Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ l ..OG AD LOKMM FLAMBERUM VID SOUFFLEID OKKAR MED . LOSSUDUGASI! Pl r* 1 J Hundalíf A-HEM C.'2-l Þýðist: "Viltu vinsamlegpst flytja . þig úr stólnum mínum? Ég hef átt ’mjög erfiðan dag á skrifstofunm\ og ég vil síður haekka röddina Hil að reyna að mjaka þér burt. Mér þœtti því vænt um ef þú^ hefðir hraðann á!" -A faAur-m Fámáll maður! y Smáfólk Á stundum sem þessum óska ég þess að vera komin aftur í skólann.. Ég veit hvað þú átt við.. Heldurðu kannski að það sé löngunin til að læra sem býr í okkur öllum? Nei, ég gleymdi sex kleinuhringjum á borðinu mínu... > BRÉF TIL BLAÐSEMS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nafnlausar menningarleifar Frá Hirti Marteinssyni: ÞENNAN dag er rigning og þoka yfír hafinu. í mildu og stilltu veðri gengur ferðamaður með fjörunni frá Stokkseyri til Eyrarbakka óaf- vitandi um nýtt heiti þessarar byggðar: Árborg. Árborg! Nafnið eins ógagnsætt og þokan sem hvílir úti fyrir hafínu. Þar sem hann stendur á kambinum í fjörunni á mörkum þessara tveggja þorpa og horfír inn yfir landið blasir við hon- um stór og mikill skúlptúr, sem ber sama nafn og fuglinn sem flýgur frá heimskautslandinu á hverju vori til íslands. Krían heitir verkið og er eftir Sigurjón Ólafsson og reist til minningar um Ragnar Jónsson i Smára af samtökum íslenskra erf- iðismanna. Báðir þessir menn voru ættaðir frá Eyrarbakka. Og þar sem ferðamaðurinn hefur aldrei áð- ur farið að þessu verki finnst hon- um sem nú væri stundin upp runn- in að láta verða að því. Hann gengur eftir þjóðveginum frá Eyrarbakka. Fram hjá honum þeysa tugir bíla. Von bráðar er hann kominn að bílastæði, sem er næstum ósýnilegt þegar ekið er eftir veginum og svo þröngt að varla verður lagt þar nema einum bíl. Eitt andartak minnir þetta bflastæði á stöðu listarinnar í ís- lensku samfélagi. Næstum ósýni- legt bflastæði, þar sem enginn leggur bifreið sinni. Allir þeysa hjá á hraðferð. I suðri blasir Krían við í gegnum þokusuddann. Frá bflastæðinu er enginn göngustígur að Kríunni svo menn verða að feta sig eftir móanum að gaddavírsgirðingu og hliði svo bág- bornu, að ekki væri talið hæfa neinum kunnum íslenskum kirkju- garði - bundið aftur með nælon- bandi. Aðkoman er hæg og hugur- inn er fullur lotningar eins og þeg- ar ókunnur hlutur er virtur viðlits fyrsta sinn. Mest á óvart kemur stærðin, þar sem verkið rís upp úr mýrlendinu. Það hvflir á steyptum stalli og er úr málmi. Svarleitt og veðrað í landslaginu. Þann tíma sem það hefur staðið þarna hafa eyðingaröflin farið um það hönd- um. Stangimar sem koma út úr verkinu og eiga að minna á vængi fugls eru sumar brotnar af og liggja eins og hráviði við stall þess. Inni í kjarri nærri stallinum rekur ferðamaðurinn augun í málmplötu. Þegar honum verður litið upp sér hann holsár á þeirri hlið verksins, þar sem platan var áður. Holsár listaverks. Hægt og bítandi hefur veðrið svipt þennan risafugl vængjum sínum eins og til að kyrr- setja hann á táknrænan hátt í flat- lendinu, svo hann stæði holur eftir fyrir vindana að gapa í gegnum. Nafnlaust verk innan gaddavírs- girðingar! því hvergi kemur fram hvað það heitir rétt eins og það skipti engu máli. Nafnlaust verk fyrir vindana! Og þessum ferða- manni verður spurn: Hver skyldi bera ábyrgð á verkinu; viðhaldi þess og því að leiðirnar að því séu sæmilega greiðfærar og merktar? Hverjir kæra sig kollótta um slík stórvirki? Undirrituðum hefur ekki enn tekist að komast að því. Á meðan heldur Ki’ían áfram að brotna niður á stalli sínum, sem minnisvarði um hið sérstæða menningarástand, sem virðist ríkja í garð listaverka á almannafæri - í einu flatasta byggðarladi landsins, sem nú ber nafnið Árborg. E.s. sama dag átti sá sem þessar línur skrifar leið fram hjá húsi Einars Benediktssonar í Herdísar- vík. Þarna sat hann áður á verönd- inni og horfði út á hafið fram hjá Strandarkirkju síðustu dagana í lífi sínu, niðurbrotinn og mörgum gleymdur - rúinn öllum eigum sín- um nema þessu eina húsi, sem hann áhafnaði Háskóla íslands eft- ir sinn dag. Þennan dag var bú- staðurinn yfirgefinn og járnhurð fyrir dyrum. Engin merki um mannaferðir. Engin merki um veru Einars Benedikssonar á þess- um stað. Ekkert sem minnti á manninn í landslaginu nema úfið hraunið, sem stundum minnir á kvæði skáldsins. Við þjóðveginn stóð holótt skilti eins og vegurinn, steypt í pott með áletrun, sem var fullkomlega ólæsileg vegna þess að einhverjir höfðu gert sér að leik að má hana út með byssukúlum - gert sér að leik að skjóta skiltið aftur á þá öld þegar ekkert letur var til og ólæsið hlutskipti manns- ins. Rétt eins og þá stund þegar undirritaður stóð við stall Kn'unn- ar og leitaði að áletrun með nafni verksins. HJÖRTUR MARTEINSSON, Grundarhúsum 36, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Bylting ¥ Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvaen. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifaö nánast blint. Staöalstærö: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Vlroc utanhússklæðnlng PP &CO Leltið upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 t 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.