Morgunblaðið - 17.08.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 21
VIÐSKIPTI
Afkoma Þormóðs ramma-
Sæbergs á fyrri hluta ársins
Hagnaður
183 milljónir
Þormóður rammi - Sæberg hf. -—I L Arshlutareikningur 1999 ikhwá
jan.-júní jan.-júní
Rekstrarreikningur Miiijómr króna 1999 1998 Breyting\
Rekstrartekjur 1.895 1.768 7,2%
Rekstrargjöld (1.4891 (1.444) 3.1%
Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 406 324 25,3%
Afskriftir (179) (169) 5,9%
Fjármagnsliðir 17 7 142.9%
Hagn. af reglulegri starfsemi f.skatta 244 162 50,6%
Aðrar tekjur og gjöld 5 16 -68,8%
Hagnaður tímabilsins 183 127 44,1%
Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting
| Eignir: | Milljónir króna Veltuf jármunir Fastafjármunir Eignir samtals 895 4.791 1.246 4.350 -28,2% 10,1%
5.686 5.596 1,6%
I Skuidir oa eigið tó: |
Eigið fé 2.665 2.401 11,0%
Skuldbindingar 253 163 55,2%
Langtímaskuldir 2.031 1.894 7,2%
Skammtímaskuldir 737 1.138 -35,2%
Skuldir og eigið fé samtals 5.686 5.596 1.6%
Kennitölur 1999 1998
Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall 47% 1,2 43% 1,1
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 365 274 +33,2%
HAGNAÐUR Þormóðs ramma-Sæ-
bergs hf. nam 183 milljónum króna
eftir reiknaða skatta á fyrstu sex
mánuðum þessa árs en var 127 millj-
ónir króna á sama tímabili í fyrra.
Rekstrartekjur á fyrri helmingi árs-
ins voru 1.895 milljónir króna sam-
anborið við 1.768 milljónir á sama
tímabili í fyrra. Eigið fé var 2.665
milljónir í lok júlí síðastliðins og hef-
ur aukist um rúmlega 260 milljónir
milli ára en nettó skuldir félagsins
voru 2.126 milljónir króna á fyrri
hluta þessa árs. Eiginfjárhlutfallið
var á sama tímabili 47% en var 43% í
fyrra. Veltufé frá rekstri nam 365
milljónum en var 274 milljónir fyrri
hluta síðasta árs.
Ólafur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæ-
bergs, segir að ástæður fyrir betri
afkomu á fyrri hluta ársins miðað
við sama tímabil í fyrra megi að
stórum hluta rekja til þess að félagið
seldi á síðasta ári eignir sem ekki
skiluðu arði. Að auki hafi síðasta ár
verið erfitt vegna samdráttar í
rækjuveiðum. „Nú erum við búin að
laga reksturinn að breyttum að-
stæðum í rækjuvinnslunni og af-
koman er ívið betri en áætlanir okk-
ar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólafur.
,Að vísu má segja að það sé sérstakt
við reksturinn á fyrri hluta þessa
árs að fjáimagnsliðir eru jákvæðir
um 17 milljónir. Ekki er hægt að
reikna með að sama verði uppi á
teningnum á seinni hluta ársins.“
Endurskipulagning
borið árangur
Þorsteinn Víglundsson, yfirmað-
ur greiningardeildar Kaupþings,
segir að afkoma Þormóðs ramma-
Sæbergs sé betri en menn hafi al-
mennt gert ráð fyrir en í takt við af-
komu annarra sjávarútvegsfyrir-
tækja það sem af er árinu. „Félagið
brást við samdrætti í rækjuvinnsl-
unni með því að endurskipuleggja
rekstur og það virðist hafa borið ár-
angur. Stjómendur hafa sýnt að
þeir kunna að bregðast hratt og ör-
ugglega við þeim breytingum sem
hafa orðið á ytri skilyrðum rekstr-
arins undanfarin misseri,“ segir
Þorsteinn.
Hann segir flest benda til að af-
koma félagsins verði einnig góð á
seinni hluta ársins, enda þótt af-
urðaverð hafi farið lítillega lækk-
andi upp á síðkastið. Þormóður
rammi-Sæberg keypti í júní fram-
virkt 10% hlut í Hraðfrystihúsinu-
Gunnvöru hf. á Isafirði og var kaup-
verðið 310 milljónir króna. Einnig
keypti félagið nýlega 60% hlut í
Siglfirðingi ehf. á Siglufirði og segir
Ólafur Marteinsson að ástæðan fyr-
ir þessum fjárfestingum sé einkum
það mat forráðamanna félagsins að
um góðar fjárfestingar sé að ræða.
Viðskipti með hlutabréf í Þormóði
ramma-Sæbergi á Verðbréfaþingi
Islands í gær námu um 12,5 milljón-
um og fór gengið hæst í 5,3.
Þriggja punkta
öryggisbelti meó
strekkjurum og
höggdempurum
fyrir alla farþega
bílsins, líka aftur í
Veró
1.678.000
y
Góó lesljós
í farþegarými,
leslampi yfir
framsaetum, Ijós
í farangursrými.
Þaó er líkt og Renault Mégane
Scénic stækki þegar þú sest inn í
hann, enda er hann fyrsti fjölnota-
bíllinn í flokki bíla í millistærd. Segja
má að Scénic sé í raun þrfr bflar,
fjölskyldubíll, feróabfll og sendibfll.
Hann er aðeins 4,23 m á lengd
en hugmyndarík hönnun og mikið
innanrými gerir hann ótrúlega
notadrjúgan og hagkvæman fyrir
einstaklinga og fjölskyldur.
Það er því engin furða þó hann hafi
umsvifalaust verið valinn bíll ársins
aföllum helstu bílatímaritum
í Evrópu þegar hann var kynntur.
Hér á landi hefur hann þegar
fengið ffábærar viðtökur.
5
i Fossháls
B&L S
Hcstháls l««»»,Grjótháls
ÁA \t^n\—
VestuHandsvegur *
Samþjöppun
eignarhalds í gasiðnaði
Linde gerir
tilboð í AGA
Stokkhólniur. Reuters.
ÞÝSKA fyrirtækið Linde AG hefur
gert tilboð í sænska gasfyrirtækið
AGA AB. Tilboðið hljóðar upp á
30,9 milljarða sænskra króna eða
rúmlega 270 milljarða íslenskra
króna. Við samrunann yrði til ann-
að stærsta gasframleiðslufyrirtæki
í Evrópu og það fjórða stærsta í
heimi. Tilboð Linde kemur í kjölfar
annarra samruna í iðnaðinum en
Air Liquide og U.S. Air Products
yfirtóku BOC í Bretlandi fyrir
skömmu.
Gerhard Full, forstjóri Linde,
segir samruna fyrirtækjanna æski-
legan fyrir þær sakir að Linde
fengi ný markaðstækifæri og sam-
legðaráhrif yrðu töluverð. Tilboðið
er fjármagnað með láni frá
Deutsche Bank. Það hljóðar m.a.
upp á að Linde greiði 141 sænska
krónu á hvern hlut í AGA en gengi
bréfanna var 132 krónur á föstu-
dag. Linde á 12,83% í AGA og hef-
ur nú þegar gert samninga við aðra
hluthafa, sem ráða alls yfir 62,5%
hlutafjár.
Tilboðið krefst ekki samþykkis
hluthafa Linde en það mun aftur á
móti þarfnast samþykkis viðeigandi
samkeppnisyfirvalda.
Linde hefur sterka markaðs-
stöðu á þýskumælandi svæði Evr-
ópu og Áustur-Evrópu. AGA hefur
sterka stöðu á Norðurlöndunum og
einnig í Ameríku.
Mégane Scénic
stækkar þegar þú
sest inn i hann:
Rýmió kemur á
óvart, þú situr
hátt og hefur því
frábært útsýni.
$
RENAULT