gt 1.8 1994, sjálfsk., álfelgur, vindskeið, gullf. bfll, ek. 58 þ. km.' Tilboðsverð 680 þús. stgr. Toyota Touring 1998,5 glra, abs, upph., dráttarkr., blár, ek. 12 þ. km, sem nýr. Verö 1.650.000. Alfa Romeo 156, v6, árg. 98, ekinn 12 þ„ silfur, 6 gfra, 4 dyra með öllu. Verð 2.690.000. Áhv. lán, geðveik græja. Toyota Hilux DC sr-5 1992,5 glra, upph. 33‘ dekk, plasthús, ll-grænn, ek. 154 þ. km. Verð 1650.000. Nissan Almera 1.4 1998,5 gira, blár, ek. 12 þ. km. Verð 1.150.000. Toyota Corolla Special Series 1.6 1997,5 gfra, 2x vindskeið, aukaljós o.tl, blár, ek. 35 þ. km. Verð 1.160.000. Toyota Corolla l/b Luna, árg. 98, ekinn 39 þ„ fjólublár, ssk. Verð 1.290.000. Áhv. lán. Toyota Hilux Double Cab disel árg. 98, ekinn 30 þ„ rauður, 5 g„ hús, 33' dekk og margt fleira.Verð 2.800.000. Áhvlán. Toyota Corolla Touring GLI, árg. 89, ekinn 105 þ„ rauður. Verð 990.000. Sértilboðverð Toyota Corolla GL h/B, árg. 92, ekinn 121 þ„ Toyota Landsruser gx árg 97 ekinn 50þ v- 790.000. grár, 5 g„ 5 d. Verð 590.000. Toþp bfll. rauður 35‘breyttur ssk álle. Verð 3.250.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.