Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRJALSARI
HENDUR?
SL. LAUGARDAG birti Morgunblaðið athyglisvert við-
tal við Guðmund Hauksson, sparisjóðsstjóra, sem jafn-
framt er stjórnarformaður eignarhaldsfélags sparisjóð-
anna, sem skráð er í Lúxemborg, Scandinavian Holdings,
sem var formlegur söluaðili hlutabréfa sparisjóðanna í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. I samtali þessu segir
Guðmundur Hauksson m.a. til skýringar á þeirri ákvörðun
sparisjóðanna að selja hlutabréfín:
„Þegar athygli okkar var vakin á því, að ríkissjóður
kynni að hafa frjálsari hendur um sölu á bréfunum heldur
en áður var um talað, þ.e.a.s. að dreifð eignaraðild væri
ekki eins afdráttarlaust skilyrði og áður var rætt um, varð
okkur ljóst, að það var talsverð áhætta fólgin í þessari
fjárfestingu okkar. Sparisjóðirnir geta að sjálfsögðu ekki
búið við þá áhættu, sem þessar aðstæður skapa. Við kynn-
um að hafa setið uppi með þriggja milljarða fjárfestingu án
þess að hafa náð markmiði okkar og búið við þá áhættu að
geta ekki selt nema eiga það á hættu að þessi hlutur okkur
lækkaði í verði. Þess vegna ákváðum við að freista þess að
selja hlutabréfin og innbyrða þann hagnað, sem þau gáfu
áður en bréfín kynnu að lækka í verði ef að framvinda
málsins yrði með öðrum hætti en við hefðum kosið.“
Þessi ummæli Guðmundar Haukssonar eru óneitanlega
forvitnileg og þau vekja upp eftirfarandi spurningar: hver
vakti athygli forráðamanna sparisjóðanna á því að skilyrð-
ið um dreifða eignaraðild væri ekki jafn afdráttarlaust og
áður og með hvaða rökum var það sagt? Hvar hefur það
komið fram?
Það er nauðsynlegt að svar fáist við þessum spurningum
vegna þess, að það er augljóst af ummælum sparisjóðs-
stjórans, að þarna er að finna meginskýringuna á því, að
sparisjóðirnir tóku ákvörðun um að selja hlutabréfin. En
sú ákvörðun hefur eins og kunnugt er leitt til þess að
áform ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu ríkisbankanna
eru nú í uppnámi.
„ÞAÐ ER VON
HINN 19. nóvember á síðasta ári birti Morgunblaðið ít-
arlegt samtal við Siv Friðleifsdóttur, núverandi um-
hverfisráðherra, sem þá var í framboði til varaformennsku
í Framsóknarflokknum. í samtali þessu fjallaði Siv Frið-
leifsdóttir m.a. um hálendið, virkjanir og stóriðju og svar-
aði spurningu um afstöðu hennar til þessara mála á þenn-
an veg:
„Okkur er öllum að verða betur ljóst hvað hálendið er
dýrmætt. Við erum í hópi útvalinna þjóða hvað óspillta
náttúru varðar. Eg tel að við verðum að vernda hálendið,
sem og aðrar náttúruperlur landsins. Eg útiloka þó ekki
frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana en við verðum að
fara með gát. Það er von mín, að Landsvirkjun taki frum-
kvæði í því að láta umhverfisathuganir sínar fara í sama
ferli og lögformlegt umhverfismat. Landsvirkjun hefur í
dag virkjanaleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun en það leyfi var
gefið út áður en lög um umhverfismat voru samþykkt. Það
er mitt almenna sjónarmið að náttúran eigi að njóta vafans
og nota eigi beztu tæki, s.s. umhverfismat, til að dæma um
áhrif framkvæmda.“
Þegar núverandi umhverfisráðherra lét þessi orð falla
átti hún í hörðum átökum við Finn Ingólfsson, iðnaðarráð-
herra, um varaformannsembætti Framsóknarflokksins og
iðnaðarráðherra átti í vök að verjast vegna almennra um-
ræðna í þjóðfélaginu um þessi málefni. Ekki er ólíklegt,
að Siv Friðleifsdóttir hafi vegna þessarar afstöðu hlotið
stuðning umhverfisverndarsinna innan Framsóknar-
flokksins við varaformannskjör á flokksþinginu.
Hvað hefur breytzt á 10 mánuðum? Hvers vegna hefur
umhverfisráðherra ekki sömu afstöðu nú og þá. Hvers
vegna beitir ráðherrann sér ekki fyrir því, að notuð verði
„beztu tæki“ að hennar mati í nóvember í fyrra til þess að
„dæma um áhrif* Fljótsdalsvirkjunar?
Til stóð að bjarga skipinu upp
af hafsbotni árið 1952
E1 Grillo gengiir aftur
Olíuskipið E1 Grillo sem
sökkt var í Seyðisfírði
árið 1944 hefur fylgt
Seyðfirðingum alla tíð
------------------5>—--
síðan. Vilhjálmur Arna-
son lögfræðingur kann
að segja sögu af tilraun
til að kveða drauginn
niður. Geir Svansson
ræddi við Vilhjálm.
Kortið sýnir í réttum hlutfölhim stærð olíubirgðaskipsins og dýpisins, þar sem það hvílir á hafsbotni. Til vinstri á
myndinni er togarinn Sjóli HF en hann er 56,5 metra langur en E1 Grillo 147 m langt og 10 þúsund smálestir.
Fyrir ofan skipið er sýndur mótorbátur li'kur þeim sem notaður var við köfun niður að skipinu árið 1952.
E1 Grillo sekkur í Seyðisfjörð. Myndin er fengin að láni úr Seyðfirskum
hernámsþáttum eftir Hjálmar Vilhjálmsson og hún sýnir skut skipsins
sem var ofan sjávar í 8-10 klst. eftir að stefni þess sökk.
ENN þurfa Seyðfírðingar að
bíta úr nálinni vegna olíu-
birgðaskipsins E1 Grillo
sem þýskar flugvélar
sökktu 10. febrúar 1944 með því að
varpa á það sprengjum. Mikil olíu-
mengun varð þegar skipið sökk og
hún hefur síðan látið á sér kræla í
gegnum árin, síðast fyrr í þessum
mánuði.
Ymsum hefur þótt sleifarlag á að-
komu stjórnvalda að
málinu og kallað það
trassaskap að ekki sé
fyrir löngu búið að fjar-
lægja flakið, tíma-
sprengju sem geti leitt
til alvarlegrar mengunar
eða slysa. Þótt töluverðu
magni af olíu hafi verið
dælt upp úr skipinu og
djúpsprengjur fjarlægð-
ar er enn olía eftir á
tönkum þess og hugsan-
lega sprengiefni líka.
Eins og fram hefur
komið í fréttum var það
árið 1952 sem Olíufélag-
ið hf. fékk Vélsmiðjuna
Hamar hf. til þess að
reyna að dæla olíu úr skipinu og náð-
ust upp 4.500 smálestir. Færri vita
ef til vill að ætlunin var í upphafi
önnur. En þá sögu kann Vilhjálmur
Árnason lögfræðingur að segja, en
hann var ráðinn af Olíufélaginu til
þess að vinna að áætlun um að
bjarga E1 Grillo upp af hafsbotni, en
Hamar skyldi annast björgunarað-
gerðir.
Til stóð að koma
E1 Grillo á flot
Olíufélagið hf. fékk tímabundna
eignarheimild á skipinu, frá ríkis-
stjóm og leyfi heimamanna, tækist
þeim að koma skipinu á flot og í burt
yrði eignarheimildin varanleg, að
sögn Vilhjálms. „Hugsunin var fyrst
og fremst sú að ná skipinu upp. Það
átti að gera „business" með skipið.
Hreinsa það og koma því í notkun.
Það voru svo fá olíuskip í heiminum
og þess vegna var verið að spá í að
reyna að koma þessum dalli á flot aft-
ur.
Skipið hafði legið þama og verið
mjög til trafala fyrir Seyðfirðinga.
Ófá skip hafa til dæmis týnt ankerum
sínum í því. Fyrir utan að þama var
olía úti um allan fjörð ámm saman og
eyðilagði ýmislegt. Þar á
meðal fuglavarpið í Loð-
mundarfirði og teppin á
gólfunum hjá Seyðfirðing-
um,“ segir Vilhjálmur.
„Olíufélagið átti fram-
kvæðið og bar ábyrgð á því hvemig
til tækist með björgun og fékk Ham-
ar til verksins undir stjórn forstjóra
þess, Benedikts Gröndals, þess glæsi-
lega manns og góða verkfræðings,"
segir Vilhjálmur. „Þetta byrjaði á því
að við Benedikt fóram út í ársbyrjun
1952. Ég man þetta vel vegna þess að
í þessari ferð fórum við líka til
London og bjuggum þai- á hótel Park
Lane við Piccadilly hinn 25. janúar.
Þetta man ég vegna þess að þar
sem við sátum við morgunverðar-
borðið kom til okkar Ólafur Thors,
sem þá var atvinnumálaráðherra í
stjóm Steingríms Steinþórssonar, og
sagði okkur það að Sveinn Bjömsson,
forseti Islands, væri látinn. Þess
vegna man ég þessa tímasetningu
svona vel,“ segir Vilhjálmur.
Leitað til sérfræðings í Skotlandi
Helsta erindi ferðarinnar áttu
þeir þó í Skotlandi þar sem þeir
byrjuðu ferðina. „Þar hittum við að
máli mann í Holy Loch
sem síðar varð bæki-
stöð kjarnorkukafbáta.
Sá bar nafnið „comm-
odore“ en það mun vera
næsta stig fyrir neðan
aðmírálstign. Þetta var
glæsilegur maður sem
hét McKenzie. Hann
var meðal annars
þekktur fyrir að hafa
staðið framarlega í því
að ná upp þýska flotan-
um úr Scapa Flow á
Orkneyjum sem Þjóð-
verjar sökktu í lok fyrra
stríðsins,“ segir Vil-
hjálmur.
Ætlun þeirra Bene-
dikts var að leita ráða hjá McKenzie
varðandi það að lyfta E1 Grillo frá
hafsbotni og koma honum á flot. „Og
ef mig misminnir ekki illilega þá var
það hugsunin að reyna að pumpa lofti
í tanka skipsins og láta það fljóta
upp.
McKenzie sagði okkur hins vegar
að þetta væri óframkvæmanlegt.
Skipið mundi einfaldlega springa.
Það liggur á 44 metra dýpi, undir
miklum þrýstingi og þar sem erfitt
væri að stjóma hraðaum á því þegar
það færi af stað upp þá hefði það
sprungið," segir Vilhjálmur.
McKenzie var ákaflega elskulegur
og vildi allt fyrir okkur gera en vegna
tæknilegra örðugleika og kostnaðar
var fallið frá því að lyfta E1 Grillo af
hafsbotni,“ segir Vilhjálmur. Þess í
stað var ákveðið að ná sem mest af ol-
íunni upp úr skipinu og snemmsum-
ars sama ár dvöldu þeir Benedikt um
mánaðartíma á Seyðisfirði. Þar
stjórnaði Benedikt köfun og öðrum
aðgerðum til að ná upp olíu, eins og
fyrr segir.
Olían kom í góðar þarfir
Þótt fallið hafi verið frá upphafleg-
um björgunaraðgerðum segir Vil-
hjálmur að heilmikið um-
stang hafi þurft til að ná
olíunni upp. Hún hafi þó
komið í góðar þarfir. „Olí-
an var seld og hún notuð,“
segir Vilhjálmur. „Til þess
að koma henni frá E1 Grillo á tanka á
Seyðisfirði þurftum við að fá að sunn-
an lítinn olíuílutningabát sem Olíufé-
lagið átti og hét Haskell. Hann liggur
nú á botni Hvalfjarðar þar sem hann
sökk mörgum árum síðar,“ segir Vil-
hjálmur.
Björgunaraðgerðin og dæling olí-
unnar eru Vilhjálmi minnisstæð.
„Þarna var mikill mannskapur sam-
ankominn. Það þurfti marga til að
manna loftdælurnar, til að snúa þeim
til skiptis því ekki máttu þær stoppa.
Og það var fenginn línutogarinn Jök-
ull úr Hafnarfirði þar sem mannskap-
urinn hafði aðstöðu. Skipstjóri var
Bessi B. Gíslason stýrimaður Þórhall-
ur Vilhjálmsson og vélstjóri Ingvar
Jóhannsson, nú hjá Keflavíkurverk-
tökum."
Vilhjálmur segist ekki komast hjá
því að minnast á Grím Eysturoy kaf-
ara. „Grímur Eysturoy var alveg frá-
bær, hreinn snillingur og mikil hetja,
það verður ekki frá honum tekið.
Hann fór þama niður allar þessar
ferðir á þessu mikla dýpi. Hann fékk
einu sinni kafaraveiki. Og þá var farið
að athuga bækumar, hvað
þær segðu. Ég held ég
muni það rétt að hann
þurfti. að fara niður á 43
metra dýpi og vera fjóra
og hálfan tíma á leiðinni
upp. Því við höfðum ekki það sem
heitir afþrýstitæki eða „decom-
pression chamber" eins og McKenzie
hafði bent okkur á að þyrfti," segir
Vilhjálmur.
Trúlofunarbuxurnar í súginn
Þótt umræða um náttúravernd hafi
ekki verið jafn ofarlega á baugi þá og
nú segir Vilhjálmur að menn hafi
einnig haft miklar áhyggjur af meng-
un frá E1 GrOlo sem hafi verið mikil.
„Þó að maður væri á skóhlífum fór
maður jafnvel upp fyrir í fjöranni.
Einu sinni var ég með kærustunni
minni þarna og fór að eiga við bát og
lenti í því að eyðileggja trúlofunar-
buxurnar mínar í olíudrullu. Þetta
var mjög alvarlegt, skal ég segja
þér,“ segir Vilhjálmur og hlær.
Mikil olíumengun varð á meðan
verið var að dæla upp olíunni og hafði
ekki verið jafn mikil síðan skipið sökk
átta áram áður. „Það drapst heilmik-
ið af fugli því það jókst svo mikið út-
streymið á olíu þegar við fórum að
eiga við þetta. Það var alveg gríðar-
lega mikil mengun og alveg hrikalegt,
ekki síst fyrir svona frá-
bæra höfn eins og á Seyð-
isfirði,“ segir Vilhjálmur.
. Hann telur nú að menn
hefðu átt að ganga mun
harðar fram til þess að
hreinsun færi fram og taka hefði átt
kvartanir Seyðfn-ðinga betur til
greina. En nú sé lag. „Ég held að ís-
lendingar, sem þykjast nú vera rík-
astir þjóða í heimi, ættu bara að drífa
sig í það að hreinsa svona drullu í
burt.“
Þá telur Vilhjálmur það sjálfsagt
að þjóðréttarleg staða málsins sé
könnuð og athugað hvort leita beri
eftir kostnaðarþátttöku mengunar-
valda, eða þeirra sem áttu skipið þeg-
ar að það sökk. „En hvort sem það
fæst eða ekki þá finnst mér að þjóð-
inni beri skylda til að standa kostnað
af því að ná E1 Grillo upp. Það eru
hreinar línur,“ segh’ Vilhjálmur að
lqkum.
-H-
Vilhjálmur Árnason
Ætluðu að ná
skipinu upp af
hafsbotni
Skipið mjög til
trafala fyrir
Seyðfirðinga
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Biskup íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, prédikaði á útiguðsþjónustu á Laugardalsvelli á sunnudag. Altari var reist á leikvanginum
miðjum og bak við það sat 60 manna lúðrasveit og tæplega þúsund manna kór.
' " 1 "■ »
Upphaf kristnitökuhátíðarinnar í Reykiavík heppnaðist vel
FJÖLDI gesta við upphaf kristni-
tökuhátíðarinnar í Laugardalnum
síðastliðinn sunnudag var framar
björtustu vonum aðstandenda, að
sögn Bjarna Kr. Grímssonar,
framkvæmdastjóra hátíðarinnar.
Hann segir á sjötta þúsund manns
hafa mætt við guðsþjónustu, sem
fram fór á Laugardalsvellinum, og
að 2.500 hafi hlýtt á gospeltónleika
í Laugardalshöllinni. Um kvöldið
komu þúsund manns á unglinga-
dagskrá í Skautahöllinni.
„Við erum alveg í himnasælu yf-
ir þessu og allir dagskrárliðir tók-
ust mjög vel,“ segir Bjarni. „Veðr-
ið lék við okkur sem hefur mikið
að segja þegar dagskrá undir ber-
um himni er annars vegar.“
Fyrsta guðsþjónustan
á Laugardalsvelli
Altari og kross var reistur á
miðjum Laugardalsvelli fyrir úti-
guðsþjónustuna en hún mun vera
sú fyrsta sem haldin er á Laugar-
dalsvelli. Biskup íslands, sr. Karl
Sigurbjörnsson, hélt stólræðu þar
sem hann benti m.a. á að margir
hefðu slitið tengslin við arfleið
fortíðarinnar í trú og siðgæði.
Hann hvatti fólk til þess að taka
höndum saman og styrkja það
sem greiðir fyrir áhrifum Krists.
„Ég vil sérstaklega beina þeirri
ósk til forráðamanna skólamála
að þáttur kristinfræði verði auk-
inn í grunnskólum. Og að fræðsla
um siðfræði og trúarbrögð verði
komið á í framhaldsskólum lands-
ins. fsland hefur þá sérstöðu með-
al nágrannalandanna að hér er
engin fræðsla um trú og sið á
framhaldsskólastigi. Slíkt stuðlar
að stórhættulegri fáfræði og
greiðir veg þröngsýni og hleypi-
dómi,“ sagði biskup einnig í ræðu
sinni.
Fjölbreytileg tónlist
Tæplega þúsund manna kór
söng við athöfnina undir sljórn
Jóns Stefánssonar. Kórmeðlimir
komu úr ýmsum kórum á Reykja-
víkursvæðinu og sungu frá áhorf-
endapöllum aftan við altarið.
Einnig var tekið upp á þeirri ný-
breytni að hafa undirspil í höndum
lúðrasveitar, en hún var samansett
af Lúðrasveit verkalýðsins og
Á bilinu fimm til sex þúsund manns voru viðstödd guðsþjónustuna. Táknmálstúlkar
frá Samskiptastöð heyrnarlausra túlkuðu það sem fram fór.
Lúðrasveitinni Svani. Samkvæmt
upplýsingum Bjarna kom það
mjög vel út og ómuðu tónarnir um
allan Laugardalinn. Krist.inn Sig-
mundsson söng einsöng við athöfn-
ina.
Að guðsþjónustu Iokinni dreifðu
gestir sér um Laugardalinn þar
sem reist höfðu verið tjöld og
kynning á starfsemi ýmissa safn-
aða í þjóðkirkjunni og fleiri krist-
inna safnaða fór fram. Einnig var
kynning á margvíslegri starfsemi
kristinna félaga í anddyri Laugar-
dalshallarinnar þar sem gospeltón-
leikar fóru fram. Á gospeltónleik-
unum var mikil stemmning en þar
konui fram ýmsir listamenn. Selt.
var inn á tónleikana og rennur all-
ur ágóði, sem var um ein milljón
króna, til málefna geðfatlaðra
barna.
Allir dagskrárliðir heppnuðust
mjög vel að mati framkvæmda-
stjóra hátíðarinnar. Hún er þó
hvergi nærri búin því hátíðarhöld
verða langt fram á næsta ár í til-
efni þúsund ára kristnitöku á ís-
landi.
Góð aðsókn í
blíðskaparveðri